Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLADIÐ ER það nú jólasveinn, ekki með svo mikið sem eina púðurkerlingu handa manni . . . Kærunefnd fjallar um Grunnskólann í Borgarnesi Ráðning í stöðu brot gegn jafnréttislögum KÆRUNEFND jafnréttismála telur að brotið hafi verið gegn lög- um um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna við ráðningu í stöðu aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Borgamesi. Einn karl og tvær konur sóttu um stöðuna. Á fundi bæjarstjómar Borgarbyggðar í júní sl. fékk karl- inn 5 atkvæði, önnur konan 4 at- kvæði og hin konan ekkert. Karl- inn var ráðinn, en konan sem fékk 4 atkvæði kærði ráðninguna. Kærunefndin bendir á að sam- kvæmt jafnréttislögum beri at- vinnurekanda að ráða þann um- sækjanda sem er af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsgrein, svo fremi sem umsækjendur teljist jafn hæfir til að gegna umræddu starfi. Ljóst sé að konan sé ekki aðeins jafn hæf og karlinn sem ráðinn var, heldur hæfari en hann að því er menntun og starfs- reynslu varði. Kærunefndin segir ekki hægt að leggja til grundvallar huglægt mat Kona var ekki ráðin þrátt fyrir meiri hæfni bæjarstjómarinnar og skólastjór- ans um að ráða skyldi heimamann, sem þekktur væri að dugnaði og samviskusemi, heimamaður væri líklegri til að ílendast í starfi en sá sem ekki hefði reynt kringum- stæður og ekki væri óeðlilegt að umbuna þeim sem lagt hefði á sig að starfa á landsbyggðinni. Jafngild rök fyrir ráðningn utanbæjarmanns „Bæjarstjóm hefur ekki bent á neitt í fari kæranda sem gefur til- efni til að ætla að kærandi stæði ekki undir samnbærilegum vænt- ingum. Umsókn kæranda staðfest- ir að vilji hennar hafi staðið til þess að starfa á landsbyggðinni. Þá er þess að vænta að nýr starfs- maður sem fengið hefur starfs- reynslu sína utan skólans komi með nýjar áherslur og nýja reynslu inn í starfið. Jafngild rök hljóta því að teljast fyrir ráðningu utanaðkomandi aðila og ráðningu heimamanns," segir í niðurstöðum kærunefndar. Ekki sýnt fram á sérstaka hæfni karlsins Nefiidin telur að ekki hafi verið sýnt fram á sérstaka hæfni karls- ins sem vegi upp þann mun sem sé á menntun umsækjendanna og starfsreynslu. Með ráðningu karls- ins hafi verið brotið gegn lögum og beinir nefndin þeim tilmælum til bæjarstjómar Borgarbyggðar að fundin verði viðunandi lausn á málinu sem konan geti sætt sig við. --------------- * Arekstur á Arnar- nesvegi NOKKUÐ harður árekstur varð á Amarnesvegi í Garðabæ um hálf- tíu á sunnudagskvöld þegar tveir bflar rákust saman. Þrír piltar vom í öðram bílnum, allir ölvaðir, líka sá þeirra sem ók. Piltarnir óku bíl sínum austur Amarnesveg þegar öðram bíl var ekið í veg fyrir þá og varð árekstri ekki forðað. Þeir skrámuðust eitt- hvað en hlutu ekki alvarleg meiðsli. Tvennt var í bíi sem valt við Straumsvík um hádegi á laugardag en ekki einn eins og sagði í frétt blaðsins á laugardag og slösuðust bæði en þó ekki eins alvarlega og menn ætluðu sem komu að slysinu. Héraðslæknirinn í Reykjavik Fólk leiti ekki til slysadeilda VEGNA manneklu á bráðamót- töku Landspítalans og Sjúkra- húss Reykjavíkur hefur héraðs- læknirinn í Reykjavík beint þeim tilmælum til fólks að leita til heilsugæslustöðva á daginn og til Læknavaktarinnar í Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur um kvöld, nætur og helgar með þau vandamál sem hægt er að sinna þar. Ef einhverjir eru í vafa um hvert rétt sé að leita er hægt að fá nánari upplýsingar á heilsu- gæslustöðvum á daginn en utan dagvinnutíma hjá Læknavaktinni í síma 552 1230. Eftir sem áður annast slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur slys og neyðartilfelli. Áramótabrennur Borgarbúar farnir að sækja brennur á ný Það stefnir í að ára- mótabrennur verði sextán talsins á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík, þar af era borgarbrennurnar tvær, við Ægissíðu og við Suð- urfell hjá Nönnufelli. Þetta er svipuð tala og í fyrra en talsverð aukn- ing hefur á hinn bóginn orðið í skoteldasölu og þeim fjölgar sem sækja um söluleyfi þetta árið. Jónas Hallsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn seg- ir að undanfarin ár hafi brenna Hagkaups á Geirsnefi verið stærst á Reykjavíkursvæðinu og þangað hafi líka flest fólk safnast. „Ég held að Reykvfldngum finnist samt einna vænst um borgarbrennuna við Ægisíðuna." - Borgarbrennan hefur ekki alltaf verið þar? „Nei, samkvæmt heimildum ákvað Sigurjón Sigurðsson, þá- verandi lögreglustjóri, að sporna við óspektum sem vora í miðbæn- um á nýársnótt. Þetta var árið 1953. Hann ákvað að koma skipu- lagi á brennumar og fékk borgina til að vera með flugeldasýningar við borgarbrennuna sem þá var haldin á Miklatorgi. Þaðan var út- varpað beint, t.d. ræðuhöldum og þetta hafði í fór með sér að fólk dreifðist frá miðborginni og unnt var að koma í veg fyrir ólætin þar.“ - Hversu margar voru brenn- urnará þessum tíma? „Ég kann ekki skil á því en upp úr þessu tóku íþróttafélög að skipuleggja brennur í hverfum borgarinnar. Slökkviliðið og starfsmenn borgarinnar fýlgdust síðan með að staðið væri að öllu með viðeigandi hætti.“ Jónas seg- ir að olíufélögin hafi lengi gefið olíutunnur á brennurnar. „Eftir að slys varð í Ásgarði var farið að herða eftirlit með brennunum. Það var á nýársdags- morgun að börn voru að leika sér og veltu olíutunnu á glæðurnar með þeim afleiðingum að bömin slösuðust illa.“ - Eru ekki reglur um hvað má setja á brennurnar núna? „Jú, það er nokkuð síðan þær voru settar, aðallega í kjölfar kröftugrar umræðu um mengun af völdum ýmissa eiturefna sem vora í varningi sem fór á brenn- urnar.“ Jónas segir að nú megi menn ekki setja á brennurnar efnivið sem gefur frá sér eiturefni eins og filmur og efni til framköll- unar. „Þá er bannað að setja dekk og annað úr gúmmíi á þær svo dæmi séu tekin. Gúmmí var mjög vinsælt efni á brennurnar hér áður fyrr vegna þess að það brann hægt og gaf frá sér mikinn reyk.“ Hverjir sjá um að safna efni á brennurnar? „Fyrst voru það íþróttafélögin en svo hefur þetta þró- ________ ast þannig að hverfa- samtök og einstakling- ar hafa tekið við því hlutverki. í kringum árið 1970 vora þrjár “““““ stórar brennur í Reykjavík, ein þeirra var í Holtagörðum, önnur í Kringlunni og sú þriðja á Ægisíð- unni. Menn kepptust síðan við að hafa sem mestan efnivið í brenn- unum og heilu bátamir vora dregnir á þær og mikið notað af Jónas Hallsson ►Jónas Hallsson er fæddur á Akureyri árið 1946. Hann hef- ur starfað hjá Lögreglunni í Reykjavík undanfarin 30 ár og unnið í öllum deildum lögregl- unnar. Hann starfaði hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins í sjö ár frá árinu 1981 og fram til árs- ins 1987 þegar hann varð aðal- varðstjóri hjá lögreghmni í Reykjavík. Jónas hefur verið aðstoðaryfirlögregluþjónn frá árinu 1991. Jónas á ljögur böm. Brennan við Geirsnef stærst stóram viðarkeflum undan vír frá Rafmagnsveitunum svo og Pósti og síma.“ Jónas segir að síðan hafi verið farið að takmarka stærðir brenna því oft tók það orðið marga daga að slokkna í þeim og þurfti jafn- vel að sjá um að slökkva í þeim. „I fyrra þurfti t.d. að slökkva í brennunni í Fylkishverfinu, svo mikið rauk úr henni og barst í hús hjá fólki.“ - Hafa þrettándabrennur lengi verið vinsælar í borginni? „Nei, það hefur nú verið upp og ofan og nú hin síðari ár hafa þær verið að færast í aukana með álf- um og tilheyrandi gestum. Hefðin er sterkari fyrir þeim úti á lands- byggðinni." - Breyttist ekki brennuhefðin eitthvað með komu sjónvarpsins? „Jú, það varð mikil breyting á öllum siðum á gamlárskvöld með tilkomu þess. Frá árinu 1968 var fólk upptekið við að horfa á sjón- varp á gamlárskvöld þegar sýn- ingar á áramótaskaupinu hófust. Fólk hætti að vera á brennum, það ók framhjá þeim og fór svo heim að horfa á dagskrána í sjón- varpinu." Jónas segh’ þetta vera að breytast aftur. „Síðustu ár hefur fólki fjölgað mikið á brennum og það gefur sér tíma til að fylgjast með þeim og hittast. Auðvitað er þetta svo líka háð veðri og vind- um hverju sinni hversu vel er mætt.“ Jónas segist muna eftir því einu sinni að brennurnar _________ hreinlega fuku út í loftið og það var rusl um alla borg. „Það er síðan bannað að byrja að safna á brennu fyrr ““en 27. desember. Það hefur komið fyrir að brennuvarg- ar hafa reynt að kveikja í þeim áður en gamlárskvöld er rannið upp og því hefur verið reynt að safna í þær á nokkram dögum. Síðan þarf að fylgjast með því sem á brennurnar fer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.