Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ INNÆÐAAÐGERÐ VIÐ MEÐHÖNDLUN GÚLS Á KVIÐARHOLSHLUTA ÓSÆÐAR Ótvíræðir kostir fram yfir skurð- aðgerð Gúll á kviðarholshluta ósæðar var í fyrsta sinn meðhöndlaður með innæðatækni hér- lendis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir hálf- um mánuði. Anna G. Ólafsdóttir komst að því í samtali við læknana dr. Stefán E. Matthíasson og Jón Guðmundsson að ekki ffeta öll hátæknisjúkrahús státað af því að hafa gert slíkar aðgerðir. Ý MEÐHÖNDLUN ,4nn- æðatækni" var í fyrsta sinn notuð til að með- höndla gúla á kviðarhols- hluta ósæða á íslandi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir um hálfum mán- uði. Tveir íslenskir læknar, dr. Stefán E. Matthíasson æðaskurð- læknir og Jón Guðmundsson æðaröntgenlæknir, framkvæmdu aðgerðina með aðstoð tveggja sænskra lækna. Stefán segir ótví- ræða kosti innæðatækni frám yfír opnar skurðaðgerðir. Innæðaað- gerð fylgi mun minna rask og sjúklingurinn jafni sig fyrr; sjúk- lingnum sjálfum og þjóðfélaginu til hagsbóta. Æðagúlar geta myndast í öllum æðum líkamans. Hins vegar eru gúlar í slagæðum algengari og hættulegri en gúlar í bláæðum. Al- gengast er að gúlar myndist í grindarbotns-, heila-, ós og slag- æðum neðri útlima. Án fyrirvara fer æðin að víkka út á afmörkuð svæði. Einn liður í ferlinu felst í því að hvirfilstraumar myndast og geta valdið blóðsega. Þessir blóð- segar geta borist áfram með blóð- strauminum og myndað blóðtappa í nærliggjandi líffærum. Ef ekki er snarlega brugðist við geta blóð- segamir skemmt vefi og valdið drepi. Gúllinn sjálfur heldur áfram að stækka. Með því eykst hættan á því að æðin springi og erfiðara verði að meðhöndla vand- ann. Algengara í sumum fjölskyldum Ekki er nein ein skýring til á því af hverju gúlamir myndast og hafa ýmsir kvillar verið nefndir til sög- unnar. Algengast er að gúlamir tengist æðakölkun í ósæðum eða útlimaæðum. Karlar eiga fremur en konur á hættu að fá sjúkdóminn og áhættan eykst með aldrinum, t.d. em á bilinu 5 til 6% karla á tí- ræðisaldri með gúl á ósæð. Ekki er talið að sjúkdómurinn sé ættgeng- ur í eiginlegri merkingu orðsins. Engu að síður er hann algengari í sumum fjölskyldum en öðram. Þess vegna er mælt með því að böm þessara sjúklinga fari í óm- skoðun á ósæð á aldrinum 55 til 60 ára. Stefán tekur fram að ómskoð- uninn sé ekki síst mikilvæg af því ekki fylgi alltaf sérstök einkenni myndun gúlsins. „Sumir kenna sér einskis meins þar til gúllinn springur skyndilega. Aðrir hafa verið með bakverk um langa hríð,“ segir hann og tekur fram að hugs- anlegt arfgengi að hluta sé í at- hugun hjá íslenskum læknum í samvinnu við Islenska erfðagrein- ingu. Góður árangur skurðaðgerða Fyrsta opna skurðaðgerðin vegna gúls á ósæð var fram- kvæmd af Páli Gíslasyni æða- skurðlækni, árið 1967. Páll fram- kvæmdi aðra aðgerð fimm áram síðar og Gunnar H. Gunnlaugsson, yfirlæknir skurð- lækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, þriðju aðgerðina árið eftir. Tæknin hélt áfram að þróast og Gunnari tókst í fyrsta sinn að gera við spranginn gúl árið 1981. Opnu skurðaðgerð- irnar hafa verið helsta meðhöndl- unin við gúl á kviðarholshluta ósæðar síðustu árin. Ágætur ár- angur hefur verið af opnu skurð- aðgerðunum við meðhöndlun á ósprangnum gúlum eða um 95%. Árangurinn af aðgerum vegna sprangins gúls hefur verið nálægt 50%. Einn helsti galli meðhöndlunar- innar hefur falist í því að ekki era allir sjúklingar svo heilsuhraustir að hægt hafi verið að mæla með jafn stórri aðgerð. Aðgerðin sjálf getur tekið á bilinu 4 til 6 klukku- tíma. Að því loknu hefur sjúkling- urinn oft verið í öndunarvél í allt að 1 til 2 sólarhringa og þurft að dvelja á sjúkrahúsi í nokkrar vik- ur. Sjúklingurinn hefur verið tal- inn vinnufær tveimur mánuðum eftir aðgerð. Almennt era sjúk- lingar á bilinu 4 til 6 mánuði að ná sér fullkomlega. Ef tekið er mið af sænskum rannsóknum ætti að vera þörf fyr- ir 40 meðhöndlanir hér á landi á hverju ári. Ef bráðaaðgerðir era taldar með slaga opnu aðgerðirnar upp í þann fjölda. Með hinni nýju innæðatækni er áætlað að hægt verði að hjálpa á bilinu 60-70% þess hóps. Morgunblaðið/Árni Sæberg DR. STEFÁN E. Matthfasson æðaskurðlæknir og Jón Guðmundsson æðaröntgenlæknir framkvæmdu með að- stoð tveggja sænskra sérfræðinga og aðstoðarfólks innæðaaðgerðir vegna gúls á kviðarholshluta ósæðar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. SIGRÍÐUR Skúladóttir skurðhjúkrunarfræöingur, Stefán og Jón vinna að einni af innæðaaðgerðunum. Innæðar eftir máli Fyrsta innæðaaðgerð við gúl á kviðholshluta ósæðar var gerð af Úkraínumanninum Volods árið 1991. Úkraínumenn höfðu ekki tök á því að þróa aðferðina áfram og kom þróunarvinnan í hlut Banda- ríkjamannsins Palmaz og Argent- ínumannsins Prodi. Aðgerðin byggist á því að innæð, þ.e. gervi- æð með málmfóðringu, er þrædd í slíðri gegnum aðliggjandi æð í nár- anum upp í ósæðina í kviðarholinu. Innæðin er fest í ósæðavegginn og slíðrið dregið til baka um leið og raknar úr innæðinni niður í ósæð- ina og æðina í náranum. Innæðin verður því eftir og þrengir gúlinn niður í venjulegt þvermál æðarinn- ar eða oft um 2 cm. Stefán segist hafa kynnst innæðaaðgerðunum í Svíþjóð. „Þegar ég vann í Sviþjóð var verið að þróa innæðaaðgerðirnar og reyna að finna lausn á því hvernig væri hægt að koma innæðinni fyrir í báðum æðunum í sitt hvoram náranum. Okkar lausn fólst í því að þræða innæð í annarri æðinni í náranum yfir í hina. Núna hefur verið þróuð ný leið. Hún felst í því að þræða innæðina fyrst upp í ÓSÆÐAGÚLLINN getur orðið 12 til 14 cm í þvermál. Karlar eiga fremur en konur á hættu að fá sjúkdóminn og áhættan eykst með aidrinum, t.d. eru á bilinu 5 til 6% karla á tí- ræðisaldri með gúl á ósæð. Sjúk- dómurinn er algengari í sumum fjölskyldum en öðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.