Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 11 Islendingar klipptu á víra síðasta Fleetwoodtogarans AÐEINS einn af gömlu út- hafsveiðitogurunum sem sóttu á Islandsmið er eftir í höfninni í Fleetwood. Það er Jacinta FD-159, sem var smíðaður árið 1972 fyrir eitt stærsta útgerðarfyrirtæki Breta, J. Marr & Son, og þótti mjög fullkominn á sínum tíma. Ár- ið 1975 sló Jaeinta met Fleetwood- togara og landaði 188 tonnum eftir nítján daga veiðitúr. Ari síðar vann Jacinta sér það til frægðar að vera síðasti togarinn sem íslensk varðskip klipptu troll- ið af. Samkvæmt því sem fram kemur í bók Bjöms Þorsteinsson- ar, Tíu þorskastríð, klippti varð- skipið Ægir annan togvír skipsins 22. maí 1976 og tveimur dögum síðar klippti Ver báða vírana. Árið 1983 var heimahöfn Jacintu flutt til Hull og þar með hafði síð- asti úthafsveiðitogarinn yfirgefið Fleetwood. Starfsemi J. Marr & Son hafði þá nær öll einnig flust til Hull. Togarinn var gerður út með góðum árangri næstu árin, þar til alvarleg vélarbilun varð til þess ákveðið var að taka hann úr um- ferð árið 1994. I stað þess að rífa skipið í brota- járn ákvað útgerðarfyrirtækið að heiðra minningu úthafsútgerðar frá Fleetwood með því að gefa skipið þangað. Stofnaður var minningarsjóður til að koma tog- aranum i upprunalegt horf og halda honum við. Horfínn heimur á safni Nú liggur Jacinta í höfn og sjö þúsund gestir koma árlega til að skoða hvernig aðstæður Fleetwoodfiskimanna voru á átt- unda áratugnum. Sumir eldri sjó- manna í bænum, sem sóttu á ís- landsmið við langtum frumstæðari aðstæður, finnst afkáralegt að koma á fót safni til að sýna svo ná- læga fortíð. En veiðar á fjarlægum miðum eru liðin tíð í hugum Fleetwoodbúa, þannig að Jacinta er hluti af horfnum heimi á sama hátt og kolatogarar frá byi'jun ald- arinnar. Fyrir útfærslu íslensku land- helginnar höfðu um sjö þúsund bæjarbúar atvinnu af fiskveiðum, vinnslu og sölu en nú eru færri en þúsund manns starfandi við þessa atvinnugrein. Samkvæmt því sem segir í bók Jóns Þ. Þórs sagnfræð- ings, Brítish Trawlers and Iceland 1919-1976, voru 63 úthafsveiðitog- arar gerðir út frá Fleetwood árið 1962 en nú er enginn eftir. Vildi ekki vera á sjó án þess að veiða Sumum togaranna var breytt og þeir notaðir til aðstoðar við olíu- borpalla á Norðursjó. Hluti tog- arasjómannanna hélt því vinnu sinni en umskiptin voru mörgum þeirra erfið. „Maðurinn minn gat ekki hugs- að sér að vera á sjó án þess að veiða,“ segir Peggy Whittaker, ekkja togaraskipstjórans Ronnie Slapp. „Hann reyndi því fyrst íyrir sér með því að kaupa eigin bát til að veiða á heimamiðum." Utgerðin gekk ekki upp og þau hjónin misstu bæði bátinn og heimili sitt. í framhaldi af því réð hann sig til spænskrar útgerðar. Þar var hann síðustu fimm ár starfsævi sinnar, þar til hann veiktist af krabbameini og fluttist heim til Englands. Peggy hjúkraði honum þar til hann dó, einu og hálfu ári síðar. ÁRSBYRJUN 1976. Varðskipið Týr rennir sér aftur fyrir skut Fleetwoodtogarans Luneda FD-139, sem var í eigu J. Marr & Sons, og sker á togvírana. Nokkrum vikum síðar skar varðskipið Ver á víra annars togara frá sama fyrirtæki, Jacinta FD-159. sem hefði gerst fyrr en síðar. „Fyrstu árin var þetta bara eins og vondur draumur og það var ekki fyrr en á táningsárunum að ég áttaði mig á hvaða þýðingu þessi atburður hefði fyrir mig.“ William gerðist síðar sjómaður og fór á Islandsmið, meðal ann- ars á þær slóðir þar sem Goth hvarf. Hann segist oft hafa velt því fyrir sér hvar skipið lægi. „Þegar ég las fyrirsagnirnar í blöðunum um að reykháfurinn væri fundinn trúði ég ekki mín- um eigin augum. Ég vil koma á framfæri pcrsónulcgum þökkum minum til skipstjórans sem fann flakið. Það hefðu ekki allir hald- ið svona braki, margir hefðu fleygt því beint út aftur. Ég var ekki síður ánægður með það að þeir skyldu hafa kastað blómsveig í sjóinn þar sem reyk- háfurinn fannst.“ Fleetwood, og ætlaði að mæta og taka þátt í að ákveða hvernig minnast ætti föður hennar og félaga hans af Goth. WILLIAM John Edwards . Eins og vondur draumur WiIIiam John Edwards var tólf ára þegar faðir hans og alnafni sigldi af stað með Goth í desember 1948. „Ég man eftir því að við kysstum hann bless og minntum hann á að koma með súkkulaði heim. Súkkulaðið var hluti af matar- skammti áhafnarinnar og pabbi var vanur að geyma það handa okkur." Þetta var í síðasta sinn sem hann sá föður sinn. Wiiliam segist ekki hafa gert sér fullkomlega grein fyrir því SÍÐASTI úthafsveiðitogarinn í Fleetwood, Jacinta, er kominn heim. HLUTA hafnarsvæðisins í Fleetwood hefur verið breytt í verslunarsvæði. Mennirnir sem fórust með Goth Skipstjóri: Wilfred Elliott, 29 ára; Stýrimaður: A.E. Plummer, 47 ára; Bátsmaður: W.J. Edwards, 35 ára; Yfirvélstjóri: G.H. Knight, 52 ára; Annar vélstjóri: A.J. Patterson, 24 ára; Loftskeytamaður: S. Bowles, 19 ára; Kyndarar: T. Dagger, 25 ára; H. Ramsden, 24 ára; J. Beattle, 24 ára; Kokkur: H.P. Blyth, 51 árs; Aðstoðarkokkur: A. Silcock, 20 ára; Hásetar: H. Smith, 23 ára; W. Durbin, 26 ára; B. Redm- an, 27 ára; H. Buckley, 24 ára; N. Grisentwaite, 24 ára; R. Snasdell, 23 ára; J. Tandy, 27 ára; E.J. Parker 28 ára; J. Davies, 30 ára; R. Rhimes, 16 ára. Margir aðrir bresku sjómann- anna lentu í erfiðleikum í kjölfar landhelgisútfærslunnar. Olíu- verðshækkanir áttunda áratugar- ins juku einnig vandræðin. Fleetwood fór verr út úr breyting- unum en stóru hafnirnar á austur- ströndinni, Hull og Grimsby. Auk þess að þjóna olíuiðnaðinum áttu togarar þaðan greiðari leið á önnur mið, til dæmis út af ströndum Nor- egs. Peggy Whittaker hefur lengi barist fyrir því að fiskimenn sem misstu vinnu sína á áttunda ára- tugnum sitji við sama borð og verkamenn úr öðrum atvinnu- greinum sem lagðar hafa verið nið- ur. Kolanámumenn hafa til dæmis fengið háar upphæðir greiddar þegar námum hefur verið lokað. „Margir sjómennimir hafa ein- faldlega gefist upp á öllu,“ segir Peggy. „Ég er að reyna að reka þá áfram til þess að berjast fyrir rétt- indum sínum en það gengur erfið- lega.“ Peggy segir að að undanförnu hafi líkur aukist á að mannsæm- andi bætur fáist, en margir hafi bú- ið við þröngan kost lengi. „Sumir þeirra sitja aðgerðarlausir allan liðlangan daginn á börum á vet- uma af þeirri einföldu ástæðu að það er ódýrara en að hita upp hús- in.“ Fiskihöfnin lögð niður? Nokkrir litlir togarar og bátar em enn gerðir út til veiða á heimamiðum, en ekki er ljóst hversu lengi því verður haldið áfram. Peggy, sem situr í sveitar- stjórn Fleetwood og nágrennis, segir að áætlanir séu uppi um að leggja fiskihöfnina niður innan fárra ára og nota lóðir í kringum hana undir verslanir. Hluta hafnarsvæðisins hefur þegar verið breytt í vinsælt versl- unarsvæði í amerískum kúreka- bæjarstíl sem nefnt er Freeport Shopping Village. Þar eru seldar útsöluvörur frá stómm verslunar- keðjum. Margir Fleetwoodbúar óttast að fiskveiðiarfleifðin kunni að glatast í bænum. Ýmislegt hefur verið gert til að varðveita minn- inguna, og er þar Jacinta gott dæmi, en áætlanir em uppi um að gera ennþá betur. Lionel Marr, framkvæmda- stjóri styrktarsjóðs Jacintu, er af mestu útgerðarætt Fleetwood, Marr-ættinni, sem þó kom upp- runalega frá Hull. Hann hefur ár- um saman unnið að endurbygg- ingu togarans og meðal annars safnað gömlum tækjum víða að til að gera hann sem líkastan því sem tíðkaðist í byrjun áttunda áratugarins. Lionel vill að við hlið togarans í Fleetwoodhöfn verði komið á fót fiskveiðiminjasafni. Meðal annars telur hann að reykháfurinn af Goth ætti þar vel heima. Islandssafn í Fleetwood? Peter Hardy er annar stórhuga Fleetwoodbúi, íym'erandi loft- skeytamaður af úthafsveiðitogur- um og áhugaljósmyndari sem á stórt safn mynda af togurum á Is- landsmiðum. Hann hefur nokkram sinnum komið til íslands og þekkir marga útgerðarbæi landsins ágæt- lega. Hann vill koma á fót stóm og lif- andi safni um fiskveiðar og könnun hafsins við Fleetwoodhöfn. Þangað vill hann meðal annars fá reykháf- inn af Goth til sýnis í sérstökum Islandsskála, þar sem yrðu sýndir munir, ljósmyndir og kvikmyndir sem lýstu íslandsveiðum breskra togara. Peter Hardy vill jafnframt finna bænum nýtt hlutverk með því að gera hann að miðstöð siglinga á hraðskreiðum farþegabátum til Ir- lands og eyjarinnar Man. í þessum tilgangi hefur hann haft samband við stórfyrirtæki og ónefndan víð- frægan auðmann og að hans sögn hafa undirtektirnar verið góðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.