Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Utgerðarmenn nótaskipanna Gullbergs VE og Svans RE Undirrita vilj ay fírlýsingii um smíði fískiskipa í Kína UNDIRRITADAR hafa verið vilja- yfírlýsingar milli tveggja íslenskra útgerða og Guangzhou Huangpu skipasmíðastöðvarinnar í Kína um smíði fullkominna nóta- og tog- skipa. Á næstu mánuðum verður unnið að lokahönnun og fjármögnun skipanna. Utgerðarmenn nótaskipanna Gullbergs VE og Svans RE undir- rituðu viljayfirlýsingamar, ásamt forsvarsmönnum kínversku skipa- smíðastöðvarinnar nú fyrir hátíð- amar. Kínverjarnir hafa gert út- gerðunum fast tilboð í smíði 60 metra langs nóta- og togskips með öflugum vél- og tækjabúnaði sem hljóðar upp á 665 milljónir króna. Reynir Amgrímsson, framkvæmda- stjóri IceMac-Fiskvinnsluvéla hf., umboðsaðila skipasmíðastöðvarinn- ar hér á landi, segir að með smíði tveggja skipa náist fram hagræðing í véla- og hönnunarkostnaði og þar af leiðandi lægra verði. Hann segir að verði samið um smíði þriðja skipsins lækki verðið jafnvel meira. „Þannig er hægt að ná enn hag- stæðari kjömm, til dæmis með út- boðum í vélar og fiskleitartæki,“ segir Reynir. Möguleikar á frystingu um borð Eftir undirritun viljayfirlýsing- anna tekur við frekari hönnunar- vinna og leit að hagstæðustu fjár- mögnunartilboðum að sögn Reynis. Að ýmsu sé að huga og ef allt gangi eftir sé stefnt að undirritun smíða- samninga eftir 3 til 6 mánuði. „Það þarf að samhæfa hönnun skipanna eftir óskum og þörfum útgerðanna, enda bjóða skipin upp á ótal mögu- leika. Þar eru menn einkum að horfa á talsverða vinnslugetu á upp- sjávarfiskum um borð í skipunum, meðal annars síldar- og loðnufryst- ingu. Skipin eru búin kælitönkum sem gera þeim kleift að varðveita hráefnið betur og lengur og auka þannig verðmætið til muna.“ Reynir segist hafa orðið var við mikinn áhuga hjá íslenskum útgerð- armönnum undanfarnar vikur. „Fulltrúar útgerðanna beggja sem undirritað hafa viljayfirlýsingar um smíði þessara skipa fóru í kynnis- ferð til Kína sem farin var síðastlið- ið haust. Þessi kostur hefur vakið athygli enn fleiri útgerðarmanna hérlendis, enda gera sér flestir ljóst að nótaskipafloti landsmanna þarf endurnýjunar við. Menn hafá hins vegar ekki treyst sér í slíkar fjár- festingar en nú bjóðast mönnum skip á allt að 400 milljónum króna lægra verði en áður hefur þekkst. Áhuginn hefur verið slíkur að nú er svo komið að við ráðgerum að skipuleggja aðra slíka ferð í lok jan- úar,“ segir Reynir. Fiskhaus- ar þurrk- aðir á Stokkseyri Stokkseyri. NÝTT útflutningsfyrirtæki, Mír hf., hefur hafið starfsemi á Stokkseyri og verður fram- leiðsla þess þurrkaðir fisk- hausar og hugsanlega einnig hryggir og loðna. Að sögn Jens Valdimarssonar, aðaleiganda Mírs, er ráðgert að þurrka 1.000 til 1.500 tonn af fiskhaus- um árlega og hefur fyrirtækið fest kaup á 500 fermetra iðn- aðarhúsnæði. Lokið hefur verið við að setja upp og prufukeyra þurrkunarkerfið, en við þurrk- unina er notaður jarðhiti frá Selfossveitum. Eru þurrkklef- arnir fimm og fer forþurrkun fram í fjórum og eftirþurrkun í einum. 'Nokkur samkeppni er um fiskhausana, en Jens sagði, að fyrirtækið fengi þá af svæð- inu í kringum Stokkseyri, af höfuðborgarsvæðinu og frá Vestfjörðum. Góðar markaðshorfur Jens sagði, að horfumar á Nígeríumarkaði væru ágætar og virtist sem markaðurinn væri stöðugur og ekki um of- framboð að ræða. Sagði hann, að sumir teldu þessa fisk- hausaþurrkun einhverja þriðja flokks atvinnugrein, en í raun væri þetta ekki síðri matvæla- framleiðsla en önnur fiskverk- un. Kvað hann líklegt, að starfsmennimir hjá Mír yrðu sex til átta talsins. Mír hf. er dótturfyrirtæki ísbús í Reykjavík og sagði Jens, að hann hefði kosið að hafa þennan háttinn á til að fleiri gætu komið að þessu síð- ar ef allt gengi samkvæmt áætlun. Fiskafiinn um 116 millj. tonn HEIMSAFLINN á árinu 1996 var tæplega 116 milljónir tonna eða 2,7 milljónum tonna meiri en 1995. Kemur þetta fram í skýrslu frá FAO, Land- búnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, en þar segir, að aukningin stafi aðal- lega af meiri framleiðslu í Klna. Að Kína undanskildu eru helstu fiskveiðiríkin þessi: Perú með 9,5 millj. tonna; Chile 6,9 millj.; Japan 6,6; Bandaríkin 5,9; Indland 5,9 og Indónesía 4,2 millj. tonna. Afli allra annarra ríkja var samtals 45,6 millj. tonna. Fiskframleiðslan í Kína var hvorki meiri né minni en 27,3 millj. tonna 1996 og meira en helmingurinn var í fiskeldinu. 1994 var framleiðslan í Kína 24,4 millj. tonna. Rækjuframleiðslan á síðasta ári var um þrjár milljónir tonna en hlutur eldisrækjunn- ar í henni minnkaði nokkuð vegna sjúkdóma. í FAO- skýrslunni segir, að 1996 hafi einkennst af offramboði af kaldsjávarrækju og verðlækk- un í kjölfarið og er aðallega um kennt auknum veiðum ís- lenskra skipa á Flæmingja- grunni. Enn eru til allnokkrar birgðir af soðinni og pillaðri kaldsjávarrækju og því ekki útlit fyrir umtalsverða verð- hækkun á næstunni. Veiðar á bolfiski og flatfiski hafa minnkað um helming á 10 árum og virðast flestir stofnar vera fullnýttir eða ofnýttir. Svo er einnig með flesta tún- fiskstofna. INGIMUNDUR Ingimundarson, útgerðarmaður Svans RE, og fulltrúi Guangzhou Huangpu skipasmfðastöðvarinnar í Kína við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Langstærstur og jjölmennastur Hlutabréfasjóðurinn hf á hlut í yfir 45 fyrirtækjim, þar á meðal mörgum stærstu fyrirtækjum íslands. Sjóðurinn fjárfestir Itka í innlendum skuldabréfum og erlendum verðbréfum til að auka stöðugleika ávöxtunar. Hjón sem keyptu hlutabréf fyrir 270.000 krónur i Hlutabrefa- sjóðnum til að tryggja skatt- frádrátt á árinu 1986, eiga nú hlutabréf að verðmæti um 2,2 milljónir króna. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi. Sími 560-8900, 800-4-800. Myndsendir: 560-8910.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.