Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ TOGARINN Goth, nýlega kominn til Fleetwood frá Hull. Mannskaði og björgun breskra íslandssjómanna fyrir hálfri öld Björgiiðust af Dhoon en fórust með Goth Stuttu eftir lok síðarí heimsstyrjaldar fórust við Vestfírði, með árs millibili, tveir togarar frá bænum Fleetwood á Englandi. Annar skipsskaðinn geymdist í minningunni sem íslenskt björgunarafrek en hinn sem harm- leikur og leyndardómur. Tæpum þremur áratugum síðar klippti íslenskt varðskip á víra síðasta Fleetwoodtogarans. Helgi Þor- steinsson greinir frá margbrotinni reynslu Fleetwoodbúa af Islandsmiðum og Islend- ingum sem rifjaðist upp þegar reykháfurinn af togaranum Goth kom í troll Helgu RE fyrir fáeinum vikum. Reykháfurinn er nú kominn til Fleetwood þar sem hann verður gerður að minnismerki. NÆSTKOMANDI föstudag verða fimmtíu ár liðin síðan breski togarinn Dhoon strandaði í óveðri und- ir Látrabjargi. Togar- inn var frá Fleetwood og meirihluti áhafnar- innar einnig. Fréttir af strandinu bárust fljótt til bæjarins og ættingj- ar mannanna biðu milli vonar og ótta frétta af örlögum þeirra. Fyrir harðfylgi íslenskra björgunarmanna tókst að bjarga tólf af áhafn- armeðlimunum en þrír fórust. Einn af þeim sem björguðust var 22 ára gamall há- seti, R. Snasdell að nafni. Meðan enn var óljóst um örlög áhafnar- innar var í breska dagblaðinu Evening Gazette haft tal af móður hans og fleiri ættingjum skipbrots- manna sem lýstu áhyggjum sínum og ótta. Léttirinn var að sama skapi mikill þegar fréttir bárust af björguninni. Þremur dögum fyrir jól kom R. Snasdell ásamt öðrum skipbrotsmönnum heim til Fleetwood. í samtali við blaðamann sagði móðir hans að nýbökuð kaka og ann- að góðgæti biði sonar síns við heimkomuna. Árið eftir réðst R. Snasdell aftur á annan togara frá sama fyrir- tæki, Wyre Steam Trawling Company, Fleetwood. Með hon- um á nýja togaranum, sem nefndist Goth, var einnig annar af skip- brotsmönnunum af Dhoon, G. H. Knight, yfirvélstjóri, sem var á sextugsaldri Síðasta ferð Goth á íslandsmið hófst fjórða desember 1948. í vitnaleiðslum rannsóknar- nefndar á vegum breska sam- gönguráðuneytisins sem sagt er frá í breska blaðinu Fishing News í apríl 1950 var rakið það sem vit- að var um síðustu daga Goth. WILFRED Elliot. Óreyndur loftskeytamaður I byrjun desember 1948 sigldi togarinn af stað til íslands. Eftir fjögurra og hálfs dags siglingu kom hann á miðin norðvestan við landið og hóf veiðar. Sólarhring síðar fór veðrið að versna. Skipstjórinn á St. Melantine, togara frá Hull, sá til Goth þar sem hann var á leið inn til Aðalvíkur til að leita skjóls. Loft- skeytamaðurinn á St. Melantine, Peter Davies, sagðist hafa verið í sambandi við Goth í nokkra daga. Meðal annars hefði hann leiðbeint loftskeytamanninn S. Bowles, sem átti í nokkrum erfíðleikum með tæki sín. Bowles var ekki nema nítján ára og óreyndur í starfí. I síðasta skeyti sínu til St. Melanie bað hann Davies að skila jólakveðju til foreldra sinna, því ekki væri búist við að Goth kæmi aftur í heimahöfn fyrr en í janúar. Lítið hafði veiðst og því hafði verið ákveðið að framlengja ferðina. Ýmsir loftskeytamenn sögðust hafa heyrt í Goth eftir þetta en vegna misræmis í frásögnum þeirra taldi rannsóknarnefndin sem kann- aði hvarfíð ekki sannað að heyrst hefði í togaranum eftir 13. desem- ber. Goth við höfnina Um áramótin var farið að óttast um afdrif Goth. Ættingjar skipverja fóru niður að höfn á hverju flóði til að bíða togarans og spyrja frétta frá öðrum togurum sem voru að koma af íslandsmiðum. „Ég hef ekki borðað neitt í þrjá daga,“ sagði Evelyn Parker, kona eins af skipverjunum í samtali við dagblað í Fleetwood í byrjun janú- ar. „Ég er of áhyggjufull. Pögnin er hræðileg og ég skil ekkert í henni. Síðustu þrjár nætur hef ég staðið á hafnarbakkanum til klukkan þrjú og beðið eftir að hann kæmi, en ekkert gerist.“ Bátsmaðurinn W. J. Edwards var 35 ára og heima biðu hans eigin- kona og þrjú börn, ellefu, níu og sjö ára. Það síðasta sem þau fengu frá föður sínum var jólakort sem hann hafði beðið um að sent yrði eftir að hann væri lagður af stað. Ýmsar sögusagnir Ýmsar sögur komust á kreik um afdrif Goth. Meðal annars var sagt að björgunarbát af togaranum hefði rekið á land. Eitt sinn kom upp sú flugufregn að togarinn hefði komið til hafnar í Stornoway á Skotlandi. Talsmaður Wyre Steam Trawlers lét hafa eftir sér í dagblaði 9. janúar 1949 að lítil von væri um að togar- inn fyndist. í lok mánaðarins var farið að greiða lífeyri úr tryggingar- sjóði til ekkna, barna og foreldra áhafnarmeðlima. Aldrei fékkst endanleg skýring á því hvers vegna togarinn hefði farist. Rannsóknarnefndin taldi lík- legast að óveðrið hefði grandað hon- um. Ekki var heldur talið útilokað að tundurdufl sem töluvert var af í grennd við Aðalvík hefðu losnað í veðrinu og rekið að togaranum. Þriðji möguleikinn var að gufuketill hefði sprungið, en það var talið ólík- legt vegna þess að skipið hafði verið skoðað skömmu áður en það lagði úr höfn. Engar fréttir af Goth Blanche segist ekki hafa haft áhyggjur af Goth fyrr en í janú- ar. „Þá voru skipin sem farið BRÚÐKAUPSMYND af Harry og Blanche Buckley. höfðu út um sama leyti að tínast heim og við fórum að undrast um Goth.“ Arthur segist muna eftir að hafa hlaupið niður á bryggju þegar tögarar komu í land og kallað til áhafnanna hvort nokk- uð væri að frétta af Goth. En engar fréttir bárust. „Ég hélt auðvitað í vonina í lengstu lög,“ segir Blanche, „en að lokum varð ég að sætta mig við staðreyndirnar. í 49 ár viss- um við í raun og veru ekkert um það hvað hefði gerst eða hvar togarinn væri niðurkominn. Það er gott að reykháfurinn fannst því nú vitum við hvar þeir hvfla.“ Harry Buckley var 24 ára þeg- ar hann fór í síðustu sjóferð sína og þau Blanche áttu saman átta mánaða gamla dóttur sem aldrei kynntist föður sínum. Blanche fínnst að gera ætti reykháfinn að minnismerki um þá sem fórust. Hún býr nú í Hull en treysti sér ekki til að mæta á borgarafund í Fleetwood þar sem ákveða átti hvað gera ætti við reykháfinn. Dóttir hennar býr hins vegar í grennd við ÁÆTLAÐ hafði verið að Goth kæmi í höfn í Fleetwood fyrir jól 1948. En þegar Blanche Cleveland, sem þá hét Blanche Buckley, kom til að sækja laun eiginmannsins, Harry Buckleys, á skrifstofu útgerðarfyrirtækis- ins fáeinum dögum fyrir jól var henni sagt að heimkomunni hefði verið frestað fram yfir áramót. „Þeir sögðu að vegna veðursins hefðu þeir ekkert getað veitt og því yrði að framlengja ferðina." Harry hafði um skeið verið at- vinnulaus og hafði skráð sig á skipið til að eignast peninga fyrir jólin. Frændi hans, Arthur Buckley, er mikill áhugamaður um sögu breskrar togaraútgerðar og býr enn í Fleetwood. Hann hefur meðal annars safnað upplýs- ingum um hvarf Goth. „Ég man vel eftir því þeg- ar Harry kom til ömmu minnar til ARTHUR að segja að hann Buckley . hefði ráðið sig á Goth. Hann var í svörtum regpjakka og með hvítan háls- klút. Harry bjó stutt frá heimili mínu.“ Haldið í vonina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.