Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Stórskáld, fjármálamaður, pólitíkus, emb- ættismaður, ævintýramaður - Einar Benediktsson var þetta allt og meira til. Þótt meira en hálf öld sé liðin frá dauða hans lifír hann enn í minningu þjóðarinnar sem atorkusamur og mistækur snillingur með villtar hugsjónir um framtíð lands og þjóðar. Þrátt fyrir að ýmislegt hafí verið skrifað um Einar bæði fyrr og síðar hefur margt verið á huldu. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur nú ráðist í það verk að rannsaka og skrifa sögu Einars Bene- diktssonar, sem í senn er saga samtíðar hans, svo áberandi var hann á sinni tíð. Draumamir komu. Ég lék og þú last í lítilli stofu inni. „Þér hafið dvalið við hirð- ir konunga" Einn af þeim, sem koma í heim- sókn til assessorshjónanna, er Grímur Thomsen. Þeir Benedikt eru kunningjar en Grímur er ný- lega fluttur heim frá Danmörku og sestur að á Bessastöðum á Álfta- nesi. Hann er nýbýlingur eins og Benedikt og allur í búskapnum. I tilefni af komu hans að Elliðavatni er slegið upp veislu. Grímur er grá- glettinn undir borðum og spyr Katrínu: „Er það satt, frú Katrín, að hann Benedikt sé að þvi kominn að eyði- leggja sig og þar með hjónaband ykkar með drykkjuskapnum?" En Katrín Einarsdóttir ber ekki sorgir sínar á torg. Hún stingur umsvifalaust upp í Grím: „Herra Grímur Thomsen! Þér hafið dvalið við hirðir konunga. Yð- ur hlýtur að vera það Ijóst að það væri jafnósæmilegt af mér að svara þessari spurningu eins og það var af yður að spyrja hennar.“ Katrín getur líka verið illvíg gagnvart bónda sínum, stríðin og miskunnarlaus í kergju sinni. Það er eins og þau geti ekki átt skap saman. Hún á það til að skemma skjöl, sem hann þarf að nota, eða láta óátalið að börnin leiki sér að bókum hans og plöggum. Skap hennar er ekki fallið til að sefa ofsa Benedikts. Hvatskeytlegar konur Daglega fer Einar út á Caledoni- an Road, sem skiptir hverfinu í tvennt, og lætur raka sig á rakara- stofu skammt frá jámbrautarstöð- inni. Eigandinn er stimamjúkur og málgefinn Pólverji sem verður tíð- rætt um Oscar Wilde sem nú er á allra vörum. Eftir raksturinn röltir Einar niður í milljónaborgina í gegnum endalausa þvögu af hest- vögnum og fólki; grútskítugum verkalýð að koma úr vinnu, götu- listamönnum, skrifstofumönnum með hvítt um hálsinn, æpandi sölu- fólki, húsmæðrum með krakka í togi og drukknum skækjum. Ein- hvers staðar er Jack the Ripper á ferli. Lundúnaþokan grúfir yfir öllu og kolareykur, sem óteljandi strompar spúa úr sér, smýgur inn um hveija gátt og setur gráa slikju á húsveggi og þök. Látum Einar sjálfan hafa orðið: „Loksins komum við niður í mesta hefðarstræti Lundúna, sem heitir Piccadilly (Syndin). Það er meginmarkaður hinnar voðalegu, ríkilátu mannskemmdar í Lund- únaborg. Ljósin tindra yfir okkur, þétt, björt í beinum röðum. Eftir stéttunum líður hægur breiður straumur af skrautklæddum stór- borgarlýð. Frakknesk orð heyrast við hvert fótmál og dökkbrýnar, hvatskeytlegar konur, smurðar og litaðar, bjóða sig í kapp við landsins eigin dætur. Blámenn, Japansbúar og Indverjar í Norðurálfuklæðum Drykkjuskapur Benedikts Sveinssonar minnkar ekki..., frek- ar færist hann í aukana. Það er al- mælt að þjónaband þeirra Katrínar sé að fara í hundana. Hann fer á langa drykkjutúra og þá er allt í hers höndum. Hann er hávær og uppivöðslusamur. Sumamótt við Elliðavatn. Kyrrð- in rofin af hófataki, hringli í mélum og karlaröddum sem færast nær og nær. Hófastapp á hlaði. Hó! Utidyrum er svipt upp. Assessorinn hlammast inn, stjarfeygur og vot- eygur. „Kona!“ hrópar hann. „Hér eru komnir gestir. Mat á borðið!“ Og inn hrynja drukknir menn. Einsi litli er hræddur við pabba sinn þegar hann er í þessum ham, hann skríður undir rúm, bítur þver- móðskulega á jaxlinn, grettir sig og kreppir hnefa. Andrúmsloftið er stundum óþol- andi í steinhúsinu á Elliðavatni. Þegar assessorinn er drukkinn og syngur sálma við raust um miðjar nætur verður fáum svefnsamt. Húsið er hljóðbært. Eitt sinn um hávetur klæðir Katrín sig upp og böm sín tvö, Ragnheiði og Einar, og flýr út í hijóða nóttina. Kristín litla sefur ein heima í rúmi. Þau renna sér fótskriðu niður bakkana suður undan bænum og ganga út á ísi lagt vatnið. Kona með tvö lítil böm sér við hlið um hánótt í hvítri auðn. Það marrar í snjónum við hvert fótmáfy frost bítur í kinn og hélar á vör. Uti á miðju vatni stað- næmast þau í þögulli upphafningu. Bláloftið hvelfist yfir, sijömutjaldið tindrar og blikar og máninn kveikir sína fölu sigð yfir Vatnsendahlíð- um. Þegar þau koma heim hefur Benedikt lognast út af og allt er orðið hljótt Katrín kemur bömun- um sínum í rúmið, sest við rúm- stokkinn og fer með vers. Mamraa er góð. Bestu stundimar á Elliða- vatni eru þegar mamma situr inni í stofu og íes upphátt eða fer með stökur og stef. Löngu seinna, við andlát Katrínar, yrkir Einar kvæð- ið Móðir mín og þar bregður íyrir svipleiftrum frá bernskuárunum á Elliðavatni: BENEDIKT Svemsson á Þingvallafundi 1886. Um BRÆÐURNIR Einar og Óiafur Sveinar Haukur það leyti var farið að líta á hann sem arftaka Jóns Benediktssynir. Myndin er tekin laust fyrir 1890, Sigurðssonar í þjoðfrelsisbarattunni. þegar Einar er um 25 ára og Ólafur 18 ára. og sniði nýrrar tísku keppa við karlfólkið frá Bretlandseyjum. Vald gullsins hefur læst sig út í allar æð- ar og taugar þessa félagsskapar. Hér eru seldar sálir og hjörtu fyrir utan glitrandi vörubúðir af öllu ver- aldartagi. Allt er boðið upp, rétt fram, undir fætur hins almáttuga gullkálfs - nema friður og félags- hamingja. Slíkt er ekki falt á þessu torgi.“ Einn braskaramaður Einn besti vinur þeirra Einars og Valgerðar er sem áður Boilleau barón á Hvitárvöllum og mikill samgangur þar á milli. Þeir Einar og baróninn eru oft að velta fyrir sér hvernig þeir geti hrint ýmsum framfaramálum Islands i fram- kvæmd. Þeir byggja skýjaborgir milli þess sem Boilleau seiðir fram ljúfsára tóna á flygilinn eða selló- ið. Vorið 1901 skrifar baróninn grein í ísafold um möguleika ís- lendinga á sviði fiskveiða. Hann segir að þeir eigi bestu fiskimið í heimi en láti útlendinga að mestu um að nýta þau. í þessum skrifum má finna enduróm af hugmyndum Einars Benediktssonar úr grein- um hans um botnvörpuveiðar í Þjóðólfi og Dagskrá. Baróninn á Hvítárvöllum boðar íslendingum fagnaðartíðindi. Hann segir að nú sé hafinn undirbúningur að stofn- un öflugs togarafélags á íslandi með ekki færri en 16 togurum og tveimur hraðskreiðum eimskipum til flutninga. En til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi félag- ið að fá einkaleyfi eða undanþágu til botnvörpuveiða á tilteknum miðum innan landhelgi. Sigurður Þórólfsson búfræðingur, áður rit- stjóri Dagskrár en nú orðinn fjósameistari barónsins í Reykja- vík, segir í endurminningum sínum að Boilleau hafi fengið hugmynd- ina um togaraútgerðina „frá einum braskaramanni í Reykjavík“. Aug- ljóst er að hann á þar við Einar Benediktsson. Skiptir nú engum togum að skriður kemst á málið og frumvarp er flutt á Aiþingi um að veita Boil- leau barón einkaleyfið sem hann fer fram á. Fjölmargir þingmenn hafa trú á að þessi tigni heimsmað- ur sé þess megnugur að koma kröftugri togaraútgerð á fót. Þrátt fyrir það nær málið ekki fram að ganga á þinginu 1901. Einn af þeim, sem snúast gegn því, er Tryggvi Gunnarsson sem Einar Benediktsson hafði stutt einarð- lega í kosningunum árið áður. Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, segir i bréfi haustið 1901: „Tobba [þ.e. Þorbjörg Sveins- dóttir] [er] farin að agitera fyrir Jóni Jacobssyni sem þingmanns- efni hér í Reykjavík; horfin frá Tryggva Gunnarssyni, sem Einar Benediktsson hatar nú vegna fram- komu hans í botnvörpu-undanþágu- málinu - er sem sé konsulent [þ.e. ráðgjafi] barónsins." Upp frá þessu verða vinslit milli Einars Benediktssonar og Tryggva Gunnarssonar. Sá síðarnefndi hefur fram til þessa verið leigjandi Ein- ars í Glasgow, búið í stórum og skrautlegum herbergjum uppi á lofti í suðurendanum. Nú flytur Tryggvi út. Og það sem meira er: Tryggvi Gunnarsson hefur látið Einar flytja ýmis mól, sín og Landsbankans, fyrir landsyfirrétti. Nú gengur það ekki lengur. Þetta þýðir tekjutap fyrir Einar. Bene- dikt S. Þórarinsson kaupmaður skrifar háðskur þegar Tryggvi gengur framhjá Einari í ákveðnu máli: „Er sagt að Einar Benediktsson hafi þá orðið svo reiður við Tryggva, þegar hann fékk ekki að EINAR Bene- diktsson um það leyti sem hann varð stúdent. Á vit ævintýra á erlendri grund UT ER kominn út fyrsti hluti ítarlegrar ævisögu, sem nær fram til þess tíma er Einar flytur búferlum til Bretlands með Valgerði konu sinni og bömum þeirra árið 1907. Guðjón Friðriks- son hefur á skjalasöfnum innan lands og utan viðað að sér geysi- miklum heimUdum, áður ókönnuð- um, um ævi skáldsins og dregur í verkinu upp nákvæma og lifandi mynd af þessum andans jöfri, sam- tíðarmönnum hans og íslensku þjóðfélagi; heiftúðugum stjóm- máladeUum, sjálfstæðisbaráttu, bæjarbrag - en þó fyrst og fremst mynd af hrífandi og sérstæðum manni. Hér eru birtir (jórir stuttir kaflar úr bókinni. í þeim fyrsta segir af uppvaxtarárum Einars á Elliða- vatni en í þeim sem á eftir fara er brugðið upp svipmyndum frá full- orðinsárum hans og þá er sögusvið- ið ýmist á heimaslóðum eða í heimsborgum. Kyrrðin rofin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.