Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 27 Pálsdóttur, í siglingu með Queen Mary. Áður en hann fór kom hann með dálítinn bunka af pappírum og lagði á borðið hjá mér. Þá var allt horfíð af borðinu hans. „Svona hef ég aldrei getað skilið við borðið mitt fyrr,“ sagði hann við mig. Ég svar- aði: „Það er nú gott að þú getur farið með góðri samvisku." Ég minntist þessara orða þegar hann dó, það er varla hægt að segja að hann kæmi mikið til starfa eftir þetta. Eftir fráfall Héðins var mikil umræða um hver ætti að taka við fyrirtækinu. Hann hafði verið stærsti hluthafínn, hafði átt 70 til 80% hlutabréfanna. Guðrún ekkja Héðins tók sæti í stjórn Olíuverslun- arinnar strax á næsta stjórnarfundi eftir lát manns síns. Hún stakk þá upp á að Svavar Pálsson, yngsti bróðir hennar sem var endurskoð- andi og viðskiptafræðingur, tæki við stjórn félagsins ásamt mér. Til er bókun um þetta, en Svavar vildi það ekki. Það varð úr að Hreinn Páls- son, elsti bróðir Guðrúnar, tók við störfum forstjóra Olíuverslunarinn- ar. Hann var útgerðarmaður og skip- stjóri og annálaður söngmaður. Landsbankinn hafði þá nýverið yfír- tekið skip útgerðar hans. Hreinn kom til starfa hjá Olíuversluninni í desember 1948. Örn Guðmundsson hóf störf hjá Olíuversluninni nokkru síðar. Hann hafði áður unnið hjá Fjárhagsráði. Hann var geysilega góður starfsmaður og tók að sér bókhald og fjármálastjórn fyrirtæk- isins. Hann var mikill heili í þessum rekstri. Viktor Jakobsson, áður skip- stjóri, gerðist um sama leyti aðal sölumaður fyrirtækisins. Hann var grandvar og duglegur maður og náði miklum viðskiptum við útgerð- ina, sem var okkur afar mikils virði". Stóra olíustöðin í Laugarnesi „Héðni hafði marg sinnis verið synjað um fjárfestingarleyfí til að byggja stóra olíustöð í Laugarnesi, þótt hann væri þá búinn að kaupa upp lönd og eignir þar og allt væri tilbúið til framkvæmdanna. Fjár- hagsráð synjaði honum um leyfíð vegna andstöðu fyrrum samheija hans í Alþýðuflokknum, einkum þeirra Finns Jónssonar og Emils Jónssonar. Eftir að Héðinn dó sendi ég inn nýja umsókn um byggingar- leyfi olíustöðvar í Laugamesi og leyfið kom mánuði síðar. Haft var samband við BP í London og árið 1949 hófst bygging umræddrar ol- íustöðvar og lauk framkvæmdum árið 1955. Jafnhliða þessu var, eins og fyrr gat, verið að byggja birgða- stöðvar við ströndina, Olíuverslunin sá um byggingu þeirra en verkfræð- ingar frá BP sáu um framkvæmdirn- ar í Laugarnesi í samvinnu við ís- lenska verktaka. Olíuverslunin var upphaflega um- boðsaðili fyrir BP, seldi olíu í um- boðssölu, en BP átti birgðimar. Olíu- stöðin á Klöpp var byggð 1928 og var dælt upp á Klöppina þar sem nú heitir Ingólfsgarður og birgðum dreift þaðan. Þar voru fjórir 600 tonna tankar. BP á íslandi hf. var 100% eign BP í London, en sam- komulagið gekk út á að BP í London legði út allt efni fyrir Laugarnesstöð- ina og tæknikunnáttu og þeir stjórn- uðu því verki. Ekki var gert út um eignarhluta BP á íslandi fyrr en árið 1960 og þá var gert upp þann- ig að Olíuverslunin varð eigandi að 50% í BP á íslandi hf. Árið 1974 keypti Olíuverslunin það sem eftir var og lagði þá BP nafnið niður og tók upp félagsnafnið 01ís.“ Opinber afskipti „Hið opinbera hafði ýmis afskipti af olíuversluninni. Verðlagseftirlit á olíuvörum var sett á árið 1938 af þáverandi ríkisstjórn Alþýðuflokks og framsóknarmanna og var það við lýði fram yfír 1990. Verðeftirlitið hafði margvíslegar myndir og var notað á margvíslegan hátt. Einkenn- andi lengst af var íhlutun stjórn- málamanna um innri máiefni fyrir- tækja og manna. Þetta kom að sjálf- sögðu hart niður á olíufélögunum sem urðu að beygja sig undir þetta allan þennan tíma. Annar þáttur í opinberri umsýslu voru gengisfell- ingamar, sem hafa orsakað þynn- ingu íslensku krónunnar allt frá síð- ara stríði. Þá var gengi á amerískum dollara 6,50 kr. en er nú yfír 65 nýkrónur. Nýkrónan er núna minna en 1/1000 af því sem krónan var í lok síðara stríðs. í hvert sinn sem fyrirtæki gátu safnað einhveiju fé var það tekið af þeim í næstu gengis- fellingu. Þetta kom m.a. fram í því að olíufélögin áttu í stöðugum vanda við að endumýja viðskipti við banka, því bankarnir urðu við þetta að leggja fram meira fé til þess að olíu- félögin gætu haldið áfram sínum rekstri. Þessu lauk ekki fyrr en með fastgengistefnu í núverandi stjóm- artíð Davíðs Oddssonar. Þetta var lengst af eitt mesta vandamál ís- lensks þjóðfélags og er þakkarvert að það skuli nú vera leyst.“ Viðskiptin á Kefla- víkurflugvelli „Samkeppnin á olíumarkaðinum var eins og fyrr sagði mikil þegar ég kom til starfa á þeim vettvangi. Þegar Olíufélagið Esso var stofnað tók það við öllum viðskiptum við ameríska herinn á Keflavíkurflug- velli og byggði þar fljótlega upp aðstöðu til að afgreiða flugvélar. Það fylgdi með í samningunum sem Vil- hjálmur Þór gerði við herinn að Olíu- félagið Esso fengi öll viðskipti við herinn og hefur félagið haft þau fram á þennan dag. Arið 1949 var verið að byggja upp aðstöðu við flug- þjónustuna og var ákveðið að Olíu- verslunin skyldi starfa þar í sam- vinnu við Shell. Vorið eftir kom í ljós að Shell hafði hlaupið út undan sér og í félagi við Esso skipt með sér markaðinum í flugþjónustunni, Shell átti að fá öll viðskipti við evr- ópsk flugfélög en Esso við amerísku flugfélögin, Olíuverslunin átti ekki að fá að vera með. Flugfélagið Loft- leiðir hf. hafði verið stofnað 1946 og hafði bækistöð sína á Reykjavík- urflugvelli. Árið 1953 var ákveðið að flytja allt millilandaflug til Kefla- víkurflugvallar. Við hjá Olíverslun- inni vorum í miklum vanda vegna þessa, við þurftum að sjá um Loft- leiðir og fleiri flugfélög þar suður frá. Lyktir urðu þær að starfsmenn okkar voru í viðbragðsstöðu hvenær sólarhrings sem var og sáu um þessa flugþjónustu. Olíuverslunin gerði tilraun til að eignast hlut að viðskiptum við herinn á Keflavíkurflugvelli og tókst það árin 1963 til 1965 með aðstoð BP. Þá breyttu Bandaríkjamenn í Wash- ington um framkvæmd á útboðunum þannig að framvegis yrði eingöngu keyptar olíur framleiddar í Banda- ríkjunum samkvæmt sérstökum lög- um. Olíuverslunin var þar á eftir lægstbjóðandi í samvinnu við Mobil Oil Company, New York, en þá buðu Bandaríkjamenn viðskiptin út á ný og varð Esso þá lægstbjóðandi. Þetta er aðeins eitt dæmi um óheilbrigða viðskiptahætti og sýnir þá sérstöðu sem Ésso hefur haft í viðskiptum við herinn í meira en hálfa öld. Svo kom að því að Esso og Shell tóku upp sameiginlegan innflutning og héldu Olíuversluninni utan við hann. Við urðum því að sjá um okk- ar eigin innflutning á olíuvörum frá BP. Smám saman tók að þrengjast um hjá okkur í Laugarnesi. Arið 1953 var sett löndunarbann á ís- lenska togara í Bretlandi, þeir fengu ekki að landa þar físki. Jafnframt komu Rússar og buðust til að taka við fískinum og selja íslendingum olíu í staðinn. Frá árinu 1953 keyptu íslendingar því alla olíu, bensín og svartolíu af Rússum, frá Svartahaf- inu. Þetta kom mjög illa við okkar samskipti við BP. Þar með var rofínn grundvöllur þess að geta keypt nokkuð af þeim nema það sem flug- ið krafðist. Ekki mátti kaupa af öðrum nema það sem Rússar gátu ekki afgreitt. Þetta gekk þvert á þá samninga sem við Héðinn höfðum gert við BP og skapaði mikið vanda- mál fyrir okkur.“ Olíutankurinn á Austfjörðum „Þrátt fyrir að samkeppnisað- gerðir Olíufélagsins Esso hf. beind- ust fyrst og fremst gegn Olíuversl- uninni, þá hélt Olíuverslunin sinni markaðshlutdeild, sem var um 30%, Esso var með um 40% hlutdeild en Skeljungur, fyrrum umboðssali fyr- ir Shell sem varð íslenskt hlutafélag fyrir 1960, var með 30% hlutdeild. Stjórnmál áttu mikinn þátt í þess- ari þróun allri og ekki síður því sem á eftir fór. Þegar kom fram um 1960 hófst mikil síldveiði á Aust- fjörðum, þar sem nefnt var Á Rauða torginu, og stóð allan sjöunda ára- tuginn. Þetta kallaði á aukna olíu- sölu jafnframt því að sala á flug- vélabensíni hafði aukist. Þetta kall- aði aftur á betri aðstöðu hjá Olíu- versluninni, það þurfti að byggja nýjan, stóran olíutank. Ákveðið var að byggja 15 þúsund rúmmetra tank. Gömlu tankarnir voru hver um sig 6 þúsund rúmmetrar. Með því að byggja nýjan tank var hægt að nýta gömlu tankana undir aðrar olíutegundir. Við sóttum um leyfi til bygginganefndar Reykjavíkur til að byggja þennan 15 þúsund rúm- metra tank á okkar eigin stöð í Laugarnesi. Við gátum ekki fengið þá umsókn afgreidda. Við vorum búnir að láta smíða efni í þennan stóra tank í Bretlandi, það var kostnaðarsöm framkvæmd. Við sáum nú að annaðhvort yrðum við að hætta við og borga skaðabætur eða finna önnur ráð. Ákveðið var því að byggja þennan umrædda ol- íutank á Seyðisfirði, þar sem við fengum mjög góða aðstöðu og nægilegt dýpi var alveg upp að fjöruborði. Þegar efnið í nýja tankinn var komið í skip til að flytja til Seyðis- fjarðar barst okkur leyfi til að byggja tankinn í Reykjavík. En þá var búið að reikna út að mjög hag- kvæmt væri fyrir okkur að byggja tankinn fyrir austan svo við létum þá ráðagerð standa. Ráðamenn í Reykjavík sáu hins vegar fram á að missa spón úr aski sínum, þeim hafði ekki dottið í hug að við mynd- um grípa til þessara ráða, enda höfðu umsvif lengi ekki verið mikil á Austfjörðum fyrr en á þessum tíma, er síldveiðin varð svona mikil og allur flotinn var þar mikinn hluta ársins. Við vorum með þijú til fímm 5-700 tonna tankskip til að fylgja flotanum eftir. Olíutankurinn á Seyðisfirði var tekinn í notkun árið 1965 og var í notkun alla mína tíð síðan hjá Olís. Verulegur hluti af gasolíufarmi erlendu olíuflutninga- skipanna, sem fluttu um 15 til 18 þúsund tonn, gat farið í land á Seyð- isfirði. Þessi tankur hefur ekki ver- ið notaður sem innflutningstankur síðari ár og er mér illskiljanlegt af hveiju það er ekki gert.“ Pólitísk afskipti Árið 1966 varð Önundur Ásgeirs- son forstjóri Olís. „Um það leyti má segja að hrein pólitísk úthlutun hafí verið á leyfi fyrir bensínstöðvum í Reykjavík," segir hann. „Sá áróður var löngum hafður uppi að Olíuversl- unin væri „kommafélag", af því að Héðinn Valdimarsson hafði verið þar við stjómvölinn. Þetta var furðuleg- ur málfutningur, einkum síðari árin og raunar alltaf, því Héðinn var ijarri því að vera kommúnisti, hann var alþýðuflokksmaður, þótt hann væri skamma hríð formaður Samein- ingarflokks alþýðu, Sósíalistaflokks- ins. Shellmenn ólu stöðugt á þessum áróðri og komust upp með það, þrátt fyrir að stjórn Olís væri alskipuð sjálfstæðismönnum og við allir helstu starfsmenn félagsins sjálf- stæðismenn líka. Þessi áróður skað- aði félagið mikið. Þessi afstaða kom greinilega fram við bensínstöðvaút- hlutun hér í Reykjavík, t.d. upp úr 1970. Þá var mikil umræða um að bensínstöðvar væru staðsettar alltof þétt. Sú rökræða var út af fyrir sig gild, og á sumum stöðum var reynt að sameina félögin á stöðvum, t.d. á ísafírði, á Ólafsvík og í Stykk- ishólmi. Yfírleitt var þó samkeppnin á þessum markaði mjög einhliða, þar sem Esso réði ferðinni. í borgarstjóratíð Geirs Hallgríms- sonar var samið um að reyna að skipta Reykjavík upp þannig að ekki væru alltof margar bensínstöðvar í hveiju hverfi. Þá var nokkuð jöfn skipting í þessum efnum milli olíufé- laganna, Olís hafði sjö bensínstöðvar og hin félögin höfðu sex hvort. Tíu árum síðar var staðan orðin þannig að Olís hafði sex stöðvar en hin fé- lögin komin með tólf bensínstöðvar hvort. Fyrir minn atbeina var Olís stærsti greiðandinn í Valhöll, þegar hún var byggð. Næst þegar átti að kjósa var mér sagt að ég væri ekki á skrá Sjálfstæðisflokksins - ég hef ekki verið í flokknum síðan.“ Viðræður við Nígeríumenn „Árið 1981 ákvað stjórn Olís fyr- irvaralaust að ég skyldi hætta störf- um sem forstjóri. Ástæður voru ekki gefnar upp. Eitt af mínum síðustu verkefnum var að reyna að semja um olíuverslun við Nígeríumenn. Þegar Margaret Thatcher tók við forsætisráðherrastörfum í Bretlandi fór hún í opinbera heimsókn til Ní- geríu. Þá notuðu Nígeríumenn tæki- færið til að segja upp öllum viðskipt- um við BP, sem hafði fundið olíuna þar og reist þar stóra olíuhreinsunar- stöð með meiru. Þetta gerðist árið 1979. Þegar Nígeríumenn höfðu yf- irtekið olíuviðskiptin sem BP hafði áður fóru þeir að selja sína olíu öllum öðrum en BP. Þá kom umboðsmaður fyrir Níegeríumenn hingað og bauð upp á samning um að kaupa hráolíu frá Níegeríu. Það vildi þannig til að BP vantaði nauðsynlega sérstaka tegund af hráolíu sem fékkst aðeins í Nígeríu og var grundvöllur fyrir smurningsolíuframleiðslu þeirra. Ég fékk samþykki íslenskra stjómvalda til þess að freista þess að fá samn- ing við Nígeríumenn um kaup á ákveðnu magni af þessari hráolíu, sem ég síðan hafði fengið samning við BP um að fá að vinna í olíu- hreinsunarstöð þeirra í Antwerpen. Út á þetta var ég í samningum við Nígeríumenn í heilt ár og fór a.m.k. sex sinnum til Nígeríu, þar sem átti að skrifa undir þennan samning. Þessi samningur hefði getað orðið hagkvæmur fyrir Islendinga, en hann var aldrei gerður. Lyktir urðu þær að ég hætti störfum hjá Olís. Tillaga kom fram um að tengdason- ur Hreins Pálssonar, Svan Friðgeirs- son stöðvarstjóri í Laugarnesstöð- inni, tæki við sem forstjóri við hlið Arnar Guðmundssonar. Öm afsagði það og hætti störfum hjá Olís skömmu síðar. Þórður Ásgeirsson tók þá við sem forstjóri næstu fímm ár - þar til Óli Kr. Sigurðsson keypti Olís. Að honum látnum keypti Esso hlut hans í Olís af erfíngjum hans. Esso á nú um 30% í Olís, Texaco í Kaupmannahöfn á önnur 30% og hitt eiga fjölmargir hluthafar. For- stjóri Olís um þessar mundir er Ein- ar Benediktsson og er ekki annað að sjá en fyrirtækinu sé mjög vel stýrt og þar ríki góður starfsandi eins og á dögum Héðins Valdimars- sonar.“ * Þessar jólagjafir færð * þú hvergi annars staðar Handgrafld Ál Könnur og glös með nafni á. Glæsilegar gjafir fyrir: Golfarann, körfuboltakallinn og fótbohamannln. Fæst f fleiri litum. Glæsileg gjafaaskja fylgir. Gler-grýlukertl á jólatréð Sérmerkt handklæði Fæst í fleiri litum.1 Handunnin glergrýlukerti á jólatré og til skreytinga. 10 stk f pakka. Pantanasfmi: 557-1960 f dag sunnudag til kl. 18:00 virka daga 16:00 - 19dX) Sfdasti pöntunardagur er 17. desember. mmmmm Sendingarkostnaður bætist við YíSA \ ttl. ) vöruverð. Aftiendingartími HHH 7-, 4 dagar Vitta ehf • Pósthólf 8172-128 Rvk • Fax:557-7915 ÍSLENSKI POSTLISTIXN „Þrátt fyrir að samkeppnisaðgerðir Olíuféiagsins Esso hf. beindust fyrst og fremst gegn Olíuversluninni, bá hélt Olíuverslunin sinni markaðsiilutdeild, sem var um 30%, Esso var með um 40% hlutdeild en Skeljung- ur, fyrrum umboðssali fyrir Shell sem varð íslenskt hlutafélag fyrir 1960, var með 30% hlutdeild. Stiérn- mál áttu mikinn hátt í hessari hróun allri og ekki síður bví sem á eftir fár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.