Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ. KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjálfvirkar viðvaranir frávatna- mælum VATNAMÆLINGAR Orkustofnun- ar hafa fengið fjárveitingu til að geta sent beint upplýsingar frá vatnshæð- armælum sínum, sem eru á stóru vatnsfollunum frá Vatnajðkli og Mýr- dalsjökli og fá þá gögn og viðvaranir sjálfvirkt heim á sama hátt og skjálftakerfí Veðurstofunnar og Raunvísindastofnunar. í framhaldi mun viðeigandi búnaður settm- á mælistöðvamar til að fá samtímaupp- lýsingar í hús. Jarðvísindamenn telja ekki ólíklegt að rólegu tímabili í eldvirkni í vestan- . verðum Vatnajökli geti verið að ljúka “ og telja vatnamælingamenn því að þeir verði að vera viðbúnir því að þar geti komið gos tíðar en verið hefúr undanfarin 40 ár. Er verið að bregð- ast við því. Árni Snorrason, forstöðu- maður Vatnamælinga, leggur þó áherslu á að þetta snúi ekki aðeins að hamfómm heldur komi líka t.d. hlaup í Skaftá og Kreppu, sem geti valdið usla og mönnum hættu. Því sé full ástæða til að hafa viðvaranir. ■ Við vötnin/Bl ------------- Mikil ölvun í miðbænum FÁTT var í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt laugardagsins en að sögn lögreglu var mikil ölvun meðal þeirra fáu sem þar vom og slagsmál. Lögreglan segir að svo virðist sem ,jólagleðin“ sé hafín. Fangageymsl- ur lögreglu vom fullnýttar. Halldór Blöndal samgönguráðherra um vanda Húsavfkurhafnar Uppfínningamaður undirritar samn- ing við danskt plastfyrirtæki Nýtt öryggislok lækkar fram- leiðslukostnað JÓHANNES Pálsson uppfinn- ingamaður und- irritaði í liðinni viku samning við danska fyrir- tækið Knudsen Plast í Frede- riksværk á Sjá- landi um fram- leiðslu á plast- flösku með öryggisloki, sem hann hefur einkaleyfí á. Uppfinning Jóhannesar á að geta lækkað um- talsvert framleiðslukostnað á barnheldum flöskum undir hættuleg efni. Samningurinn, sem gerður var með milligöngu Teknologisk Institut í Dan- mörku, kveður á um einkarétt Knudsen Plast á framleiðslu flöskunnar fyrir Norðurlanda- markað. „Svo verður að koma í ljós hvernig tekst að koma þessu út í heim,“ segir Jóhannes. Jóhannes hefur starfað að miklu leyti í Danmörku um átján ára skeið. Hann hefur einkaleyfi á útiljósaseríum, sem víða eru seldar, en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að bamheldum öryggislæsingum og -lokum. Hann fann t.d. upp lok á lyfjaglös úr plasti, sem opnuð voru með smápeningi og voru algeng á markaði hér á landi. Þá hefur hann fundið upp barnhelda læs- ingu á lyfjaskápa, sem framleidd- ir hafa verið hér á landi. Nýtist einkum efnaverksmiðjum Jóhannes segir að flöskur með öryggistappa hafi til þessa verið dýrar í framleiðslu vegna þess að til þessa hafi aðeins tvöfaldir plasttappar fengið löggildingu. Sér hafí hins vegar tekizt að framleiða flösku með einföldum tappa, sem tilraunir hafí sýnt að böm ráði ekki við að opna. „Þetta ætti að geta lækkað framleiðslu- kostnaðinn talsvert. I þessu em aðeins tvö stykki, flaska og tappi, í stað þriggja,“ segir Jóhannes. Samkvæmt samningnum við Knudsen Plast verður hönnunar- vinnu lokið í vetur og framleiðsla á flöskunum hafin á næsta ári. Jóhannes segist gera ráð fyrir að uppfinning sín nýtist einkum efnaverksmiðjum, en stefnt sé að því að þróa lyfjaglös með svipuð- um búnaði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MÁLEFNI Húsavíkurhafnar eru í úrvinnslu hjá Siglingastofnun og hafnarnefnd Húsavíkur. Rétt að skoða hug- myndir um nýja höfn HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að allar úrbætur í Húsa- víkurhöfn séu mjög dýrar. Kostnað- ur við dýpkun sé þar tífaldur miðað við dýpkunarframkvæmdir annars staðar þar sem ekki þarf að sprengja. Hann segir að komið hafi til athugunar hvort rétt sé að draga fram fyrri hugmjmdir um ytri höfn ef ske kynni að kostnaðarmunur væri það lítill að það væri hag- kvæmari kostur heldur en dýpkun. Samgönguráðherra segir að mál- efni Húsavíkurhafnar séu í úr- vinnslu hjá Siglingastofnun og hafn- amefnd Húsavíkur. Hann segir að vandi Húsavíkur- Kostnaður við dýpkun yrði hár vegna sprenginga hafnar svipi til vanda Grindavíkur- hafnar. Urbætur séu mjög dýrar og hafnarskilyrði erfið á báðum stöð- um. Nauðsynlegt sé að taka sér- stakt tillit til hafnanna beggja. Hugmyndir um ytri höfn í Húsa- vík voru unnar á vegum Siglinga- stofnunar upp úr 1980. Þar var gert ráð fyrir að í tengslum við hug- myndir um trjákvoðuverksmiðju, sem þá var rætt um að reisa, yrði byggður nýr brimvamagarður fyrir utan núverandi höfn. Þar fengist að- staða fyrir stór skip og alls konar iðnað í framtíðinni. Steingrímur Sigfússon alþingis- maður segir að það þurfi að fara yf- ir það hvaða framtíðarkostur sé bestur fyrir Húsavíkurhöfn sem eina af mikilvægustu vöm- og físki- höfnum Norðurlands áður en hafíst verði handa við sprengingar í nú- verandi höfn. Hann vill að kannað verði hvort hagkvæmara yrði að búa til nýja ytri höfn sem yrði var- anlegri og betri framtíðarlausn jafnvel þótt sú framkvæmd yrði eitthvað dýrari. Hjartastopp eftir neyslu E-vökva TVEIR menn á tvítugsaldri vom hætt komnir í bíl sínum á Háaleitis- braut á föstudagskvöld eftir að þeir höfðu neytt svokallaðs E-vökva eða smjörsýru. Vegfarendur sá að mennirnir vom báðfr í krampakasti og kölluðu til lögreglu og sjúkrabíl. Þegar aðstoð barst hafði hjart- sláttur annars mannsins stöðvast. Beitt var hjartahnoði og mennirnir síðan fluttir á sjúkrahús. Þeir voru báðir meðvitundarlausir. Lögreglan segir tilviljun að mennirnir séu báð- ir á lífi. Þeir voru útskrifaðir af spít- ala í gær. Að sögn lögreglu er hér um svipað efni að ræða og er í E- töflum. Efnið sé orðið býsna al- gengt erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.