Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM % MYND UM MANNLEGA REISN :> „Frambjóðandinna er heimildarmynd um Guðrúnu Pétursdóttur og baráttu hennar í forsetakosningunum 1996. Hildur Loftsdóttir spjallaði við Olaf Rögnvalds- son, annan höfunda myndarinnar, og fleiri sem hafa álit á myndinni. STÖÐ 2 hefur þegar sýnt „Frambjóðandann“ en hefur ákveðið að endursýna mynd- ina sunnudaginn 7. desember kl. 18. Myndin er eftir Ólaf Rögnvalds- son kvikmyndatökumann og Skafta Guðmundsson klippara. - Ólafur, hvernig er „Frambjóð- andinn" frábrugðinn öðrum heimild- armyndum? „Við unnum hana á mjög löngum tíma. Tökudagar urðu 62 og mjög miklu efni var safnað, alls 75 tímum. Ég notaði litla upptökuvél og þetta er svona „observational" mynd. Síð- an tók við mikil yfirlega Skafti var 6-7 mánuði að klippa myndina, og ég var 4 mánuði með honum. Þetta kostar töluverða peninga og fáir ís- lendingar hafa getað leyft sér það hingað til. Tækjakostnaður er ekki hár heldur er allur þessi tími dýr. Bara það að skoða efnið tók mánuð. Síðan tókum við saman það efni sem okkur leist best á og reyndum að sjóða það saman. Fyrsta útgáfan var fjórir og hálfur tími, sem minnk- aði smám saman í klukkutíma. Við reyndum áð komast að kjarna máls- ins og unnum mikið eftir tilfinningu, og af virðingu fyi-ir sjálfu efninu. Það var efnið sem réð útkomu myndar- innar. Þannig varð þetta sönn túlkun á því sem fyrir augu bar. I upphafi átti myndin ekki að snúast svona mikið um Guðrúnu sjálfa heldur meira um það sem gerðist á bakvið tjöldin í kosningabaráttunni, en per- sónudramað var það sem eftir stóð. Þegar við förum af stað erum við á sama báti og frambjóðandinn sjálfur með það að við vitum ekkert hvemig þetta mun enda. Þegar við ákváðum að gera myndina þá er Guðrún eini frambjóðandinn, og við vitum því ekkert hvað við erum að fara að mynda, og verðum bara að setja okk- ur í þá stöðu að safna öllum upplýs- ingum sem við náum í.“ - Hvar fenguð þið peninga til að geta tekist á við þetta verkefni? „Myndin er fjármögnuð að veru- legu leyti af erlendum aðilum. Kostnaðaráætlunin er upp á tíu milljónir, sem þykir frekar dýrt. Það eru ekki margar jafndýrar heimild- armyndir gerðar hér á landi og varla nema í samvinnu við útlendinga. Við vor- um styrktir af þrem- ur sjóðum; Norræna sjónvarps- og kvik- myndasjóðnum, Norska kvikmynda- sjóðnum og Menning- arsjóði útvarps- stöðva. Þessi mynd fjallar líka um samtímann og mjög íslenskar heim- ildarmyndir fjalla um hann, því þau mál eru því miður af- greidd í dægurmála- og fréttaskýr- ingaþáttum." - Guðrún talar aðeins einu sinni í myndavélina. „Mér fannst það mjög sterkt því það gerist bara einu sinni í mynd- inni. Við notum ekki sögumann og byggjum ekki á viðtölum, aðferð sem er mjög ríkjandi í íslenskum heimild- armyndum. Við tökum lifandi efni og dramatíserum það í klippingunni, án þess að reyna á nokkum hátt að fylla í eyðumar. Við vinnum mikið á til- finningum í staðinn fyrir upplýsing- um. Sumum finnst þetta óþægilegt því fólk er öðru vant, kannski vegna þess að fréttastofur sjónvarpsstöðv- anna eru famar að gera æ fleiri heimildarmyndir sem em í raun eins og langur fréttatími." Morgunblaðið/Ásdís ÓT AFUR Rögnvaldsson kvikmyndatökumaður er ánægður mcð viðtökur myndarmnar „Fram- bjóðandans . - Um hvað fjallar þá myndin í raun? „Fyrir mér er hún mynd um mannlega reisn. Hvemig manneskja getur farið í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu. Að fá mikla athygli til að byrja með sem hleypir í hana kjarki, en fær svo það kjaftshögg að hún er alltaf á niðurleið. Það er líka áskomn að gera mynd um þann sem tapar. Það er auðvelt að gera mynd um sig- urvegara.“ - Guðrún, hvernig leist þér á það í upphafí að leyfa gerð þessarar heimildarmyndar? „Ég ákvað að slá til því við höfðum ekkert að fela. Ég sagði Ólafi að við gætum ekki sinnt honum neitt sér- staklega, hann yrði bara að fylgja okkur. Sjálfri fannst mér spennandi að taka þátt í gerð svona myndar. Síðan var það samkomulag okkar á milli að ef eitthvað í myndinni væri særandi fyrir mig eða aðra þá hefði ég rétt til þess að fara fram á að það yrði ekki með. Sem betur fer reyndi ekki á það, en það var nauðsynlegur vamagli.“ - Fannst þér ekki óþægilegt að hafa Ólaf sífellt á eftir þér? „Nei, mér fannst það alls ekki. Hann er kurteis maður sem mér lik- aði strax vel við og treysti, og hann lét lítið fyrir sér fara. Eg ákvað það strax að ég mætti ekki veita honum neina athygli þá myndi hann trufla mig. Svo hann var bara þarna.“ - Hvernig leið þér þegar þú sást myndina? „Það fór um mig við tilhugsunina því þetta var liðið, búið mál. Guðrún og Ólafur Ragnar vom búin að vera ár í embætti og allt komið á sinn lygna sjó. Hvemig kæmi það út þeg- ar einhver heimildarmynd um mig dúkkaði upp? En það var ekki um neitt annað að ræða og ég varð spennt að sjá hana. Þá sá ég líka að þetta var sannleikanum samkvæmt og ég var mjög sátt við efnistökin. Það var samt sem áður skn'tið að lifa þetta tímabil upp á nýtt. Því maður lokar dymm á eftir sér þegar maður lýkur við eitthvað og heldur áfram. Ekkert kom mér á óvart en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún kemur öðrum fyrir sjónir, því fyrir mér er hún upprifjun og ég fylli ósjálfrátt upp í eyðumar og sé ekki hvað vantar. Mér finnst kvikmyndagerðar- mennimir hafa farið mjög næmum og nærfæmum höndum um þetta efni og mér finnst mikið í myndina varið.“ Árni Þórarinsson blaðamaður „Það sem mér finnst sérstakt við „Frambjóðandann“ er aðallega tvennt. I fyrsta lagi er hún ekki hraðsoðin heldur hafa höfundar gefið sér tíma til að fylgja viðfangsefninu eftir. I öðru lagi nálgast þeir þetta viðfangsefni án sólgleraugna, þ.e.a.s. þegar fer að halla undan fæti hjá frambjóðandanum, þá reyna hvorki höfundar né framboðsfólk að hylma yfir það.“ Gerrit Schuil píanóleikari og hljómsveitarstjóri „Það sem er frábært við þessa mynd er að við fáum að sjá innri manneskjuna, því við fylgjumst með henni bæði þegar vel og illa gengur. Yfirleitt er hentuga hliðin sýnd. Guð- rún stendur oft afhjúpuð og varnar- laus fyrir framan myndavélina og sýnir með því mikið hugrekki. Guð- rún hefur svo djúpan persónuleika; þegar hún brosir þá meinar hún það og þorir að sýna hve mannleg hún er og það er alveg einstakt." Gunnar S. Pálsson framkvæmdastjóri GSP Al- mannatengsla sem önnuðust kynningarmál fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar „Þessi mynd er sérstaklega vel unnin og það var mjög gaman að fá að skyggnast inn í heim forseta- frambjóðandans. Myndin skilar ótrúlega heillegri sýn af framboðinu og kosningabaráttunni án nokkurs þulartexta og það gerir heimildar- myndina sérstaka og skemmtilega auk þess sem hún er mjög einlæg. Engin atriði eru sviðsett heldur hef- ur kvikmyndatökumanninum verið leyft að fanga augnablikið án þess að trufla eða tefja á nokkurn hátt. Mínúturnar sem Guðrún notaði í endanlega ákvörðun um að draga sig í hlé skila sér með þeim hætti heim í stofu að maður gleymir því aldrei.“ ShiðarBrðir i bGinu leigufluQi [illtairul ■FVRST-R •BRDTT-FDR 1 7. Jfl-nÚRR Reykjavík: Auslurstrælí 12 • S. 5691010 • Simbrél 552 7796 og 5691095 Tolex 2241 • Innanlanilslurðir S. 569 1070 Hótnl Sogu við H.igalorg • S. 562 22 ; • Símbrél 562 2460 Halnarljiirður: Bæjaihrauni 14 • S 565 1155 • Simbréf 565 5355 Kellavik: Halnargölu 35 • S. 421 3400 • Símbrel 421 3490 Akranes: Breiðargólu 1 ’S 431 3386 • Símbrél 431 1195 Akureyrl: Ráðhústorgí 1 -S. 462 7200 • Simbréf 461 1035 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 *S. 481 1271 •Simbrél481 2792 ísatjorður: Halnarslræti 7 • S. 456 5390 • Simbrél 456 5392 • Elnnig umboðsmenn um land alll • Heimasiða: vnmv.samvinn.is,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.