Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ t- LISTIR • Lesið í málverk III SÆÞOKA TRÖLLAUKINN veðrahamur og rísandi hafalda voru rík- ir þættir í sköpunarferli málverka Gunnlaugs Schevings, og mætast þá iðulega hug- hrif frá tveim stflbrigðum, áhrifa- stefnunni og úthverfa innsæinu. Myndin Sæþoka, sem er frá því seint á sjöunda áratugnum og hann lauk við 1968, er dæmigerð fyrir slfkan samruna, og hér skyiyar skoðandinn svala og mistraða þokuna í gráum, blá- og grængráum litbrigðum himins og hafs, sem leiðir hugann að einu og öðru f áhrifastefnunni, einkum er málararnir sjðnfestu veðrabrigðin. Sjálf myndbyggingin ásamt hrárri og rismikilli útfærslu sækir föng til inn- hverfa útsæisins. Hún er afar klár og einföld, felur f sér skarpan lfnuskurð og krappar andstæður sem ganga þvert yfir myndflötinn. Burðargrind- ina styrkir listamaðurinn svo með ýmsum veikari áherslum og mörkuð- um krákustígum smáatriða. Luktin yfir höfði sjómannsns og rauða bauj- Gunnlaugur Scheving an f bakgrunninum vinna fagurlega saman í þessiun leik og menn taki eft- ir að mávamir mynda þrfhyrning, andstæðan þeim f sjóhattinum, og þvf hefur hálfl vængurinn sitt mikilvægi sem hluti heildar. Á þann veg er brugðið upp snilldarlegu sjónarspili taumlausra og hrikalegra átaka um leið og allt er sem í föstum skorðum, undirstrikar að sjómaðurinn hefur undirtökin f pataldrinum við náttúru- öflin. Þetta er ekki ólfkt Jjóði sem framber svipmikið og óheft hugar- flug, sem stuðlar, rím og höfuðstafir binda f sterka heild. Gunnlaugur var afar meðvitaður um lögmál mynd- byggingarinnar og því stflfærir hann eftir þörfum, þannig eru myndir hans f senn yfírmáta hlutbundnar og rök- réttar um leið og þær bera mynd- skáldinu vitni. Hann er að segja kjammiklar sögur af baráttu sjó- manna við opið og magnþrungið út- haf á lfkan hátt og sumir Skagenmál- aramir f Danmörku. Einnig Winslow Homer f Bandarfkjunum, sem hinum megin í vestri, eða Tynemouth við strönd Norðursjávar í Norður- Engiandi og ósa Tynefljótsins f ná- grenni Newcastle upon Tyne, rann- sakaði sumarlangt árið 1881 hið harða og óvægna lff fiskimannanna og átök þeirra við tröllaukið megin- hafið. Eins og skeði hjá Homer urðu litir Gunnlaugs bjartari og jafnframt sléttari með árunum, en Homer var þó til muna uppteknari við að eftir- gera beinar sjónrænar lifanir. Þótt ólfkir væru, voru báðir málararnir gagnteknir af hinum sérstöku og tæru Ijósbrigðum í norðrinu, sem heillað hafa svo margan málarann á meginlandinu, jafnvel hina fram- sæknustu á okkar tfmum, og þarf hér einungis að nefna Þýðverjann Anselm Kiefer, og myndheildir hans í yfir- stærðum. Kiefer sækir viðfangsefni sfn f sögu þjóðar sinnar, gjarnan mjög stórbrotna, nærtæka og leik- ræna, ásamt þvf að myndhugsun hans var á einn veg ekki ósvipuð Gunn- laugs, þótt sjálft myndefnið væri ann- að. Gunnlaugur er þannig f hæsta máta nútímalegur og fyrir sumt ótvf- rætt nær okkur f tfmanum en félagar hans, óhlutlægu málararnir. Styrkur hans er sá, að þetta var ómeðvitað og sprottið af eðlishvöt og rfkri þörf til að upplifa og tjá umhverfi sitt, vera virkur f sínum tfma. Jafnframt að hann var ekki að fylgja neinni fram- úrstefnulfnu að utan né rífa hefð- bundin gildi niður, þurfti jafnvel að þola meinleg skot fyrir vikið. Mikil list spyr sjaldnast um stfla og stefnur, heldur verður til fyrir ríka sjálf- sprottna sköpunarþörf og rökrétt vinnuferli gerandans, sem einmitt veldur stflhvörfum. Eldri sjávarmyndir Gunnlaugs eru mun dýpri og kröftugri í litrófinu, djúpbláar og safarfkar, um leið og málarinn bar litinn þykkar á grunn- flötinn. Líkt og til að gefa utanað- komandi hlutdeild f hrjúfu efhinu f búnaði sjómannanna og öllu f kring- um þá, að hafrótinu meðtöldu. Hann notaðist við ýmis óhefðbundin efni að sögn, jafnvel húsamálningu og smurði þykkt á flötinn og er merkilegt hve vel þær hafa varðveist, sem ber inn- sæi og staðgóðri þekkingu á efna- fræðilegu hliðinni og hinum ýmsu bindiefnum vitni. Seinni tfma myndir eru meira í Qölþættum grátónum með ívafi sterkra frumlita sem eins og rífa f heildina og geta á köflum virkað truflandi á sjóntaugamar. Sérkenn- um og ríkdómi grátónanna nær hann f og með við blöndun andstæðulitanna og hér sannast rækilega, að enginn er málari nema hann geti málað með grátónastiganum. Málverkið Sæþoka býr yfir hvað mestu samræmi og rök- réttustu andstæðum f litbrigðum, þannig halda mildu blæbrigðin full- komlega hinum sterkari litum í skefj- um sem jafnframt vinna saman inn- byrðis. Það er eftirtektarvert hve málarinn gerir hlut sjómannsins stór- an f myndskipaninni, lfkt og til að undirstrika að hann sé sá sem valdið hefur. Jafnframt merkilega keikur og upplitsdjarfur, bregður ekki svip en horfir öruggur og ákveðinn fram á við eins og hann hafi allt á hreinu. Sjávarmyndir Gunnlaugs Schevings teljast mikilvægur hlekkur í fslenzkri sögu, ekki einungis listasögu, heldur einnig sjónrænni sagnfræði tfmanna og stórbrotinni upphafningu sjósókn- ar. Einnig forðabúrsins f hafinu, gull- kistunnar sem kynslóðirnar jusu af og verið hefur lífgjöf landsmanna um aldir. Til að sækja björg f bú þurftu vfkingar að heyja orustur við reg- inöfl, bjóða höfuðskepnunum birginn og því skyldi ris þeirra mikið. í þeim andar sagan og landið. Öflgir tefla afl við skeflu refla sem að þeim voga-boga-toga-soga! En sumir geyma svíma í drauma rúmi, sofa ofurdofa í stofukofa. Bragi Ásgeirsson ERLENPAR BÆKUR Langdregin saga um morð á sála Jonathan Kellerman: „The Clinic". Bantam Books. 432 sfður. SUMIR hætta í lögfræðinni til þess að skrifa metsölubækur. Aðrir hætta í bamasálfræðinni eins og Jonathan Kellerman, sem nýtt hefur sér þekkingu í sálfræði til þess að skrifa spennubækur. Hans fyrsta skáldsaga, „When the Bough Breaks“ kom út árið 1985 og síðan þá hefur hann sent frá sér einn sál- fræðilegan trylli á ári. Sá sem kom út á þessu ári heitir „The Clinic" og segir af morði á frægum prófessor í sálarfræði, Hope Devane, í Los Ang- eles og leit lögreglunnar, ásamt góð- kunningja úr sögum Kellermans, sál- fræðingsins Alex Delaware, að morðingjanum. Hugmyndin er ekki vond en einhvem veginn hefur Kell- erman tekist að gera nokkuð glúma sögu bæði langdregna og óspenn- andi. Frægur sáli myrtur Hope þessi hefur orðið landsfræg nokkru fyrir morð sitt sem höfundur metsölubókar um „sálarlíf þíns innri manns“ og því vekur dauði hennar mikla athygli. Svosem eins og segir á bókakápu hefur lögregluliði borgar- innar ekki tekist að hafa upp á morð- ingjanum fyrr en lögregluforinginn Milo Sturgis biður vin sinn, Alex Delaware, um aðstoð við að búa til sálfræðilegan próffl af fómarlamb- inu og ekki síður morðingjanum. Sá gæti verið einn af öllum þeim millj- ónum sem lesið hafa bókina og ekki verið sammála höfundi hennar. Það gæti líka verið einhver í háskólanum þar sem Hope kenndi, einhver úr fortíð hennar, kannski eiginmaður- inn sem erfa mun nokkur auðæfi nú þegar hún er látin. Delaware og fé- lagar kynna sér til hlítar þá sem Hope þekkti og komast á endanum að sannleikanum. Um það leyti eru allar líkur á því að lesandanum standi á sama um hið sanna í málinu því Kellerman virðist litla stjóm hafa á málgleði sinni. Kannski er hann svona ánægður með sig sem rithöfundur en hann hefði mátt stytta söguna um einar hundrað síður a.m.k. án þess að missa neitt úr henni sem máli skiptir. Það vantar bagalega að hann þétti frásögnina og setji í hana spennandi framvindu, bæði hraða og skemmti- lega sem tekst fyrst og fremst að halda athygli lesandans. Þess í stað notar hann iðulega tvær og þrjár og fjórar þéttskrifaðar blaðsíður og jafnvel fleiri sem inngang að smáatriði sem maður heldur að gæti skipti einhverju máli. Oft er eins og persón- urnar séu að ræða algjört fánýti sín á milli. Sagan er nær eingöngu sögð með samtölum og til þess að sú aðferð megi virka af einhverju viti verða per- sónurnar að hafa eitt- hvað að segja og koma því út úr sér á ekki alltof mörgum blaðsíð- um en hinar fjöl- mörgu persónur sem koma fram í sögu Kellermans, stórar og smáar, eru slík- an óratíma að kom- ast að kjarna máls- ins að það er engu lagi líkt. Hetjan Delaware Það er synd því það leynist innan um allan kjaftavaðalinn forvitnileg saga um hvernig erfið æska getur mótað menn á fullorðinsárum, um ást og um hefnd, um svolítið afbrigðilega kynhegðun og vinabönd í heimi þar sem hlutirnir eru ekki málaðir ein- göngu í svörtu og hvítu og engar skýrar línur eru til að fara eftir. Kell- erman virðist alveg hættur að nenna að skrifa um aðalper- sónu sína, hinn knáa sálfræðing með hið hetju- lega nafn, Alex Delaware. Sá kemur eiginlega ekki fram sem fullgild persóna í þessari nýjustu sögu hans, hefur fá ef nokkur sér- kenni og leggur ekki mikið til mál- anna í rauninni en virkar helst sem upptökutæki fyrir þá sem hann ræðir við. Það er eingöngu í gegnum samtöl hans við hlutaðeigandi sem við fáum að vita hvemig er í pottinn búið. „The Clinic“ segir að ýmsu leyti at- hygliverða sögu en hún er fáránlega langdregin og það vantar tilfinnálega í hana raunverulega spennu. Arnaldur Indriðason I í i i í E [ í i I i I I í > t I I í t I h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.