Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Forseta- kosningar í skugga KGB Forsetakosningar verða í Litháen 21. desember nk. og að mörgu leyti boða þær upphaf nýs tíma í landinu að því er segir í grein eftir litháíska blaða- manninn Arturas Mankevicius. Eftir þrengingar síðustu ára er efnahagslífið á uppleið en þótt Lit- háar vilji bindast Vesturlöndum sem nánustum böndum, þá leggja þeir nú líka áherslu á góð sam- skipti við grannann stóra í austri, Rússland. FJÖLMIÐLAR í Litháen hafa að undanfómu verið uppfullir af fréttum og greinum um forsetakosningarnar í landinu 21. desember næstkomandi. Verður það í annað sinn, sem landsmenn kjósa sér forseta frá því þeir öðluð- ust sjálfstæði á ný, en á þeim fimm árum, sem síðan em liðin, hafa orð- ið miklar breytingar í landinu á flestum sviðum. Segja má, að kosningabaráttan hafi í raun hafíst í júní og í allt sum- ar og fram á haust sýndu skoðana- kannanir, að Algirdas Brazauskas, fýrrverandi formaður litháiska kommúnistaflokksins, myndi bera sigur úr býtum. Snemma í október lýsti Brazauskas hins vegar yfir, að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér. „Það þarf nýja kynslóð stjómmála- manna til að leiða landið inn í 21. öldina. Ég og mín kynslóð emm lit- uð af kommúnískri hugmyndafræði en við þurfum fólk, sem er laust við fjötra fortíðarinnar," sagði Br- azauskas. Nýtt fólk og ný tegund stjórn- málamanna hefur síðan komið til sögunnar. í meira en mánuð hefur Arturas Paulauskas, fyrrverandi ríkissaksóknari, 46 ára að aldri, haft forystu samkvæmt skoðanakönnun- um með 36,7% atkvæða en næstur honum kemur Valdas Adamkus með 31,1%. Adamkus er 71 árs, mikill umhverfisverndarsinni og bjó um áratugaskeið í Bandaríkjunum. í þriðja sæti er síðan Vytautas Landsbergis, fyrrverandi prófessor við tónlistarakademíuna, núverandi forseti þingsins og formaður Hægriflokksins, með 11,6%. Fjórir aðrir frambjóðendur eru með um 1% hver. Skoðanakannanir segja, að verði kosið á milli þeirra Paulauskas og Adamkus í síðari umferð, muni þeir fá 42% hvor en Paulauskas myndi sigra Landsbergis í þeirri umferð- inni með 60% á móti 20%. Þá myndi Adamkus sigra Landsbergis með 57% gegn 15%. Að baki Adamkus stendur Miðflokkurinn, stærsti flokkurinn í Litháen, en Hægri- flokkur Landsbergis og Kristilegi demókrataflokkurinn hafa saman meirihluta á þingi og fara með stjóm landsins. KGB í stóru hlutverki Hneykslismál og gagnkvæmar ásakanir hefa sett sinn svip á kosn- ingabaráttuna. Vinsælt er til dæmis að sýna fram á eða gefa i skyn, að einhver frambjóðendanna hafi verið eitthvað riðinn við KGB, sovésku öryggislögregluna. Þingmaðurinn Audrius Butkevicius, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur sakað Landsbergis um að hafa gefið KGB skýrslur og sótt leynilega fundi á hennar vegum en málgagn Hægri- flokksins, Lietuvos Aidas, hefur minnt Paulauskas á fortíð föður hans en hann var ofursti í KGB. Þá hefur Adamkus verið núið upp úr því að hafa verið starfsmaður leyni- þjónustu bandaríska hersins um skeið. Sannleikurinn er auðvitað sá, að allir, sem unnu fyrir stjómarstofn- anir á kommúnistatímanum, fóru erlendis eða áttu ættingja fyrir vestan, urðu að skila skriflegum skýrslum til kommúnistaflokksins og eintak af þeim fór ávallt til KGB. Ástandið í Litháen á þessu ári gefur vonir um, að lískjör þjóðar- innar muni batna á komandi árum. Hefur sambúðin við Rússland, sem enn skiptir miklu máli fyrir efnahagslífið, batnað veralega en í október urðu Litháar fyrstir til að gera sér- stakan landamærasátt- mála við granna sína í austri. Gamall ágrein- ingur við Pólverja er nú gleymdur og grafinn og fyrir þremur vikum var Litháen fyrsta ríkið, sem nýr utanríkisráðherra í Pól- landi heimsótti. Um Hvíta Rússland er það að segja, að þar hafa stjórn- völd og Alexander Lúkashenko for- seti einangrað sig fyrir umheimin- um með sínum heimasmíðaða kommúnisma. Sambúðin við Letta hefur ávallt verið góð. Meira en 20 þjóðarbrot Litháar hafa ekki lent í neinum vandræðum vegna þjóðarbrota í landinu eins og gerst hefur í hinum Eystrasaltslöndunum, Eistlandi og Lettlandi. Hafa sumar evrópskar stofnanir bent á, að Litháar gætu verið öðram til fyrirmyndar að þessu leyti en þeir era sjálfir 81% þeirra 3,7 milljóna manna, sem í landinu búa. Fólk af pólsku og rúss- nesku bergi brotið er 8% hvort um sig en annars era þjóðarbrotin í Lit- háen rúmlega 20 talsins. Hefur ver- ið reynt að gæta þess, að þetta fólk geti ræktað sína menningu og sitt tungumál. í kjölfar sjálfstæðisins 1990 misstu Litháar markaði sína í aust- urvegi og vora þá ekki famir að þreifa fyrh’ sér um markaðsaðgang á Vesturlöndum. I það urðu þeir að ráðast og hefur það tekist vonum framar. Áður fóra 90% útflutningsins til ann- arra kommúnistaríkja en á síðasta ári fóra 60% hans til Vestur- landa og 30% til Sam- veldis sjálfstæðra ríkja. Siðan efnahagslífið í Litháen náði botninum 1994 hefur hagvöxtur verið á bilinu 3-5% á ári og raunar miklu meiri í einstökum greinum, til dæmis í vefjar-, hús- gagna-, mjólkur- og kjötiðnaði og í efna- og rafeindaiðnaði. Meira en 90% framleiðslunnar i sumum þess- ara greina era flutt til Vesturlanda. Eftir sem áður era Rússar mikil- vægur viðskiptavinur, sérstaklega fyrir mjólkur- og kjötiðnaðinn. Erfitt ástand en batnandi Litháíski gjaldmiðillinn, litas, var bundinn Bandaríkjadollara í ágúst 1993 og fengust þá fjögur litas fyrir dollarann. Við það jókst efnahags- legur stöðugleiki í landinu og verð- bólgan missti flugið. 1992 var hún 1.260% en í síðasta mánuði var hún 0,4% og verður innan við 10% á öllu árinu. Þrengingar síðustu ára hafa að sjálfsögðu komið misjafnlega niðui- á þegnunum. Ungar fjölskyldur, líf- eyrisþegar, kennarar og læknar hafa orðið illa úti. Lífeyririnn er rúmlega 3.500 ísl. kr. á mánuði og laun kennara og lækna era á bilinu 8.500 til 10.600 kr. Kostnaður við venjulega íbúð er hins vegar rám- lega 5.000 kr. yfir vetraimánuðina. Ungt fólk á þess ekki neinn kost að kaupa sér íbúð. Opinberlega hefur atvinnuleysið farið úr 12% 1994 í 5,6% í síðasta mánuði en í raun er það meira en 12%. Vestrænir fjárfestar og ný stétt atvinnurekenda hafa þó smám saman verið að breyta ástandinu á vinnumarkaðinum en á dögum Sov- étríkjanna var Litháen ávallt þekkt fyrir að hafa menntaðasta vinnu- aflið. Nú eru franileiddir í landinu ýmsir hlutir í rafkerfið í Volkswagen og Audi og skjáir og margt annað í sjónvörp. Mestu fjár- festarnir era þó olíufélögin Statoil og Shell og fyrirtækið Kraft Jacobs Suchard. Með íslensku og sænsku fjármagni var lyfjafyrirtækinu Ilsanta komið á fót og var það 14. stærsta fyrirtækið í landinu á síð- asta ári. Það er nú í því 17. Allar leiðir liggja til vesturs Öll Eystrasaltslöndin þrjú vilja tengjast Vesturlöndum sem nánust- um böndum og fá aðild að sem flest- um, evrópskum stofnunum og sam- tökum. Helstu frambjóðendurnir í forsetakosningunum leggja líka á það mikla áherslu. Samt hefur mikil breyting orðið átt sér stað á fimm árum. Þá vildu flestir slíta alveg böndin við ríkin í austri og sérstak- lega Rússa en nú talar jafnvel hægrimaðurinn Landsbergis um nauðsyn góðrar samvinnu við þá, einkum í efnahagsmálum. Litháar vilja tryggja öryggi sitt í framtíðinni með náinni samvinnu við Vesturlönd, við Evrópusam- bandið og Atlantshafsbandalagið. Þeir eru nú þegar miklir þátttak- endur í friðarsamstarfi NATO-ríkj- anna, hafa breytt herafla sínum að vestrænni fyrirmynd og eflt gæslu á landamæranum við Rússland og Hvíta Rússland. Sumir hafa þó fyr- irvara á gagnvart ESB-aðild og eru í því efni undir nokkrum áhrifum frá Svíum, sem líkar hún misvel. Mikið traust á ijöliniðlum í skoðanakönnunum kemur fram, að 75% þjóðarinnar bera traust til fjölmiðla í landinu, dagblaða, út- varps og sjónvarps, og standa þeir betui- en kirkjan, sem 60% lands- manna treysta. Óháðir fjölmiðlar börðust ótrauðir fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og á síðustu fimm árum hafa verið stofnuð fimm dagblöð, þrjár sjónvarpsstöðvar, sex út- varpsstöðvar og margir héraðs- bundnir fjölmiðlar. Fjölmiðlarnir hafa mikil áhrif og nefna má sem dæmi, að fyrir sex áram úthúðaði Landsbergis þeim fyrir að gagn- rýna sig og á því sama ári tapaði flokkur hans þing- og forsetakosn- ingunum. Litháar virðast tráa því flestir, að aðeins fjölmiðlarnir geti unnið gegn skrifræði og spillingu í landinu. FRÁ Vilnius, höfuðborg Litháen. Litháar ganga til forsetakosninga 21. desember nk. Vitautas Landsbergis - kjarni málsins! 5KUR margar stæröir RAFVER SKEIFUNNI 3E-F SÍMI581 2333 FAX 568 0215 SKRÚF VÉLAR i - meira afl - meiri togkraftur SKEIFUNNI 3E-F ■ S(MI 581 2333 • FAX 568 0215 SOKKABUXUR SEM MÓTA LÍKAMANN ÞUFBNNUR MUMNN Útsölustaðir Hagkaup Skei&n, Hagkaup Kringlan, Hagkaup Akureyri, Fjaiðarkaup og í flestum apótekum. SLIM UP 40 den Grand Cherokee Ltd. árg. '94. 6 cyl. Grænn, ek. 35 þús. mílur, hlaðinn búnaði, s.s. ABS, Cruse Control, Airbag, aksturstölvu, loftkælingu, geislasp., leðurklæðningu, rafm. í öllu, lituðu gleri, fjarst., samlæsingu o.m.fl. Upplýsingar í síma 899 0490.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.