Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Danskur lýðháskóli tengdur umdeildri hreyfingu leitar nemenda á Islandi SKÓLAHÚS Den rejsende hejskole í Fakse á Sjálandi. Myndin er tekin úr bæklingi sem skólinn hefur m.a. dreift hér á landi. Islenskir nemendur álíta sig hlunnfama DANSKUR lýðháskóli, sem hefur auglýst á íslandi námskeið til undirbún- ings þróunarvinnu í Afr- íku, stendur ekki undir þeim fyrir- heitum sem gefín voru áður en námið hófst. Þetta er reynsla tveggja íslenskra nemenda, sem verið hafa í skóianum í haust. Skól- inn er tengdur svokölluðum Tvind- skólum og sjálfboðaliðahreyfingu, sem hefur verið mjög umdeild í Danmörku og á að baki skrautlega sögu þar, sem í ár lyktaði með að hreyfingin missti ríkisstyrk til skólarekstursins. Engin ástæða er þó til að vantreysta dönskum lýðhá- skólum almennt, en viðurkenndir skólar af því tagi hafa með sér landssamtök og því er best að snúa sér þangað til að fá upplýsingar um einstaka skóla og þau nám- skeið, sem þau bjóða upp á. Bæði í Danmörku og víðar eru sjálfboða- samtök, sem útvega ungmennum tímabundin stcrf í þróunarlöndun- um. Ólíkar upplýsingar í upphafi í sumar fóru þær Laufey Erla Jónsdóttir og Freyja Dögg Frí- mannsdóttir á kynningarfund um „Den rejsende hojskole", sem var haldinn í Norræna húsinu. Freyja Dögg hafði heyrt um Tvind-skóla frá vinkonu sinni, sem hafði verið á Tvind-skóla í Noregi og sá svo auglýsingu í Morgunblaðinu um kynningarfundinn. I auglýsingunni sagði að á sex mánaða námskeiði í skólanum í Danmörku yrðu nem- endur búnir undir að starfa í Mós- ambík í mánuð, meðal annars í at- hvarfí fyrir götubörn, við skóla- byggingu og sem kennarar í skólum á vegum samtaka, tengdum Tvind. Á kynningarfundinum var enginn frá Tvind, en íslendingur sem starf- að hefur við kennslu hjá Tvind og unnið fyrir hreyfinguna kynnti starfið. Þar var lögð áhersla á að nemendur lærðu hagnýta hluti fyrir þróunarstarf í skemmtilegu um- hverfi í góðum hópi og mikil áhersla væri lögð á gott félagslíf nemend- anna. Þær Laufey Erla og Freyja Dögg innrituðu sig um leið með því að hafa samband við skólann úti, en fengu frá upphafi ólíkar upplýs- ingar um hvað skólavistin fæli í sér. Freyja Dögg fékk að vita að fullur kostnaður við skólavistina á mánuði, bæði kennslu og heima- vist, væri 3.500 danskar krónur. Þar af þyrfti hún að borga 1.750 sem skólagjald, en afgangurinn væri styrkur. Þar sem um var að ræða sjö mánuði sá hún fram á að alls myndi skólavistin og ferðin til Afríku, þar sem allt átti að vera frítt, kosta hana um 130 þúsund íslenskar krónur. Laufey Erla fékk hins vegar að vita að auk um- ræddra skólagjalda myndi ferðin til Afríku kosta 5.500 danskar krónur, sem væri fyrir flugfari og bólusetn- ingu. Lofað peningum fyrir að útvega fleiri nemendur Þegar þær Freyja Dögg og Lauf- ey Erla mættu til námsins í lýðhá- skólanum í Fakse á Suður-Sjálandi í byrjun september fór fljótlega að koma ýmislegt annað í Ijós. Styrkurinn, sem rætt hafði verið um, kom ekki frá skólanum, held- ur var um að ræða ríkis- styrk, sem skólinn missti síðan í haust. í samtali við Morgunblaðið segir Lotte Le- degaard skólastjóri að það hafi breytt miklu að skólinn skyldi missa ríkisstyrkinn. í raun er hins vegar erfítt að sjá að skólinn skyldi ekki gera ráð fyrir því, þar sem ríkis- styrkir til Tvind-skólanna hafa ver- ið mjög umdeildir í Danmörku lengi og í meira en ár hefur það legið ljóst fyrir að skólarnir yrðu ekki styrktir öllu lengur. Þetta hafði nýjum nemendum hins vegar ekki verið gert ljóst. Meðan skólarnir voru ríkisstyrkt- ir þurfti 51 prósent nemendanna að vera Danir. Þar sem mjög vafa- samt orð hefur farið af skólunum í langan tíma í Danmörku hefur aðsókn Dana í þá minnkað, en skól- arnir hafa um leið haft góð sam- bönd við félagskerfið og tekið á móti krökkum þaðan, sem erfitt hefur verið að koma annars staðar fyrir. Dönsku nemendurnir koma því í mörgum tilfellum úr erfiðu umhverfi og eiga vart í önnur hús að venda, þegar þau koma í Tvind- skólana. Útlendingarnir sem sækja í skólana alls staðar að úr heiminum eru hins vegar oft dugmiklir krakk- ar, sem sækjast eftir því sem skól- arnir lofa: námskeiði til þróunar- starfa og síðan starf og reynsla í þriðja heiminum. Það er því nokkur munur á aðstöðu dönsku og erlendu krakkanna, þar sem útlendingarnir eru sjálfstæðir og ákveðnir. í hópn- um, sem þær Freyja Dögg og Lauf- ey Erla voru í, voru í upphafí fjórt- án krakkar, þar af aðeins einn Dani og síðan tveir Afríkubúar, sem áttu að starfa með krökkunum og kynna þeim þær aðstæður sem þau áttu að vinna í. Það kom fljótt í ljós að heildar- kostnaður á mánuði fyrir skólavist- ina voru engar 3.500 danskar krón- ur, heldur um sex þúsund krónur. Mismuninum áttu krakkarnir að safna fyrir í fjórar vikur, sem ætlað- ar voru til fjársöfnunar. En það kom einnig í ljós að krökkunum hafði verið boðin skólavistin á mjög mis- munandi kjörum, allt eftir því hvað skólinn mat að þau gætu borgað. Þetta kallaði skólinn „Hróa hattar“- regluna, þvi þau sem höfðu pening áttu að greiða niður skólakostnað- inn fyrir þau, sem minna höfðu. Þetta leiddi til deilna, því Hróa hattar-reglan gekk ekki upp þegar krakkarnir fóru að bera sig saman. Þessu lyktaði með því að nú þegar skólinn hafði misst ríkis- styrkinn áttu allir að greiða 2.500 krónur - og síðan safna öðrum 2.500 krónum í starfi, sem skólinn hjálpaði krökkunum að skipu- leggja. Síðustu þúsund krónurnar upp í þær sex þúsund, sem skólinn mat að vistin kostaði, áttu að koma frá „Humana", sem eru samtök tengd Tvind. Störfín voru af ýmsu tagi, sala af ýmsu tagi, til dæmis á blómum, póstkortum og daga- tölum. íslensku stelpunum var einn- ig lofað að ef þær gætu útvegað íslenska nemendur til skólans, þeg- ar þær færu til íslands um jólin, gætu þær fengið 2.000 danskar krónur á sinn söfnunarreikning fyr- ir hvern nemanda. Danskur lýðháskóli, tengdur samtökum, sem hafa mjög vafasamt orð á sér í Danmörku, hefur kynnt íslenskum ung- mennum starfsemi sína. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við tvær islenskar stúlkur um slæma reynslu þeirra af skólanum. Fjársöfnun gleypti mestan tímann Það fór mjög fljótlega að bera á vantrú krakkanna í hópi íslensku stelpnanna á skólastarfinu. Kennsl- an átti að felast í sjálfsnámi á tölv- um, en tölvumar voru hægvirkar og námsefnið fremur frumstætt að sögn þeirra Laufeyjar Erlu og Freyju Daggar. Kennslan í portú- gölsku, sem lofað var, fólst einnig í sjálfsnámi og kennarar, sem áttu að kunna málið, virtust ekki sérlega sleipir í því. íslensku stelpumar eru báðar með stúdentspróf og ber sam- an um að námsstigið í skólanum sé langt fyrir neðan það sem búast megi við í framhaldsskóla og kröf- urnar mjög litlar. Þær bjuggust báðar við góðri kennslu eftir kynn- ingunni að dæma, en þær vænting- ar urðu að engu. Kennararnir hafi heldur ekki notað Afríkubúana eins mikið og hægt hafi verið og í raun ekki virst treysta mikið á þá eða trúa á hæfileika þeirra og þekk- ingu. Þess má geta að kennarar Tvind-skólanna eru undantekning- arlaust menntaðir innan hreyfing- arinnar, en ekki í viðurkenndum dönskum kennaraskólum. Maturinn var frumstæður, „hrís- grjón með hrísgijónum og kartöflur með kartöflum“, segja þar stöllur og byggingin var varla upphituð. Það tók líka tíma frá náminu að nemendur áttu sjálfír að sjá um allt, elduðu, þrifu og sáu um við- hald. Skólabyggingin er gamall herragarður, sem gæti rúmað 150 manns, en í skólanum voru aðeins fjörutíu manns og því er byggingin illa nýtt og reksturinn um leið dýr. Það vafðist llka fyrir stúlkunum að átta sig á I hvað skólagjöldin færu, því það fóru aðeins 25 danskar krónur á dag í fæði. Hjá skólastjór- anum fengust loðin svör um hvort skólinn greiddi eitthvað til Tvind- samtaka, en af fyrri skrifum um skólana og hreyfinguna hefur margoft komið fram að miklir fjár- munir fljóta um hana. I upphafi fengu krakkarnir náms- og starfsáætlun, sem síðan var stöðugt verið að breyta og þær breytingar bitnuðu mest á náminu sjálfu. I október hófst svo fjögurra vikna fjársöfnun og á þeim tíma átti þrettán manna hópur stelpn- anna að safna 270 þúsund dönskum krónum, um 3,3 milljónum íslenskra króna. Þá var iðulega farið út á morgnana kl. níu og safnað fram til kl. 22 á kvöldin. Þetta hafði alls ekki verið ljóst, þegar námið hófst, hvað þá þegar námið var kynnt I fyrstu. Til undirbúnings söfnuninni komu tveir leiðbeinendur frá norsk- um Tvind-skóla, sem hefur tíu ára reynslu í slíku starfí og var annar leiðbeinendanna reyndar íslending- ur. Þarna var jákvætt viðmót brýnt fyrir krökkunum. Ekki heilaþvottur en ákafur áróður í miðri fjársöfnuninni var tekið hlé til að fara á ráðstefnu í höfuð- stöðvum Tvind á Jótlandi. Hún snerist um þær hugsjónir, sem hreyfingin kennir sig við og tilgang- urinn var að efla í krökkunum hug- sjón gagnvart skólanum og þróun- arstarfínu í Afríku. Þátttakendum var skipt upp I umræðuhópa og áttu að spyija alls þess, sem þeim dytti í hug í fijálsum umræðum. Raunin varð hins vegar sú að í hveijum hópi var Tvind-fólk, sem gætti þess að stýra umræðunum þannig að fátt varð um svör og óþægilegar spurningar voru þagg- aðar niður. Ráðstefnan hafði þau áhrif á íslensku stelpurnar að þær gerðu sér betur grein fyrir hvemig öll umræða, jafnt þarna og í skólan- um, er mörkuð mikilli stýringu. Ef eitthvað var að, var skýringin alltaf sú að nemendurnir stæðu sig ekki nógu vel eða væru ekki nægilega félagslega ábyrgir. Það var aldrei neitt að skipulaginu. Þegar það fór að renna upp fyrir stúlkunum að fjársöfnunin gekk ekki eins vel og búist hafði verið við og að tíminn til hennar yrði Iengd- ur, sáu þær ekki fram á að öruggt yrði að yfirleitt yrði nokkuð úr Afr- íkuferðinni, þótt þær hefðu sjálfar ekki átt í vandræðum með að safna fé. Kennarar og skólastjóri vildu heldur ekki gefa nein skýr svör þar um og það vildi skólastjórinn ekki heldur, þegar Morgunblaðið spurði hann þessarar spumingar. Orð eins og heilaþvottur og hóp- þrýstingur eru orð sem iðulega hafa verið notuð í dönskum umræðum um Tvindskólana. Þær Laufey Erla og Freyja Dögg segjast ekki vilja taka svo sterkt til orða, en segja að vissulega séu allar umræður í skólanum mjög markaðar því að kennararnir komi sér undan að gefa skýr svör og noti aðferðir sem hvorki séu skemmtilegar né geðfelldar. Taugastríð í lokin I vikunni fyrir jól hófst svo síð- asta tilraun hóps íslensku stelpn- anna til að fá skýrar línur. í allt haust hafa þau stöðugt fundað með kennurunum til að fá svör við spurningum um rekstur og fyrir- komulag námsins, en öllum skýr- ingum var stöðugt drepið á dreif og aðeins lögð áhersla á að halda fast við fjársöfnunina. Fyrir tveimur vikum ákvað hópurinn svo að héðan í frá skyldu aðeins tveir fulltrúar hópsins ræða við kennarana í stað þess að halda slítandi stórfundi, sem lyktaði alltaf með að krakkanir voru orðin dauðþreyttir og kennararnir komu sínu þá að. Um leið hófst nokkurra daga taugastríð, þar sem kennarnir reyndu allt til að fá að tala við krakkana alla eða hvern fyrir sig, til að komast hjá tals- mönnunum tveimur, sem kröfðust þess að annaðhvort yrði fjársöfnun- inni hætt ellegar þau hættu í skól- anum, enda væri óljóst hvernig færi með Afríkuferðina. Kennar- arnir héldu fast við fjársöfnunina. Nokkrir hafa hætt í haust, en af þeim fjórtán, sem byijuðu í haust, er aðeins einn nemandi ákveðinn í að halda áfram, þrír ætluðu að hugsa málið yfir jólin, en hinir eru hættir. Sú sem ætlar að halda áfram er dönsk stúlka, sem býr við erfiðar fjölskylduaðstæður og á ekki í önnur hús að venda. Hluti af þessu taugastríði var að aðrir nemendur, flestir danskir, sem voru í öðrum hópum, voru á sveif með kennurunum og gerðu tilraun- ir til að tala krakkana til, ýmist með því að höfða til samstöðu og þess að þau eyðilegðu fyrir hópnum, eða með því að segja að þau væru barnaleg, ósjálfstæð eða stæðu sig ekki á einhvern hátt. Á endanum gættu krakkarnir þess að vera aldr- ei einir, svo þeir yrðu ekki teknir einslega tali. Þeim Laufeyju Erlu og Freyju Dögg ber því saman um að þær hafi verið aðframkomnar af þreytu eftir síðustu dagana, sem hafí mjög svo tekið á taugarnar. Margar svipaðar sögur hafa áður komið fram í dönskum blöðum í frásögnum af viðskiptum nemenda við Tvind-skólana. Aðspurð sagði Lotte Ledegaard að hún gæti skilið að nemendurnir hefðu verið óánægðir með fyrirkomulagið, en það stæði allt til bóta og leiðinlegt væri að svo margir hefðu hætt. Af þeim fjörutíu, sem hófu nám í haust eru nú aðeins um tuttugu eftir í skólanum. Um það hvort skólinn gæti starfað áfram, þegar svo margir hefðu hætt, sagði hún það enn óljóst. Lýðháskólar eru af mörgu tagi Lýðháskólar eru margir í Dan- mörku og margir íslenskir nemendur hafa notið dvalar þar. Viðurkenndir skólar af þessu tagi hafa með sér samtök og fyrir nemend- ur, sem hafa hugleitt nám í lýðháskólum er sjálfsagt að kynna sér hvort þeir tilheyri þessum samtökum. Skrif- stofa þeirra, „Hojskolemes sekretar- iat“, er í Kaupmannahöfn. Þeim Laufeyju Erlu og Freyju Dögg kemur saman um að skóla- vistin hafi verið mikil reynsla, sem hafí reynst þeim lærdómsrík og þær hafí eignast marga góða vini. Þær eru hins vegar á því að tæplega sé ástæða til að fleiri landar þeirra glepjist á slíkri skólavist, sem sýni sig síðan að standist ekki eðlilegar kröfur um innihald námsins, áætl- anir og hæfni kennaranna. Skólinn missti dansk- an ríkisstyrk í haust Vafasamt orð faríð af skólunum í langan tíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.