Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fjórir höfð- ingjar sam- anásvið Jólaleikrít Loftkastalans, Fjögur hjörtu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, verður frumsýnt í kvöld, 30. desember. Hulda Stefánsdóttir ræddi við höfundinn og leikarana fjóra, þá * Ama Tryggvason, Bessa Bjamason, Gunnar Eyjólfsson og Rúrík Haraldsson. LEIKRITIÐ Fjögur hjörtu er það fyrsta sem Ólafur Jóhann sendir frá sér og þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem leikararnir fjórir koma saman fram í stórum hlut- verkum. Leikstjóri er Hallur Helgason. Leikmynd og búningar eru eftir Siguijón Jóhannsson og lýsing er Björns Bergsteins Guð- mundssonar. Höfundur lýsir söguþræði verks- ins á þá leið að kvöldstund eina kpma fjórir félagar úr menntaskóla saman til að spila með bridds- klúbbnum líkt og J>eir hafi gert undanfarin 57 ár. Aður var spilað á tveimur borðum en nú eru þeir fjórir eftir. Sá fimmti, sem gegnt hefur hlutverki dómara og skorið úr deilumálum sem upp kunna að koma við spilamennskuna, kemur ekki til leiks þetta kvöld og við það fer allt úr skorðum. Hugmyndin að Fjórum hjörtum er tíu ára gömul og leikritið er því það verka Olafs Jóhanns sem verið hefur lengst í vinnslu. Ólafur Jó- hann segir að efnið hafi einfaldlega kallað á leikhúsformið. Hann segir vissulega hafa verið gaman að feta nýjar brautir og spreyta sig á leik- ritaskrifum enda liggi gerólíkar forsendur að baki skáldsagnagerð og leikritauppfærslu. „Rithöfund- urinn kemur einn að því að skrifa bók, þegar vinnslu skáldsögunnar lýkur fer hún í hendurnar á ýmsum einstaklingum sem lesa hana síðan í einrúmi. Leikrit eru miklu meira en verk eins manns. Leiðin að áhorfendum liggur í gegnum leik- arana og þegar handritið lifnar í munni þeirra þá breytist ýmislegt, bæði hef ég sjálfur unnið talsvert í handritinu og síðan þegið góð ráð frá þessum reyndu leikurum. Vinnsluferlið er allt annað en ég hef átt að venjast og þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími,“ segir Ólafur Jóhann. Æfingar hó- fust fyrir tæpum þremur mánuð- um. Ólafur Jóhann segist hafa lát- ið leikara og leikstjóra í friði fyrstu vikumar en frá því í byijun síðasta mánaðar hefur hann fylgst grannt með æfingum. Leikfélag Reykjavíkur íhugaði að færa leikritið upp í leikhús- stjóratíð Sigurðar Hróarssonar en Ólafur Jóhann segir að þá hafi aldrei tekist að manna sýninguna þannig að allir yrðu sáttir og því hafi ekkert orðið af uppfærslunni í það sinnið. Hann er að sögn mjög sáttur við þau málalok sem nú hafa orðið, bæði val á leikurum, leikstjóra og öðram aðstandendum sýningarinnar. Leikhúsið hefur alltaf heillað Ólafur Jóhann hefur alltaf verið mikill leikhúsáhugamaður. „Ein bemskuminningin er sú þegar ég lá á stofugólfinu fyrir framan út- varpið á fimmtudagskvöldum og hlustaði á útvarpsleikritið. Foreldr- ar mínir tóku mig líka oft með sér þegar þau fóru í leikhús svo segja má að ég hafí fylgst með þessum íjóram höfðingjum á sviði frá því að ég var smástrákur. Og nú sæki ég gjarnan leikhús í frístundum mínum og á ferðalögum," segir Ólafur Jóhann. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að núorðið geri kvikmyndimar sumt betur en leik- húsið. Ég hef t.d. lítið gaman af því að fara í leikhús til að sjá skrautsýningar, kýs heldur að horfa á „leikara leikrit" þar sem leikarinn er í návígi við áhorfend- ur. Ætli þetta leikrit mitt endur- spegli ekki það sem mér þykir sjálf- um gaman að sjá í leikhúsi." Ólafur Jóhann hefur ekki komið nálægt leikritauppfærslu áður en í starfi sínu sem forstjóri einnar deilda Sony í Bandaríkjunum kynntist hann kvikmyndagerð þar LISTIR Morgunblaðið/Kristinn FJÖGUR hjörtu, fyrsta leikverk Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld. Með hlutverkin fjögur fara Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Rúrik Haraldsson. sem kvikmyndagerðarfyrirtækin Colombia og Tri Star eru í eigu Sony. „Kvikmyndagerð lýtur allt öðram lögmálum og ég get ekki sagt að sú vinna heilli mig sérstak- lega. Neil Simon sagði nýverið í tilefni framsýningar á nýju verki sínu á Brodway að leikhúsið væri eini vettvangurinn sem eftir væri fyrir þá sem skrifuðu handrit. Flestir vita hver skrifaði verk á borð við Kött á heitu blikkþaki en hver veit hver það var sem skrif- aði handritið að Á hverfanda hveli?“ segir Ólafur Jóhann. „Það þarf mikla þolinmæði til að sitja yfir tökum á kvikmynd þar sem sömu senurnar eru endurteknar allt að hundrað sinnum og svo dögum skiptir. Ég hef hins vegar setið á æfingum í margar vikur hér í Loftkastalanum og hef notið þess að fylgjast með sýningunni þroskast smám saman í meðförum leikaranna. Fyrir höfund er leik- húsið því tvímælalaust skemmti- legri vettvangur." Það verður að teljast óvanalegt að öll hlutverk í nýju leikverki skuli vera skrifuð fyrir eldri karlmenn, „höfðingja“ eins og Ólafur Jóhann kallar þá Bessa, Gunnar, Árna og Rúrik. Höfundur bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann skrifi persónur sem „eru ekki ungl- ingar“, því að í ýmsumbókum sín- um sé meira um lýsingar á öldruðu fólki en hinum yngri. „Það er síðan sálfræðinga og bókmenntafræð- inga að skýra hvernig standi á því, ég fer ekki að hafa af þeim starfið," segir Ólafur Jóhann og hlær. Tvö hundruð ára leikreynsla samanlagt „Við höfum mjög sjaldan leikið allir saman og aldrei allir í aðal- hlutverkum," segir Rúrik. „Og það er jafnræði með okkur í þessari sýningu.“ Árni grípur glottandi inn í samræðurnar og segir að Rúrik kjósi að nota orðið ,jafnræði“ því hann vilji ekki viðurkenna að hann sé sístur þeirra fjögurra þegar kemur að leiknum! Saman telur leikreynsla þeirra um tvöhundrað ár og með tilliti til þess er ekki úr vegi að spyija hvernig þeim lít- ist á byijanda í leikhúsinu eins og Ólaf Jóhann. „Hann kemur til strákurinn," segir Árni og hlær. Bessi rifjar upp að Árni hafi kvatt leikhúsið „með pompi og pragt“ fyrir 10 árum. Nú er hann kominn aftur á svið og segist vera hættur við að hætta. „Eg kann ekkert annað en að leika,“ segir Árni. Gunnar er ekki lengur fastr- áðinn leikari við Þjóðleikhúsið en segist sjaldan hafa haft meira að gera. Rúrik tekur undir með Gunnari og segir að það sé alltof mikið að gera. Bessi ætlar að láta hlutverkið í leikriti Ólafs Jóhanns duga sér í ár, segir að hestarnir þurfi líka sinn tíma. „Það er sleg- ist um okkur,“ segir Gunnar og nú skella þeir allir upp úr. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að leika saman nú? „Ég tek ekki að mér nema þau hlut- verk sem ég hef áhuga á,“ segir Árni. „Það þýðir t.d. ekki að biðja mig að leika rottur eða mýs leng- ur!“ Gunnar segir sjálfgefið að með lausamennskunni geti menn betur stýrt hlutverkavalinu. „Menn segja aldrei nei,“ segir Bessi við Gunnar. „Ég hætti þegar mér fer að leiðast en til þess hef- ur bara ekki komið enn,“ svarar Gunnar. KVIKMYNPIR Laugarásbló, Stjörnubíó G.I. JANE ★ ★ Leikstjóri Ridley Scott. Handritshöf- undur. Danielle Alexandra, David W. Twohy. Kvikmyndatökustjóri Hugh Johnson. Tónlist Trevor Jones. Aðalleikendur Demi Moore, Viggo Mortensen, Anne Bancroft, Scott Wilson, Jason Beghe. 124 min. Bandarísk. Largo Entertainment 1997. AÐDÁENDUR leikstjórans Rid- leys Scotts hafa oftar en ekki orðið fyrir vonbrigðum með myndir hans að undanfömu. Hinn trausti stjóm- andi eðalmynda á borð við Blade Runner, Alien og Thelma and Lou- ise hefur verið heillum horfínn í síðustu myndum. Svo virðist sem Eyjólfur sé að hressast fram eftir nýjustu mynd hans, G.I. Jane Ekk- ert hefur verið til sem heitir jafn- Rambó á bijóstahaldara rétti kynjanna í úrvalssveitum bandaríska sjóhersins fyrr en liðs- foringinn Jordan McNeiIl (Demi Moore) kemst í undirbúningsþjálf- unarbúðir hinna nafntoguðu SE- ALS, sem hafa verið algjört karl- rembuveldi, lokað og læst konum til þessa. Til að ná innfyrir hliðið á æfíngabúðunum á Flórída þarf Jordan að fá aðstoð öldungadeildar- þingmannsins DeHaven (Anne Bancroft), sem tekst með harðfylgi og pólitískum bellibrögðum að smokra henni inn. Upphefst nú nánast óbærileg þjálfun undir stjórn hörkutólsins Hoilroyds (Viggo Mortensen). Enn er myndin spennandi og forvitnileg. Vandamálin sem koma upp varðandi þennan eina pilsvarg meðal rembnanna í þjálfuninni eru vel leyst af handritshöfundum. Jordan afneitar öllum tilslökunum og stendur uppi í hárinu á yfír- mönnum sínum og skerðir sitt eigið. Eitt besta atriði G.I. Jane er sú táknræna athöfn, með henni brýtur hún allar brýr kynjamis- mununar að baki sér. Umhverfíð í búðunum og á æfungasvæðinu getur heldur ekki verið trúverðugra Mollulegt víti, sem nánast lyktar af blóði, svita og púð- urreyk. Leikaravalið gott, með Viggo Mort- ensen og Demi Moore í eldlínunni og Scott Wilson ótrú- lega mannborulegan sem yfírmann búðanna. Síðan drattast allt niður á við. Fyrst og fremst pólitíska hlið málsins, sem handrits- höfundamir heykjast á að leysa af skynsemi, klúðra öllu frekar með ódýrri lausn fáránlegs lesbíuáburðar og síðan í því skálkaskjóli að vargurinn DeHaven hafi gert þetta allt fyr- ir vinsældir í kjördæm- inu. Þessu er erfitt að kyngja eftir vitrænan aðdraganda. Ekki tek- ur betra við; hún Jana okkar verður náttúr- lega stríðshetja áður en yfír lýkur. Og á hveijum skyldu úrvalssveitirnar vera að beija öðr- um en aröbunum, skítugu bömun- Demi Moore um hennar Hollywood Evu eftir allt glasnostið. Skyldi nokkurn undra þótt Iranir séu famir að tala um „hina miklu, anerísku þjóð“; hvað gera menn ekki til að losna undan eymingjastimplinum? Scott getur gert betur, við verðum bara að halda áfram að bíða og vona. Hann á ágæta kafla, handrit- ið þróast því miður niður í enn eina miðlungs stríðsátakamyndina, það ema sem greinir hana frá öðram er að hér er Rambó á bijóstahaldara. Það sem maður óttaðist mest, kem- ur smám saman á daginn. Eitt stendur þó upp úr: og undirstrikar sögufrægt lag Scotts á kvenleikur- um: Demi Moore er lygilega trúverð- ug í erfíðu karlrembulutverki og ekkert síður skínandi góð þá sjaldan hún þarf að sýna sínar kvenlegri hliðar. Bóndi hennar hefur fengið óvæntan keppinaut í samkeppninni um harðhausahlutverkin. Willis get- ur þó huggað sig við að hann fær að lúlla hjá honum þessum. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.