Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 33 MENNTUN Sókrates Kennarar á vegum Sókrates áætlunar Evrópusambansins vekja lukku. Sigrún Oddsdóttir sat -----------7------------------------------------------------------------------------------- enskutíma í Alftamýraskóla og ræddi svo við kennara og nemendur um áhrif skiptikennara frá útlöndum. Tungumálakennslan öðlast meiri dýpt ef kennarar frá heimalandinu aðstoða nemendur í náminu. Góð áhrif á framburðinn í málanáminu • Utlenskir tungumálakennarar 1 íslenskum skólum. ✓ # Islenskir tungumálakennarar styrktir til utanferða. Morgunblaðið/Kristinn UNGI enskukennarinn, Andrea Bateman, segir „Hurður“ en ekki Hörður, „en það gerir ekkert til, því hún er svo góður kennari," segir Hörður Björnsson. ÞAÐ var lygilegt að vera í enskutíma í 8. SA í Álfta- mýrarskóla. Framburður nemenda var skínandi góður þrátt fyrir ungan aldur og enginn talaði íslensku. Kennarinn Andrea Bateman hafði umsjón með jóladagskrá í enskutímunum og nemendur tóku virkan þátt í kennslustundinni, greinilega mjög áhugasöm og sungu ljómandi fal- lega ensk jólalög. Innan Evrópusambandsins er í gangi svo kölluð Sókrates Lingua áætlun, og á vegum hennar eru hér á landi 10 kennaranemar er starfa bæði í grunn- og framhaldsskólum, meðal þeirra er Andrea Bateman, en 14 nemar eru væntanlegir á ár- inu. Þetta er þriðja árið sem íslensk- um skólum stendur til boða að fá erlenda kennaranema til starfa í 3 - 8 mánuði. Aðstoðarkennararnir eru styrktir frá heimalandi sínu og eru því frír starfskraftur fyrir skól- ana. Ætti þetta að vera tilvalin leið til að auka fjölbreytni í kennslu tungumála í íslensum skólum. A vegum Sókrates Lingua áætlunar- innar hafa 96 íslenskir tungumála- kennarar einnig verið styrktir til utanferða. Nemendur í bresku andrúmslofti I Alftamýrarskóla hefur Linda Rós Michaelsdóttir enskukennari fengið slíka aðstoðarkennara til starfa með sér. I vetur er með henni áðurnefnd Andrea Bateman frá Manchester á Englandi. En hvernig byrjaði ævintýrið með sendikennarana hjá henni? „Það var hringt í mig frá al- þjóðaskrifstofunni í Háskólanum í fyrra og ég var spurð hvort ég vildi prófa að taka erlendan sendikenn- ara. Mér finnst alveg óskaplega gaman að kenna og ég verð alltaf að vera að gera eitthvað nýtt - vera með einhverja tilbreytingu," svarar Linda Rós. „Mér fannst þess vegna þess virði að prófa þetta og samþykkti þá að fá stúlku frá Ítalíu. Hún átti upphaflega að vera bara hálft skólaár, en hún varð alla níu mánuðina og það gekk alveg ótrúlega vel. Krakkarnir tóku henni svo vel. Hún hafði rómanskan tungumálaframburð, sem krakkarnir höfðu ekki heyrt áður, en náðu hljóðunum hjá henni tiltölulega fljótt.“ Það felst heilmikil skipulagning í því að vera með sendikennara og aukavinnan sem fylgir er mjög mikil. „Ég var ekki tilbúin að gera þetta aftur. Mér fannst þetta dálít- ið mikil vinna og launalaus. Kennslan er alveg nógu umfangs- mikil sjálf, en manni finnst maður líka þurfa að hafa gaman af þessu í leiðinni. Það eru forréttindi í þessu starfi hvað það er „ofsalega" skemmtilegt." Þú hefur þó tekið þetta að þér aftur? „Ég var beðin um að gera þetta aftur í sumar. Ég ætlaði að neita, en hugsaði ég með sjálfri mér að ef ég fengi einhvern góðan frá Bret- landi með góðan enskan framburð, væri ég til,“ segir Linda. „Ég er al- veg Guðs lifandi fegin að ég skyldi hafa sagt já, vegna þess að Andrea er, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum, sú skemmtilegasta og besta. Hún er svo jákvæð og fljót á ná krökkunum. Heldur algerum aga en nær til þeirra á góðum nót- unum.“ Linda segir hana vera „ekta“ kennaraefni og njóta þess að kenna. Andrea virðist hafa gaman af starfinu og vill taka þátt í öllu sem um er að vera. „Mér finnst alveg með ólíkindum að ég skyldi verða svona heppin tvisvar“ segir Linda „það er gaman að brjóta upp kennsluna og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt með krökkunum. Um leið og nemendur koma inn í kennslustofuna hjá Andreu dettur þeim ekki í hug að nota íslenskuna - heldur lifa þeir sig inn í breskt andrúmsloft. Nemendur tala líka ensku við Andreu á göngunum og hvar sem þau hitta hana. „Það eru mikil forréttindi að hafa svona góð- an samstarfsmann," segir Linda. Hvað segja nemendur um nýja kennarann sinn? Gróa Gunnarsdóttir og Hörður Björnsson eru bæði nemendur í 8. SA. Þau segjast skilja allt sem Andrea segði af því að hún skýri allt svo vel út og það væri mjög gaman að tala við hana. Þau segj- ast læra framburðinn svo vel. „Ef maður skilur ekki eitthvert orð eða veit ekki hvað maður á að segja á ensku, kallar maður á Lindu Rós, af því að Andrea veit náttúrulega ekki hvað við erum að segja á íslensku," segir Gróa. Hörður segir að þau hefðu eigin- lega tvo kennara í staðinn fyrir einn og það væri alveg frábært. Annars segist Hörður hafa átt heima í Noregi og þar byrjaði enskukennslan strax í fyrstu bekkjunum. Honum finnst að það ætti að vera þannig á Islandi. Þau Gróa og Hörður eru sam- mála um að Andrea sé frábær kennari og Linda Rós auðvitað líka. Það væri ekki bara verið að kenna kennslubókina, heldur töl- uðu þau um allt mögulegt og öðluð- ust þannig mikinn orðaforða. ,Andrea á bara svolítið erfitt með að segja nöfnin okkar. Hún segir alltaf „Hurður“, en það gerir ekk- ert til, af því hún er svo góður kennari," segir Hörður að lokum. Andrea Bateman Hér þykir kennurum vænt um nemendur ANDREA Bateman er 22 ára og lauk háskólaprófi á síð- asta ári í sögu og þýsku. Hún á heima í nágrenni Manchest- er á Englandi, en það finnst nem- endum hennar mörgum ekki slæmt, að minnsta kosti ekki þeim er halda með fótboltaliðinu þaðan. Andrea mætir líka á alla fótboltaleiki skól- ans og tekur virkan þátt í flestu sem um er að vera í skólanum. Þegar Andrea lauk háskólaprófi ákvað hún að taka þátt í þessu samstarfsverkefni EFTA-ríkjanna. „Eg var ekki alveg viss um hvað ég vildi gera, svo ég ákvað að prófa að kenna og athuga hvort mér líkaði það. Það geri ég svo sannarlega, þetta hefur verið frá- bær tími. Eg hef verið hérna síðan í september og verð fram í maí. Ég hef notið þess að vera á íslandi og að vera með nemendum mínum.“ Eru íslenskir skólar ólíkir þeim bresku? „Það er allt miklu afslappaðra í íslenskum skólum en breskum. Það eru engin hálsbindi, pils og skóla- búningar. Nemendur eni ekki hræddir við kennarana eins og margir eru í Bretlandi. Hérna tala kennarar við nemendur sína í stað þess að öskra á þá. Nemendur snúa sér til kennaranna með vandamál sín. Heima væri kennarinn sá síð- asti sem þú snerir þér til. Hér er allt miklu frjálslegra og eins og kennurum þyki vænna um nemend- ur sina. Það er ýmislegt öðruvísi hérna en heima. Þegar ég kom fyrst inn í skólann og sá alla skóna í anddyr- inu hugsaði ég með mér: _________ „Hvað í ósköpunum gengur á?“ Það fyrsta sem ég sagði mömmu var að hér færu allir úr skónum. Mér finnst það mjög heimilislegt.“ Hvernig gengur krökkunum að læra ensku? „Þau læra framburð- ““ inn af því að hlusta á mig tala og svo læra þau heilmikið um England. Þau læra að tala ensku af því þau verða að tala ensku við mig.“ Hefur þú lært einhverja íslensku og hvernig hefur þér líkað hér? „Ég hef lært svolitla íslensku, ég var í Námsflokkunum, en það er mjög erfitt að læra íslensku og nöfnin eru erfið. „Á íslandi tala kennarar við nemendur sína í stað þess að öskra á þá eins og í Englandi Þetta hefur verið sérlega ánægjulegur tími og ég mun sjá eftir því að fara héðan. Ég er farin að venjast myrkrinu, það er allt í lagi með snjóinn en myrkrið lagðist svolítið illa í mig.“ Af hverju ákvaðstu að koma til íslands? _ „Mig langaði mikið að koma til Islands og hafði það sem fyrsta val ________ á umsókninni minni. Fólkið heima veit ekki mikið um Island. Við vit- um að landið er þarna og við þekkjum auðvitað Björk, en þar með er það upp talið. Þegar ég var yngri sá ég sjónvarpsþáttaröðina Nonna og Manna. Ég ““““ var um það bil 12 ára gömul og ég heillaðist af þessum þáttum. Þá uppgötvaði ég að ísland var ekki bara snjór.“ Hefur þú ferðast eitthvað um Is- land? „Já, ég hef komið að Gullfossi og Geysis og til Þingvalla. Mig Iangar líka mikið til að sjá Skógarfoss af þvf að ég sá fossinn í ferðabæklingi og hann minnti mig á foss sem ég sá í sjónvarpsþáttaröðinni.“ FRÁ vinstri Sigurður Karlsson og Jón Vignir Karlsson frá NTV og Hrafnkell Björnsson og Sigurður Bergsteinsson frá Tölvum ehf. umboðsaðila SELECT Software Tools. Nám í forritun og kerfísfræði HEILS ÁRS námskeið í forritun og kerfisfræði hefst hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Hafnarfirði eftir áramót og er markmiðið að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk á þessu sviði. Námið fer fram á kvöldin og verður kerfisgreining, gagnagrunnsfræði og forritun í Pascal, Delphi og Java kennd. Einnig Lotus Notes forritun og kerfisstjórnun. Þeir sem ætla að leggja stund á þetta nám hjá NTV þurfa að hafa haldgóða und- irstöðumenntun og einnig grunn- þekkingu á Windows umhverfínu og notkun alnetsins. Námið bygg- ist bæði á almennri kennslu og verklegum æfingum, og þurfa nemendur að gera ráð fyrir nokkru heimanámi, en kennt er þrjú kvöld í viku eða á laugardögum. Nýlega undiirituðu forsvars- menn NTV samstarfssamning við SELECT Software Tools um að sjá um kennslu í hlutbupdinni hönnun með þeirra verkfærum, en með þeim hugbúnaði eru tölvu- verkefni greind og hönnuð og síð- an sér hugbúnaðurinn um að út- búa forrit á nokkrum mismunandi forritunarmálum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.