Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptaverð launin 1997 DV, STÖÐ 2 og Viðskiptablaðið hafa sameinast um útnefningu Viðskiptaverðlaunanna 1997. Út- nefningamar em tvær, annars vegar maður ársins í íslensku við- skiptalífi og hins vegar fmmkvöð- ull ársins í íslensku viðskiptalífi. Finnbogi Jónsson, framkvæma- stjóri Síldarvinnslunna hf., er maður ársins í íslensku viðskipta- lífi. Á síðustu 12 ámm hefur Síld- arvinnslan tíu sinnum verið rekin með hagnaði. Árið 1996 var besta ár félagsins og Ijóst er að yfir- standandi ár verður félaginu einnig hagstætt. Skúli Þorvaldsson, eigandi Hótel Holts, er frumkvöðull ársins í íslensku viðskiptalífi. Skúli Þorvaldsson hefur leitt íslenska fjárfesta sem keypt hafa umtalsverðan hlut í bandarísku fiskréttakeðjunni Arthur Treacher’s Inc. og mynda meiri- hiuta ásamt bandarískum fjár- festum. Nýlega var jafnframt gengið frá viljayfirlýsingu um kaup á sjávarréttakeðjunni Seattle Crab Company, sem rekur 88 skyndibitastaði með sjávarrétti í norðvesturhluta Bandaríkjanna undir heitinu Skiptter’s. Þar með ræður Arthur Treacher’s yfir meira en 200 veitingastöðum í Bandaríkjunum. Verðlaunin voru afhent þeim Finnboga og Skúla á Hótel Holti sl. laugardag. Fransk-íslenska verslunarráðið Starfsemi sam- hæfð og stjórn- ir sameinaðar BRYNJÓLFUR Helgason var kjör- inn formaður Fransk-íslenska versl- unarráðsins á aðalfundi þess, sem haldinn var hinn 4. desember síðast- iiðinn. Á fundinum var samþykkt að vinna að breytingum á ráðinu, þannig að það starfi í einu lagi og hafi eina stjórn í stað tveggja nú. Auk Brynjólfs voru eftirtaldir kjömir í stjóm ráðsins: Pétur J. Ei- ríksson, Jón Sigurðsson, Pétur Ein- arsson, Rósa Matthiasdóttir, Jón Páll Haraldsson og Pétur Haralds- son. Að auki starfar Dominique Pledel Jónsson, viðskiptafulltrúi franska sendiráðsins, með stjóminni. í fréttatilkynningu frá Fransk- íslenska verslunarráðinu segir að á síðasta starfsári hafi borið hæst heimsókn íslenskra viðskiptaaðila til Frakklands og viðskiptakvöld- verð, sem haldinn var í samvinnu við íslenska sendiráðið í París. Alls tóku 130 manns þátt í kvöldverðin- um og var meirihluti þeirra fransk- ir viðskiptavinir íslenskra fyrir- tækja. Á aðalfundinum flutti franski sendiherrann á íslandi, Robert Can- toni, ávarp en einnig fjallaði Bald- vin Bjöm Haraldsson hdl. um gild- andi lög og varnarþing í opinberum viðskiptum. Jafnframt var sam- þykkt að vinna að þeirri formbreyt- ingu að Fransk-íslenska verslunar- ráðið starfaði í einu lagi og hefði eina stjórn í stað þess að vinna í tveimur deildum hvorri í sínu land- inu, eins og verið hefur frá því það tók til starfa árið 1990. Óskað eft- ir tilboð- um í hús- næðisbréf HÚSNÆÐISSTOFNUN hefur óskað eftir tilboðum verð- bréfafyrirtækja í sölu á hús- næðisbréfum í 1. og 2. flokki 1996 að íjárhæð 1,5 milljarðar króna að söluverðmæti. Til- boðum á að skila þann 29. desember næstkomandi og verður þeim svarað þann 30. desember. Sala bréfanna mun síðan hefjast mánudaginn 5. janúar 1998. Áætluð fjáröflun Bygging- arsjóðs verkamanna á árinu 1998, sem mætt verður með sölu á húsnæðisbréfum, er 4.880 milljónir króna. Á árun- um 1996 og 1997 voru gefin út húsnæðisbréf í þessum tveimur flokkum að söluverð- mæti tæplega 10,2 milljarðar króna eða sem nemur röskum 14 milljörðum króna að nafn- verði. Samtök iðnaðarins gagnrýna Nýsköpunarsjóð Sjóðinn á ekki að byggja upp Menn ársins í viðskiptalífinu að bandarískri fyrirmynd FEÐGARNIR Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hjá verslunarkeðjunni Bónusi voru útnefndir menn ársins 1997 í við- skiptalífinu af tímaritinu Fijálsri verslun. Val tímaritsins byggðist m.a. á því að þeir feðgar hefðu boðið upp á nýja tegund afslátt- arverslana sem hefðu á undan- förnum árum laðað að sér tugþús- Hlutabréfaviðskipti blómstruðu hjá verðbréfafyrirtækjum í gær enda líður nú að áramótum og komin síð- ustu forvöð fyrir einstaklinga að fjárfesta í hlutabréfum til að tryggja sér skattaafslátt. Sala hlutabréfa í desember virðist ætla að verða nokkru minni en í sama mánuði í fyrra en minni sölu má rekja til mikilla hlutabréfakaupa almennings fyrr á árinu. Einstaklingar virðast sem fyrr setja traust sitt á hluta- bréfasjóði. Kaupi einstaklingur hlutabréf í atvinnufyrirtækjum fyrir 130 þús- und krónur fær hann 60% frádrátt af þeirri upphæð eða 78 þúsund krónur dregnar frá tekjuskattstofni. Frádráttur frá tekjuskatti nemur því tæpum 32 þúsund krónum ef ein- staklingurinn á hlutabréfin eða sam- bærileg bréf í þijú ár. Samkvæmt reglum frá fjáfmálaráðuneytinu er verið að lækka afsláttinn í áföngum og verður hann 60% um þessi ára- mót, 40% á næsta ári og 20% árið undir viðskiptavina og verið leið- andi í því að halda vöruverði niðri. Verslunarkeðjan var stofnuð árið 1989 og nam veltan á árinu 1990 um 1,2 milljörðum, en verður um 6 milljarðar á þessu ári. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra aflienti þeim Jóhannesi og Jóni Ásgeiri viðurkenningarslyöl í hófi á Hótel Sögu sl. sunnudag 1999. Að því loknu fellur afsláttur- inn niður. Hilmar Þór Kristinsson, sjóðstjóri hjá Kaupþingi, segir að þrátt fyrir að afslátturinn Iækki nú milli ára sé áhugi almennings lítt minni til að nýta sér hann en í fyrra. „Örtröð- in er svipuð en helsta breytingin virðist vera sú að fólk kaupir hluta- bréf fyrir lægri upphæðir en í fyrra. Þá komu margir og íjárfestu eins mikið í hlutabréfum og þeir gátu og veðsettu jafnvel húsin sín. Nú hafa menn almennt ekki jafnmikla trú á hækkunum og láta sér nægja að fjár- festa fyrir skattaskammtinn, 130 SAMTÖK iðnaðarins hafa lýst yfir andstöðu við þau áform sem uppi eru um að Nýsköpunarsjóður muni gegna hlutverki sínu með hlutafjár- þátttöku í fyrirtækjum. Telja sam- tökin að sjóðinn eigi ekki að byggja upp að bandarískri fyrirmynd því það muni þjóna illa örsmáum ís- lenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi sjóðsins. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins bendir á í ritstjórnargrein að sam- kvæmt drögum að reglugerð sé sjóðnum ætlað að starfa á þeim sviðum þar sem bæta þurfí þjón- ustu og framboð áhættufjármagns að mati sjóðsstjórnar og að starfs- svið sjóðsins skuli á hveijum tíma skilgreina með hliðsjón af framboði áhættufjármagns á mismunandi sviðum áhættufjármögnunar. „Þessi grein segir í raun allt sem segja þarf, en því miður er hún gerð marklítil með öðrum ákvæðum reglugerðarinnar, því þar er hlut- verk sjóðsins þrengt mjög með því að segja að hlutverki sínu muni sjóðurinn einkum gegna með hluta- fjárþátttöku. Á þessu er síðan hnykkt með því að negla niður að þúsund krónur. Það er greinilegt að margir hafa nýtt sér útboð í fyrir- tækjum eins og Fóðurblöndunni og Samheija til að ganga frá kaupunum fyrr á árinu. Það er mesta furða hve hlutabréfaviðskipti eru mikil fyrir þessi áramót í ljósi mikilla viðskipta fyrr á árinu. Viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands námu 12,3 milljörðum fyrstu ellefu mánuði þessa árs en allt árið í fyrra námu þau einungis 5,8 milljörðum.” Hilmar segir að flestir velji að kaupa í hlutabréfasjóðum, ekki síst vegna auðseljanleika bréfanna og til að dreifa áhættunni. „Af þessum styrkveitingar til forathugana, þró- unar- og kynningarverkefna megi að hámarki nema 15% af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins. Hér stang- ast hvað á annars horn.“ Vantað hefur áhugaverð verkefni Það kemur fram hjá Sveini að innan Samtaka iðnaðarins séu þær raddir háværar sem telji að aukið framboð fjármagns til hlutabréfa- kaupa sé ekki það sem mest þörf sé fyrir. Á þessum markaði hafi verið starfandi fyrirtæki á borð við Þróunarfélag íslands, Eignarhalds- félag Alþýðubankans og hin síðari ár einnig Iðnþróunarsjóður. „Vandi þessara fyrirtækja hefur ekki verið fjárskortur heldur hefur vantað áhugaverð verkefni og getu til þess að meta þau. Áhættufjármagns- fyrirtækin íslensku eru örsmá. Af- leiðingin blasir við: Þessi fyrirtæki hafa dregið úr fjárfestingum sínum í nýjum og áhættusömum fyrir- tækjum, en beina fjárfestingum sínum í kaup á hlutabréfum í starf- andi fyrirtækjum, helst þeim sem skráð eru á Verðbréfaþingi. Til- gangurinn með stofnun Nýsköpun- ástæðum tei ég hlutabréfasjóði vera góðan kost fyrir þá sem eru aðeins að fjárfesta fyrir skattaskammtinn," segir Hilmar. Nýir viðskiptavinir áberandi Jóhanna Ágústa Sigurðardóttir, markaðsstjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir að salan gangi mjög vel fyrir áramótin. „Salan er allt að því jafn góð og í desember í fyrra sem kemur okkur mjög á óvart. Satt að segja bjuggumst við ekki við svo mikilli sölu í desember í ljósi mikillar sölu fyrr á árinu. Fólk virð- ist hafa meira fé á milli handanna en í fyrra og nýir viðskiptavinir eru áberandi. Mér sýnist að salan geti orðið um 70% af sölu desembermán- uðar í fyrra. í mánuðinum höfum við t.d. selt fyrir um 170 milljónir í Hlutabréfasjóðnum hf. Jóhanna býst við mikilli örtröð í dag og á morgun en þá er síðasta tækifæri til að kaupa fyrir skatta- skammtinn. arsjóðs var ekki sá að feta í fót- spor þessara fyrirtækja eða troða þeim um tær.“ ------♦--------- Seðlahank- inn með heimasíðu á alnetinu SEÐLABANKI íslands hefur opnað heimasíðu á alnetinu og er slóðin http://www.sedlabanki.is. Á síð- unni verða helstu fréttir hveiju sinni frá Seðlabankanum ásamt upplýs- ingum af ýmsu tagi um starfsemi bankans og íslenskan fjármagns- markað. í frétt frá bankanum segir að hann vilji nýta þessa nýju tækni til að sinna upplýsingaskyldu sinni og veita þeim fjölmörgu einstakl- ingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem hafa aðgang að netinu, mögu- leika á að afla sér upplýsinga um bankann og starfsemi hans. Heimasíðan er þannig upp byggð að á forsíðu er tilvísun í undirkafla ásamt tengingu fyrir nýjustu fréttir hveiju sinni. Hægt er að senda tölvuskeyti til bankans og tengjast enskum hluta síðunnar. Undirkaflar fjalla nánar um Seðlabankann, um fréttir og ræður, útgáfur bankans og annál peningamála. Þá má þar finna ýtarlegar tölulegar upplýs- ingar um gengi, vexti og ýmislegt annað sem tengist peningamálum. Reglulegar viðbætur Síðan sem nú birtist er ekki full- mótuð og er ætlunin að hún verði í stöðugri umsköpun. Leitast verður við að bæta reglulega nýjum upp- lýsingum á síðuna, auk þess sem hún getur smám saman tekið viss- um breytingum. Meðal annars er ráðgert að bæta við síðum með regl- um sem Seðlabankinn setur og varða starfsemi fjármálastofnana. Seðlabankinn hvetur lesendur heimasíðunnar til að koma ábend- ingum um hana á framfæri en þannig á hún að geta tekið framför- um á grundvelli reynslu starfs- manna bankans og óska lesenda. Ritstjóri heimasíðunnar er Stefán Jóhann Stefánsson. • • Ortröð hjá verðbréfafyrirtækjum í gær vegna hlutabréfakaupa einstaklinga Mest ásókn í hlutabréfasjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.