Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 29 Heimsborgari og harðjaxl EINN af áhrifamestu mönnum í seinni tíma sögu Finna var Carl Gustaf Mannerheim, barón og frá 1942 marskálkur Finnlands, hinn eini með þann titil. Hann var rómantískari hetja en gengur og gerist um 20. aldar ráðamenn, virðist heyra til fyrri öldum. Mannerheim fæddist 1861, rakti ættir sínar til Hollendings sem var aðlaður í Svíþjóð, ein grein ættarinnar settist að f Finnlandi. Æskuárin voru björt á óðali fjölskvldunnar, systkinahópurinn stór. 011 lærðu þau erlend tungumál og siði hefðarfólks. Þá ákvað faðir Mannerheims að gerast fjármálamaður en missti allar eignir sínar. Carl Mannerheim var rekinn úr fínnskum herskóla fyrir slæma hegðun en lauk síðar námi með afburða árangri við rússneskan herskóla í Pétursborg. Hann varð riddaraliðsforingi 1889 og náði miklum frama á 30 ára ferli sfnum í Rússlandi. Er Nikulás H. tók við völdum 1894 sést á ijósmynd að tveir riddarar í hátíðarbúningi voru honum sinn á hvora hönd; annar var glæsimennið Mannerheim. Hús Mannerheims f Helsinki er nú safn. Á stofúgólfínu er skimi af risastórum mannætutígri er hann felldi í Indlandi, í svefnherberginu er gamall, enskur hermannabeddi. Sagt er að hann hafí aldrei viljað hafa meira en 14 stiga hita f herberginu. Árin 1906-1908 fór Mannerheim f mikið ferðalag/njósnaleiðangur á vegum stjórnvalda í Pétursborg frá Samarkand til Peking. Alls var þetta um 14.000 km leið, að mestu fjalllendi og vegleysur sem fáir eða engir Evrópumenn höfðu áður séð. Allan tímann notaði hann sama hestinn, Filipe, en Mannerheim var afburða hestamaður og skytta. Einnig tók hann fjölda ljósmynda, safnaði munum og gerði vfsindarannsóknir. Hann kvæntist auðugri, rússneskri konu. Þau eignuðust tvær dætur en skildu að skiptum er hershöfðinginn var kominn á miðjan aldur. Var hann ekki við kvenmann kenndur eftir það? „Það gengu miklar sögur af sigrum hans á þessu sviði f Finnlandi. En við höfum ekkert til sönnunar enda voru fjölmiðlar ekki aðgangsharðir umdeilda vináttu hans við sovéska leiðtoga. Gekk hann of langt, var hann auðsveipur þjónn einræðisafl- anna eða einfaldlega maður sem gætti vel finnskra hagsmuna? „Það er of snemmt að fella endanlegan dóm,“ segir Jutikkala. „Fyrst þarf að kanna öll skjöl í Moskvu og rétt að forðast öfgar í mati á forsetan- um. En hann hefur ef til vill ekki alltaf gert nógu mikinn greinar- mun á sínum eigin, pólitísku hags- munum og hagsmunum þjóðarinn- ar.“ Ohto Manninen, annar sagn- fræðiprófessor, segist efast um að fleiri uppgötvanir verði gerðar í skjalasöfnum sem breyti hugmynd- um manna um Kekkonen að ráði. Hann segir að á sjötta áratugnum hafi hægrimenn og jafnaðarmenn deilt um afstöðuna til Sovétmarina en síðan hafi ríkt eining. „Á níunda áratugnum ríkti sam- staða um þessi mál, það eru ekki nema nokkrir tugir Finna sem geta nú sagt að þeir hafi andmælt var- færinni stefnu stjórnvalda, frið- kaupunum. Það sem við höfum fundið eftir að skjölin í Moskvu urðu aðgengilegri bendir til þess að ráðamenn okkar hafi verið mjög raunsæir á fimmta og sjötta ára- tugnum, metið stöðuna rétt.“ á þessum tímum,“ sagði safnvörður. Mannerheim taldi sjálfur að hann myndi setjast í helgan stein er hann sneri aftur til Finnlands 1917 eftir byltingu kommúnista í Rússlandi. Reyndin varð önnur, hann stjórnaði liði hvítliða í borgarastríðinu til sigurs og varð þjóðhetja annarra en róttækra vinstrimanna. Ríkisstjóri var hann um nokkurra mánaða skeið en tapaði er þingið kaus fyrsta forseta landsins 1919. Næstu árin helgaði hann sig ýmsum framfara- og velferðarmálum, reistur var barnaspftali í nafni hans. Barist við ofureflið Árið 1931 varð Mannerheim yfírmaður varnarmálaráðs Finna og skipulagði viðbúnað gegn Rauða hernum. Hann stjórnaði fínnska hernum er Stalín réðst á landið 1939 og áfram er Finnar hófú þátttöku í heimsstyrjöldinni frá 1941. Gamla kempan varð heimsfræg vegna afreka fínnska hersins í Vetrarstríðinu 1939-1940 þar sem Finnar beitti hugrekki, kænsku og Molotovkokkteilum gegn skriðdrekum Stalfns. Lengi framan af tókst Finnum að halda sfnum hlut en stærðarmunurinn var of mikill og þeir áttu ekkert svar við loftárásum sovéska flughersins á borgirnar. Mannerheim naut svo mikils álits erlendis að þingið gerði hann að forseta til að semja um bráðabirgðafrið við Sovétríkin haustið 1944. Marskálkurinn hafði oft sýnt einstaka framsýni í stjórnmálum sem öðru og var eini maðurinn sem gat tryggt velvild leiðtoga Vesturveldanna. Þeir vildu ekki deila við samherja sfna f Moskvu en vissu að Finnar höfðu átt fárra kosta völ f hildarleiknum. Tveim árum síðar lét Mannerheim af embætti vegna heilsubrests og andaðist í Sviss 1951. Listfengir hönnuðir FINNAR hafa á 20. öld getið sér gott orð fyrir arkitektúr. Eliel Saar- inen teiknaði aðaljárnbrautarstöð- ina í Helsinki en starfaði lengi í Bandaríkjunum og hannaði m.a. skýjakljúfa. Þekktastur er líklega Alvar Aalto er teiknaði Finlandia- höllina f Helsinki og reyndar Nor- ræna húsið í Reykjavík. Aalto var ekki síður rómaður fyrir hönnun á húsgögnum og fleiri munum. Hér er Savoy-blómavasinn eftir Aalto. Carl Gustaf Mannerheim Morgunblaðið/K.J. MYNDIR af fínnskum hermönnum í Vetrarstríðinu 1939-1940 í hvftum herklæðum f skjóli trjánna eru mörgum af eldri kynslóðinni hugstæð- ar. Það sem er einstakt við málverkið á Ijósmyndinni er að það er frá árinu 1899 og sýnir menn sem lfkjast engu öðru en hermönnum frá 1939. Málverkið er á Mannerheim-safninu f Helsinki. Listamaðurinn var Akseli Gallen-Kallela og sagðist hann hafa fengið þessa vitrun í draumi en gat þá ekki skýrt hana nánar. Úr skóginum inn í borgina og nútímann FINNSKT samfélag hefur tekið stakkaskipt- um á öldinni og eins og víðar er það flutningur fólks úr sveit í borg sem mestu hefur breytt. Skógarnir eru enn mik- ilvæg uppspretta hrá- efnis en hátækni og þjónusta eru nú ríkjandi í atvinnuvegunum, um allan heim þekkja menn Nokia. Einn þekktasti félagsfræðingur Finna, Erik Allardt prófessor, hefur ritað mikið um þessi mál og aðra fé- lagslega þróun. „Mestu flutningamir urðu á sjöunda áratugn- um,“ segir hann. „Aður var land- búnaður mikilvægasta atvinnu- greinin ásamt skógariðnaði. Skyndi- lega flykktist fólk til borganna í suðurhluta landsins og fékk vinnu í iðnfyrirtækjum. Hundruð þúsunda fóru auk þess til Svíþjóðar í at- vinnuleit. Líklega hafa vart orðið sneggri breytingar í atvinnuháttum í nokkru öðru Evrópulandi. Á sama tíma fjölgaði nemendum í háskólum gríðarlega og margir nýir voru stofnaðir sem hafði mikilvæg áhrif á þjóðlífið,“ segir Allardt. Minnkandi atvinnuleysi „Hér var lengi stór kommúnista- flokkur sem var sérstakur að því leyti að hann hafði stuðning í borgunum og úti í sveitunum, einkum í austur- og norðurhlutanum. En það er ekki hægt að segja að lengur sé um að ræða samfélagsátök sem endurspeglist skýrt í flokkakerfmu. Hefðbundin verka- mannastétt er nánast horfin og jafnaðarmenn og hægrimenn eni nú báðir flokkar opinberra starfsmanna og mið- stéttarinnar, róa á sömu mið. Jafnaðar- menn eru ef til vill nokkru öflugri hjá fyrr- nefnda hópnum. Þama held ég að leita megi skýringanna á eindrægni sem ríkir, a.m.k. á yfirborðinu. Þjóðfélagið hefur breyst. Áður var hér gjá á milli verkalýðs og borgara en ekki lengur." Evrópa eða Norðurlönd? Margir viðmælendur blaðamanns ræddu um þátttökuna í Evrópusam- bandinu þar sem Finnar eru þekkt- ir fyrir að vera mjög hlynntir auknu samstarfi, andstætt því sem Danir og Svíar hafa gert. Þekktur sagn- fræðingur, Matti Klinge, telur að Norðurlandasamstarfið hljóti að víkja fyrir Evrópusamvinnunni og eigi að gera það. Annað sé andstætt Erik Allardt, prófessor hagsmunum Finna og töku sumir hressilega undir þessi sjónarmið. Finnar gætu ekki látið norræna samvinnu hefta sig þegar þeir fengju nú loks tækifæri til að gerast raunverulega vestræn þjóð. Einnig hafa áhrifamenn rætt op- inberlega um að Finnar ættu að sækja um aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, hvað sem liði tilfinningum Rússa. Einn viðmæl- enda fullyrti reyndar að finnski her- inn væri fyrir löngu búinn að laga sig svo að NATO í tæknilegum efn- um og skipulagi að ef Finnar gengju í bandalagið yrði það litlu flóknara en að stinga rafmagnskló í inns- tungu. Jan Sundberg er ungur prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Helsinki. Hann segir að vissulega sé mikið talað um Evrópusambandið meðal ráðandi stétta en annað sé að gerast hjá almenningi og þá einkum í héruðum næst Rússlandi. „Mögu- leikámir eru svo miklir. I Péturs- borg og grennd búa 7-8 milljónir manna, fleiri en í öllu Finnlandi. Fólk héma megin landamæranna er farið að læra rússnesku sem engum hefði dottið í hug fyrir nokkrum ár- um. Við höfum alltaf horft til beggja átta, austurs og vesturs, sem þjóð, og eftir umskiptin í Rússlandi sýn- ist mér að þróunin muni stefna í átt til stóraukinna samskipta við Rússa.“ Sundberg segir að ekki sé hefð fyrir grasrótarstarfi í stjórnmálum eins og á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna eigi finnskir stjómmála- menn oft auðveldara með að fara sínu fram og telja almenningi hug- hvarf, t.d. í Evrópumálunum. Síðasta dæmið sé deilan um þátt- töku í Efnahags- og myntbandalag- inu, EMU, sem flestir ráðamenn og ríkisstjómin vilja að Finnar verði í frá upphafi. Samkvæmt skoðana- könnunum er meirihluti kjósenda andvígur en ráðamenn em sem fyrr galvaskir. Þeir em vissir um að fólk muni treysta þeim þegar upp verði staðið. Islending- ur í Vetr- arstríðinu MÖRG þúsund Norðurlandabúar gengu í lið með Finnum er þeir vörðu land sitt fyrir Rauða hernum f Vetrarstríðinu 1939-1940. Einn þeirra var Snorri Hallgrfmsson læknir en hann stundaði þá fram- haldsnám f Danmörku sem hann lauk reyndar sfðar í Svíþjóð. í útvarpsviðtali, sem birt var í ritinu Norðurslóð árið 1990, lýsti hann reynslu sinni á vfgstöðvunum en aðstæður voru að sjálfsögðu erf- iðar í vetrarríkinu á landamærum Finna og Sovétmanna. Hann sagði m.a. frá því að hermennirnir í flokki sfnum hefðu ekki verið með útvarp og því nánast ekkert getað fylgst með gangi átakanna annars staðar á vfglfnunni. Flest læknis- verkin hefðu verið í tengslum við algenga sjúkdóma og kvilla á borð við lungnabólgu, ígerðir og tann- pfnu. í gögnum sem blaðamaður fékk á herskjalasafninu f Helsinki er sagt að Snorri, sem kom með liði sænskra sjálfboðaliða til Finnlands, sé danskur. Hann tók við stjórn f herflokki sfnum þegar f ágúst 1939 og fékk orðu, Frelsiskrossinn af Qórðu gráðu með merki Rauða krossins, 22. mars 1940. Sfðar varð Snorri landsþekktur bæklunar- læknir hér heima. Hann lést 1973. Á myndinni sem er f eigu sonar Snorra, Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra, er Snorri (annar frá hægri) með nokkrum félögum sín- um á vígstöðvunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.