Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ANTHONY Holden ræðir við blaðamann á Hótel Sögu. Konungdæmi í kreppu Anthony Holden hefur skrifað bók í minningu Díönu prinsessu. Hann er ——— / ———— ------------------ nú staddur á Islandi og í samtali við Karl Blöndal talaði hann um framtíð breska konungdæmisins, samsæriskenningar um andlát Díönu og persónulegt samband sitt við Karl Bretaprins og prinsessuna af Wales. DÍANA prinsessa af Wales skemmtir sér ásamt sonum sínum. Myndin er tekin úr nýútkominni bók um Dionu prinsessu eftir Anthony Holden. ANTHONY Holden hefur fylgst með og skrifað um bresku konungsfjölskyld- una í rúmlega 20 ár og nú er komin út bók eftir hann um ævi Díönu prinsessu. Holden átti trúnað Díönu og ræddi oft við hana og sagði þegar hann kom til Islands síðdegis á föstudag að hann teldi að hún myndi lifa áfram. Hann sagði að ýmislegt væmið hefði verið skrifað um prinsessuna, en hann hefði talið að þörf væri á að skrifa um hana bók, sem væri bæði smekkleg og hefði reisn. „Hér er ekki verið að grafa upp slúður heldur segja frá gleðilegu hliðunum," sagði hann. „Þetta snýst ekki um fréttaskotið heldur að hylla Díönu.“ Að sögn Holdens hafði Díana allt til að bera, sem hefði getað bjargað breska konungdæminu með því að blása í það anda nýrra tíma, en Karl Bretaprins, maður hennar, hefði verið tákn þess að stofnunin væri stöðnuð og úr sambandi við fólkið. Skírskotaði til fólks „Díana studdi málefni, sem höfðu beina skírskotun til fólks,“ sagði hann. „Hún tók upp málstað barna og alnæmissjúklinga, hún barðist gegn jarðsprengjum, fékk bresku stjórnina til að breyta stefnu sinni og átti hlut í friðarverðlaunum Nó- bels þetta árið því að þau voru veitt til samtaka gegn jarðsprengjum. Áhugamál Karls hafa hins vegar ekki borið þvl vitni að hann sé í jarðsambandi. Hann hefur verið að hugsa um lífræna ræktun, grasa- lækningar og arkitektúr og það eru ekki mál, sem höfða til almennings heldu þröngs og lokaðs hóps.“ Holden skrifaði bók um Karl Bretaprins þegar hann varð þrítug- ur árið 1978 og aðra þegar prinsinn varð fertugur 1988. Hann er nú að undirbúa bók um Karl þegar hann verður 50 ára á næsta ári. Hann hyggst reyna að fá Breta- prins til samstarfs við sig og neiti hann sér um viðtal verði að koma fram hvernig á því stendur. Var góðkunningi Karls Holden sagði að samband sitt við Karl hefði verið gott á árum áður, sérstaklega um það leyti, sem hann skrifaði fyrri bókina um hann og fram að þeirri síðari. Karli hefði hins vegar ekki líkað ýmislegt í seinni bókinni. Þar hefði Holden greint frá því að hjónaband Karls og Díönu virtist ekki ganga sem skyldi og deilt á yfirlýsingar prins- ins um húsagerðarlist. „Karl prins sagði í viðtali eftir að bóldn kom út að ég hefði eyðilagt fyrir sér afmælisdaginn," sagði Holden. Þegar vandræðin í hjónabandi ríkisarfans og prinsessunnar af Wa- les urðu opinber tók Holden mál- stað Díönu og ekki bætti það sam- bandið við mann hennar. Skömmu síðar hafði sameiginlegur vinur Holdens og Díönu hins vegar sam- band við blaðamanninn og boðaði hann á ákveðinn veitingastað í London klukkan 12:40 tiltekinn miðvikudag. Fundir skipulagðir með leynd Þegar Holden kom á veitinga- staðinn reyndist hann tómur utan hvað vinurinn sat við dúklagt borð og á næsta borði hafði verið komið fyrir vasa. Hálftíma síðar gekk Dí- ana inn ásamt sonum sínum, V0- hjálmi og Harry. „Þetta varð að líta út fyrir að vera tilviljun, en þegar hún birtist voru borðin færð saman,“ sagði Holden. „Það mátti ekki líta út fyrir að hún væri að kalla mig á fund sinn, en eftir skilnaðinn gat hún hins vegar boðið mér í mat í Kensington-höll. í hvert skipti, sem ég skrifaði eitthvað um hana, sendi hún mér miða til að þakka fyrir. Það gerði Karl aldrei. Það er engin furða að Windsor-fjöl- skyldunni stóð slík ógn af hennar mannlegu eiginleikum." Her Díönu Holden sagði að Díana ætti sér dygga stuðningsmenn, sem nefndir væru „Her Díönu“, og þeir myndu aldrei fyrirgefa þá meðferð, sem Df- ana fékk hjá konungsfjölskyldunni. Hann bætti við að viðbrögð kon- ungsfjölskyldunnar að henni látinni væru ekki sannfærandi. „Fólkið veit að þetta er allt leik- araskapur," sagði hann. „Astæðan að baki viðbrögðum almennings þegar hún dó var ekki síður til að mótmæla konungdæminu." Hann sagði að andlát Díönu kæmi sér að mörgu leyti vel fyrir Karl. Hann ætti ekld lengur á hættu að hún skyggði á hann. En andlát hennar byði einnig upp á hættur fyrir konungsfjölskylduna, sérstaklega ef sá hugsunarháttur yrði ofan á að nú væri hægt að snúa aftur til fyrri siða og lífshátta, sem ekki væru í sambandi við það sem væri að gerast í samfélaginu. Elísabet reynir að ná til fólksins Hann sagði hins vegar að ýmsar vísbendingar væru um að Eh'sabet Bretadrottning væri að reyna að ná til fólksins. Á gullbrúðkaupsdegi sínum hefði hún gengið um með- al almennings og leikið sér að blöðrum og í þokkabót hefði óbreyttum borgur- um verið boðið að sitja til borðs í veislunni. Shkt hefði drottningin aldrei tekið í mál áður. Þá tæki hún skyndilega í mál að fólk þyrfti ekki að hneigja sig í návist hennar. „Þetta er allt gert með ráðum Tonys Blairs forsætisráðherra," sagði Holden. „Hann stjómar því sem gert er. Það er reynt að láta líta út fyrir að Blair og Karl séu samstíga í því að færa konungsfjöl- skylduna inn í nútímann, en það er ekkert annað en áróður.“ Þegar Blair ávarpaði bresku þjóðina eftir andlát Díönu sagði hann að hún hefði verið „prinsessa fólksins" og var þeim orðum sjón- varpað um allan heim. Holden kall- ar Díönu „prinsessu fólksins“ í bók- inni „The Tarnished Crown, Diana and the House of Windsor“, sem kom út árið 1993. „Það er mér ánægjuefni að þetta skuli eignað mér, en það getur verið að þetta hafi verið notað fyrr,“ sagði hann. „Eg er hins vegar þeirrar hyggju að prinsessan muni lifa sterkar með fólki eftir andlát sitt. Hún mun einnig lifa áfram í þeim skilningi að reynt verður að endur- móta konungdæmið eftir hennar fyrirmynd.“ Bindi eða gallabuxur? Hann benti á að þegar Bretaprins var í Suður-Afríku fyrir skömmu hefði hann verið opnari gagnvart fjölmiðl- um en nökkru sinni áður og talað hefði verið um meðvitaða sókn hans til að heilla almenning. Holden fylgdi Karli til Suður-Afríku, en fékk ekki að ferðast í fiugvél hans eins og aðr- ir blaðamenn. Hann sagði að mikil- vægt augnablik í þeirri ferð hefði verið þegar Harry, sem er 13 ára gamall, fór á tónleika með hljóm- sveitinni Spice Girls. „Spurningin var sú hvort hann yrði í stuttermabol og gallabuxum að hætti móður sinnar eða með bindi og í jakka í anda föður síns,“ sagði hann. „Hann birtist með bindi og í jakka og það segir allt um það hvað konungsfjölskyldan á langt í land.“ Díana lést þegar bíl, sem hún var í ásamt Dodi Fayed, syni eiganda verslunarinnar Harrods, bílstjóra og lífverði, var ekið á súlu í undir- göngum í París í sumar. Aðeins líf- vörðurinn lifði af. Ymsar samsæris- kenningar hafa komið fram um and- lát Díönu og Dodis og margir eru þeirrar hyggju að þau hafi verið mjrt. Samsæriskenningar Holden kvaðst hafa heimildir fyr- ir þvi að um helmingur ráðherra í bresku stjórninni tryði því ekki að um slys hefði verið að ræða og það saina ætti við um bresku þjóðina. „Ástæðan er sú að þessi atburður kom sér svo vel,“ sagði hann. „Hún stóð í sambandi við múslima, faðir hans átti drjúgan þátt í því að stjórn íhaldsflokksins féll og svo framveg- is.“ Hann sagði hins vegar erfitt að ímynda sér hvernig fara hefði átt að því að skipuleggja svo flókið bana- tilræði. „Þau voru í landi, sem þau ákváðu ekki að fara til fyrr en daginn áður, þau borðuðu á stað, sem ákveðið var að fara á með skömmum fyrirvara, þau fóru út um dyr, sem ekki hafði verið ákveðið að þau færu út um, þeim var ekið í bíl, sem ekki var vit- að fyrirfram að þau færu með,“ sagði hann. „Hvernig hefði átt að vera hægt að skipuleggja tilræði undir þeim kringumstæðum auk þess, sem fátt er ótryggara en að fremja banatilræði með því að láta bílslys eiga sér stað. Það sést á því að lífvörðurinn lifði áreksturinn af.“ Holden kvaðst ekki eiga von á því að lífvörðurinn myndi muna hvað gerðist í bílnum, en minnisleysi hans kæmi sér hins vegar vel fyrir ýmsa. „Eg held hins vegar að árekstur- inn í París hafi verið slys,“ sagði hann. „En ég skil þá, sem halda að hér hafi verið um samsæri að ræða.“ Frá Shakespeare til grískra hjarðljóða Þótt Holden sé upptekinn af kon- ungsfjölskyldunni hefur hann skrif- að um margt annað. Um þessar mundir er hann að skrifa bók um William Shakespeare, en hann segir að ekki sé hægt að lifa á kveðskap skáldsins einum saman. Skrif hans um konungsfjölskylduna niðurgreiði önnur áhugamál hans. Þar á meðal er bók um grísk hjarðljóð, Óskarsverðlaunin, Laurence Olivier og þá reynslu að vera atvinnumaður í póker. Talið beinist hins vegar alltaf aftur að konungsfjölskyldunni. „Um þessar mundir er ég mikið að velta fyrir mér stjórnarskrárbót- um,“ sagði hann. „Eg hef skrifað rithng um málið. Það er fáránlegt að á þinginu séu sæti, sem ganga í erfðir. Þegar mannréttindasáttmáli Evrópu verður tekinn fyrir til stað- festingar á næsta ári verður erfitt að verja þetta kerfi erfða og falli það verður aðeins Buckingham-höll eftir.“ Mun Blair binda enda á konungdæmið? Hann benti á að meirihluti þing- manna Verkamannaflokksins væri hlynntur lýðveldi. Nú væri Bretland á leið inn í hjarta Evrópu og þá væri úrelt stofnun á borð við konungs- fjölskylduna úrelt fyrirbæri. Þá myndu hveitibrauðsdag- ar bresku stjórnarinnar ekki vara að eilífu og þar kæmi að Blair þyrfti að koma til móts við þing- flokkinn, til dæmis með því að afnema konungdæmið. Bókin um Díönu kemur víða út og alls staðar rennur hluti af ágóðan- um til góðgerðarmála. Hér á landi verður féð gefið Bamaspítala Hr- ingsins. „Ég er ánægður með að ágóðinn rennur til barnaspítala á íslandi," sagði Holden. „Díana hefði kunnað að meta það.“ Antony Holden átti trúnað Díönu Var í góðu sambandi við Bretaprins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.