Morgunblaðið - 30.12.1997, Page 34

Morgunblaðið - 30.12.1997, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Gerir maður svona? Á ÞORLÁKSMESSU birtust fréttir í Qölmiðlum um lokanir á geðdeildum sjúkrahúsanna yfir há- tíðarnar. í Morgunblaðinu sagði Tómas Zoéga, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, að Iokanir þar yrðu ekki minni en um fyrri jól og í fram- haldi var í fréttinni eftirfarandi tí- undað: 6 deildum yrði lokað, þar af væru tvær móttökudeildir og barna- geðdeild. Alls væri um að ræða 62 pláss. í fréttaumijöllun ljölmiðla var sagt að ekki væri um annað að ræða en að loka tímabundið vegna pening- askorts. Þetta staðfesti Þórunn Páls- dóttir, hjúkrunarforstjóri Landspít- alans, í viðtali í DV sem einnig birt- ist á Þorláksmessu. Hún sagði að geðheilbrigðissviðinu væri svo naumt skammtað að „ef þessum deildum væri ekki lokað nú yrði að loka heilli deild á ársgrundvelli." Orð Þórunnar Þórunn Pálsdóttir var ómyrk í máli í umræddu viðtali og ber að líta á orð hennar til viðvörunar. Hún segir að sífellt sígi á ógæfuhliðna og hvetur til umhugsunar um hvert stefni. Þórunn segir geðheilbrigðis- þjónustu hér á landi hafa staðið mjög framarlega „en nú virðast þau mál vera að taka aðra stefnu". Hún vitnar í fækkun rúma í Arnarholti og í fækkun rúma á Sjúkrahúsi Reykjavíkur samkvæmt samkomu- lagi yfirvalda frá þvi í haust. Þá hefði einnig verið gert samkomulag um að færa auknar byrðar af bráðaþjónustu fyrir geðsjúka yfir á Land- spítalann án þess að sjúkrahúsinu væru tryggðir ijármunir til að rísa undir nýjum skuldbindingum. „Það er uggvænlegt," er síð- an haft eftir Þórunni Pálsdóttur, „að það eina sem skuli standa í þessu umrædda samkomulagi séu aðgerðir gagnvart geðsjúkum. Þetta finnst mér vera gangandi for- dómar. Ef þeim skila- boðum er komið út í þjóðfélagið að það sé neikvætt að leita til geðheil- brigðisþjónustunnar og hún sé lægra sett í virðingarstiganum en önnur hjúkrunarþjónusta þá fjölgar sjálfs- vígum þar sem þeir einstaklingar, sem eru hjálparþurfi hafa engan stað til þess að leita á eftir aðstoð. Þetta er spurning um virðingu fyrir sjálfs- ímynd og manngildi." Talað af ábyrgð Þetta eru alvarleg viðvörunarorð og það ber að þakka að þau skuli sögð. Það er alltof algengt að um óþægileg mál sé þagað af hálfu stjórnenda. Og eflaust er það oft þægilegri kostur að þegja. En þegar allt kemur til alls væri það engum til góðs og í rauninni fullkomið ábyrgðarleysi. Það er gott til þess að vita að innan heilbrigðisþjón- ustunnar sé að finna fólk sem talar opinskátt og tæpitungulaust og þannig af ábyrgð til samfélagsins um stöðu mála. Ef almenningur ekki þekkir raunveru- leikann á hann ekki kost á því að mynda sér upplýsta skoðun og reyna síðan að hafa áhrif til úrbóta. Það er svo önnur saga að slíkt er hægara sagt en gert og má til marks um það benda á eftirtektar- vert bréf sem birt er frá Ólöfu Björnsdóttur í Velvakanda Morgun- blaðsins á aðfangadag. Ólöf er mán- uðum saman búin að reyna að kreíja yfirvöld sagna um hvað vaki fyrir þeim með fjársveltistefnu gagnvart fötluðum nú síðast í svokölluðum bandormi sem er heiti yfir lagafrum- varp ríkisstjórnarinnar um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum. „Hver eru rök- in“ fyrir þeirri upphæð sem ætlað er til málefna fatlaðra í bandormin- um? spyr Ólöf í niðurlagi greinar sinnar. Hún fær engin svör. En gjörðir segja stundum meira en orð. Fjárframlög til endurnýjunar Hvað um að vísa fólki út úr velferðarstofnun- um samfélagsins, gerir maður svona? spyr •• Ogmundur Jónasson. Eflaust kunna forsætis- ráðherra og ríkisstjórn- in svar við því. á húsakynnum sendiráða voru sam- þykkt umyrðalaust af ríkisstjórninni og stuðningsliði hennar á Alþingi nú fyrir hátíðarnar, íjárframlög sem nema hundruðum milljóna króna. Ef endurnýja þarf marmaragólfin á veislusölunum skortir ekki skilning- inn. Þegar hins vegar um er að ræða lokun geðdeilda sjúkrahúsanna vefst það fyrir mönnum að reiða fram féð. Jafnvel þótt það kalli fram eftirfarandi viðbrögð frá Geðhjálp í ályktun sem þau virtu samtök sendu frá sér og voru birt í blöðum á Þor- láksmessu: „Það er ekki líðandi að geðsjúkir og aðstandendur þeirra geti ekki notið friðar og öryggis um jólahátíðina. Þetta er sá tími ársins sem reynist mörgum erfiður og leggst oft sérstaklega þungt á fólk Ögmundur Jónasson sem er veikt andlega." Og þessu til áréttingar má nefna að haft er eftir þeim forsvarsmönnum Landspít- alans sem vitnað var til hér að fram- an að „samkvæmt reynslunni" auk- ist jafnan álag á geðdeildunum eftir jólahátíðina. Og samkvæmt reynsl- unni væntanlega einnig þurfa þeir sem vísað var út af geðdeildunum nú um hátíðarnar og engin heimili eiga til að hverfa til að fara á hótel eða leita til Hjálpræðishersins sem væntanlega yrði hlutskipti hinna heppnu. I umræddri DV frétt kom einmitt fram að þangað væri förinni heitið hjá ýmsum þeim sem væri gert að fara út af geðdeildunum vegna lokana yfir hátíðarnar. Og nú er tími til að spyija Var það ekki vegna skattlagning- ar á blaðburðarbörnum DV sem for- sætisráðherra var svo brugðið yfir ranglæti heimsins að hann greip fram fyrir hendur á fjármálaráð- herra ríkisstjórnar sinnar með þeim orðum að svona gerði maður ekki? En hvað um niðurskurð til fatlaðra og hvað um lokanir geðdeilda, hvað um að senda veikt fólk til síns heima þvert á mótmæli Geðhjálpar og for- svarsmanna sjúkrahúsanna, hvað um að vísa fólki út úr velferðarstofn- unum samfélagsins og inn í vinalaus hótelherbergi, er það í lagi, gerir maður svona? Eflaust kann forsætis- ráðherrann og ríkisstjórnin svar við því. Það væri fróðlegt að fá að heyra það svar og ekki síður rökstuðning- inn. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. I > > > > > Fækkum prestaköllum og um leið prestum í SKÝRSLU Árbókar kirkjunnar 1996 kemur fram íbúafjöldi í hverri sókn og prófastdæmi. Mannfjöldinn á íslandi er 269.727 skv. skýrslu Hagstofunnar 1. desember 1996. Af þeim eru innan þjóðkirkjunnar 244.060 eða um 90,5%. í skýrslu Árbókar kemur fram eftirfarandi fjöldi prestakalla að 1000 manns: með íbúafjölda allt Tala íbúa í Fjöldi prestakalli prestakalla 1-100 3 100-200 3 200-300 8 300-400 9 400-500 13 500-600 13 =49 600-700 4 700-800 5 800-900 3 900-1000 3 =15 Prestaköll með 1-1000 íbúa sam- tals 64 Á þessu yfirliti sést að í 49 presta- köllum eru íbúar innan við 600 tals- ins og í 15 prestaköllum eru 600-1000 íbúar. Þá á eftir að draga frá tölu þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni, en hlut- fall þeirra er að meða- tali 9,5% til lækkunar á tölum Árbókar kirkj- unnar. Á öllu landinu eru 115 prestaköll, en auk sóknarprestanna 115 eru héraðsprestar, aðstoðarprestar og prestar sem þjóna er- lendis. Alls greiðir ríkið laun 138 presta. Skipan prestakalla stendur á gömlum grunni og miðar hún við þær aðstæður sem þá voru fyrir hendi. Samgöngur hér áður fyrr voru erfiðar, ár óbrúaðar, engir vegir, ekki hægt að ferðast nema gangandi eða ríðandi, hvorki sími né útvarp, engar eða stijálar póstsamgöngur. Skyldur prestanna voru m.a. að húsvitja tvisvar á ári, fylgjast með kunnáttu og siðferði- legri hegðun sóknarbarna og taka manntal að ógleymdu því mikilvæga hlutverki að sjá við lævísi myrkrahöfðingjans svo að hann næði ekki sál- um úr hjörð prestsins á sitt vald. Hvert presta- kall gat því ekki orðið víðfeðmt og prestar urðu að vera margir. Miklar breytingar hafa á orðið og allar til þess að auðvelda prestum störf sín. Samgöngur eru yfirleitt góðar, ferð- ast er á bílum, öll tján- ingarsamskipti auð- veld, fólk getur hlýtt á messu í heimahúsum, húsvitjanir felldar niður og Hagstof- an sér um manntalið. Jafnvel hefur slaknað á vítiskenningunni hliðstætt því sem slaknaði á spennu kalda stríðsins milli stórveldanna á okkar tímum og varðstaða prestanna hefur því minnkað. Ljóst liggur því fyrir að starfsgeta fjölda presta er langt frá því að vera fullnýtt (sbr. ofan- Aðalbjörn Benediktsson Breyta á prestakalla- skipan, segir Aðalbjörn Benediktsson, úr miðaldaskipulaffl til nútíma samfélags. greint yfirlit). Til fróðleiks fylgir hér með áætlun í fjárlagafrumvarpi fyrir 1998 um framlag ríkisins til kirkjumála. Á yfirlitinu hér að ofan má sjá að kirkjunni eru ætlaðir 2,3 milljarð- ar af fjárlögum ársins 1998. Óve- fengjanlega er hér um að ræða háa upphæð. Raunhæft er að ætla að hver prestur geti innt af hendi starf sitt með sóma við að þjóna a.m.k. 2000 manns, enda hafa margir mun stærri söfnuð. Með því að stækka presta- köll yrðu þau færri og um ieið fækk- > aði prestum. Fyrsta skrefið væri að sameina fámennustu prestaköllin ' eins og þau sem eru innan við 1000 ) íbúa, en þau eru 64 sem fyrr segir. Með slíkri hagræðingu einni saman myndu sparast a.m.k. hundrað millj- ónir kr. árlega. Auk þess myndi umfang biskupsstofu minnka og hugsanlega létta á guðfræðideild Háskóla Islands. Undanfarin ár hafa tíðar laga- breytingar verið gerðar er snerta | þjóðkirkjuna. Enn sýnist þörf á frek- | ari breytingum í því skyni að færa prestakailaskipan úr miðaldaskipu- lagi til nútíma samfélags og spara við það mikla fjármuni ríkisins. Höfundur er fyrrverandi bóndi og ráðunautur. Rekstrargrunnur, m.kr. Fjárlög 1997 Frumvarp 1998 Breytingar m.kr. Biskup íslands 515,7 581,6 65,9 Kirkjumálasjóður 99,1 106,5 7,4 Kristnisjóður 27,3 29,8 2,5 Kirkjugarðsgj., hlutur kirkjugarða 344,0 369,8 25,8 Kirkjugarðasjóður 30,0 32,2 2,2 Sóknargjald til þjóðkirkjunnar 877,1 942,9 65,8 Sóknargjald til annarra trúfélaga 57,7 61,7 4,0 Sóknargjald til Háskóla íslands 25,4 27,1 1,7 Jöfnunarsjóður sókna 162,3 169,7 7,4 Samtals 2.138,6 2.321,3 182,7 þjónustutekjur 14,3 26,3 12,0 Mismunur, greitt úr ríkissjóði 2.124,3 2.295,0 170,7 AFMÆLISRIT - DAVIÐ ODDSSON FIMMTUGUR Hinn 17. janúar n.k. verður Davíð Oddsson forsætisráðherra fimmtugur. í tiiefni afmælisins hefur orðið að ráði að gefa út afmælisrit ráðherranum til heiðurs. Höfum við þrír undirritaðir valist í ritnefnd afmælisins. (ritinu mun birtast efni eftir 40 - 50 höfunda. Þar verður að finna ritgerðir um þjóðfélagsmál, svo sem lögfræði, hagfræði, stjórnmái og menningarmál. Einnig birtast þar smásögur, Ijóð og jafnvel tónverk. Standa vonir okkar til þess að efni ritsins muni vekja athygli og verða til þess fallið að auðga umræður um þjóðfélags- og menningarmál. Reynt verður að vanda til útgáfunnar eftir föngum, þó án íburðar. Má gera ráð fyrir að bókin verði um 600 bls. að lengd í stóru broti og vönduðu bandi. Bókin mun koma út á afmælisdaginn. Þér er hér með boðið að gerast áskrifandi að bókinni og setja nafn þitt um leið í heillaóskalista, Tabula gratulatoria, sem birtast mun í henni. Áskriftin kostar kr. 2.900. Þeir sem áhuga hafa á að gerast áskrifendur að bókinni geta haft samband í síma 565 0814. AFMÆLISRIT DAVÍÐ ODDSSON FIMMTUGUR dr. Hannes H. Gissurarson prófessor Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður Þórarínn Eldjárn rithöfundur Tekið er við pöntunum í afmælisrit Davíðs Oddsonar forsætisráðherra fram til áramóta í síma 565 0814. Heildarverð bókarinnar er aðeins KR. 2.900. BOKAFELAGIÐ Sími 565 0814.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.