Morgunblaðið - 30.12.1997, Side 48

Morgunblaðið - 30.12.1997, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Örn Eiðsson fæddist á Búðum á Fáskrúðsfírði 7. júlí 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala 19. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiður Albertsson skólastjóri og Guðríð- ur Sveinsdóttir org- anisti. Systkini hans eru Sveinn, Ragnhild- ur, Kristmann, Berta, y Bolli og Albert. Áttu þau eina hálfsystur sem var elst, Þórunni Evu Eiðsdóttur. Orn kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Hallfríði Kristínu Freysteinsdóttur, hinn 4. ágúst 1951. Foreldar hennar voru Freysteinn Siguðsson og Guð- laug Pétursdóttir. Börn Arnar og Hallfríðar eru: 1) Eiður, f. 16.10. 1951, kvæntur Hafdísi Stefáns- dóttur. Börn þeirra eru Einar Rafn Eiðsson og Valur Rafn Val- geirsson. Sonur Eiðs frá fyrra hjónabandi er Einar Örn. 2) Guð- björg Kristín, f. 29.7. 1958. Örn útskrifaðist frá Verslunar- Kveðja frá systkinum Skarð er nú fyrir skildi þegar elsti bróðir okkar, Öm, er fallinn frá. Margs er að minnast frá liðnum árum og eru þar bjartastar minn- ingarnar frá æskuárunum austur á Fáskrúðsfirði. Öm fór snemma að heiman til náms, fyrst í Gagnfræða- skólann á Akureyri og síðan í Versl- unarskóla íslands í Reykjavík. Það urðu alltaf fagnaðarfundir 'ypegar Öm kom heim um jól eða í sumarleyfi. Var þá bmgðið á leik og frjálsar íþróttir urðu oftast fyrir valinu, enda fékk Örn snemma áhuga á þeim og keppti í frjálsum fyrir Iþróttafélag Reykjavíkur. Hann var líka einn af frumherjum ungmennafélagsins Leiknis á Fá- skrúðsfírði. Örn var afar félagslyndur og átt- um við systkinin oft ijúfar og skemmtilegar samverustundir þar sem rifjuð vora upp bemskubrek og brall æskuáranna. Eftir að fjöl- skyldan öll fluttist til Reykjavíkur árið 1953 var mikill samgangur á milli okkar systkinanna, ekki síst þeirra Garðbæinga. *~i í stjórnmálum gekk Örn snemma í raðir jafnaðarmanna og sat m.a. eitt kjörtímabil í bæjarstjórn Garðabæjar. Öm var vel ritfær, var í mörg ár íþróttafréttaritari Alþýðu- blaðsins og gaf síðustu árin út fréttablaðið Garðapóstinn sem fjall- aði um málefni tengd bæjarfélag- inu. Þótti það vel til fundið og var því vel tekið. Nú að leiðarlokum þökkum við bróður okkar liðnar og ljúfar sam- verastundir og biðjum honum allrar blessunar. Höllu og börnunum sendum við innilegar samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu. f~"' Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur á dimmgrænum heimaslopp. Það var komið kvöld og við höfðum traflað hann frá sjón- varpsáhorfinu með uppáhringing- unni. Oft var þörf en nú var brýn nauð- syn. Vestmannaeyjagosið hafði haf- ist um nóttina og mikið um að vera á svarthvítum skjánum. Syninum hafði fundist gullið tækifæri til að kynna stelpuna og hún komst auk þess í sjónvarp, en slíku var ekki að heilsa í leiguherbergi hennar. Rödd húsbóndans, Amar Eiðs- sonar, hljómaði kunnuglega í eyr- um, hann hafði flutt magnaðar lýs- ingar af íþróttaviðburðum í útvarp- inu og við Lækjarfólkið höfðum lagt rækilega við hlustir er hann lýsti hlaupum ýmissa kappa. Þó var það mér svo víðs fjarri að hafa sérstak- an áhuga á íþróttum, hef líklega *?erið að bíða eftir „lögum unga fólksins". skóla Islands árið 1946. Hann hóf störf hjá Tryggingastofn- un ríkisins árið 1953 og starfaði þar til starfsloka. Hann var íþróttafréttastjóri Álþýðublaðsins frá 1954-1970. Örn sinnti ýmsum öðrum ritstörfum í tengslum við íþróttir og var um árabil ritstjóri Garðapóstsins, bæj- arblaðs f Garðabæ. Örn sinnti alla tíð margþættum félags- málum. Má þar helst nefna störf fyrir Alþýðuflokkinn, Fijálsí- þrót(asami>and íslands og Ólympíunefnd Islands. Örn ldaut æðstu heiðursmerki í íslensku íþróttalffi og heiðursmerki margra frjálsiþróttasambanda, m.a. allra Norðurlandanna. Hann var sæmdur æðsta heiðursmerki Alþjóða fijálsfþróttasambandsins 1986. Útför Arnar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann bauð til sætis í sjónvarps- hominu. Hlýddi mér yfir helstu staðreyndir uppruna míns milli að- alatriða gossins. Halla, sem hafði verið gengin til náða, enda löngum kvöldsvæf, kom fram til að líta grip- inn og Gugga varð ósköp feimin er hún kom heim og sá þessa ókunn- ugu stúlku sitjandi í sjónvarpshom- inu. Þetta var þá stelpan sem hafði tafíð bróður hennar undanfarið. Öm Eiðsson, húsbóndinn á heim- ilinu, átti eftir að vera tengdafaðir minn í áratug og góður vinur í ald- arfjórðung. Hann hefur nú verið burtkvaddur eftir snarpa orrastu. Banamein hans var krabbamein. Við vistaskipti samferðafólks er okkur tamt að rifja upp gengna slóð. Margt hafði á daga Arnar drifið áður en kynni okkar hófust. Hann var skólastjórasonur að austan og nafngift hans þótti í meira lagi und- arleg árið 1926. Fáskrúðsfírðingar vanir að kvenkenna öminn, vissu ekki betur en Guðríður og Eiður hefðu eignast son, svo hvað átti svona nafngift að þýða? Stundum finnst okkur sem oft heyrum at- burðum lýst að við höfum í raun upplifað þá sjálf með viðkomandi, en auðvitað þekkti ég aðeins af af- spurn strákinn sem ólst upp á Fá- skrúðsfirði og taldi víst að hann yrði hafður í beitu sökum rauða hársins, unga piltinn sem hleypti snemma heimdraganum og fór til Akureyrar til náms og síðar í Verslunarskóla Islands, unga manninn sem sagði upp störfum í Landsbankanum til að komast í eina utanlandsferð, því ef þessi ferð yrði ekki farin yrði ekki um neinar utanlandsferðir að ræða í hans lífi, unga ástfangna manninn sem fór til Akureyrar til að giftast Höllu sinni en nýtti ferð- ina til að sinna lífsáhugamáli sínu íþróttunum og var fararstjóri íþróttahóps - svona í leiðinni. Ég kynntist hins vegar vel Erni Eiðssyni - miðaldra. Manni sem var svo bóngóður og snúningalipur að ég hef ekki jafnoka hans hitt. Ævinlega reiðubúinn að skjótast, snattast og greiða götu samferða- manna sinna. Væram við unga fólk- ið að skemmta okkur og svo virtist sem allir leigubflstjórar væra famir heim að sofa, var ekki nema eitt ráð - hringja í Örn. Ekki nema sjálf- sagt, hvar ætti hann að mæta og innan skamms var hann kominn á náttfötunum að vísu í bleizernum utanyfir og joggingskóm til fótanna. Bauð svo bara góða nótt er heim kom, ekkert fjas um hvort ekki væri nú hægt að koma sér af vertshúsun- um meðan leigubílstjóram borgar- innar þóknaðist að starfa. Eg þekkti Örn best sem umhyggjusaman afa eldri sonar míns og yngri sonur minn naut líka góðs af örlæti þeirra hjóna. Þó formlegum tengdum okk- ar Amar lyki, var hann mér góður vinur, vinur sem samgladdist í með- byr og samhryggðist í mótbyr. Hafðu, minn kæri vinur, heilar þakkir fyrir samfylgdina. Ásdís Einarsdóttir. Við útfór Arnar Eiðssonar, fyrr- verandi starfsmanns við Trygginga- stofnun ríkisins, viljum við nokkrir vinir og samstarfsmenn minnast hans með örfáum kveðjuorðum og sendum eftirlifandi eiginkonu hins látna vinar Hallfriði Freysteinsdótt- ur, börnum, bamabörnum og öðram aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu. Með Emi er genginn góður mað- ur sem hafði gegnum starf sitt og félagsmálaafskipti margháttuð tengsl við ótrúlega stóran hóp manna bæði hér heima og erlendis. Hann vakti með hressilegri fram- göngu sinni og gleði, ánægju sam- ferðamanna sinna í lífinu. Má í reynd segja að aðalsmerki Arnar hafi verið sá þáttur í fari hans sem forfeður okkar kölluðu að vera lags- bróðir. Einnig kunni Örn þá vanda- sömu list að varðveita strákinn í brjósti sínu, þar til yfir lauk og varð hann því aldrei gamall og leiðinleg- ur. Má ef til viil segja að kjörorð hans hafi verið að finna í Fyrra bréfi Páls til Þessaloníkumanna 5.16: Verið ætíð glaðir. Örn Eiðsson fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði 7. júh' 1926. Foreldrar hans voru þau hjónin Eiður Al- bertsson skólastjóri og Guðríður Sveinsdóttir, húsfreyja og organisti við Fáskrúðsfjarðarkirkju. Ættir hans era að mestu leyti austfirskar, þó má geta þess að forfeður og frændur Arnar í föðurætt vora fræknir sjósóknarar við Eyjafjörð. Bömin vora mörg og umsvif á heimilinu óvenju mikil, því auk þess að vera skólastjóri var Eiður Al- bertsson sveitarstjórnarmaður um langt árabil og forystumaður á ýms- um sviðum. Telja má, að Örn hafi alist upp við og mótast af fjölbreytilegu og menningarríku fjölskyldulífi, sem bar svo ávöxt síðar á lífsleiðinni. Örn kunni frá mörgu skemmtilegu að segja frá uppvaxtaráram sínum og víst er um það, að ekki var dauft yfir mannlífinu þar fyrir austan þrátt fyrir kreppuárin fram að stríði. Öm lauk prófi frá Verslunar- skóla íslands 1946, stundaði síðan verslunarstörf um nokkurra ára skeið, en gerðist gjaldkeri hjá Tryggingastofnun ríkisins á árun- um 1953-1962, en varð eftir það fulltrúi í slysatryggingadeild og síð- ar í félagsmála- og upplýsingadeild og að lokum deildarstjóri þeirrar deildar. Á gjaldkeraáram Arnar vora bætur almannatrygginga greiddar í Tryggingastofnuninni og ekki heigl- um hent að standast það álag sem útborgunardögum fylgdi og láta kassann stemma. Muna margir hin- ar löngu biðraðir viðskiptamanna, sem vöktu athygli vegfarenda. Flest mannleg samskipti voru Erni auð- veld og er óhætt að segja, að störf sín hafi hann innt af höndum með lipurð og skilningi. En þekktastur mun Örn vera fyr- ir margháttuð trúnaðarstörf á veg- um íþróttahreyfingarinnar. Gildi íþrótta í uppeldi heilbrigðrar æsku var honum ljóst öðrum mönnum fremur. Einnig starfaði hann sem blaða- maður og útgefandi. I hlutverki íþróttaritara var hann frábær. Ekki má gleyma ýmsum afskipt- um af sveitarstjómarmálum og trúnaðarstörfum á vegum Alþýðu- flokksins. Þannig kom Órn ótrúlega víða við í félagsmálum og má hik- laust telja hann einn fremsta for- ustumann íþróttahreyfingarinnar í landinu um langt árabil. Öm Eiðsson var vel kvæntur. Eftirlifandi kona hans er Hallfríður Freysteinsdóttir frá Akureyri, þekkt dugnaðar- og sómakona. Var heimili þeirra hið glæsilegasta og jafnræði með þeim hjónum. Börnin eru þau Eiður og Guðbjörg Kristín, barnaböm Einar Örn Eiðsson, Val- ur Rafn Valgeirsson og Einar Rafn Eiðsson. Tengdadóttir Hafdís Stef- ánsdóttir. Er nú mikill harmur að þeim kveðinn er Örn, hinn umhyggjusami eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, er látinn. En við vitum, að látnir lifa og er það huggun okkar mannanna barna og vonarljós á dimmum sorgardög- um og ætíð. Blessuð veri minning Arnar Eiðs- sonar. F.h. vinnufélaga og vina hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hilmar Björgvinsson. Iþróttahreyfingin á Islandi hefur átt því láni að fagna að eignast marga ötula og óeigingjarna for- ystumenn. Leiðtogar eru jafn nauð- synlegir íþróttafólkinu sjálfu, menn sem hafa yfirsýn, atorku og úrræði, þegar fátækt og fábrotið íþrótta- starf rís úr öskustónni. Örn Eiðsson var einn þessara manna. Um margra áratuga skeið var Öm í far- arbroddi innan frjálsíþróttahreyf- ingarinnar, boðinn og búinn til hvers konar verka og viðfangsefna. Sjálfur var hann frjálsíþróttamaður á sínum yngri árum en jiekktastur varð hann íyrir störf sín í IR og seinna sem formaður Frjálsíþrótta- sambands íslands, lengst allra. Það var ekki alltaf auðvelt starf, enda máttu frjálsar íþróttir þola sætt og súrt meðan Arnar naut við. Hann lét aldrei deigan síga og alltaf var Öm fyrstur á vettvang, óþreytandi áhugamaður, ötull forystumaður, ósínkur á hvatningu og ráðlegging- ar til úrbóta. Það era allmörg ár síðan Örn hætti sem formaður FRÍ en alltaf var hann fyrstur til að fylgjast með, margfróður um árangur og afrek, næmur fyrir efnivið og glaðbeittur og ódrepandi, þrátt fyrir mótbyr og þunnan þrettándann í sumum mót- unum. Hann naut líka ógleyman- legra sigurstunda og þá var enginn stoltari af sínum mönnum. Starfsferill Arnar Eiðssonar var langur og drjúgur innan íþrótta- samtakanna. Hann átti sæti í Ólympíunefnd um tveggja áratuga skeið, var hér á áram áður íþróttaf- réttaritari Alþýðublaðsins og skrif- aði þá og síðar margt og mikið um sögu íþróttanna og viðburðaríka at- burði. Já, hann gaf íþróttunum mik- ið og mér er til efs að hann hafi nokkru sinni fengið greitt fyrir störf sín. Allt var þetta unnið af einskær- um áhuga, einlægum vilja til að láta gott af sér leiða í þágu æsku og at- gervis. íþróttahreyfingin stendur í þakk- arskuld við Örn Eiðsson og vill nú, við óvænt og ótímabært fráfall hans, votta Erni Eiðssyni virðingu sína og þakklæti. Iþrótta- og Ólympíusamband Islands kveður góðan dreng og farsælan leiðtoga. Ellert B. Schram. Hátíðin var að ganga í garð, Guð hafði boðað heilög jól. Friðar og gleði var að vænta, von um ástríki heims um ból. Stjama hvarf í skugga á himni, sorg í ranni í gleði stað. Óvænt mér að minnsta kosti sem mara fregnin sótti að. I frjálsíþróttum fimdust vinir, framundan boðuð gæfuspor. ÍR-KR-Ármann-ramminn, á íþróttavellinum gleðivor. Öm Eiðsson sem er nú kvaddur átti hlut í frama manns. Við hneigjum okkur Ijúf í lotning látnum vini og fjölskyldu’ hans. Guðmundur Hermannsson, KR. Félagar í frjálsíþróttadeild ÍR kveðja í dag hinstu kveðju Örn Eiðsson, kæran félaga og velgjörð- armann sem um hálfrar aldar skeið helgaði félagi sínu IR og frjálsí- þróttastarfseminni í landinu flestar tómstundir sínar. Örn Eiðsson var einn þeirra fjöl- mörgu manna er hófu frjálsíþrótta- iðkun um miðjan fimmta áratug ald- arinnar, á því tímabili sem gjarnan hefur verið nefnt „gullaldartímabil ORN EIÐSSON frjálsra íþrótta á íslandi". Þótt Örn hefði náð ágætum árangri sem ung- ur maður í millivegalengdahlaupum, einkum í 800 m hlaupi (2.03.5. 1948) varð ferill hans á hlaupabrautinni styttri en efni stóðu til. Framlagi sínu til eflingar frjálsíþróttastaif- seminni í landinu taldi hann bet.ur fyrirkomið með því að vinna að fé- lagsmálum og hjálpa þannig öðrum til að fá tækifæri til að bæta árang- ur sinn. Og það gerði hann með glæsibrag í nær hálfa öld af með- fæddri hjálpsemi og drenglund. Formannsstarfi í frjálsíþrótta- deild ÍR gegndi Örn um árabil, sat í aðalstjóm félagsins í rúman áratug, í stjórn FRÍ í 28 ár, þar af sem for- maður lengur en nokkur annar, eða í 16 ár, og í stjóm Ólympíunefndar íslands sat hann í um 20 ár. Auk að- alstarfs síns sem fulltrúi hjá Trygg- ingastofnun ríkisins frá árinu 1953 þar til hann fór á eftirlaun fyrir nokkram árum eftir nær 40 ára starf, var hann íþróttafréttaritstjóri Alþýðublaðsins 1954-70. Þá starf- aði hann um tíma við íþróttadeild Ríkissjónvarpsins. Hann gaf út og ritstýrði tímaritinu „Allt um íþrótt- ir“ 1950-51, var meðritstjóri íþróttablaðs ÍSÍ 1963-67 og hann var einn stofnenda Samtaka íþrótta- fréttamanna og sat í stjórn þeirra samtaka 1958-65. Síðustu árin gaf hann út Garðapóstinn, bæjarblað í Garðabæ. Öm var alla tíð einlægur jafnaðarmaður og gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Al- þýðuflokkinn. Er Örn lést var hann langt kom- inn með að skrifa sögu FRÍ, en sambandið fagnaði 50 ára afmæli sínu á þessu ári. Eins og sjá má af þessari upp- talningu var það ekki háttur hans að sitja auðum höndum. Hvenær sem til hans var leitað var hann reiðubúinn að leggja málum lið. Hann var afkastamaður. í lok ágústmánaðar sl. bauð stjórn frjálsíþróttadeildar ÍR Norð- urlandaforam ÍR frá árinu 1947 sem fóru í mikla frægðarfór um Norðurlönd, en Öi-n var einn þeirra, til samkomu í nýju félagsheimili ÍR í Breiðholti. Þar mætti Örn ásamt tólf öðram þátttakendum úr þeirri för, ásamt mökum flestra þeirra. Áttu viðstaddir þar saman góða stund þar sem ýmislegt var rifjað upp frá þeirri fór og lét Örn sitt ekki eftir liggja úr pontu með góð- um gamansögum. Mér er minnisstætt er við Örn stóðum úti á svölum ÍR-heimilisins þetta kvöld og horfðum út yfir iða- grænt svæðið þar sem hópur íþróttafólks var við æfingar í kvöld- kyrrðinni. Þá segir Örn við mig, glaður í bragði: „Þetta gátum við,“ og átti þá við að að lokum hefði IR eignast eigið íþróttasvæði. Örn og fleiri ruddu brautina, en aðrir félagar okkar ráku smiðs- höggið síðar af engu minni dugnaði. Hann veiktist skömmu síðar, ekki varð við neitt ráðið og nú er þessi góði vinur okkar, félagi og velgjörð- armaður allur. Við félagar í frjálsíþróttadeild IR vottum eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilega samúð okkar. Guð blessi minningu Arnar Eiðs- sonar. Hafi hann þökk fyrir allt það sem hann vann félagi sínu og okkur, svo og frjálsíþróttastarfseminni í landinu. Jón Þ. Ólafsson. Kveðja frá Fijálsíþróttasambandi íslands Með Erni Eiðssyni er genginn einn mesti forystumaður frjálsí- þróttanna á Islandi. Örn var sívak- andi um málefni íþróttarinnar allt þar til illvíg veikindi báru hann of- urliði. Hann var í forystusveit hreyfmgarinnar í um hálfa öld; fyrst í stjórn frjálsíþróttadeildar IR og aðalstjórnar félagsins og síðar í stjórn Frjálsíþróttasambandsins og sem formaður þess í 16 ár. Örn átti sæti í stjórn sambandsins í samtals 28 ár og þegar hann lét af störfum þótti ekki nema sjálfsagt að gera hann að heiðursformanni sam- bandsins. í tið Arnar sem formanns FRÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.