Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ * 40 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 SKOÐUN ER KÓPAVOGUR BETRI BÆR EN REYKJAVÍK? ÞAÐ hefur vakið athygli manna undanfarnar vikur hvað meirihluti borgarstjómar Reykjavíkur með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í broddi fylkingar hefur lagt mikla + vinnu í það að sýna fram á hvað það sé ómögulegt að búa í Kópa- vogi. Þó ekki sé vitað að þeir hafí reynslu af því að búa þar sjálfír. Alyktanir hafa verið gerðar á borgarstjómarfundum í þessa vem. Og ekki mátti Davíð Oddsson forsætisráðherra minnast vinsam- lega á uppganginn í Kópavogi án þess að R-listinn í Reykjavík brygðist ókvæða við. Til vamar okkur smælingjunum hinum megin við lækinn hefur und- ii-rituðum dottið í hug að tína til nokkur atriði, sem lúta að þessari þrætubók Ingibjargar og R-listans. Er ódýrara að búa í Kópavogi en Reykjavík? Utsvar er lægra í Reykjavík en í Kópavogi, og er 11,99% á móti 11,24%. Fasteignaskattur, vatns- gjald og holræsagjald em hinsveg- ar hærri í Reykjavík en í Kópavogi. Séu tekin tvö dæmi af fimm manna fjölskyldu, sem býr í fjölbýlisíbúð annarsvegar og í rað- húsi hinsvegar með 2,5 milljónir í árstekjur, kemur í ljós að í báðum tilvikum greiðir fjöl- skyldan í Reykjavík meira í opinber gjöld til bæjarfélagsins. Þetta er breytt frá því 1994, þegar það var ódýrara að búa í Reykjavík. Hefur eitthvað breyst? Því hljóta kjósendur R- listans að geta svarað. Eru skuldir Kópa- vogs ískyggilegri en skuldir Reykjavíkur? R-hstinn hefur í þessari umræðu hamrað á því hvað skuldir í Kópa- vogi séu hærri en í Reykjavík. Já, það er alveg rétt að bæjar- sjóður Kópavogs skuldar. Þær skuldir nema u.þ.b. eins og hálfs árs tekjum bæjarins. Hvaða fjöl- skyldu ofbýður slíkt hlutfall lang- tímaskulda? Reykjavíkurlistinn getur sjálfsagt bent á lægra hlut- fall hjá sér. En þá má hann ekki gleyma lífeyrisskuldbindingunum borgarinnar vegna starfsmanna Reykj avíkurborgar. Slíkar skuldbindingar ættu í raun að vera inni í ársreikningum sveitarfélaga en era þó ekki færðar þar. Ef við byrjum á líf- eyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar, þá vantar á fjórtánda milljarð, nánar tiltekið 13.584 milijarða í árs- lok 1996 og hefur vaxið síðan. Þessa fjárhæð vantar til þess að hann eigi fyrir skuldbinding- um sínum. Þetta þýðir skuld sem nemur um 130.000 krónum á hvern borgarbúa sé reiknað með 2% ávöxtunarkröfu sjóðsins. Sé litið á lífeyrissjóð starfs- manna Kópavogskaupstaðar og sömu ávöxtunarkröfu, em áfallnar skuldbindingar um 27.000 krónur á íbúa. Sé litið á nánar á sjóðina sjálfa, sést að ávöxtunin hjá lífeyr- issjóði starfsmanna Kópavogs hef- ur numið 7,9% undanfarin ár með- an sjóður Reykjavíkur hefur sýnt 4,8% ávöxtun. Þama er þó eitthvað sem við gætum ef til vill ráðlagt þeim. Að teknu tilliti til þessara skuld- bindinga, sést að skuldir hvers íbúa í Kópavogi og í Reykjavík nema ríflega 260.000 krónum. R-hstinn hendir því steinum úr glerhúsi ef hann ætlar að ófrægja Kópavog fyrir skuldir. Til varnar smælingjun- um hinum megin við lækinn datt Gunnari I. Birgissyni í hug að tína til nokkur atriði sem lúta að Kópavogi, þess- ari þrætubók Ingi- bjargar og R-listans. Er verslunarmiðstöð í Kópavogsdal til óþurftar? Það htur út fyrir það, að hin mikla uppbygging í Kópavogi sé R- listanum í Reykjavík lítið gleðiefni. Nýjasta dæmið er hversu borgar- stjóri Reykjavíkur reynir að vinna á móti því, að byggt sé atvinnu- og verslunarhúsnæði í Kópavogi. Aldrei höfum við Kópavogsbúar annað en glaðst yfir framföram í höfuðborg landsins, þó svo að þær hafí ekki verið bornar undir okkur. R-listinn gaf út álit erlends sér- fræðings, sem vinnur fyrir Hag- kaup-Bónus samsteypuna, þar sem sagði að tilkoma verslunarhúsnæð- is i Kópavogi þýddi að verslun legðist af í nágrannabæjum Kópa- vogs. Ekki virðist sjálfstraustið þjaka R-listafólkið um þessar mundir ef þetta er skoðað. Stað- reynd er, að þessi erlendi ráðgjafí hafði sjö ámm áður dásamað áform sömu aðila um byggingu verslunar- húsnæðis í Smárahvammi. Ná- kvæmlega á sama stað og hann bannsyngur núna. Það er sjálfsagt trú þeirra R- listamanna, að forsjárhyggja þeirra sé betri til að ákvarða það fyrir almenning og kaupmenn hvar skuli byggt og verslað. En aðrir virðast vera á annarri skoðun og reiðubúnir að leggja undir fé sitt og staðfestu. Fólk mun að líkindum versla þar sem því fínnst hagkvæmast. Tími sovétsins og áætlunarbúskaps í verslun er liðinn, hvort sem R-hst- anum líkar það betur eða verr. Það gildir líklega sama um val fólks á búsetu. Kópavogur býður upp á miðlæga staðsetningu, ein- setna grannskóla, stutta biðlista á leikskólum, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða göngustíga og græn svæði, gott gatnakerfi og veðurblíðu í dölum og hlíðum. Fólk hlýtur að sjá eitthvað í þessa veru þegar það flykkist til Kópavogs, og flytur meira að segja í talsverðum mæli jafnvel flytur frá R-listanum í Reykjavík. Við bjóðum alla nýja íbúa hjart- anlega velkomna í Kópavogi. Eru tekjur Kópavogsbúa lægri en Reykvíkinga? Sú var tíðin, að tekjur Kópavogs af hverjum íbúa vora um 21% lægri en borgarsjóðs Reykjavíkur. Þetta var í lok 12 ára stjórnartíðar þeirra samstofna afla vinstri- og félags- hyggju, sem nú sameinast í R-list- anum í Reykjavík, eða á áranum 1978-1990. Núna, 8 áram eftir stjórnarskipti í Kópavogi, era tekj- ur af hverjum íbúa orðnar um það bil jafnháar, um 150.000 krónur. ÍSLENSKT MAL SOFFÍA (eða Sofía)_er komið úr grísku spohia=viska. I Nöfnum ís- lendinga (1991) er þetta talið eitt nafn, en í skrám ynannanafna- nefndar (Hagstofu Islands) 1994 er Sofía talið sér. I öllum tölum hér á eftir verður þetta tekið sem eitt nafn. I fornum kristnum fræðum er Soft'a orðið kvenheiti, og varð ein með slíku nafni dýrlingur. Af henni fara ekki miklar sögur, en hún átti þó sinn messudag (15. maí) og þrjár býsna frægar dætur. I Heilagra meyja drápu (frá því um 1400) segir: Sínar dætur sigri vænum Sofía hafði drottni ofrað, Fídes, Spes og Kárítas kvæðum, kristilega er lífið misstu. Fídes, Spes og Kárítas (Karít- as) er latína og merkir hina kunnu þrenningu: trú, von og kærleikur. Má víða sjá myndir af þessum góðu systrum, stundum með hjart- að utaná. Oll þessi nöfn era kven- heiti, og er Karítas þeirra langal- gengast hér á landi. Spes kemur reyndar ekki fyrir nema í ævin- týralegum kafla í Grettis sögu. Englendingar þýddu nöfnin á sína tungu: Faith, Hope og Charity, svo heita frægir þríburar, enn á lífí. Sofía varð snemma skírnarnafn á íslandi, ekki síðar en á 14. öld. Brátt breyttist þetta í Soffí'a í flestum tilfellum, en sumum þykir víst Sofía „fínna“. Árið 1703 bára þetta nafn 17 konur á Islandi, ílestar norðan og vestan. Meðal þeirra var Sofía Daðadóttir sýslumanns á Jörva, kona Lárusar Schevings sýslu- manns og móðir Hans Schevings, og er svo nafnið komið inn í Schevings-ættina. Bjöm Scheving Lárasson Hanssonar var faðir Soffíu (f. 1744) fyrri konu sr. Magnúsar Einarssonar á Tjöm í Svarfaðardal. Árið 1789 fæddist Dorothea Umsjónarmaður Gísli Jónsson 933. þáttur Sophie Nikulásardóttir Buch, amma Soffíu Jónsd. frá Hraunkoti, síðar á Urðum. I háættum Evrópu úir og grúir af Sof(f)íum frá fomu fari. Að minnsta kosti fjórar Danadrottn- ingar hafa svo heitið, og tvær Svía- drottningar, sumar reyndar fleiri nöfnum en einu. Frægust mun lík- lega Anna Sofía frilla og síðar drottning Kristjáns IV. hafa verið, og munu ýmsar íslenskar meyjar látnar heita Anna Soffía eftir henni. í konungsættum Grikkja og Spánverja hefur nafnið verið, og höfuðborgin í Búigaríu hefur líka heitið svo. Árið 1801 vora 49 hér á landi, dreift, flestar þó í Eyjafírði og á Snæfellsnesi. Sex þeirra hétu Soff- ía síðara nafni. Árið 1845 era 194, þar af 34 síð- ara nafni, langflestar fæddar í Eyjafjarðarsýslu og annars staðar á Norðurlandi. Nafnið er þá naum- ast eða ekki til á Suðurlandsundir- iendinu. Árið 1910 eru 393, 75 þeirra fæddar í Eyjafjarðarsýslu, 32 í Húnavatns- og 31 í Þingeyjar- sýslu. Árin 1921-50 voru 311 meyjar skírðar þessu fomfræga nafni. Nú eru í þjóðskrá á áttunda hundrað, aðeins 15 þeirra með einu f-i. Karl- mannsnafnið Soffonías (Zophoní- as) var búið til í Eyjafirði á öldinni sem leið, ef til vill með hliðsjón af Biblíunafninu Zephania(s), en gæti alveg eins verið leitt beint af Soff- ía. ★ Seinni tíma samsetningar nafna hafa auðvitað heppnast misvel. Nauðsynlegt má heita að báðir lið- ir séu af sama málstofni, en ekki sinn úr hverri áttinni. Hér verða aðeins nefnd tvö dæmi af nöfnum sem hafa átt misgóðu gengi að fagna. Sveinbjörg (báðir liðir norrænir og þarfnast ekki skýringa) er ekki mjög gömul tilbreyting. Nafnið kemur ekki fyrir í varðveittum heimildum fyrr en á fyrsta hluta 19. aldar. Áiáð 1845 era Svein- bjargir orðnar átta, dreifðar um landið, elst í aðalmanntali þá Sveinbjörg Einarsdóttir 28 ára, .Krossi, Fjarðarsókn í Suður-Múla- sýslu. Nafninu vegnaði eftir þetta best í Múlasýslum; svo í Skafta- fellssýslum og vestur eftir Suður- landi. Árið 1910 voru Sveinbjargir 109, langflestar fæddar á þeim land- svæðum sem getið var. Nú eru um tvö hundrað í þjóð- skránni, og heitir mikill meiri hluti þeirra Sveinbjörg aðalnafni. Sigurlás er sett saman úr tveim óskyldum málum, því að seinni hlutinn er lagaður eftir nafninu Nikulás sem er grískt og merkir sigurvegara. Nafnið er mjög ungt. Kemur fyrst fyrir í aðalmanntali 1910, og eru þá tveir Rangæingar er svo heita. Annar var Jónsson, en afi hans hét Nikulás, hinn var Þorleifsson Nikulássonar, fæddur 1894. Hefur það nafn haldist og er þekkt úr knattspyrnusögunni, en örfáir heita því. Vel fór á því að knattspyrnu- maðurinn Sigurlás var oft sigur- vegari í íþrótt sinni. ★ Valþjófur vestan kvað: Þótt ungmey á götu vér ginnum og góðfúsum náum þar kynnum og umvefjist lófí, þá skal allt vera í hófi og óþarfí 14 x. ★★★ Verði blíða veðurs! Víðir blómgi hlíðar! Veiðist vel á miðum! Vaxi gengdin laxa! Glitri grand og flötur! Grói tún og flói! Neytist afl til nota! Nýtist allt til hlítar! (Norðurfari 1848; höf. líkl. Gísli Brynjúlfsson, dróttkvætt). Gleðilegt ár og þökk fyrir gamla árið. Þetta gerist ekki vegna aukinnar skattlagningar í Kópavogi eins og þegar hefur verið sýnt fram á, heldur vegna aukinnar velmegunar íbúanna í þeim bæ. En R-listinn hefur yfírburði fram yfir Kópavog og nágranna- sveitarfélögin. Hann tekur afgjald af veitustofnunum borgarinnar sem nemur litlum 1.500 milljónum á ári. Af Hitaveitu Reykjavíkur tekur hann 900 milljónir, sem er tæpur þriðjungur af brúttótekjum fyrirtækisins. 500 milljónir era teknar af Rafmagnsveitu Reykja- víkur og 100 milljónir af Vatnsveitu Reykjavíkur. Ja, það er heppilegt fyrir okkur Kópavogsbúa, að þurfa ekki að kaupa andrúmsloft af frú Ingibjörgu. Hefðum við í Kópavogi þessa aðstöðu gætum við lækkað útsvarið um 10%. Heita vatnið á Seltjarnarnesi kostar 33,06 krónur á tonnið með- an það kostar 57,91 krónur frá Hitaveitu Reykjavíkur. Hitaveitan á Seltjarnarnesi er rekin með hæfí- legum hagnaði meðan Hitaveita Reykjavíkur er látin greiða nærri milljarð í tóman borgarsjóð R-list- ans. Það mætti lækka heita vatnið um fimmtung og rafmagnið um 10 af hundraði, ef borgarstjórn Reykjavíkur kynni að stilla rekstr- argjöldum sínum meira í hóf. En það var víst eitt af kosningaloforð- um frú Ingibjargar 1994. Það er ekki stórmannlegt að nota yfir- burði sína með þessum hætti gagn- vart nágrönnunum, sem ekki eiga í önnur hús að venda. Mátti Kópavogur byggja höfn? Við í Kópavogi höfum verið að bjástra við það síðastliðin 8 ár, að byggja höfn. Til þess höfum við engra styrkja notið frá ríkinu, eins og hafnirnar í kring. Fjölmargir hafa lýst þessari framkvæmd sem hreinum óþarfa, það sé nóg af höfnum í kring. Við fóram að nýta okkur allt tilfallandi byggingarefni úr bæjai-landinu, sem áður var gjaman selt til Reykjavíkurhafnar. Þannig eram við nú búnir að koma upp 90 metra löngum viðlegukanti, sem tuttugu þúsund lesta hafskip geta lagst að. Allt þetta fer í taug- arnar á bæði þingmönnum okkar úr nágrannabæjunum og sérílagi R-listanum í Reykjavík, sem sér í þessu samkeppni við sig. Enda hef- ur borgarstjóri lýst því kinnroða- laust, hvernig hún beitti sér fyrir þvi að samræma gjaldskrár Hafn- arfjarðarhafnar og Reykjavíkur- hafnar, til þess að minnka sam- keppni þeiira á milli um viðskipta- vinina! Kópavogshöfn verður frjáls höfn með mikið af góðu athafnasvæði umhverfís. Skyldi Kópavogur mega reisa tónlistarhús? Við Kópavogsbúar erum að reisa tónlistarhús og tónlistarskóla um þessar mundir á Kópavogshálsi. Þetta gerum við í samvinnu við Tónlistarfélag Kópavogs. Þar verð- ur sérhannaður 300 manna salur fyrir flutning á tónlist. Hann verð- ur annar salur sinnar tegundar hér á landi, sá fyrri stendur í Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík. Flytjendur og unnendur fagurr- ar tónlistar munu væntanlega fagna tilkomu þessa salar. R-Ust- inn hefur talað um hversu mjög hann styðji fagrar listir umfram annað fólk. Hann hefur talað um nauðsyn þess að reist sé tónlistar- hús í Reykjavík. En í næstu kosn- ingum liggja eftir hann aðeins orð- in tóm. I Kópavogi verða haldnir tónleikar. Vonandi lætur R-listinn í Reykjavík það ekki fara mjög mik- ið í taugarnar á sér þó að okkur Kópavogsmönnum hafi láðst að spyrja hann um leyfí. Eg vil óska íbúum Kópavogs og öllum nágrönnum þeirra árs og friðar. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- mannu i bæjarstjóm Kópavogs og formaður bæjarráðs Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.