Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 22
I 22 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gjafakort í jóga og pólun • Mikið úrval bóka um málefni tengd heilsu, líkama og sál. Einnig gjafabækur. • Slökunartónlist og ýmis önnurtónlist á geisladiskum og kassettum. • Baðolíur, ilmkjarnaolíur, krem o.fl. til að dekra við líkamann frá OSHADHI, Biotone og Allison of Denmark. Einnig gjafapakkningar. • Dagbækur, ilmkerti, ilmker, reykelsi, minnisbækur o.fl. • íslenskt handverk eftir Svein Markússon Nýstárleg kirkjutónlist eftir tvítugt tónskáld tiannahöfn. Monmnblaðið. ^ ^ Opið 9:15-13:15, 14:30-20:00 og laugardaga 9:30-12:30. Y0GA& STUDIO Hátúni 6a Sími 511 3100 verslun fyrir líkama og sál Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. INGIBJÖRG Guðjónsdóttir söng- kona hefur dvalist í Danmörku undanfarin tvö ár. Nú er kominn út geisladiskur með nýstárlegu dönsku verki, þar sem Ingibjörg syngur eitt af aðalhlutverkunum. „ÞAÐ er alltaf gott fyrir listamenn að breyta til“, segir Ingibjörg Guð- jónsdóttir brosandi, þegar talið barst að dvöl hennar í Kaupmanna- höfn undanfarin tvö ár. Hún var því meira en til í að slást í för með manni sínum, þegar hann ákvað að fara í nám erlendis. Sjálf var hún búin að koma sér vel fyrir í sínu fagi heima og rækir reyndar Borðstofuhúsgögn frá Spáni Vönduð og virðuleg húsgögn frá Toscano Mobil á Spáni. [~^~|| ♦ j h USCjÖCj fl Opið í dag kl. 14-17. Armúla 44 sfmi 553 2035 enn tengslin, fer til íslands nokkr- um sinnum á ári til að syngja þar, en hún hefur líka leitað tækifæra í Danmörku og segir það hafa geng- ið ágætlega. Nú um helgina syngur hún á tónleikum til að kynna útkomu geisladisks með nýju stórverki eft- ir komungt danskt tónskáld, Frederik Magle. Diskurinn er gefinn út í samvinnu Við danska útvarpið. Ingibjörg hefur not- að tímann til að leggja sig eftir einstökum söngverkum undir leiðsögn, auk þess sem hún stjórnar myndar- legum íslenskum kvennakór, sem varð svo vinsæll að færri komust þar að en vildu. Hún hefur einnig sungið fyrir og fengið ýmis verkefni hér og eignast samstarfs- aðila. Einn þeirra er Steen Lind- holm kórstjóri „Koncertforening- ens kor“ og það er einmitt undir hans stjórn, sem nýja verkið er flutt. Frederik Magle er stundum kallaður undrabarn, því hann er aðeins tvítugur og þó orðinn tón- skáld og orgelleikari. Verkið sem nú kemur út á geisladiski, Jóla- kantötu, samdi hann í fyrra í til- efni af evrópska menningarárinu í Kaupmannahöfn. Kantatan var frumflutt fyrir jól í fyrra og tók Ingibjörg þátt í frumflutningnum. Verkið er skrifað fyrir fjóra ein- söngvara, stóran kór, barnakór, stóra blásarasveit, slagverk og orgel og því bæði viðamikið í flutn- ingi og sérstakt hvað hljóðfæra- skipun varðar. Meðsöngvarar Ingi- bjargar nú eru nokkrir af þekkt- ustu einsöngvurum Dana, þeir Christian Christiansen bassi, Gert Henning Jensen tenór og Elisabeth Halling altsöngkona. Ingibjörg segir verkið mjög sér- stakt og hún hafí strax hrifist af því. í því gætir áhrifa bæði frá klassík og jazzi, auk dægurlaga- Ingibjörg Guðjónsdóttir hefðar frá fyrri hluta aldarinnar og textinn er frá 6. öld. Sjálf fer hún með hlutverk Maríu, sem hún segir viðamesta sönghlutverkið. Þegar kom að því að gefa diskinn út var Ingibjörg sú eina af þeim söngvurum, sem tóku þátt í frumflutn- ingnum, sem var aftur með og það þakkar hún ekki síst að hún hafi átt einstaklega gott samstarf við Magle og þá ekki síður við Lindholm, sem hún hefur mikla ánægju af að starfa með. Það hefur einmitt verið í gegnum samstarfið við Lindholm, sem Ingibjörg segir að sér hafi tekist að koma undir sig fótunum í dönsku söng- lífí og honum segist hún því eiga mikið að þakka. Um andrúmsloftið í dönsku sönglífi segir Ingibjörg að það ein- kennist af nokkurri stöðnun, sem þó sé að minnka eftir að Elaine Padmore tók við óperunni í Kon- unglega leikhúsinu, enda hafi að- sókn að óperunni stóraukist. Þó Danir eigi marga frábæra söngv- ara starfi þeir yfirleitt erlendis og komi aðeins heim í gestahlutverk, sem endurspegli að Danmörk sé lítið land og betra bjóðist annars staðar. Einnig segir hún að þótt danskir söngvarar og tónlistarfólk sé aðdáunarvert fyrir að standa fast á rétti sínum varðandi kaup og kjör þá standi þetta tónlistarlíf- inu líka að nokkru leyti fyrír þrif- um, því það dragi úr því að 'menn séu tilbúnir að leggja sig verulega fram og sýna frumkvæði. Á Is- landi sé tónlistarfólk stundum um of tilbúið að vinna fyrir lítið og leggja á sig aukavinnu fyrir ekki neitt. Það skili oft betri árangri en danska afstaðan, en með tilliti til afkomunnar þá væri kannski einhvers konar meðalvegur í þessu hin æskilega leið. V ínardrengjakórinn Stúlkur fá aðgang að söngnámi Vín. Reuters. VÍNARDRENGJAKÓRINN hefur ákveðið að veita stúlk- um inngöngu á næsta ári, það er að segja að söngnáminu sem piltarnir stunda. Sjálfur kórinn verður eftir sem áður lokaður stúlkum. Vínardrengjakórinn verður 500 ára á næsta ári og í til- efni þess verður stúlkum veittur aðgangur að yngstu deildinni í desember 1998 og efri deildum árið eftir, að sögn Agnesar Grossmann, listræns stjómanda kórsins. Maximilian I keisari stofn- aði kórinn árið 1498 og telja stjórnendur kórsins nú tíma- bært að hressa upp á ímynd hans. Verður efnisskráin færð til nútímalegra horfs og ýmiss konar kynningarvarn- ingur, t.d. fjallahjól og der- húfur, framleiddur með merki kórsins. Þá hefur kórinn kom- ið sér um heimasíðu á Net- inu: http://www.wsk.at.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.