Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugbúnaðarkerfí þurfa að vera notendavæn vmsHPn/javiNNUur Á SUNNUDEGI ►Sigríður Olgeirsdóttir fæddist í Kópavogi 1960 og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi í Þinghólaskóla og síðan lá leið- in í Iðnskólann þar sem hún nam tækniteiknun. Eftir að því námi lauk hélt Sigríður til Danmerkur þar sem hún lauk versl- unarskólaprófi frá Tigentskolen í Óðinsvéum. Hún hélt áfram námi þar og lauk prófi í kerfisfræði í EDB-skolen árið 1984 og fluttist heim. Árið 1990 lauk hún síðan viðskipta- og rekstrar- námi hjá endurmenntunarstofnun HÍ. Þegar Sigríður kom heim 1984 hóf hún störf hjá Skrifstofuvélum hf. og starfaði ar í hugbúnaðardeild til 1987 að hún hóf störf hjá Kerfi og vann þar með hléum til ársins 1994 sem verkefnisstjóri í nýþróun og sem þjónustustjóri. Hún hóf störf í hugbúnaðardeildinni hjá Tæknivali 1994. Tók þá við starfi hópstjóra Concorde XAL sem þá taldi aðeins þrjá einstaklinga en í dag eru þeir tuttugu. Sigríður hefur byggt upp þann arm í hugbúnaðardeildinni. Hún tók siðan við starfí deildarstjóra hugbúnaðardeildar Tæknivals fyrir tveimur mánuðum. Eftir Súsönnu Svovarsdóttur IÐ hugbúnaðardeild Tæknivals starfa fjöru- tíu manns og er deildin staðsett í húsi fyrir- tækisins í Skeifunni. Hugbúnaðardeildin skiptist í Concorde XAL, sem er viðskipta- og upplýsingakerfí. Síðan er þar starfandi Hafdísarhópurinn, sem vinnur að þróun hugbúnaðar fyrir sjávarútveginn. Þriðji hópurinn er að vinna að hugbúnaðarverkefni í samstarfi við 'RARIK, RR og sænskt fyrirtæki sem heitir Ellips Data og er hér um að ræða veitu- upplýsingakerfi. Og í haust sam- einaðist TOK-fyrirtækið Tækni- vali, með viðskipta- og upplýsinga- kerfi fyrir minni fyrirtæki. Morguninn sem blaðamaður hitti Sigríði var hún að koma af fundi þar sem gengið var frá kaup- um Tæknivals á 69% hlutafjár í Kerfi h/f - gamla vinnustað Sig- ríðar. „Þetta hefur verið mjög sér- stakur morgunn," segir hún og bætir því við að Kerfi hf. hafi yfir að ráða lausnum fýrir sjávarútveg og viðskiptakerfi. „Markmið okkar með kaupunum er einfaldlega framtíðin. Við erum búin að sameina þrjú hugbúnaðar- hús sem geta sameinað krafta sína í framtíðinni. Lausnirnar eru orðn- ar svo flóknar og stórar og dýrar í framleiðslu. Til þess að komast áfram á alþjóðavettvangi þurfum við að starfa saman að því að skapa heildarlausnir fyrir fyrir- tæki. Það er ekki gott að hver sé að starfa í sínu horni og allir séu að eyða tíma og peningum í það sama. Við erum að sameina gífurlega þekkingu á vissum sviðum til að styrkja okkur fyrir framtíðina. Is- land er of lítill markaður fyrir kostnaðarsama framleiðslu. Við leggjum mikla áherslu á að geta skapað viðskiptavinum okkar heildarlausnir, þannig að þeir geti leitað til okkar með allt sem við- kemur upplýsingakerfi fyrirtækis- ins, hvort heldur er ráðgjöf, vél- búnaður, hugbúnaður, þjónusta eða rekstrarvörur." - En hafið þið náð að gera samninga erlendis? „Við erum að stíga okkar fyrstu skref þar og sjáum fram á aukn- ingu á næsta ári. Við höfum verið að undirbúa það leynt og ljóst allt þetta ár og það er að byrja að skila sér núna. Við erum búin að gera samning við Noreg og erum að ganga frá samningi við Holland um verslanakerfí. Það er hugbún- aður sem stýrir afgreiðslukerfum í verslunum frá upplýsingakerfinu Concorde XAL.“ Markmið Tæknivals að verða þekkingarfyrirtæki - Hvað er Concorde? „Þetta er í rauninni heildarlausn fyrirtækja og öll helstu verkefni við daglegan rekstur og stjómun fyrirtækja. í kerfinu eru öll nauð- synleg kerfí, svo sem fjárhagsbók- hald, viðskiptamenn, lánardrottn- ar, innkaup, sala, verkbókhald, framleiðslukerfi, birgða kerfi og fleira. Þegar fyrirtæki kaupir sér kerfi eins og Concorde XAL, búum við yfir þekkingu á því kerfi og okkar hlutverk er að aðstoða viðskipta- vinininn við að nýta kerfið á skil- virkan hátt, sjá um uppsetningu og kennslu, ásamt aðlögun. Síðan þró- um við lausnir með því markmiði að skila viðkomandi fyrirtæki mik- ilvægum upplýsingum um rekstur þess og gera það hæfara í sam- keppninni. Óll hugbúnaðarkeríi þurfa að vera notendavæn. Þau þurfa að uppfylla þarfir viðskiptavinarins. Það er lykilatriðið í því hvort þú ert með gott kerfi eða ekki. Þau þurfa að skila þeim upplýsingum sem skipta rekstur fyrirtækisins máli, þannig að þessi fjárfesting skili sér. Þess vegna leggjum við gífur- lega áherslu á ráðgjöf og að byggja upp þekkingu á starfssemi við- skiptavinarins. Markmið Tækni- vals í dag er að verða þekkingar- fyrirtæki sem sinnir þörfum við- skiptavinarins. Góð þjónusta er líka lykilatriði og við erum að ganga í gegnum stefnumótun sem miðar allt út frá viðskiptavininum.“ „Það var nauðsynlegt að fara út í þessa stefnumótun vegna þess að það hefur verið mjög hraður vöxtur á þessu fyrirtæki. Hér hefur fjölg- að um fimmtíu manns á ári sl. þrjú ár. Miðað við þennan hraða vöxt er ótrúlegt hvað við eram í miklu jafnvægi í dag. Við viljum þakka það okkar góða starfsfólki og jafn- framt góða kerfi sem hefur getað vaxið með okkur. Einnig hefur starfsandinn alltaf verið mjög góður hér. Við eram samhentur hópur. í fyrirtækinu ríkir sérstakur andi sem gjarnan er kallaður „Tæknivalsandinn" sem einkennist af samvinnu, já- kvæðni og metnaði. Fyrirtækið er mjög lifandi, hér er metnaður og vilji til að gera góða hluti. Við höf- um mikið af ungu, vel menntuðu fólki og það er mjög gaman að starfa við þessi skilyrði. Maður sofnar aldrei á verðinum. Það er mikið lagt upp úr félags- lífi hjá okkur og að halda hópinn. Bæði starfsmennirnir og svo með fjölskyldumar. I dag vinna hér 230 manns - það bættust 22 við í morgunn." - Sameining hugbúnaðarfyrir- tækja virðist tíð og ganga mjög hratt fyrir sig. „Já, þetta er mjög dæmigert fyr- ir þessa tegund fyrirtækis. Um- hverfið breytist hratt og því þurfa stjómendur að vera óhræddir við að taka þau skref sem til þarf til að styrkja framtíðina. Það sem skiptir mestu máli, þrátt fyrir góð vöra- merki, er að hafa gott og samhent starfsfólk." Fáar konur í hugbúnaði - Nú virðast mjög fáar konur starfa í hugbúnaði, hvað þá í stjómun hugbúnaðadeilda. Er það rétt? „Já, allt of fáar. Eg vildi gjarnan sjá fleiri konur í þessum geira. Þær hafa eiginleika sem nýtast vel í þessari vinnu. Hér eru aðeins þrjár konur starfandi á deildinni fyrir ut- an mig.“ - Hver heldurðu að ástæðan sé? „Það sem hugsanlega fælir frá er að það hefur loðað við hugbúnaðar- fyrirtækin að þetta sé svo mildl vinna - en það þarf ekkert að vera svo. Það er nauðsynlegt að fá fleiri konur til starfa; þær koma inn með annað sjónarhorn. Karlar hafa al- mennt meiri áhuga á forritun, kon- ur á þjónustu. Ef við eram bara með karla í hugbúnaðarþróun er líklegt að einhver svið verði van- rækt. Það þarf jafnvægi." Hafa konur ekki bara minni áhuga á tölvum? Eg hef engan sérstakan áhuga á tölvum sem slíkum en ég hef brennandi áhuga á faginu og starf- inu Það er mjög gefandi að takast á við verkefni við að innleiða ný upp- lýsingakerfi í fyhrirtækjum, þannig að á eftir standi fyrirtækið sig betur í samkeppninni. Það er gaman að sjá árangur. Ætli mér líði þá ekld eitthvað svipað og rit- höfundi sem hefur lokið við bók og sér hana spjara sig vel á markaðn- um.“ - En hvernig er að vera kona í þessum karlabransa? „Ég er hætt að taka eftir því hvort það era einhver viðbrögð við því. Ég er fyrsti kven-deildarstjór- inn hjá Tæknivali og þegar ég sat fyrsta fundinn minn, talaði fram- kvæmdastjórinn eins og þarna væru bara karlmenn - en leiðrétti sig svo. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki tekið eftir því. En ég hef aldrei fundið fyrir neinni nei- kvæðni, hvorki hér innan fyrirtæk- isins né utan. Það kemur auðvitað fyrir þegar ég fer á fundi hjá mönnum sem ekki þekkja mig að einhver segir við karlmanninn sem er með mér í fór: „Þú hefur bara tekið ritarann með þér.“ En það er langt frá því að ég taki þetta nærri mér. Mér finnst þetta bara fyndið. Það væri út í hött að vera við- kvæmur fyrir svona athugasemd- um. Hér er fólk fyrst og fremst að vinna saman að lausnum verk- efna.“ Mikil breidd í faginu Sigríður segii’ hugbúnaðarsviðið hafa opnast mikið á seinustu miss- eram. „Við eram ekki bara með tölvumenntað fólk. Tölvurnar eru bara tæki. Við eram gjarnan með tæknifræðinga, viðskiptafræðinga og verkfræðinga. Það er orðin svo mikil breidd í faginu. Þróunin hefur verið mjög ör Fyrirtæki nútímans era mjög háð upplýsingakerfum sínum og þau munu skipta meira og meira máli á komandi áram. Fyrirtæki era að leggja meira og meira fjármagn í upplýsingakerfi. Ef það er ekki í lagi, er starfssemin nánast lömuð. Þegar ég byrjaði, 1984, var mjög lítið um tölvumenntað fólk. Þetta voru aðallega áhugamenn og PC- væðingin var rétt að byrja. Hún var óþroskuð og á þeim tíma var miðtölvuumhverfi ríkjandi hérna - og var sterkt á þeim árum. Síðan hefur PC-umhverfið þróast mjög hratt, þannig að það er farið að líkjast þessu miðtölvuumhverfi mjög mikið, nema tæknin er mun öflugri. Mér finnst stundum eins og við séum búin að fara einn hring og við séum farin að líkjast mið- tölvuumhverfín en með miklu öfl- ugri tækni og rneiri möguleikum. Mér finnst ég ekkert vera að sjá neitt nýtt, nema kerfin verða full- komnari og hraðvirkari." Landamæralaus markaður - Nú hlýtur þú að hafa vit- neskju um það sem gerist á hug- búnaðarsviðinu í nánustu framtíð. Hvað finnst þér mest spennandi af því sem er í deiglunni? „Heimurinn er að verða eitt markaðssvæði. Öll sú verslun sem er að myndast á internetinu er merki um þetta. Möguleikarnir sem það gefur era óþrjótandi. Samskiptatæknin gerir það að verkum að staðsetning þess sem þú hefur samskipti við skiptir litlu máli í dag. Möguleikar íslendinga til að flytja út hugbúnað góðir og tækifærin era mikil.“ - Eru íslendingar góðir í hug- búnaðargerð? I I > i ! Í > í ► i i « i > ! > I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.