Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fonnaðuf nýstofnaðra Hollvinasanilaka Sjóniannaskólans m j /5$ i • ' ^TGtMun/c VONANDI verður enginn hávaði og varðskipsleit þó herinn verði úreltur og honum sökktísæ . . . Hraðsuðukanna 1,5L EWA 1520 2L Expressokaffivél ea 100 KF 1000 AF.G Expresso 00 kaffikvél KFEA 100 AT250 Hraðsuoukanna1L SWA10101L Gufustraujárn DB 4040 PJ ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 533 2800 novkÍMMÍk: Hankaim Rkftifnni Krinnluni V«Bturl»nd; Málninnarbiánusla Akranesi. Kf. Bornfirftinna RnrnarnfiRi RlrSmRtnrvpllir Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö, Búöardal. Vestfiröir: Geirseyarbúöin. Patreksfiröi. Rafverk, Bolunarvík. Straumur, Isafiröi. Noröurland: Kf. Steingrlmsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvlk. KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urö Raufarhöfn. Lóniö Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnafiröinga, Vopnafiröi. Verslunin Vfk, Neskaupstaö. Kf. Stööfiröinga Stöövarfiröi. Kf. Fáskrúösfiöinga, Fáskúösfiröi. KASK, Höfn. KASK Djúpavogi. SuAurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli. Klakkur, Vlk. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg, Grindavlk. Smá sýnisbom frá AEG j kr. 2.830 "~J0 AEG Kaffikvörn KFM103 ^VEG Brauðrisf AT 229 vofluiarn we 100 Hljóðbókagerð Blindrafélagsins Hljóðbækur eru handa öllu fólki sem vill hlusta Gísli Helgason HUÓÐBÆKUR eru ekki bara fyrir blinda og sjón- skerta heldur fólk sem hefur gaman af því að hlusta segir Gísli Helgason forstöðmaður Hljóðbóka- gerðar Blindraféiagsins. Hljóðbókaklúbburinn hef- ur verið starfræktur um tveggja ára skeið að hans sögn og gefið út um 30 titla á því tímabili. Bækur klúbbsins koma út á 6-8 vikna fresti. - Hvaða bækur eru nýjastar hjá Hljóðbóka- klúbbnum? „Nú fynr jólin gefum við út sex íslendingasögur í fjórum hljóðbókum og þijár bækur til viðbótar á sama tíma og prentaða útgáfan er sett á markað. Fyrsta má telja Sálumessu synd- ara sem allt er að verða vitlaust út af og Ingólfur Margeirsson les. Þá Fótspor á himnum, eftir Einar Má Guðmundsson, sem höfundur les, og bók Kristínar Steinsdóttur, Vestur f bláinn. Þess má geta varðandi íslend- ingasögumar að komnar eru út alls 22 sögur í 15 hljóðbókum, sem er 70% allra íslendingasagn- anna, ef Njáls saga og Egils saga eru taldar með, en þær eru til í eldri útgáfu. Við stefnum að því að koma þeim öllum á snældur fyrir aldamót. Loks má nefna snældu þar sem Jón úr Vör les eigin ljóð en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur tekið hana sam- an. Staðreyndin er sú að lítið er til af lestri Jóns úr Vör á segul- bandi og við fengum því nokkrar upptökur hjá Ríkisútvarpinu og hljóðrituðum jafnframt nokkur ljóð hans." - Hvað hefur Hljóðbókaklúb- burinn gefíð út margar bækurfrá því hann var stofnaður? „Klúbburinn var stofnaður fyr- ir tveimur árum og ætli við séum ekki búin að gefa út tæplega 30 titla á því tímabili.“ - Hvernig eru lesararnir vald- ir? „Við veljum þá með tilliti til efnisins sem verið er að gefa út hvetju sinni og reynum að vanda sem mest til upplestrarbókanna. Eg tel að skipti gríðarlega miklu máli í útgáfu hljóðbóka fyrir al- menning hvernig þær em mat- reiddar. Við leggjum áherslu á það að höfundar lesi sjálfir ef þeir eru á lífi og álítum að þeir gefi bókunum sínum ákveðinn blæ og gildi. Samstarf okkar við Einar Má Guð- mundsson hefur verið með ágætasta móti og við gefið út tvær af hans bókum, það er þá nýju og Engla alheimsins. Síð- an höfum við gefið út nokkuð af bókum eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, útgáfustjóra okkar, sem hefur lesið einar tvær barnabækur inn á snældur og svona mætti lengi telja.“ - Hvað gefíð þið út hljóðbæk- ur oft á ári? „Við gefum út fréttabréf á 6-8 átta vikna fresti og höfum sett okkur það markmið að gefa út hljóðbók með sama millibili. Við- tökurnar hafa verið mjög góðar. Félagar í Hljóðbókaklúbbnum em um það bil 500 og má segja að við seljum að jafnaði 250-300 ► Gísli Helgason fæddist í Vestmannaeyjum árið 1952. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reylqavík árið 1972 og var viðloðandi laga- og heimspekideild Há- skóla íslands til ársins 1977. Gísli sótti námskeið í upptöku- stjórnun við Surrey-háskóla á Englandi árið 1982 og kom fyrst nálægt hþ'óðbókagerð árið 1975. Hann starfaði sem deildarstjóri hjá Blindrabóka- safni íslands frá stofnun þess árið 1983 og hóf störf þjá Hijóðbókagerð Blindrafélags- ins árið 1988 þegar hún var endurvakin. Þar hefur hann séð um hjjóðbókagerð síðan og auk þess haft á sinni könnu tölvusamskipti. Gísli er kvænt- ur Herdisi Hallvarðsdóttur tónlistarmanni og eiga þau tvö börn. eintök af hverri bók. Skilmálamir eru þeir að fólk skrái sig í klúbb- inn 0g þá er því boðið á 6-8 vikna fresti að kaupa bók á klúbbs- verði. Ef fólk vill afþakka bókina er því boðið að taka annan titil í staðinn.“ - Hvaða áætlanir eru uppi í útgáfustarfínu? „Við höfum hug á því að auka við úrval þeirra bókmennta sem til em og setjum okkur það mark- mið að sem flestar bækur komi út á hljóðbók um leið og þær eru prentaðar. Við teljum að það skipti gríðarlega miklu máli fynr útgáfuna í heild. Það er mikið verkefni og mér sýnist að útgef- endur séu að vakna til vitundar um þetta. Við höfum átt mjög gott samstarf við Mál og menningu og nú síðast við Vöku-Helgafell vegna útgáfu á skáldsögu Krist- ínar Steinsdóttur. Þá er í farvatn- inu að gefa út smásögur Davíös Oddssonar á hljóðbókarformi eft- ir áramót þar sem hann myndi lesa sögumar sjálfur.“ - Hverjir kaupa hljóðbækur? „Hljóðbókaklúbburinn er ekki bara fyrir blinda og sjóndapra og félagsmenn em í mörgum tilfell- um fólk sem vill hlusta á upplest- ur. Félagar eru af ýmsu tagi, flestir á fullorðinsárum, og ald- ursdreifíngin nokkuð jöfn þótt þeir eldri séu meira áberandi. Hljóðbækur virðast ná til fólks á mjög breiðum grundvelli." 70% íslend- ingasagna á hljóðbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.