Morgunblaðið - 30.12.1997, Side 51

Morgunblaðið - 30.12.1997, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING PRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 51 ARNI ÁRNASON + Árni Árnason, fyrrum bóndi í Stóra-Klofa í Land- sveit, fæddist í Láta- læti í Landsveit 30.12. 1897. Hann lést á heimili sínu í Stóra- Klofa 11.9. 1979. For- eldrar hans voru Árni Árnason, bóndi í Látalæti, f. 9.8. 1864, d. 29.4. 1912, og Þór- unn Magnúsdóttir, f. 6.8. 1864, d. 6.12. 1901. Systkini Áma eru Magnea (dó kornabarn), Málfríð- ur, Ingiríður, Júlía, Þórunn, Kristín, Benedikta, Magnús, Þór- unn Ágústa og Margrét, öll látin nema Magnús og Margrét. Árni eldri missti Þórunni frá sex ung- um börnum. Seinni kona hans var Guðrún Magnúsdóttir, systir Þór- unnar. Þau áttu fjögur börn. Hinn 30. desember 1947 kvæntist Árni Hrefnu Kristjáns- dóttur, f. 8.5. 1922, ættaðri frá Vopnafirði. Börn þeirra eru: Kristján, f. 26.3. 1945, og Ruth, f. 24.6. 1948. Fyrir réttum 100 árum, 30. desem- ber 1897, fæddist kær frændi minn Árni Ámason íyrrum bóndi í Stóra Klofa í Landsveit. Nokkuð vai- öðru- visi um að litast þá í landi okkar en nú á tímum velmegunar og ofneyslu á flestum sviðum. Þó margt hafi breyst til batnaðar erum við enn að berjast við landeyðinguna sem átti eftir að verða ævistarf Arna. For- eldrar Árna í Klofa hófu búskap í Moldartungu (nú Meiritungu) í Holtum en fluttust árið 1897 að Látalæti í Landsveit. Árni missti móður sína 1901 og fóður sinn 1912. Guðrún, seinni kona Áma í Láta- læti, stóð þá frammi fyrir þeirri þungu raun að verða að leysa upp heimilið og koma yngri börnunum fyrir hjá skyldum eða vandalausum en elstu bömin fóru í vinnu- mennsku. Árni fór að Skarði til sæmdarhjónanna Guðnýjar og Guðna sem þar bjuggu ásamt börn- um sínum. Þar var fjölmennt heimili og glaðvært sem Ami minntist oft með gleði. Ég man aðeins eftir þessum öldnu og svipfallegu hjón- um og kallaði þau ömmu og afa eins og bömin í Skarði. Þó að systkinin frá Látalæti hafi ung tvístrast og alist upp við mis- jafnar aðstæður vora systldnabönd- in sterk. Þau héldu alla tíð hópinn eins og kostur var og ekki síst mun það hafa verið elstu systurinni Mál- fríði að þakka sem hélt hópnum saman. Hjá henni og manni hennar Ingvari á Bjalla í Landsveit áttu flest systkinin athvarf um lengri og skemmri tíma á barns- og unglings- áram sínum. Ámi hóf búskap í Stóra Klofa í Landsveit árið 1936. Hann var þá einhleypur og gerðist móðir mín, Þórunn Ágústa, ráðskona hjá hon- um. Þannig atvikaðist það að ég óx úr grasi undir hans verndarvæng frá því að ég var tveggja ára og til tólf ára aldurs og var þar meira og minna að sumarlagi á unglingsáram mínum. Eftir því sem árin líða verð- ur þetta tímabil áleitnara í minning- unni. Ég held að búskapur Áma frænda míns hafi verið farsæll. Jörðin var ekki ýkjastór og illa farin af sandágangi þegar hann hóf bú- skap en Árni breytti vörn í sókn, byggði og ræktaði frá grunni og tók tæknina í sína þágu eftir því sem tímar liðu. Árni í Klofa var ekki mikill vexti en grannur, sterkur og kvikur í hreyfingum. Hann var glaðlyndur, hlýr, söngvinn og skemmtilegur í góðra vina hópi. Hann var líka hygginn, hollráður og greiðvikinn og var gott áð leita til hans. Frændi minn þótti laginn við að kenna krökkum að lesa og naut ég þess þótt ekki gengi það hljóðalaust fyrir sig. Hann lagði meira upp úr áheyrilegum lestri en síbylju. Við hlustuðum saman á útvarpssöguna, Bör Börsson í flutningi Helga Hjörvar og tók- um undir með Páli ís- ólfssyni og Þjóðkóm- um. Útvarpið var helsta afþreyingin á síðkvöldum. Árni gerðist snemma starfsmaður Land- græðslu ríkisins, sem á þeim tíma hét Sand- græðslan, vegna þeirr- ar ógnar sem sandur- inn var. Hann færði blómlegar byggðir í kaf og ógnaði lífsviðurværi fjölda fólks sem ekkert gátu annað að gert en hopa undan ágangi hans. í bemskuminningum mínum man ég glöggt þau umsvif sem fylgdu störfum frænda mins á vorin þegar sandkallarnir mættu til leiks. Á hlaðinu stóð stór flutninga- bíll hlaðinn varningi, gaddavír og girðingastaurum, sem notaðir voru við landgræðslustörfin ásamt fá- brotnum verkfæram. Þar vora líka jámkarlar og naglbítar og margir pakkar af vírlykkjum sem notaðar vora til að festa vírinn á staurana. Þessu var svo hlaðið á hestvagna og haldið út á sandinn til að girða fyrir ágang hans. Girðingamar sem þannig vora settar með handaflinu einu saman skiptu mörgum tugum kílómetra í Landssveit einni. Við þessi störf vora nokkrir starfsmenn höfuðstöðva Sand- græðslunnar í Gunnarsholti ásamt nágrönnum Árna. Mönnum þessum þurfti heimilið að veita húsaskjól og beina á meðan á vertíðinni stóð, venjulega nokkrar vikur. Ég fékk það hlutverk að færa verkamönnun- um mat og kaffi ef þeir voru staddir það langt frá bænum að of langan tíma tók að fara heim til að matast. Móðir mín útbjó nesti og setti í töskur sem ég reiddi á einhverjum klámum, venjulega gömlum og ver- aldarvönum, því að stundum hringl- aði í töskunum. Það var mjög skemmtilegt að fylgjast með störf- um og viðhorfum þessara manna. Þeir gáfu sér tíma til að spyrja frétta og ræða við sendilinn um sitt hvað sem tilheyrði, svo sem hvað væri í töskunum góðu og hvemig ég fyndi þá alltaf á söndunum. Á haustin var önnur vertíð þegar tekið var til við að safna þroskuðu melgresinu sem sáð var og vaxið hafði innan girðinganna. Þá dreif að fólk til að skera korn, þ.e. að skera axið af melgresinu og safna í tínur sem bornar vora á öxlinni. Þegar tínan var full var losað úr 'henni í poka og svo koll af kolli. Fyrir hvem fullan poka var greidd ákveð- in upphæð. Venjulega voru það kon- ur sem verkið unnu, sumar hverjar mjög handfljótar og því mynduðust haugar af fullum strigapokum af skomu komi. Frændi minn skoðaði stæðurnar, tók upp hvem poka og vó á höndum sér til að fullvissa sig um að rétt væri vegið. Hver kona fékk miða upp á fjölda poka sem hún hafði fyllt. Ég fékk aðeins að taka þátt í þessum störfum en ár- angurinn var, held ég, lítill, lítið annað en nokkuð stórt ör á litlafingri vinstri handar sem minnir á þessa líflegu haustdaga. Fram á Flötum, sem kallað var, snertispöl frá bænum var stór hlaða þar sem korninu var safnað saman. í hlöð- unni var þreskivél, færibandið skrönglaðist áfram með skrölti og hávaða og skildi kjarnann frá hism- inu. Komið var síðan geymt vetrar- langt í hlöðunni og beið þar næsta vors til sáningar í einhverja sand- auðnina. Þetta var dálítið framandi heimur og öðruvísi en hin hefð- bundnu bústörf. Á þennan hátt börðust „vormenn íslands“ við eyðingaröflin eins og Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri nefnir þessa fumkvöðla land- græðslunnar á íslandi í afmælisriti Landgræðslunnar. Þessir vormenn íslands höfðu kjark og trú á að landinu mætti bjai’ga frá upp- blæstri og auðn með þrotlausu starfi sínu og árvekni við framstæð skilyrði. Þökk sé þeim öllum og mættu verk þeirra vekja okkur nú- tímafólk til umhugsunar á tímum mengunar af manna völdum. Þegar Ámi í Klofa og samstarfsmenn hans voru að berjast gegn landeyðingu var eyðing ósonlagsins óþekkt enda löngu fyrir daga ráðstefnunnar í Ríó og staðaldagskrár 21. Blessaðverigrasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér Ijóð hans, þrá og sigur hins þögla manns. Blessað veri grasið sem bh'ðkar reiði sandsins grasið sem græðir jarðar mein. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. (Snorri Hjartarson) Með þessum hendingum úr ljóði Snorra Hjartarsonar vil ég minnast 100 ára afmælis kærs frænda míns og þakka fyrir það veganesti sem ég hlaut í æsku. Kolbrún Haraldsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu samúð við fráfall NÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þó færa starfsfólki Vífilsstaðaspítala þakkir fyrir frábæra hjúkrun. Runólfur Sæmundsson, Logi Runólfsson, Anna Kristjánsdóttir, Daði Runólfsson, Ragnheiður Rfkharðsdóttir, Halldór Bjöm Runólfsson, Margrét Árnadóttir Auðuns. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SVEINRÚN ÁRNADÓTTIR, Laufásvegi 63, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 31. desember kl. 10.30. Sigrún Stefánsdóttir, Hjörtur Sígvaldason og barnabörn. + Útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS KRISTINSSONAR, Krummahólum 10, Reykjavík, fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 2. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjálpartækjarsjóð Sigriðar Óskar nr. 545 15 28934 f Islandsbanka í Hafnarfirði. Gunnar Már Gfslason, Sigurlaug Bjarnadóttir, Hansfna Kolbrún Jónsdóttir, Kristinn Jónsson, Guðrún Halla Jónsdóttir, Sigríður Ósk Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SIGFÚSSON, sfðast til heimilis á Sólvöllum, Eyrarbakka, sem andaðist að morgni jóladags, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 3. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dval- arheimilið Sólvelli, Eyrarbakka, eða Sjúkrahúsið á Selfossi. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Styrmir Gunnarsson, Unnur Frfða Halldórsdóttir, Marinó M. Marinósson og barnabarnabörn. + SVEINN KRISTJÁNSSON, Efra-Langholti, Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju daginn 3. janúar kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, laugar- Sveinn Flosi Jóhannsson og Jóna Sofffa Þórðardóttir, Efra-Langholti. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ÁSLAUGAR MATTHÍASDÓTTUR frá Patreksfirði, Barðavogi 32. Sórstakar þakkir fær hjúkrunar- og starfsfólk Hrafnistu, deild A4. Fyrir hönd sona, tengdadætra og bamabarna, Sveinþór Pétursson. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls LÁRUSAR ÁGÚSTS LÁRUSSONAR. Óskum ykkur gæfu og gengis á nýju ári. Valgerður Ragnarsdóttir og synir, Lárus Þorvaldsson og Sveinbjörg Eirfksdóttir, tngunn Lárusdóttir og fjölskylda, Sigrfður Ósk Lárusdóttir og fjölskylda. + Alúðar þakkir sendum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu VALBORGAR ELÍSABETAR HERMANNSDÓTTUR lyfjafræðings, og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát hennar og útför. Vandamenn. Lokað Heilsugæslan (Garðabæ verður lokuð I dag, þriðjudaginn 30. desember, frá kl. 13—15 vegna jarðarfarar ARNAR EIÐSSONAR, formanns stjórnar heilsugæslunnar. Heilsugæslan í Garðabæ. n*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.