Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
'r
Skeljungur er að endurskipuleggja starf-
semi sína, m.a. vegna sameiginlegrar
olíudreifíngar Olís og Olíufélagsins. Sam-
keppni á olíumarkaðinum er ekki ný, Önund-
~
ur Asgeirsson fyrrverandi forstjóri sagði
Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá baráttu Olíu-
verslunarinnar/Olís allt frá tíma Héðins
Valdimarssonar og fram um 1980.
STARFSFERILL Önundar
Ásgeirssonar fyrrverandi
forstjóra Olís hófst í síldar-
verksmiðjunni á Sólbakka
við Flateyri. Önundur fædd-
ist á Sólbakka í Önundar-
firði árið 1920, sjötta barn Ásgeirs
Torfasonar verksmiðjustjóra við síld-
arverksmiðjuna þar og konu hans
Ragnheiðar Eiríksdóttur. „Þar sem
búið var að gegna öllum frumskyid-
um hvað nafngiftir varðaði fékk ég
nafn landnámsmannsins Önundar.
Svo sjaldgæft var þetta nafn að
þegar ég kom til starfa hjá Olíuversl-
uninni löngu síðar þá gerði Önundur
nokkur Jósefsson grásleppukarl í
Skeijafirði sér sérstaka ferð til að
sjá nafna sinn, en hann hafði engan
slíkan fyrirfundið áður,“ segir On-
undur. Blaðamaður Morgunblaðsins
sótti hann heim nýverið til þess að
ræða við hann um starfsár hans hjá
Olís og kynni hans af Héðni Valdi-
marssyni.
„Kynni mín af Héðni voru ekki
löng, en þau eru minnisstæð, hann
átti þátt í ákveðnum kaflaskiptum í
lífi mínu. Hann réð mig tii starfa
hjá Olíuversluninni þegar ég var að
ljúka námi í lögfræði og viðskipta-
fræði og hann bauð mér íbúð svo
ég gat kvænst kærustunni minni,
Evu Ragnarsdóttur, fyrr en ella,“
segir Önundur. En þótt hann væri
ungur maður þegar hann réðst til
starfa hjá Olíuversluninni hafði hann
eigi að síður nokkuð fjölbreytta
starfsreynslu að baki og hafði reynst
óbanginn við að axla ábyrgð. Sú
reynsla nýttist Önundi vel í þeim
átökum sem einkenndu olíumarkað-
inn á íslandi frá 1948, þegar Héðinn
dó, og næstu áratugi, en hluti þeirr-
ar sögu verður rakinn hér í þessu
viðtali.
í upphafi ræðum við um fisk-
vinnsluna á Flateyri, í síldarverk-
smiðjunni þar var mikið athafnalíf
öll uppvaxtarár Önundar og þar fékk
hann sína fyrstu starfsreynslu. Hann
stundaði sitt barnaskólanám á Flat-
eyri en það varð aldrei nema þrír
vetur. „Síðasta veturinn í barnaskóla
fékk ég lungnaberkla og lá í þeim
til vors, ég tók rúmliggjandi mitt
barnaskólapróf. Mér var svo hleypt
út með kúnum um vorið. Mánuði
seinna fór ég að Núpi með frændum
mínum Ebeneser og Eiríki Ásgeirs-
syni á sundnámskeið. Um haustið
fór ég í fyrsta bekk Menntaskólans
á Akureyri og útskrifaðist þaðan
1940.
Á fund Héðins
Um haustið fór ég í Viðskiptahá-
skóla íslands sem stofnaður var að
frumkvæði Jónasar frá Hriflu og
átti að mennta ungt fólk fyrir utan-
ríkisþjónustuna, en íslendingar áttu
að taka við henni 1944 samkvæmt
samningi við Dani. Um veturinn var
Viðskiptaháskólanum breytt í við-
skiptadeild Háskóla íslands. Ég var
í fyrsta árgangi sem stundaði nám
í hinni nýju byggingu háskólans.
Reykjavík var þá hernumin. Ég var
á Akureyri þegar ísland var hern-
umið, þangað kom landgöngulið viku
eftir hemámið syðra. Degi eftir að
ég kom til Flateyrar í lok júní sigldi
þar inn lítil korvetta með eftirlits-
menn frá hernum, tvo offisera. Ann-
ar hét Lang herdeildarforingi og var
hann langt yfir tveir metrar á hæð,
með honum var lítill kapteinn með
prik. Þeir gengu upp á Brimnes til
að fá útsýni yfir staðinn. Kona Sölva
Ásgeirssonar skipstjóra hafði tekið
niður gardínurnar í stofu sinni og
var að þvo þær. Þangað inn fluttu
Bretarnir og voru þar í þijú ár. Ég
var ráðinn sem túlkur fyrir Bretana
þetta sumar.
Á fyrstu háskólavetrum _ mínum
bjó ég í herbergi með Eiríki Ásgeirs-
syni upp á Lokastíg. Sumarið eftir
ákvað ég að reyna að fá vinnu hjá
herliðinu upp í Hvalfirði og gekk á
fund Lang herdeildarforingja sem
borðaði með öðrum offiserum á Hót-
el Skjaldbreið. Hann tók mér vel,
gaf mér meðmæli sín og fékk ég í
framhaldi af því vinnu sem túlkur á
Hvítanesi en þar stóðu þá yfir mikl-
ar framkvæmdir á vegum herliðsins.
Ég lauk viðskiptafræðiprófi árið
1944 og fór þá í lögfræðideild þar
sem ég var þtjá vetur. Eftir næst
síðasta veturinn réð ég mig fyrir
milligöngu Sveins Benediktssonar í
ÖNUNDUR Ásgeirsson.
Morgunblaðið/Kristinn
OLIUSTRIDHI
sumarvinnu sem verksmiðjustjóri í
Krossanesi. Mánuði síðar var ég
boðaður á fund Héðins Valdimars-
sonar. Hann hafði áhuga á að fá
mig fyrir aðstoðarmann, en hann var
þá forstjóri Olíuverslunar íslands.
Það fór vel á með okkur og bundið
var fastmælum að ég skyldi koma
þar til starfa eftir að ég hefði lokið
lagaprófi einum vetri síðar. Hann
spurði mig um mína hagi í þessu
sambandi og komst að því að ég
átti kærustu. Þá bauð hann mér að
leggja mér til íbúð. Það þótti mér
góður kostur. Sú íbúð var í Goðahús-
unum við Selsvör og var ákveðið
þarna að ég fengi hana þetta haust.
Út á það giftumst við Eva fyrir norð-
an um sumarið. Um haustið fengum
við íbúðina. Héðinn stóð við allt sitt.
Ég fór til starfa hjá Olíuverslun-
inni beint frá prófborðinu, nýútskrif-
aður lögfræðingur. Við Héðinn átt-
um tvo fundi um vorið, á þeim síð-
ari bauð hann mér 700 króna mánað-
arlaun þegar ég kæmi til starfa. Ég
hafði uppburði í mér til að segja að
ég hefði vonast eftir heldur meiru
en féllst svo á að hafa þetta þannig
til að byija með. Eftir sex mánaða
starf kallaði Héðinn mig inn til sín
og sagði að honum líkaði störf mín
vel og ætlaði að hækka kaup mitt
í 1.100 krónur á mánuði. í millitíð-
inni hafði ég komist að því að 700
krónur var það hæsta sem hann
borgaði öðrum starfsmönnum, svo
mér fannst ég orðinn „grósséri" eft-
ir kauphækkunina.
Héðinn var mjög raungóður mað-
ur, skapmikill en léttur og hlýr í
viðkynningu og var mjög vel þokk-
aður af öllu sínu starfsfólki. Hann
hafði unnið ýmis afrek í sambandi
við sín pólitísku afskipti, m.a. með
því að byggja heilt verkamanna-
hverfí við Hringbraut. Ég starfaði
sem aðstoðarmaður hjá Héðni í hús-
næði Olíuverslunarinnar við Hafnar-
stræti. Það var þröngt um alla starf-
semi þarna. Sem dæmi má nefna
fékk ég pláss beint á móti Guð-
mundi Kristni Guðmundssyni, sem
var skrifstofustjóri félagsins. Hann
hafði samband við umboðin út um
allt land. Við urðum að sitja hvor
sínu megin við fremur lítið borð og
kom þó mjög margt fólk daglega
að finna Guðmund. Mér var fyrst
falið að fara yfir samskiptin milli
Olíuverslunarinnar og BP. Öll olía
var þá keypt af BP. Nokkru áður
hafði Héðinn samið við það fyrirtæki
um að byggja nýja olíustöð í Laugar-
nesi, en nú voru blikur á lofti í olíu-
verslun í landinu."
Stofnun Olíufélagsins
Esso hf.
„í framhaldi af viðræðum Roose-
velts og Churchills hafði bandaríski
herinn tekið að sér vernd Islands
árið 1941, sem voru fyrstu afskipti
Bandaríkjamanna af stríðinu. Eftir
að þeir yfirtóku varnir landsins
byggðu þeir marga olíutanka í Olíu-
stöðina í Hvalfirði, sem enn standa.
Þegar líða tók að lokum stríðsins
tóku Bandaríkjamenn að hugsa um
hvað verða mundi um flotastöðina í
Hvalfírði. Þeir vildu í samráði við
Breta viðhalda aðstöðunni þar fyrir
flota sinn. Vestur-íslendingurinn
Valdimar Björnsson var miiligöngu-
maður milli Bandaríkjamanna og
íslendinga. Hann fór fram á það við
Héðin að Olíuverslunin yfirtæki olíu-
aðstöðuna í Hvalfírði. Héðinn hafði
þá samið við BP um að byggja olíu-
stöð í Laugarnesi og taldi að það
betri kost en að hafa olíustöð upp í
Hvalfirði og hafnaði því boðinu sem
Valdimar gerði fyrir hönd hersins.
Það var aftur til þess að Vilhjálmur
Þór, sem í tengslum við heimssýn-
inguna í New York hafði verið gerð-
ur að heiðursborgara þar, stofnaði
Olíufélagið hf. Fyrsti forstjóri þess
var Sigurður Jónasson, en hann
hafði verið samstarfsmaður Héðins
í Landsverslun í fyrra stríði, 1914
til 1918. Þegar Landsverslun var
leyst upp fór Héðinn í Olíuverslunina
en Sigurður varð framkvæmdastjóri
fyrir Tóbakseinkasölu ríkisins. Við
stofnun Olíufélagsins hf. urðu Héð-
inn og Sigurður keppinautar, sem
áður höfðu verið samheijar. Þessi
þróun öll var öðruvísi en Héðinn
hafði gert ráð fyrir.
Helsti keppinautur Olíuverslun-
arinnar hafði fram að þessu verið
Shell, sem byggt hafði stóra olíu-
flutningastöð í Skeijafirði árið 1927.
Olíuverslun Islands var í upphafi
stofnuð í nánum tengslum við Sam-
vinnuhreyfinguna. Hún var fyrst í
Sambandshúsinu_ og hóf starfsemi
sína árið 1928. Árið 1938 flutti fé-
lagið í Mjólkurfélagshúsið í Hafnar-
stræti, sem þá var nýtt. Héðinn varð
forstjóri félagsins við stofnun þess,
hann gerði árið 1938 fyrstu tilraun
til sameiningar vinstri manna, en
hún misheppnaðist og hann varð að
fara frá sem formaður Sameiningar-
flokks alþýðu, Sósíalistaflokks, eftir
tæpt ár. Harðlínumenn til vinstri
báru hann ofurliði.
Olíufélagið hf., Esso, var stofnað
1946 og yfírtók þá Olíustöðina í
Hvalfírði. Það fékk aðstöðu til að
flytja olíu inn þangað og tók jafn-
framt yfir olíutanka sem voru við
Reykjavíkurflugvöll í Öskjuhlíðinni.
Þeir voru svo notaðir fyrir markað-
inn í Reykjavík. Af þessum orsökum
voru mikil umbrot á olíumarkaðinum
og þegar ég kom til starfa ríkti þar
nánast stríð. Ekki bætti úr skák að
Olíufélagið fékk í Hvalfirði einu að-
stöðuna sem var í landinu fyrir svart-
olíu og hafði það félag einkaaðstöðu
á svartolíusölu fyrstu árin eftir stríð.
Þetta var mikið mál, því á þeim tíma
komu allir togararnir sem Nýsköp-
unarstjórnin keypti, þeir voru kyntir
með svartolíu. Af þessum sökum
tókst Olíufélaginu strax í upphafi
að ná mjög öflugum tökum á olíu-
markaðinum. Loks má geta þess að
Olíuverslunin hafði haft kaupfélögin
um allt land sem umboðsmenn, en
allt það kerfi hrundi og Olíuverslun-
in þurfti að ráða nýja umboðsmenn
til að taka við viðskiptum sínum, af
því að kaupfélögin fóru öll til Olíufé-
lagins með SÍS og Vilhjálmi Þór.
Þetta gerðist nánast samtímis og
þýddi mikla uppstokkun.
Á hitt ber að líta að á þessum
árum jókst olíunotkun landsmanna
mjög mikið, svo mikil var þenslan
að þegar skoðaðar eru sölutölur 01-
íuverslunarinnar fyrir þetta tímabil
þá er eins og þriðja félagið hefði
ekki haft nein áhrif. Söluaukningin
var svona mikil bæði vegna mikillar
uppbyggingar í sjávarútveginum og
líka vegna þess að á þessum tíma
var tekin upp olíukynding í nánast
öllum húsum. Þetta gerðist allt á
sama tíma. Fyrir stríð voru bara
tveir aðilar sem kyntu hús sín með
olíu, annar var Héðinn Valdimars-
son, sem erfitt átti með að láta kynd-
inguna hjá sér ganga, og svo Hall-
dór Eiríksson forstjóri Mjólkursam-
sölunnar, sem var heildsali fyrir
stríð. Olíuflutningar voru líka að
breytast. Fram að þessu hafði olía
mest verið flutt í tunnum og á tiltölu-
lega fáum stöðum voru komnir
birgðatankar, en þegar ég kom til
starfa hjá Olíuversluninni árið 1947
var verið að byggja tanka víðsvegar
um landið, einkum fyrir norðan og
austan.“
Eftir fráfall Héðins
Valdimarssonar
„í ágúst 1948 veiktist Héðinn
Valdimarsson og dó nokkru síðar
úr hjartaslagi. Hann var 56 ára þeg-
ar hann dó. Hann hafði farið um
sumarið. með konu sinni, Guðrúnu
»
\
I
í
!
>
i
í
I
t
!
I
I
i
\