Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 41 HEIÐA EIRÍKSDÓTTIR + Heiða Eiríks- dóttir fæddist í Reykjavík 21. sept- ember 1931. Hún lést á Landspít- alanum 27. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg A.M. Pálsdóttir, f. 24. des. 1910, d. 14. jan. 1936, og Eirík- ur Þorsteinsson, f. 24. mars 1905, d. 13. maí 1984. Fóst- urmóðir hennar var Lijja Sigurðar- dóttir, f. 30. mars 1905, d. 7. desember 1978. Systkini Heiðu eru Þorsteinn, f. 17. mars 1927, Leifur, f. 2. apríl 1928, Sigmundur, f. 7 des. 1938, og Bára Margrét, f. 19. ágúst 1943. Heiða giftist Pétri Ingva Olafs- syni árið 1953. Heiða lætur eftir sig fimm uppkomin börn, Ingibjörgu, f. 1950, Guðrúnu, f. 1951, Ólaf, f. 1955, Lilju, f. 1957, og Eirík, f. 1964. Útför Heiðu fer fram frá Kópa- vogskirkju á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þar einn leit naktar auðnir sér annar blómaskrúð. Það verður sem þú væntir. Það vex sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því besta þó blási kalt. Þó ðrlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nomahöndum sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þijú orð við hvert mitt spor. fegurð, gleði, friður- mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku Pétur, Inga, Gunna, Óli, Lilja og Eiríkur. Guð gefí ykkur styrk í sorginni, við erum með ykkur í huganum. Bára og Sigmundur (Simbi). Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elsku Heiða. Þegar við fréttum að þér hefði „versnað" eftir að- gerðina lögðumst við á bæn um að þú myndir ná heilsu aftur. Síð- ar um nóttina var barátta þín á enda. Okkur setti hljóð. Þó aldrei sé hægt að segja hver sé næstur, kemur þetta alltaf á óvart. Eftir standa þó margar góðar minningar um þig og þær verða aldrei af okkur teknar. Fyrir þær viljum við þakka. Alltaf reyndist þú okkur vel sem og öðrum. Alla tíð hefur verið stutt á milli heimila okkar og samgang- urinn verið mikill þó alltaf hafi mátt gera betur. Það var þægilegt að koma á heimili þitt, alltaf snyrti- legt enda þið Pétur dugleg að vinna við húsið og ef heilsa þín leyfði ekki var Pétur alltaf boðinn og búinn. Viljum við þakka honum einstaka nærgætni og elsku í þinn garð. Við vitum að amma og afí ásamt pabba taka vel á móti þér og trúum við því að þið séuð sam- einuð á ný. Elsku Pétur, Inga, Gunna, Óli, Lilja og Eiríkur, fjöl- skyldur og aðrir ástvinir, við biðj- um Guð að styrkja ykkur og styðja á þessum erfíða tíma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Heiða, um leið og við kveðjum þig viljum við þakka þér fyrir allt saman. Megi Guð geyma þig og blessa minningu þína. Maria Björk, Kristrún Lilja og Atli Már. Elsku Heiða, okkur systkinin langar til að minnast þín með ljóði eftir frænda okkar, Kristján frá Djúpalæk. Með þakklæti fyrir allt og allt. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér. Þú getur eigin ævi i óskafarveg leitt, og vaxið hveijum vanda sé vilja beitt. Elsku amma okkar, í dag kveðj- um við þig í hinsta sinn og því langar okkur til þess að minnast þín í fáeinum orðum. Þegar okkur bárust þær fréttir að þú værir farin frá okkur áttum við erfítt með að trúa því. Þú varst alltaf svo kát og lífsglöð og ekki eru margir dagar síðan þú talaðir um jólabaksturinn. Þú hafðir gott auga fyrir fegurð og varstu því alltaf vel til höfð og komst þér upp fallegu heimili sem gott var að koma á. Þar var gestum tekið með opnum örmum þvf alltaf varst þú heima og því munu sögustundimar í eldhúsinu renna okkur seint úr minni því þær voru fullar skemmt- unar og fróðleiks. En nú er komið að leiðarlokum allt of fljótt, og þú munt skilja eftir þig skarð sem ekki verður fyllt. Telma, Sif og Rut. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, DÍANA K. KRÖYER, Stigahlíð 14, ReyKjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 8. desember kl. 15.00. Guðný Kröyer, Jóhann Antoníusson, Elín Kröyer, Kristinn Arason, Ásta Kröyer, Höskuldur Erlendsson, Þorvaldur Kröyer, Björk Bragadóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangs- stræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning(a)mbl.is) — vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslu- kerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRGVIN JÓNSSON, Hllðarvegi 2, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 9. desember kl. 13.30. Ólína Þorleifsdóttir, Hansína Ásta Björgvinsdóttir, Ingvi Þorkelsson, Þorleifur Björgvinsson, Jón Björgvin Björgvinsson, Eyþór Björgvinsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Elín Ebba Björgvinsdóttir, Inga Anna Pétursdóttir, Halldóra Oddsdóttir, Ágústa Benný Herbertsdóttir, Stefán Baldursson, Sigurður St. Jörundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður, ÁLFHEIÐAR KJARTANSDÓTTUR þýðanda, Háteigsvegi 42, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 15.00. Jóhannes Jóhannesson, Sigrún Guðnadóttir, Ingimar Sigurðsson, Kjartan Jóhannesson, María Guðmundsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Sóley Reynisdóttir, Egill Jóhannesson, Elín María Guðjónsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Andri Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS TÓMASSON pípulagningameistari, Skálagerði 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 9. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð félags nýrnasjúkra. Þorbjörg Eiðsdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Jóhann Geirharðsson, Eiður Magnússon, Kristín Ólafsdóttir og bamabörn. + Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELSU JÓHANNESDÓTTUR, Rauðagerði 70. Hilmar Magnússon, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Jón F. Egilsson, Öm Hilmarsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Sævar Hilmarsson, Hrund Sigurhansdóttir og barnabörn. + Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, mágkonu og móðursystur, HELGU K. OTTÓSDÓTTUR flugfreyju. Sérstakar þakkirtil Flugfreyjufélags íslands og starfsfélaga Helgu. Guð geymi ykkur öll. Ása G. Ottósdóttir, Albert Stefánsson, Elísabet Þóra, Auður, Hafdís Björk, Elísabet S. Ottósdóttir, Örn Johnson, Helga Kristín, Óttar Öm, Ásgeir Thor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.