Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SAMKVÆMT könnun Gallup, sem greint var frá í Morgunblaðinu á föstudag, hefur um þriðjungur íslend- inga einhvern tíma sest und- ir stýri undir áhrifum áfeng- is. Oft er talað um að lang- tímahagsmunum sé fórnað fyrir skammtímahagsmuni og er ölvunarakstur senni- lega eitt afdrifaríkasta dæm- ið um slíkt. Framtíðin er lögð undir til að spara nokkur hundruð krónur fyrir leigu- bíl. Tryggingafélögin Sjóvá- Almennar __ og Vátrygg- ingafélag íslands hyggjast í þessum mánuði gangast fyr- ir herferð undir kjörorðinu „Endum ekki jólagleðina með ölvunarakstri“. Á blaða- mannafundi þar sem her- ferðin var kynnt mátti sjá strætisvagn, leigubíl og sjúkrabíl, sem áttu að minna á það hvernig hægft væri að ferðast eftir að hafa neytt áfengis. Þar var enginn lík- bíll, en það er hins vegar engin launung á því að ölv- unarakstur er dauðans al- vara. Þeir, sem eru sviptir öku- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. réttindum fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis, verða fyrir ýmsum óþægindum. Oft og tíðum getur það að hafa ekki bíl til umráða kostað fólk vinnuna. Skyndilega verður ekki hægt að sækja börnin á leikskólann. Dag- legt líf fer úr skorðum. Valdi drukkinn ökumaður slysi getur hann hins vegar þurft að horfast í augu við afleiðingarnar alla ævi. Lög- um samkvæmt verða trygg- ingafyrirtæki að greiða fórn- arlömbum skaðabætur og endurkrefja þá ökumenn, sem valda tjóni af vítaverðu gáleysi, um bæturnar. Slíkt getur leitt til gjaldþrots og sett fjölskyldur á vonarvöl. Og þá á viðkomandi eftir að gera atburðinn upp við sam- visku sína. Drukkinn ökumaður setur einnig eigið líf í hættu. Eng- inn maður á sig sjálfur. Flestir einstaklingar hafa ótvíræðar skuldbindingar gagnvart sínum nánustu, gagnvart fjölskyldu, börn- um, foreldrum. í vímu augnabliksins get- ur farið lítið fyrir yfirvegun og skynsemi. í desember eru víöa haldin jólateiti þar sem áfengi er haft um hönd. Oft er auðveldara að skilja bílinn einfaldlega eftir heima þegar slíkt hóf stendur fyrir dyrum í vinnulok. Þá er hægt að taka ákvörðun um það alls- gáður að aka ekki fremur en að bíða þess að áfengið hafi slævt skyrtsemina og greitt götu freistingarinnar. Flestir þekkja goðsögnina um könnun, sem eitt sinn á að hafa verið gerð og mun hafa sýnt fram á að viðbragð ökumanna og árvekni tví- efldist eftir einn lítinn. Norska knattspyrnuliðið Rosenborg tók nýverið þátt í tilraun með áhrif áfengis á snerpu og athygli. Eftir hálf- an bjór jukust mistök um 25 af hundraði og eftir heilan bjór fjölgaði mistökum um 47,5 af hundraði. Sendingar á næsta mann urðu 10 til 20 af hundraði ónákvæmari en þegar sami leikmaður var allsgáður. Markanýting frá vítapunkti minnkaði um 20 af hundraði. Lögreglan hyggst sýna sérstaka árvekni í umferð- inni næstu tvo mánuði. Að sögn hennar voru um 800 ökumenn teknir vegna gruns um ölvunarakstur í Reykja- vík fyrstu 11 mánuði þessa árs. Lögreglan telur að þegar árið er á enda muni sú tala verða milli 900 og 950. Það er aðeins brot af þeim ölv- unarakstri, sem á sér stað í raun. Samkvæmt tölum frá nágrannalöndunum hefur lögreglan aðeins hendur í hári sex til sjö af hundraði drukkinna ökumanna. Þetta mál snýst ekki um áróður gegn áfengi. Það snýst um að uppræta óveij- andi hegðun. GEGN ÖLVUNAR- AKSTRI 6. Aritófanes talar um skáldin og hlutverk þeirra í gam- anleiknum Froskam- ir. Þar er samtal milli Æskilosar og Evrípí- desar sem báðir voru nýdauðir einsog Sófókles þegar Aristófanes skrifaði leikritið. En í samtalinu spyr Æskilos Evrípídes hverjar eru skyldur skálds og hvers er vænzt af honum. Evrípídes svar- ar að hann geti skrifað og hugsað, en þó umfram allt að hann geti ýtt undir dyggðina, eða á líkingamáli: Spýtt dyggðinni inní pólitískan lík- ama. Skáld voru á þessu gullaldar- skeiði Aþenu um miðja 4. öld f. Kr. einskonar kennarar eða leiðtog- ar sem töluðu til þeirra er þeir vildu. Nú var ríkinu tekið að hnigna og jafnvel Æskilos gat ekki bjargað Aþenu úr því sem komið var. Ari- stófanes hafði engin vettlingatök í háðglettni sinni og fór Sókrates jafnvel ekki varhluta af því í leikrit- inu Skýin. Hamingjan fylgir ein- ungis framliðnum,sögðu þeir vísu hellenar. Þeir sem lifa geta einung- is treyst á heppni. Mundi það ekki einnig eiga við okkur? 7Á gullaldarskeiðinu voru íbúar •Aþenu álíka margir og við ís- lendingar erum nú, eða milli 250 og 300 þúsund manns. í borginni bjuggu 30-40 þúsund fjölskyldur, auk útlendinga og réttlausra þræla. Þetta var fijósamt samfélag sem leitaði skýringa í goðafræði. En svo rann upp öld heimspekinnar og leit- aði ekki svara í goðheimum, heldur rökum og raunvísindum. Menn fengu að vita það væri jafnfráleitt að tilbiðja styttur einsog trúa á HELGI spjall hús. Nýr tími var að bijótast úr því skurni sem hafði hýst goð- fræðilega veröld Hómers og Hezióds, fyrsta skáldsins sem sögur fara af, en hann var uppi á 8. öld f.Kr., en hómers- skáldin fyrr. Guðimir tjá sig ekki, þeir gefa merki. Táknið er þannig af guðlegum uppruna. Maðurinn hafði búið til guðina í sinni mynd og ef kýrnar hefðu getað teiknað væru guðirnir með horn. Períkles stjórnaði farsællega í anda lýðræðis og allt þjóðlífið blómgaðist. Guðun- um voru reist makleg steinhús á Akrapólis og aþeningum farnaðist vel í styijöldum við Spartveija. En svo seig á ógæfuhliðina þegar plág- an mikla læsti klónum í varnarlaust samfélagið og aþeningar unnu hryðjuverk á íbúum Mílos. Blóð kallaði á blóð. Og jafnvel Sókrates komst ekki upp með múður. Spart- veijum óx ásmegin enda voru þeir aldir upp í þeim anda sem lesa má útúr svofelldri athugasemd móður ungs hermanns sem heldur til orr- ustu fyrir borg sína, Komdu heim með skjöldinn, segir þessi spart- verska móðir, eða á honum ella. Bandaríski prófessorinn Mazsak, sem er einn helzti sérfræðingur Bandaríkjanna í grískri fomöld, tel- ur að Sparta hafi átt verðleika Akkilesar, styrk hans og gamaldags dyggðir og hörku, en verðleikar Aþenu hafi verið aðrir; aðlögunar- hæfni í anda Odysseifs. 8Spartveijar höfðu á tíma sýnt •hetjulund sína í verki í átökum við hersveitir Xerxes Persakonungs við Þermópíl einsog Sófókles, sem tók þátt í bardögum við Persa, yrk- ir um í samnefndu leikriti sinu. Spartveijar voru fáir, en Persar fjöl- mennir. Þá sjá njósnarar Persa að Spartveijar kemba hár sitt. Og þá hlógu Persar og hugsuðu gott til glóðarinnar. En spartverskur kvísl- ingur sem var í herbúðum Persa sagði við konung, Hlæðu ekki. Þeg- ar Spartveijar kemba hár sitt eru þeir reiðubúinir að deyja. Þetta sögulega minni hefur augsýnilega komizt alla leið inní íslenzkar bók- menntir eða sagnfræði einsog sjá má af frásögn Sturlungu um Brand Arnþrúðarson og bræður hans. Fyr- ir aftöku bræðranna þvoðu þeir hár sitt og kembdu einsog til fagnaðar væri að fara. Það er hellenskt and- rúm í Sturlungu. 9Grundvöllur grískrar menn- •ingar og samfélagslegar rætur voru hómersku kvæðin sem urðu einskonar safngler hellenskrar hugsunar. í þessi sagnaljóð sem voru samansett i grárri forneskju og mynda nú heild einsog væru þau ort af einu skáldi sótti þjóðin afl og áræði. Gyðingar eignuðust einn- ig slíkan grundvöll í Gamla testa- mentinu þar sem þjóðin gat séð sjálfa sig og örlög sín fyrir, jafnvel framtíð sína og fyrirheit guðs, enda hefur Biblían verið kölluð spegill. Forníslenzkar bókmenntir gegna sama hlutverki og fyrrnefnd safn- verk og án þeirra væri líklega önn- ur þjóð í landinu en sú sem hlaut þennan mikilvæga arf og ávaxtar hann. Það er í þessa arfleifð sem við leitum alls þess sem kalla má íslenzkt en án hennar værum við einungis belgsláttarmenn í íjöl- miðlaheimi athyglisfíkla. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. desember AÐ KENNIR MARGRA grasa í þeim skýrslum sem fulltrúar stórvelda hafa verið að senda rík- isstjórnum sínum frá íslandi í kalda stríðinu. Við höfum séð sumt af því en annað er óbirt. Það er mikill vandi að vinna úr slíkum plöggum og meta það rétt sem þar er sagt. Margt af því byggist á tilfinninga- legri afstöðu þeirra sem um ijalla fremur en gallhörðum staðreyndum. Það er því harla mikilvægt að úr þessum skýrslum sé lesið með miklum fyrirvara og án þess menn sé ævinlega tilbúnir að gleypa það hrátt. Sendimenn erlendra ríkja hér á landi hafa verið misjafnlega glöggir og þá ekki síður misjafnlega vandir að virðingu sinni í þessum samskiptum við íslenzka ráða- menn og þá sem við sögu koma í þessum frásögnum. Þeir hafa misskilið margt, þeir hafa einnig oft verið afvegaleiddir og á þá leikið í pólitískum hita á hættulegum tímum. Þá hafa þeir ekki síður notað sín meðul í þessum samskiptum við fámennt umhyerfi sem þeir skildu lítið eða illa. í Ólafs sögu Thors er m.a. fjallað um komu Harolds Macmillans til Keflavíkur- flugvallar sunnudaginn 25. september 1960 í því skyni að ræða fiskveiðideilu Breta og íslendinga og gera úrslitatilraun til að koma á sáttum. Enginn vafi er á því að í þessu langa samtali þeirra Ólafs Thors var lagður grundvöllur að lausn deilunnar, en viðræður hófust í kjölfar þess, eða 1. október, og fóru þær fram milli íslenzkrar og brezkrar nefndar sem forsætisráðherramir ákváðu á fundi sínum. Að Keflavikurfundinum loknum var ís- lenzkum blaðamönnum sem þar voru staddir ljóst að báðum forsætisráðherrun- um hefði þótt hann mikilvægur og markað tímamót til lausnar deilunni. Var augljóst að vel fór á með þeim Macmillan og Ólafí Thors. Hinn fyrrnefndi sagði þegar hann kvaddi íslenzka forsætisráðherrann að hann mundi ævinlega minnast hans og sjá hann fyrir sér þegar hann hugsaði um landhelgisdeilu Breta og íslendinga. En þegar hann skrifar æviminningar sínar hefur Macmillan verið búinn að gleyma þessum fundi að mestu og þar er vægast sagt heldur einkennilega komizt að orði um viðræður þeirra Ólafs Thors. Macmillan ræðir raunar af heldur lítilli virðingu um forsætisráðherra íslands sem hann nefnir ekki með nafni. Þetta er að vísu ekki eins- dæmi í ævisögu hans því að hann hefur tilhneigingu til að fjalla á fremur óvirðu- legan hátt um leiðtoga annarra þjóða sem hann hefur þurft að eiga viðskipti við. Þótt minningar og stjórnmálasaga Mac- millans sé talin heldur merkilegt rit um samtímasögu, kennir þar ýmissa grasa eins og oft vill verða og er nauðsynlegt að lesa ævisöguna með fyrirvara og gagn- rýni. Sjálfsævisögur stjórnmálamanna fjalla oft um það, hvernig þeir vilja að atburðirnir hafi gerzt, en ekki endilega hvernig þeir gerðust! Macmillan lýsir Ólafi Thors svo að hann hafi verið veikgeðja forsætisráðherra sem hafi staðið höllum fæti í heimalandi sínu og verið altekinn ótta við kommúnista! í Ólafs sögu Thors segir svo um þetta: „Það er nánast óhugsandi að brezkur ráða- maður geti gert sér fulla grein fyrir erf- iðri aðstöðu stjórnmálamanns í landi eins og íslandi, þar sem áhrifa kommúnista gætir verulega, en slík áhrif þekkjast vart í Bretlandi, eins og kunnugt er. Brezkur forsætisráðherra hlýtur því einfaldlega að eiga erfitt með að skilja vandamál íslenzks forsætisráðherra, sem reynir eftir megni að koma í veg fyrir að marxistum takist að spilla fyrir samstarfi íslendinga og annarra vestrænna ríkja, ekki sízt þeirra, sem aðild eiga að Atlantshafsbandalaginu. í Bretlandi hafa báðir stærstu flokkarnir sömu afstöðu til utanríkismála og enginn ágreiningur er þeirra á milli um Atlants- hafsbandalagið eða aðildina að því, svo að dæmi sé tekið. En hvað sem því líður er enginn vafi á, að samtal Ólafs Thors og Macmillans varð örlagaríkara fyrir stjórnmálaþróun á íslandi en slík samtöl eru oftast nær, a.m.k. leiddi það til þess, að lausn fékkst á fískveiðideilu Breta og íslendinga og samningur þess efnis var lagður fyrir sameinað þing 27. febrúar 1961 sem fylgiskjal með tillögu til þings- ályktunar um lausn fiskveiðideilunnar, en þar var farið fram á heimild Alþingis til að ganga frá málinu á grundvelli sam- komulagsins. Landhelgissamningurinn við Breta var svo undirritaður 11. marz 1961, en áður höfðu farið fram á Alþingi miklar og heitar umræður um hann, enda var samningurinn áhorfsmál að margra dómi og mikið um hann deilt, bæði í blöðum og manna á meðal.“ Hvemig átti Macmill- an að skilja baráttu formanns Sjálfstæðis- flokksins við hernámsandstæðinga? Hvernig átti hann að skilja baráttu ís- lenzks forsætisráðherra við marxista og þá sem börðust hatrammlega gegn aðild Islands að Nató? Hvernig átti Macmillan að skilja að þorskastriðið við Breta gæti haft áhrif á aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu og viðkvæm öryggismál? Eða mundi nokkur geta ímyndað sér að brezk- ur forsætisráðherra gæti skilið til fulls ís- lenzkan forsætisráðherra sem þurfti að ná jafnvægi milli viðkvæmra öryggismála og þjóðernistilfinninga lítillar eyþjóðar í miðju Atlantshafi? Nei, auðvitað er vart hægt að ætlast til slíks. Hann hlaut að misskilja ýmislegt sem hann hefði þurft að skilja - og það gerði hann líka! En þessi misskilningur varð sem betur fer ekki til þess að koma í veg fyrir samninga. ■■■■■■■■■■ MACMILLAN Gao-nlpffnr sagði Ólafi Thors „Mgmegar að hann væri Skoti Vlðræður og sem slíkur væri hann þeirrar skoð- unar að það væri „ákaflega margt sameig- inlegt með Skotum og íslendingum". Hann segir ýmislegt vitlausara í ævisögu sinni en þetta. Áður en Macmillan fór frá Kefla- víkurflugvelli talaði hann við íslenzka blaðamenn og sagði þá m.a. í einskonar ávarpi sem hann flutti: „Mér þykir vænt um að hafa getað komið hér við á leið minni til New York og hitt Ólaf Thors forsætisráðherra íslands. Ég er þakklátur honum fyrir framúrskarandi gestrisni. Við áttum saman einkar gagnlegar viðræður um samskipti okkar og vandamál. íslend- ingar eru gamlir vinir Breta og nú banda- menn, og ég vona, að þær viðræður, sem við höfum átt í dag, stuðli að því að ráða fram úr helztu vandamálum í sambúð landa okkar. Við óskum hvor öðrum góðs. Við erum vinir, og við viljum vera vinir framvegis og ég hygg, að það, sem við höfum getað sagt hvor öðrum í dag, muni stuðla að því, að sú langa vinátta hald- ist.“ Af þessum ummælum á Keflavíkur- flugvelli má ráða að samtal þeirra Ólafs Thors hafi þá haft veruleg áhrif á brezka forsætisráðherrann og eflt með honum áhuga á því að leiða þorskastríðið til lykta, svo að vinátta íslendinga og Breta gæti haldizt áfram. Að öðrum kosti hefði hann ekki tekið til orða eins og raun ber vitni. En eitthvað stinga þessi orð í stúf við frá- sögn hans af viðræðum þeirra forsætisráð- herranna þegar hann minnist þessara at- burða síðar og fjallar um þá með fyrrnefnd- um hætti í ævisögu sinni. Það er ekki undarlegt þó að önnur tré brotni þegar krosstrén bregðast með þeim hætti sem nú hefur verið nefnt. ÁSTÆÐAN TIL þess að þetta er rifj- að upp hér er sú að nýlega kom út í Bandaríkjunum bókin A Cold War Odyssey eftir Don- ald E. Nuechterlein sem einhver man sjálfsagt eftir frá því að hann var hér á vegum bandaríska sendi- ráðsins upp úr miðri öldinni, en þá stóð kalda stríðið sem hæst, eins og kunnugt Faulkner heilaþveg- inn - fá- sinna! HAROLD Macmillan og Óláfur Thors hittastí Keflavík í september 1960. er. Hann fjallar þó nokkuð um íslenzk málefni og samband Bandaríkjanna og Islands á þessum árum, nefnir nokkur nöfn réttilega, líklega þau sem hann man eftir langa fjarveru, en aðra nefnir hann að því er virðist með dulnefnum - og er þá stutt í að allt verði þetta einskonar hrærigrautur. Ritstjóri Tímans heitir til að mynda Jon Eliasson en slíkur maður var ekki til, ekki frekar en blaðamaðurinn á Morgunblaðinu sem átti að hafa skrifað samtal við bandaríska nóbelsskáldið Will- iam Faulkner, en hann gengur undir nafn- inu Jon Magnusson, „ungt skáld sem einn- ig vann við blaðamennsku“. Höfundur bókarinnar segir að Faulkner hafi í samtali við Morgunblaðið lýst skoð- unum sínum á Atlantshafsbandalaginu og vörnum vestrænna þjóða en einhver David átti að hafa verið viðstaddur samtalið. David vissi að Faulkner væri fámáll maður og þess vegna hafí hann gert það að til- lögu sinni að Magnusson sem þekkti David hafi átt að kynna sjálfan sig lítillega og íslenzka rithöfunda, áður en samtalið færi fram! Það er merkilegt við þessa frásögn bandaríska sendimannsins, að að því er látið liggja að starfsmenn bandaríska sendiráðsins hafi stjórnað samtalinu og komið því inn í kollinn á rithöfundinum sem hann ætti að segja um Nató og örygg- ismál! En þeir sem kynntust Faulkner vita að hann var ekki hallur undir neinn heila- þvott. Hann hafði ákveðnar skoðanir og það breyttu þeim engir, hvorki áróðurs- meistarar bandaríska sendiráðsins né aðr- ir. Hann var fámáll, en fastur fyrir. Hann var að vísu góður fulltrúi Bandaríkjanna eftir að hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1949, einkum vegna þess að hann hafði sömu skoðanir á öryggis- og utanrík- ismálum og þeir sem stóðu að Atlantshafs- bandalaginu og var ekki í neinum vafa um að hefta þyrfti útbreiðslu heimskomm- únismans og stemma stigu við honum hvar sem færi gæfist. Það þurfti enga diplómatíska eftirlitsmenn til að innræta honum þessa afstöðu. Hann hafði gert sér grein fyrir þeirri hættu sem af heims- kommúnismanum stóð og var að því leyti í heldur fámennum hópi rithöfunda og listamanna, því að margir þeirra höfðu látið blekkjast um þetta leyti og orðið ýmist einskonar málpípur stalínista eða hlutlaus peð í höndum þeirra. En Faulkner var ekki einn þessara hlutleysingja. í hátt- um og framkomu minnti hann einna helzt á Stein Steinarr, ekki sízt í tilsvörum. Og þegar hann kom hingað 1955 hafði hann svipaða afstöðu til heimskommúnismans og Steinn, sem nú var í óðaönn að gera upp við þá, sem hann hafði haft pólitíska samúð með áður. Það var mikið uppgjör og eftirminnilegt á þeim tíma, eins og kunnugt er. „Sendimenn er- lendra ríkja hér á landi hafa verið misjafnlega glöggir og þá ekki síður misjafnlega vandir að virð- ingu sinni í þess- um samskiptum við íslenzka ráða- menn og þá sem við sögu koma í þessum frásögn- um. Þeir hafa misskilið margt, þeir hafa einnig oft verið afvega- leiddir og á þá leikið í pólitískum hita á hættuleg- um tímum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.