Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 14
14 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Forseta-
kosningar í
skugga KGB
Forsetakosningar verða í Litháen 21. desember
nk. og að mörgu leyti boða þær upphaf nýs tíma í
landinu að því er segir í grein eftir litháíska blaða-
manninn Arturas Mankevicius. Eftir þrengingar
síðustu ára er efnahagslífið á uppleið en þótt Lit-
háar vilji bindast Vesturlöndum sem nánustum
böndum, þá leggja þeir nú líka áherslu á góð sam-
skipti við grannann stóra í austri, Rússland.
FJÖLMIÐLAR í Litháen hafa
að undanfómu verið uppfullir
af fréttum og greinum um
forsetakosningarnar í landinu 21.
desember næstkomandi. Verður
það í annað sinn, sem landsmenn
kjósa sér forseta frá því þeir öðluð-
ust sjálfstæði á ný, en á þeim fimm
árum, sem síðan em liðin, hafa orð-
ið miklar breytingar í landinu á
flestum sviðum.
Segja má, að kosningabaráttan
hafi í raun hafíst í júní og í allt sum-
ar og fram á haust sýndu skoðana-
kannanir, að Algirdas Brazauskas,
fýrrverandi formaður litháiska
kommúnistaflokksins, myndi bera
sigur úr býtum. Snemma í október
lýsti Brazauskas hins vegar yfir, að
hann ætlaði ekki að gefa kost á sér.
„Það þarf nýja kynslóð stjómmála-
manna til að leiða landið inn í 21.
öldina. Ég og mín kynslóð emm lit-
uð af kommúnískri hugmyndafræði
en við þurfum fólk, sem er laust við
fjötra fortíðarinnar," sagði Br-
azauskas.
Nýtt fólk og ný tegund stjórn-
málamanna hefur síðan komið til
sögunnar. í meira en mánuð hefur
Arturas Paulauskas, fyrrverandi
ríkissaksóknari, 46 ára að aldri, haft
forystu samkvæmt skoðanakönnun-
um með 36,7% atkvæða en næstur
honum kemur Valdas Adamkus
með 31,1%. Adamkus er 71 árs,
mikill umhverfisverndarsinni og bjó
um áratugaskeið í Bandaríkjunum.
í þriðja sæti er síðan Vytautas
Landsbergis, fyrrverandi prófessor
við tónlistarakademíuna, núverandi
forseti þingsins og formaður
Hægriflokksins, með 11,6%. Fjórir
aðrir frambjóðendur eru með um
1% hver.
Skoðanakannanir segja, að verði
kosið á milli þeirra Paulauskas og
Adamkus í síðari umferð, muni þeir
fá 42% hvor en Paulauskas myndi
sigra Landsbergis í þeirri umferð-
inni með 60% á móti 20%. Þá myndi
Adamkus sigra Landsbergis með
57% gegn 15%. Að baki Adamkus
stendur Miðflokkurinn, stærsti
flokkurinn í Litháen, en Hægri-
flokkur Landsbergis og Kristilegi
demókrataflokkurinn hafa saman
meirihluta á þingi og fara með
stjóm landsins.
KGB í stóru hlutverki
Hneykslismál og gagnkvæmar
ásakanir hefa sett sinn svip á kosn-
ingabaráttuna. Vinsælt er til dæmis
að sýna fram á eða gefa i skyn, að
einhver frambjóðendanna hafi verið
eitthvað riðinn við KGB, sovésku
öryggislögregluna. Þingmaðurinn
Audrius Butkevicius, fyrrverandi
varnarmálaráðherra, hefur sakað
Landsbergis um að hafa gefið KGB
skýrslur og sótt leynilega fundi á
hennar vegum en málgagn Hægri-
flokksins, Lietuvos Aidas, hefur
minnt Paulauskas á fortíð föður
hans en hann var ofursti í KGB. Þá
hefur Adamkus verið núið upp úr
því að hafa verið starfsmaður leyni-
þjónustu bandaríska hersins um
skeið.
Sannleikurinn er auðvitað sá, að
allir, sem unnu fyrir stjómarstofn-
anir á kommúnistatímanum, fóru
erlendis eða áttu ættingja fyrir
vestan, urðu að skila skriflegum
skýrslum til kommúnistaflokksins
og eintak af þeim fór
ávallt til KGB.
Ástandið í Litháen á
þessu ári gefur vonir
um, að lískjör þjóðar-
innar muni batna á
komandi árum. Hefur
sambúðin við Rússland,
sem enn skiptir miklu
máli fyrir efnahagslífið,
batnað veralega en í
október urðu Litháar
fyrstir til að gera sér-
stakan landamærasátt-
mála við granna sína í
austri. Gamall ágrein-
ingur við Pólverja er nú
gleymdur og grafinn og
fyrir þremur vikum var
Litháen fyrsta ríkið,
sem nýr utanríkisráðherra í Pól-
landi heimsótti. Um Hvíta Rússland
er það að segja, að þar hafa stjórn-
völd og Alexander Lúkashenko for-
seti einangrað sig fyrir umheimin-
um með sínum heimasmíðaða
kommúnisma. Sambúðin við Letta
hefur ávallt verið góð.
Meira en 20 þjóðarbrot
Litháar hafa ekki lent í neinum
vandræðum vegna þjóðarbrota í
landinu eins og gerst hefur í hinum
Eystrasaltslöndunum, Eistlandi og
Lettlandi. Hafa sumar evrópskar
stofnanir bent á, að Litháar gætu
verið öðram til fyrirmyndar að
þessu leyti en þeir era sjálfir 81%
þeirra 3,7 milljóna manna, sem í
landinu búa. Fólk af pólsku og rúss-
nesku bergi brotið er 8% hvort um
sig en annars era þjóðarbrotin í Lit-
háen rúmlega 20 talsins. Hefur ver-
ið reynt að gæta þess, að þetta fólk
geti ræktað sína menningu og sitt
tungumál.
í kjölfar sjálfstæðisins 1990
misstu Litháar markaði sína í aust-
urvegi og vora þá ekki
famir að þreifa fyrh’
sér um markaðsaðgang
á Vesturlöndum. I það
urðu þeir að ráðast og
hefur það tekist vonum
framar. Áður fóra 90%
útflutningsins til ann-
arra kommúnistaríkja
en á síðasta ári fóra
60% hans til Vestur-
landa og 30% til Sam-
veldis sjálfstæðra ríkja.
Siðan efnahagslífið í
Litháen náði botninum
1994 hefur hagvöxtur
verið á bilinu 3-5% á ári
og raunar miklu meiri í
einstökum greinum, til
dæmis í vefjar-, hús-
gagna-, mjólkur- og kjötiðnaði og í
efna- og rafeindaiðnaði. Meira en
90% framleiðslunnar i sumum þess-
ara greina era flutt til Vesturlanda.
Eftir sem áður era Rússar mikil-
vægur viðskiptavinur, sérstaklega
fyrir mjólkur- og kjötiðnaðinn.
Erfitt ástand en batnandi
Litháíski gjaldmiðillinn, litas, var
bundinn Bandaríkjadollara í ágúst
1993 og fengust þá fjögur litas fyrir
dollarann. Við það jókst efnahags-
legur stöðugleiki í landinu og verð-
bólgan missti flugið. 1992 var hún
1.260% en í síðasta mánuði var hún
0,4% og verður innan við 10% á öllu
árinu.
Þrengingar síðustu ára hafa að
sjálfsögðu komið misjafnlega niðui-
á þegnunum. Ungar fjölskyldur, líf-
eyrisþegar, kennarar og læknar
hafa orðið illa úti. Lífeyririnn er
rúmlega 3.500 ísl. kr. á mánuði og
laun kennara og lækna era á bilinu
8.500 til 10.600 kr. Kostnaður við
venjulega íbúð er hins vegar rám-
lega 5.000 kr. yfir vetraimánuðina.
Ungt fólk á þess ekki neinn kost að
kaupa sér íbúð.
Opinberlega hefur atvinnuleysið
farið úr 12% 1994 í 5,6% í síðasta
mánuði en í raun er það meira en
12%. Vestrænir fjárfestar og ný
stétt atvinnurekenda hafa þó smám
saman verið að breyta ástandinu á
vinnumarkaðinum en á dögum Sov-
étríkjanna var Litháen ávallt þekkt
fyrir að hafa menntaðasta vinnu-
aflið. Nú eru franileiddir í landinu
ýmsir hlutir í rafkerfið í
Volkswagen og Audi og skjáir og
margt annað í sjónvörp. Mestu fjár-
festarnir era þó olíufélögin Statoil
og Shell og fyrirtækið Kraft Jacobs
Suchard. Með íslensku og sænsku
fjármagni var lyfjafyrirtækinu
Ilsanta komið á fót og var það 14.
stærsta fyrirtækið í landinu á síð-
asta ári. Það er nú í því 17.
Allar leiðir liggja
til vesturs
Öll Eystrasaltslöndin þrjú vilja
tengjast Vesturlöndum sem nánust-
um böndum og fá aðild að sem flest-
um, evrópskum stofnunum og sam-
tökum. Helstu frambjóðendurnir í
forsetakosningunum leggja líka á
það mikla áherslu. Samt hefur mikil
breyting orðið átt sér stað á fimm
árum. Þá vildu flestir slíta alveg
böndin við ríkin í austri og sérstak-
lega Rússa en nú talar jafnvel
hægrimaðurinn Landsbergis um
nauðsyn góðrar samvinnu við þá,
einkum í efnahagsmálum.
Litháar vilja tryggja öryggi sitt í
framtíðinni með náinni samvinnu
við Vesturlönd, við Evrópusam-
bandið og Atlantshafsbandalagið.
Þeir eru nú þegar miklir þátttak-
endur í friðarsamstarfi NATO-ríkj-
anna, hafa breytt herafla sínum að
vestrænni fyrirmynd og eflt gæslu á
landamæranum við Rússland og
Hvíta Rússland. Sumir hafa þó fyr-
irvara á gagnvart ESB-aðild og eru
í því efni undir nokkrum áhrifum
frá Svíum, sem líkar hún misvel.
Mikið traust á ijöliniðlum
í skoðanakönnunum kemur fram,
að 75% þjóðarinnar bera traust til
fjölmiðla í landinu, dagblaða, út-
varps og sjónvarps, og standa þeir
betui- en kirkjan, sem 60% lands-
manna treysta. Óháðir fjölmiðlar
börðust ótrauðir fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar og á síðustu fimm árum
hafa verið stofnuð fimm dagblöð,
þrjár sjónvarpsstöðvar, sex út-
varpsstöðvar og margir héraðs-
bundnir fjölmiðlar. Fjölmiðlarnir
hafa mikil áhrif og nefna má sem
dæmi, að fyrir sex áram úthúðaði
Landsbergis þeim fyrir að gagn-
rýna sig og á því sama ári tapaði
flokkur hans þing- og forsetakosn-
ingunum. Litháar virðast tráa því
flestir, að aðeins fjölmiðlarnir geti
unnið gegn skrifræði og spillingu í
landinu.
FRÁ Vilnius, höfuðborg Litháen. Litháar ganga til forsetakosninga
21. desember nk.
Vitautas
Landsbergis
- kjarni málsins!
5KUR
margar stæröir
RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F
SÍMI581 2333 FAX 568 0215
SKRÚF
VÉLAR
i
- meira afl
- meiri togkraftur
SKEIFUNNI 3E-F ■ S(MI 581 2333 • FAX 568 0215
SOKKABUXUR SEM MÓTA LÍKAMANN
ÞUFBNNUR
MUMNN
Útsölustaðir Hagkaup Skei&n, Hagkaup Kringlan,
Hagkaup Akureyri, Fjaiðarkaup og í flestum apótekum.
SLIM UP
40 den
Grand Cherokee Ltd. árg. '94. 6 cyl. Grænn, ek. 35 þús. mílur, hlaðinn
búnaði, s.s. ABS, Cruse Control, Airbag, aksturstölvu, loftkælingu,
geislasp., leðurklæðningu, rafm. í öllu, lituðu gleri, fjarst., samlæsingu
o.m.fl.
Upplýsingar í síma 899 0490.