Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KETILL HLÍÐDAL JÓNASSON bifvélavirkjameistari, Kleppsvegi 42, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 5. desember sl. Margrét Ingunn Ólafsdóttir, Unnur Gréta Ketilsdóttir, Hrólfur S. Gunnarsson, Ólöf Guðrún Ketilsdóttir, Haraldur Á. Bjarnason, Jónas Ingi Ketilsson, Eggert Ketilsson og barnabörn. t Faðir okkar, afi, bróðir og mágur, ÞORSTEINN BLANDON, lést laugardaginn 29. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Blandon, Hafsteinn Blandon, Bjöm Finnsson, Ragna Blandon, Sigurður Haukur Lúðvigson og barnabörn t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og systir, HEIÐA EIRÍKSDÓTTIR, Helgubraut 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu- daginn 8. desember kl. 13.30. Pétur Ingvi Ólafsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Garðar Rafnsson, Ólafur Pétursson, Guðrún Sigurðardóttir, Lilja Pétursdóttir, Richard Kroc, Eiríkur Pétursson, barnaböm, barnabarnabörn og systkini. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF KETILBJARNARDÓTTIR, Baldursgötu 16, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 10. desember kl. 13.30. Kolbrún Dóra Indríðadóttir, Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, Eggert Snorri Guðmundsson, Indríði Halldór Guðmundsson, Guðmundur Sævar Guðmundsson, Halldóra Katla Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðveigsson, Peter Salmon, Jóhanna Guðbjömsdóttir, Nína Edvardsdóttir, Edda Sigurbergsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Oddný Björg Halldórsdóttir, Helgi Kristjánsson, Ólöf Berglind Halldórsdóttir og barnabamabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku hjartans mömmu minnar, systur, ömmu, langömmu og tengdamömmu, ÓLAFAR ARNBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Vestra Skagnesi, Mýrdal, Kaplaskjólsvegi 55. Sigriður Jóna Clausen, Aðalheiður Jónsdóttir, Eyjólfur Þórður Þórðarson, Ólöf Ambjörg Þórðardóttir, Aðalheiður Elín Þórðardóttir, Jóhanna Jóna Gunnlaugsdóttir, Jón Hlynur Gunnlaugsson, Gunnlaugur Jónsson, Jóna Ingunn Pálsdóttir, Pétur Ragnar Pétursson, Halldór Hafsteinsson, Einar Þráinsson, Karen Ósk Hrafnsdóttir og barnabarnabörn. DÍANA K. KRÖYER + Díana K. Kröy- er fæddist hinn 26. nóvember 1916 á Seyðisfirði. Hún Iést á Landspítalan- um 27. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Karl Emil Karlsson, sjómaður, og Vil- borg Jónsdóttir. Fósturforeldrar hennar voru Elís Jónsson, kaupmað- ur, og Guðlaug Ei- ríksdóttir. Systkini: Emil, Laufey, Fjóla, Karl Emil, Agústa Gíslína og Baldur, þau eru öll látin. Eftir- lifandi eru Oddný og Bragi. Fóstursystir: Guðný, látin, og Halldóra, sem dvelst á Hrafn- istu í Hafnarfirði. 25. maí 1935 giftist Díana Sigfúsi Kröyer verslunarmanni f. 3. ágúst 1908, d. 28. septem- ber 1974. Börn þeirra eru: 1) Guðný, f. 1935, húsmóðir, maki Jóhann Anto- níusson. 2) Elín, f. 1937, forstöðum., maki Kristinn Ara- son. 3) Ásta, f. 1946, dagmóðir, maki Höskuldur Erlends- son. 4) Þorvaldur, f. 1957, vélvirki, maki Björk Braga- dóttir. Afkomendur eru fjörutíu. Díana og Sigfús bjuggu lengst af í Stigahlíð 14, Reykjavík. Diana var heimavinnandi húsmóðir til 1957 er hún hóf störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Lét hún af störfum þar 1993. Útför Díönu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma mín, nú þegar kom- ið er að kveðjustund er svo erfitt að fínna réttu orðin. Loksins fékkstu hvíldina sem þú þráðir svo heitt og nú veit ég að þér líður vel. Alltaf fannst mér nú gott að koma til þín í Stigahlíðina og fara fyrir þig út í búð að versla. Þegar ég kom til baka beið mín alltaf ömmukók og súkkulaði og langt spjall. Sagðir þú mér frá liðnum tímum og eins vildir þú alltaf heyra helstu fréttir af fjölskyldunni. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú sagðir að mamma væri löt, og svo_ hlógum við báðar lengi á eftir. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundimar, sem við áttum og ég mun ávallt minnast þín og alls sem okkur fór á milli. Hvíl í friði, amma mín. Kolbrún. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Þú sem varst alltaf i góðu skapi þegar gesti bar að garði. Þú tókst alltaf hlýlega á móti okkur enda þótti þér gaman að fá ein- hvem í heimsókn. Alltaf þegar við gengum inn sastu í hægindastólnum þínum, heklandi með kveikt á útvarpinu. Þú bauðst okkur alltaf upp á kex og kók og settist með ckkur inn í eldhús. Við ræddum saman um daginn og veginn og þú hafðir þín- ar eigin skoðanir á öllum hlutum. Okkur leið alltaf vel hjá þér og allt- af komstu manni til að hlæja. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom til þín, þú varst alltaf að spauga með hitt kynið. „Passaðu þig á stelpunum," varstu vön að segja. Svo fannst þér ég alltaf vera að stækka, ég stækkaði við hveija heimsókn. En nú verða heimsókn- imar ekki fleiri og ég er hættur að stækka. Ég man þegar ég var lítill, þá klipptirðu fyrir mig úr Morgunblað- inu myndimar „Ast er“. Og þær em vel geymdar. Svo þegar ég kom í heimsókn spurðirðu mig hvað væri að frétta úr „Firðinum". Ég sagði að það væri alltaf nóg að gera í skólanum og að ég væri á fullu í fótboltanum. Já, þú hafðir þínar skoðanir á honum. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur, þetta er ekki íþrótt fyrir kvenfólk," svo hlóstu að þessu öllu saman. Elsku amma, ég vil minnast þín með þessu ljóði: „Tómleiki í hjarta manns/ sárs- auki/ maður fínnur ekkert/ dofínn/ hluti af manni er horfinn/ missir,/ og kemur aldrei aftur/ sorg,/ en + Elskuleg fósturmóðir mín, amma okkar, lang- amma og langalangamma, HILDUR (GUÐMUNDA) MAGNÚSDÓTTIR til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, lést fimmtudaginnnn 27. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug. Ingvar Magnússon og fjölskylda, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Brynjólfsson, Jón Ingvar Sveinbjörnsson og fjölskyldur. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, frú ELÍNAR FANNÝ FRIÐRIKSDÓTTUR frá Gröf í Vestmannaeyjum, Háteigsvegi 19, Reykjavík, verður gerð frá Fríkirkjunni [ Reykjavík mið- vikudaginn 10. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Islandi. Edda Ágústsdóttir, Kristján S. Júlíusson, Ágúst J. Magnússon, Estelita Elín Buenaventura, barnabörn og barnabarnabörn. maður gleymir aldrei/ minning." Við kveðjum þig með söknuði, amma mín. Og við vitum að þér líður vel þar sem þú ert og að það er tekið vel á móti þér. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Sif og Sigfús. Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vðgguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Fyrir tveimur mánuðum kvödd- um við einn íbúðareigandann í Stigahlíð 14. Enn á ný hefur annar kvatt þennan heim. Nú er hún Díana okkar látin, áttatíu og eins árs að aldri. Strax og við fluttum inn í þetta hús myndaðist góður vinskapur, sem hefur haldist alla tíð síðan. Díana hélt heimili með slíkum myndarbrag og hreinlæti að unun var að sjá. I tæp fjörutíu ár hafði hún heitt á könnunni milli kl. 11 og 12 á morgnana og þar mætt- ust húsmæðumar er ekki vom úti á vinnumarkaðnum og áttu góðar stundir saman. í nokkur ár var hún oft með mér í sumarbústað mínum og gekk þar til verka sem væri hann hennar. Þetta síðasta ár var henni erfítt, minnið að bila og lík- aminn að gefa sig. Við íbúarnir söknum hennar sem góðs vinar og nábúa. Hafðu þökk fyrir allt, kæra vinkona. Súsanna. Elsku amma. Erfítt og sárt finnst okkur að kveðja þig. Veikindum þínum er lokið og er það okkar trú að guð og afí hafi tekið vel á móti þér svo vonandi líður þér vel núna. Þegar við vorum litlar stelpur héldum við alltaf jólin hjá þér og afa í Stigahlíðinni og eigum við góðar minningar um þann tíma. Alltaf áttuð þið eitthvert góðgæti handa okkur í eldhússkápnum í hominu, og seinna meir tóku langömmubörnin við og fengu þau alltaf eitthvert góðgæti hjá þér líka. Mikil handavinna liggur eftir þig því alltaf varstu að hekla, ófáar eldhúsgardínumar gerðir þú fyrir okkur, sem prýða gluggana hjá skyldum sem óskyldum. Ekkert varð úr sláturgerð í haust hjá okkur, því að þig vantaði í hóp- inn til að sauma, elsku amma. Nú er komið að leiðarlokum, amma kær. Guð gefi okkur styrk í sorginni og öðmm ástvinum þínum líka. Þökk fyrir allt og allt. Far þú í Guðs friði. Þú ert fallin Amma okkar kær sem ætíð vildir hjálpa - blessa - styðja. Þinn hinsti blundur megi verða vær. Við getum aðeins kvatt með því að biðja. Við minnumst þín svo margra góða stund morpa - daga - nætur - kvöld og árin. Leiðin best að fara á þinn fund, þér fannst það ljúft að þerra barna tárin. Og nú er okkar hinsta kveðja klökk. Það kemur aldrei, það sem burt er farið. yið kistu þína hvísla hjörtun þökk. Á kerti þínu út er brunnið skarið. (Höf. ókunnur.) Hildur, Díana og Lára. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.