Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 46

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS MARTEINSSON + Magnús Mar- teinsson fæddist í Neskaupstað 21. júlí 1921 og dlst upp ásamt 12 systkinum sínum á Sjónarhdli hjá foreldrum sínum, Marteini Magnús- syni, f. á Sandvíkur- seli í Sandvík 19.4. 1887, d. 17.12. 1964, og Maríu Steinddrs- ddttur, f. á Suður- bæjum í Norðfirði y 20.3. 1898, d. 29.12. 1959. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur 23. desember síðastliðinn. Magnús var næstelstur systkin- anna, en þau eru í aldursröð: Guðlaug, f. 4.9. 1917, gift Óla S. Jdnssyni, Garðabæ; Guðný, f. 22.12. 1918, d. 2.11. 1921; Jdna, f.1.6. 1920, d.7.1. 1921; Guðjón, f. 21.8. 1922, d. 12.10. 1989, var kvæntur Guðrún S. Guðmunds- ddttur, Neskaupstað; Sigurbjörg, f. 22.4. 1924, Neskaupstað, gift Kristjáni Jönssyni, hann er lát- inn; Kristín Steinunn, f. 11.3. 1926, gift Jdhanni K. Sigurðssyni Neskaupstað; Hallddra Stefanía, ^ f. 27.4. 1927, d. 27.5. 1994, var gift Guðgeiri Jdnssyni, Neskaup- stað; Unnur, f. 9.11. 1928, Nes- kaupstað var gift Haraldi Berg- vinssyni, hann er látinn; Jdna Sigríður, f. 6.11. 1931, Garðabæ, var gift Sverri Gunnarssyni, þau skildu, giftist Friðjdni Astráðs- syni, hann er látinn; Guðný Jenný, f. 24.1. 1934, d. 1.2. 1993; Erna Aðalheiður, f. 27.4. 1936, Garðabæ, var gift Þorsteini ’ Jólaundirbúningur var með hefð- bundum hætti á heimili hjónanna Sólveigar Oskarsdóttur og Magnús- ar Marteinssonar í ár. Skuggi þungra veikinda Magnúsar skyggði þó á, en þau hjónin héldu uppteknum hætti, heimilið var hreinsað í hólf og gólf, smákökur bakaðar, vinir komu við í kaffi. Það kom þó engum á óvart þegar Magnús lést á Þorláks- messumorgun. Okkur undirrituðum fannst það einkennandi að hann skyldi ekki frá hverfa fyrr en öllum jólaundirbúningi vai' lokið, honum líkaði ekki að ganga frá óloknu verki. Magnús Marteinsson var næstelstur í hópi 13 samheldinna systkina og byrjaði ungur að vinna með fóður sínum, aðallega við fisk- vinnslu eins og algengt var á þess- um árum. Hann bjó í Neskaupstað fram yfir þrítugt og stundaði ýmis störf tengd sjávarútvegi bæði þar og á hinum fjörðunum. Magnús kvæntist móðursystur okkar Sólveigu og stofnuðu þau hjónin heimili í Sandgerði. Magnús stundaði þar útgerð ásamt mági sín- um Ola M. Jónssyni. Mikil gróska var í sjávarútvegi á Suðurnesjum um þetta leyti og fluttu foreldrar okkar, Víðir Sveinsson skipstjóri og Jóhanna kona hans, einnig til Sand- gerðis, ásamt foreldrum Sólveigar og Jóhönnu. Þessi fjölskylda er því komin úr faðmi fjallanna í Neskaup- stað upp á Miðnesheiði þar sem vindurinn blæs stöðugt. Samgangur var mikill á milli heimila þeirra systra, einnig voru Víðir og Magnús bræðrasynir og vinir góðir. Við systurnar litum á heimili þeirra Sól- veigar og Magnúsar sem okkar ann- að heimili og nutum þar mikils ást- ríkis. Ef lýsa á Magnúsi Marteinssyni kemur fyrst upp í huga manns ein- stök atorka hans, heillyndi og frá- bær kímnigáfa. Hann hafði marga mannkosti sem komu sér vel á hans Jífsferli, sem ekki var alltaf auðtroð- inn. Hans helsta viðfangsefni í lífmu var fjölskylda hans. Það duldist engum hversu annt Magnúsi var um konu sína og börn og ekki síður barnabörnin þegar þau komu. Við systurnar fengum svo að njóta væntumþykju hans við fráfall fóður okkar 1968, en þá styrktust enn frekar bönd þessara tveggja heimila | Kristinssyni, þau 'f skildu; Stefán Skaft- fell, f. 11.7. 1940, d. jok 2.6. 1970, Sandgerði, [B var kvæntur Kristínu Kristinsddttur; Ár- mann Bjarnason, f. I 10.11. 1911, dlst upp á I heimilinu frá ellefu ára I aldri, hann er kvæntur I Giiðmundu Jdnsddttur, I V e s t in a n n a e y j u m. Hinn 12. növember I 1955 kvamtisl Magn- I ús Sdlveigu Óskars- | ddttur, f. 12.1. 1944. Foreldrar hennar voru Óskar Sigurðsson og Sigríð- ur Einarsddttir á Framnesi í Nes- kaupstað. Magnús og Sölveig eignuðust þrjú börn, en fyrir hjdnaband eignaðist Magnús með Birnu Kr. Björnsddttur dótturina Jóhönnu, sem búsett er á Fá- skrúðsfirði, f. 12.1. 1944. Börn Magnúsar og Sdlveigar eru: 1) Marteinn, f. 28.5. 1955, kvæntur Guðlaugu Brynleifsddttur og eiga þau þijú börn, Magnús, Láru Rut og Hönnu Lísu. 2) Óskar Sig- urður, f. 23.1. 1959, kvæntur Unu Jöhannesdóttur og eiga þau tvö börn, Fríðu og Víking. 3) Helga, f. 23.10. 1961, gift Michael Green og eiga þau eina ddttur, Jenný Maríu. Magnús stundaði útgerð frá 21 árs aldri, en stundaði hin ýmsu störf hin síðari ár, var seinast starfsmaður í flugeldhúsi Flug- leiða. Utför Magnúsar fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. sem nefnd voru áður. Magnús missti þar góðan frænda og vin, en hann bar harm sinn í hljóði og beindi sinni væntumþykju að okkur systrum, og erum við honum eilíf- lega þakklátar. Heimili þeirra hjóna er rétt utan við þorpið í Sandgerði, á Arnarhóli, og þangað var oft farið. Það var hlý- legt og einstaklega snyrtilegt, Magnús sífellt að bæta og endur- byggja. Ekki var ólíklegt að Magn- ús væri útivið að dytta að ýmsu sem betur mætti fara. Talsvert land fylgir Arnai'hóli, sem gerði það að verkum að við krakkamir sóttumst eftir að vera þar. Túnið í kringum húsið var besti leikvöllur sem hugsast gat, tjamir frasu á veturna og hægt var að vera á skautum, og fyrr á áram vora þar gömul útihús sem buðu upp á hina ýmsu möguleika til leikja. Ekki var síður sóst eftir að leika sér í fjöranni neðan við húsið, þar sem era miklar klappir og fallegir sandar. Eftir að við systur urðum eldri og fórum að koma með okkar böm að Amarhóli sáum við að þau nutu þess einnig hvað staðurinn hafði upp á að bjóða og við kunnum að meta náttúrana og friðsældina sem var yfír öllu. Magnús var eftirsóttur í vinnu, harðduglegur og áreiðanlegur og þekktur fyrir að gera vel þá hluti sem hann tók að sér. Honum var hægt að treysta. Þessa eðliskosti hafa börnin hans einnig fengið, og ásamt því ástríki og þeirri leiðsögn sem þau nutu á sínu heimili fengu þau það veganesti sem hefur gert þau að farsælum einstaklingum. Marteinn elsti sonur þeirra er starfandi læknir í Svíþjóð, Óskar er rafmagnsverkfræðingur, og starfar hjá fyrirtæld sem er leiðandi í fjar- skiptaþjónustu í Bandaríkjunum. Helga yngsta bam Magnúsar starfar við bókhald hjá bifreiðaum- boði í Jacksonville í Flórída. Eins og sjá má hér era öll böm þeirra Sólveigar og Magnúsar búsett er- lendis. Það getur verið þungt mörg- um foreldram þegar börn og bama- börn era langt í burtu, en þau hjón- in samglöddust þeim yfir velgengni þeirra, en þau voru aufúsugestir á heimilum þeirra og notuðu öll sín frí í að dvelja með þeim, ýmist í Sví- þjóð eða Bandaríkjunum. Við systur kveðjum hér góðan frænda, og bömin okkar afa sem alltaf var gott að koma til. Magnús var einstaklega barngóður, hafði gaman af að vera innan um börnin og bar mikla umhyggju fyrir velferð þeirra. Hann gekk okkar börnum í afa stað, það var honum mjög eðli- legt og ljúft. Minning hans er skýr, hún mun lifa með okkur öllum. Elsku Adda mín, Teini, Óddi, Helga og fjölskyldur, hugur okkar dvelur hjá ykkur nú á þessum erfiða tíma. Megið þið finna styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Systurnar Sigurveig, Sigríð- ur Rdsa, Anna Aldís og Ósk Víðisdætur, makar og börn. Á Þorláksmessu hvarf Magnús til framhaldsstarfa handan sjónarsviðs okkar. Magnús, eða frændi eins og konan mín kallaði hann, reyndist henni ávallt mjög góður og var dótt- ur okkar sem afi. Að koma á Arnar- hól til Sólveigar og Magnúsar hefur alltaf verið eins og að koma heim í foreldrahús, ekki aðeins fyrir frænkuna, konu mína, heldur einnig fyrir mig. Enda leit Magnús alltaf á dætur Jóhönnu, systur Sólveigar konu sinnar, sem stelpurnar sínar. Börn þeirra leit hann einnig á sem barnaböm sín og kom fram við þau sem slík. Elsku Sólveig, ég veit að missir þinn er mikill og orð eru ekki mikiis megnug. En það vissi Magnús líka og því vildi hann láta verkin tala til þess að betrumbæta framtíðina. Og þegar veturinn er liðinn og aftur vorar, þá birtast verk frænda undan snjónum á Miðnesheiði. Plönturnar sem hann flutti út á heiðina og hlúði að þar í hrjóstrugu og ófrjósömu landi heiðarinnar. Hvort þessi til- raun frænda heppnaðist eða ekki, skiptir engu máli. Hugurinn sem fylgdi verkum hans segir allt. Hug- urinn til barnanna sem erfa landið. Svona var frændi í mínum augum. Elsku Sólveig, ég geymi minning- una um hann í hjarta mér. ívar Sigurgíslason. Okkur langar til að minnast frænda, sem nú er látinn eftir erfið veikindi. Við fjölskyldan vorum í lokaundirbúningi jólanna á Þorláks- messu þegar við fengum þær fregn- ir að frændi væri farinn. I allri ösinni var sem tíminn stæði í stað og margar minningar komu upp í huga okkar. Þó að tími ljóss og frið- ar væri að nálgast fáum við því víst ekki ráðið hvenær ættvinir kveðja. Það var greinilegt að hann átti að vera hjá öðrum ættvinum um jólin. Þegar minnst er frænda kemur væntumþykjan strax upp í hugann. Öllum vildi hann gera vel og sýna skilning, studdi og hvatti til dáða og dugnaðar. Sjálfur var hann líka harðduglegur maður sem sat sjaldnast auðum höndum. Frændi var mjög barngóður maður og lifði hann fyrir bamabörnin sín sem öll búa erlendis. Notuðu þau hjónin hvert tækifæri til að heimsækja börnin sín og rækta bamabörnin. Um okkar syni er hægt að segja að þeir hafi fengið að njóta umhyggju frænda, sem kallaður var „afi í sveitinni" af eldri syni okkar, eins og þeir væra hans eigin bamabörn því móttökumar vora alltaf hlýjar og ástúðlegar hjá þeim hjónum. Frændi var orðinn mjög veikur en hann bar höfuðið hátt og barðist við sín veikindi af miklum dugnaði. Aldrei var hann að íþyngja öðrum með sínum veikindum. Ef við innt- um eftir líðan hans þá sagði hann einungis: „góður dagur“ eða „slæm- ur dagur“, annað skemmtilegra vildi hann heldur ræða um. Við fjöl- skyldan fengum notið með þeim margra gleðistunda. Af mörgu er að taka og þá eru ferðir og ferðalög okkur efst í huga. Má þar nefna ættarmótið á Hornarfirði, heimsókn vestur í Stykkishólm og helgarferð í Borgarfjörðinn. Ekki má heldur gleyma ótöldum bílferðum í höfuð- borginni sem oftast enduðu með kaffisamsæti. Nú nýlega fundum við okkur sam- eiginlegt áhugamál sem er kartöflu- rækt og hefur hún verið stunduð á Arnarhóli með miklum blóma síð- ustu þrjú sumur. Garðurinn fór ört stækkandi frá ári til árs því frændi hafði svo gaman af því að gleðja aðra með því að gefa vinum og ætt- ingjum af uppskerunni. Stundin á milli stríða í kartöfluræktinni var svo þegar innréttaður var bar í gamla húsinu þar sem vættar vora kverkar og fengið sér saxað græn- meti. Þar voru einnig margar sögur sagðar til gamans, sem hlegið var að og aðrar um alvöra lífsins. Við viljum kveðja þig, elsku frændi, þín verður sárt saknað af okkur og litlu prinsunum okkar. Hvfl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Adda okkar, Oddi, Una, Helga, Mike, Teini, Gulla ásamt barnabörnum. Við vottum ykkur samúð okkar í þessari miklu sorg. Guð veri með ykkur og styrki. Ykkar, Kristján, Ósk og synir. Stund sorgarinnar er alltaf erfið- ust, þegar minningar um gleði- stundirnar hafa verið margar. Sorg- in er einkennileg að því leyti að söknuðurinn byggist á væntum- þykju. Mér finnst notalegt að eld- ast, það kemst jafnvægi á lífsslátt- inn, en erfiðast er að hafa fylgt fóð- ur og skyldfólki sínu til grafar sem hefur átt stóran hlut í lífi mínu. Elsku föðurbróðir minn, margar góðar minningar sækja á hugann og því sakna ég þín mikið. Ein sú fyrsta; við foreldrar mínir á leið með rútu til Sandgerðis að heim- sækja þig, Sólveigu og börnin. Á Arnarhóli var ávallt tekið á móti manni með opinn faðminn og allar móttökur einstaklega hlýjar og alltaf sest að hátíðarborði hjá Sól- veigu. Allt ykkar framferði beindist í eina átt, að bjóða fólk velkomið og hlúa að því í orði og verki. Heimili ykkar Sólveigar hefur alltaf verið opið mér og fjölskyldu minni. Seint gleymist mér fjöra- ferðin með þér, fyrir neðan Arnar- hól. Atlantshafið stóð okkur opið, lyktin, sjávarniðurinn og fjaran, mörkin milli lands og sjávar. Allt þetta minnti okkur á sameiginlegan upprana þar sem við gengum eftir fjöranni og ýmist spjölluðum eða þögðum. Onnur mynd skýst upp í hugann. Haustverkin í hámarki, þú býður mér og lítilli dóttur minni, Guðrúnu Stellu, í kartöflugarðinn og gefur af uppskera þinni. Þú vildir alltaf veita. Foreldrar þínir giftu sig 30. des- ember 1916 og amma María deyr 29. desember 1959. í dag fylgjum við þér svo til grafar. En þetta er lífsins gangur, að heilsast og kveðj- ast. Þú eins og öll þín systkini talaðir oft um æskuheimili þitt, Sjónarhól í Norðfirði. Þar eignuðust afi og amma þrettán börn og ellefu komust á legg en tvær dætur misstu þau, aðra á fyrsta ári, hina á þriðja ári og dóu þær báðar árið 1921. Stórfjölskyldan frá Sjónarhóli kemur oft saman og er þá margt spjallað og mikið hlegið. Það er sama hvort gleðin eða sorgin berja að dyrum, alltaf finnur maður fyrir samkennd og samsamar sig þessu skyldfólki sínu. Granninn að sam- kenndinni fengum við frá Sjónar- hólshjónunum Maríu Steindórsdótt- ur og Marteini Magnússyni sem bjuggu í um 43 ár saman á Sjónar- hóli og áttu börnin á árunum 1917- 1940. Ég, nútímakonan, hugsa oft til ömmu Maríu sem ól þrettán börn, átti ekki sjálfvirk og sjálfsögð heim- ilistæki, ekki stór húsakynni en veitti börnum sínum og afkomend- um þeirra eitthvað varanlegt sem lýsir þeim fram á ævibrautina. Það hefur ekki verið neitt smá- átak að koma þessum stóra barna- hópi upp hjálparlaust, sérflagi á kreppuárunum. Viljinn til að bjarga sér og nægjusemin á erfiðum tím- um, með börn í ómegð, gaf Sjónar- hólssystkinunum sterkan vilja, kjark og styi'k í veganesti. Jafnhliða hugarfarinu var heilsan góð og því var útkoman þessi. Á fáum misserum hefi ég kvatt þrjú föðursystkini mín og í veikind- um sínum hefur þeim öllum orðið tíðrætt um æskuár sín, minnst þeirra með hlýju í röddinni og talað um þau en ekki dauðann, þó helsjúk væru. Veganestið var nefnilega slíkt að höndla það sem hægt er að höndla en sýna æðruleysi því sem ekki er hægt að breyta. Þennan hátt hafðir þú á þegar til tals kom að öll börnin ykkar Sólveigar byggju erlendis með fjölskyldur sínar. Þér var í mun að heilsa þeirra væri góð og þeim vegnaði vel en síð- an fóruð þið eins oft að heimsækja þau og þið gátuð og nutuð ómældra ánægjustunda með þeim á þeirra heimilum. Fögnuðurinn var heldur ekki minni er þau komu heim á Arn- arhól. Á árinu fóruð þið Sólveig ut- an, þú orðinn mjög veikur. Með viljastyrk og umhyggju einstaks lífsförunautar tókst þér að vera í faðmi fjölskyldunnar, en þar áttuð þið ykkar sælustu stundir, enda eruð þið Sólveig einstakir foreldrar, ykkar eigin börnum og dætrum Jó- hönnu mágkonu þinnar, sem misstu föður sinn ungar og móður fyrir sex áram. Seint gleymist sú mynd er þú stóðst við altarið og hélst á yngsta sólargeislanum þínum undir skírn í Hvalneskirkju í haust, Jennýju Maríu, og síðan var haldið í stór- matarveislu á Arnarhóli. Alltaf gafst þú af sjálfum þér þó heilsan væri léleg. Börnin þín öll hafa sýnt ykkur gagnkvæma ást og virðingu. Elsku föðurbróðir minn, ég vil enn og aftur þakka ykkur Sólveigu fyrir allan þann styrk, stuðning og væntumþykju sem þið hafið sýnt okkur fjölskyldunni frá Hlíðargötu 18, Neskaupstað, á sorgar- og gleði- stundum. Nú segir enginn við mig með þíðri röddu og einstöku hljómfalli: „Sæl, elskan mín, hvað er að frétta af litlu skvísunni minni og hvað má bjóða þér?“ Ég á eftir að sakna þín mikið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Við Jón Ásgeir, Guðrún Stella, mamma Guðrún Sig- ríður, systur mínar Gígja, María og fjölskyldur þeirra þökkum þér sam- fylgdina. Við sendum Sólveigu, Jó- hönnu, Marteini, Óskari, Helgu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. í dag er til moldar borinn Magnús Marteinsson, sem kvæntur var Sól- veigu Óskarsdóttur, frænku minni. Ég vil kveðja þann öðling með fáum minningarbrotum. Það fyrsta sem kemur í hugann er hversu samrýnd þau Solla og Maggi voru allt sitt líf og hversu mikinn stuðning þau höfðu hvort af öðra, enda að jafnaði nefnd í sömu andrá. Ég man fyrst eftir Magga þegar þau Solla vora ung og í blóma lífs síns í Blönduhlíð í Reykjavík. Hann var ætíð vingjarnlegur við mig strákpjakkann og mér var strax hlýtt til hans. I Blönduhlíðinni var sambýli ömmu minnar, Sigríðar, sem ég var mjög hændur að og dætra hennar og maka þeirra, Sollu og Magga og Jóhönnu og Víðis. Öll voru þau mér góð og maður var velkominn til þeirra. Þessir einstaklingar mynd- uðu í huga mínum eina sterka heild. Á heimilinu ríkti mikill samhugur og gestrisni þeiira var við bragðið. Þau vora öll afar ættrækin og mikill gestagangur þar á bæ. Maggi naut sín vel í þessum hópi með sína þýðu, jöfnu lund og ánægju af að umgang- ast fólk. Síðar flutti þessi stórfjölskylda suður til Sandgerðis í þann mikla útgerðarbæ og bjó áfram í sambýli, fyrst á Brekkustíg en síðar í glæsi- legu húsi við Suðurgötu. Ég fór oft þangað í heimsókn með foreldrum mínum, en síðar einn með rútu. Mér eru minnisstæðar rútuferðir á vet- urna í fannfergi og skafrenningi og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.