Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLADIÐ Vitni vantar ^ÍJKIÐ var á kyrrstæðan bíl við Fjarðarvídeó við Lækjargötu 30 í Hafnarfirði um klukkan 23.30 á laugardagskvöld. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. Eigandi bílsins sem ekið var á, sem er rauður Nissan Almera ár- gerð 1996 með skráningamúmer- inu BI 806, hafði skroppið inn á myndbandaleiguna og dvalið þar í 15-20 mínútur. Þegar hann kom út um kl. 23.30 voru allmiklar SBkemmdir á vinstra frambretti og vélarloki bflsins og framlukt brot- in. Sagði lögreglan ekki fara milli mála að sá sem tjóninu olli hefði orðið var við áreksturinn. Talið er hugsanlegt að jeppi sé tjónvaldur- inn. -------------- Dagatal MS komið út DAGATAL Mjólkursamsölunnar í Reykjavík fyrir árið 1998 er komið út. Eins og undanfarin ár er við- •í'angsefnið sótt í íslenskuátak Mjólkursamsölunnar. Kristín Þorkelsdóttir, myndlist- arkona, myndskreytti dagatalið sem er dreift til viðskiptavina Mjólkursamsölunnar og í skóla landsins. -------------- Tónleikar í ♦ Rósenberg SVISSNESKA hljómsveitin Grace og Stjörnukisi halda tónleika í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast þeir kl. 22. Dagbók lögregiu yfir jólin Tekinn á 153 km hraða á Suðurlandsvegi TÖLUVERT annríki var hjá lög- reglu um jólahátíðina. Mörg verka lögreglu eru hefðbundin og ganga almennt vel fyrir sig. Með- al þeirra má nefna umferðar- stjórnun og aðstoð við vegfarend- ur sem leggja leið sína í kirkju- garða borgarinnar. Þá voru það á fjórða hundrað yngstu nemenda grunnskóla sem fengu heimsókn lögreglu er þeim voru afhent verðlaun í jólagetraun lögreglu og Umferðarráðs. Umferðarmálefni Síðan á Þorláksmessu hefur lögreglu verið tilkynnt um 57 um- ferðaróhöpp. Ekki voru allir öku- menn tilbúnir til að aka bifreiðum sínum á lögbundnum hraða um helgina. Einn ökumaður var stöðvaður eftir að hafa verið mældur á 153 km hraða á Suður- landsvegi. Ökumaðurinn var flutt- ur á lögreglustöðina og sviptur ökuréttindum. A Þorláksmessu varð árekstur á Snorrabraut við Bergþórugötu. Þar rákust saman bifreið og bif- hjól og varð að flytja ökumann bifhjólsins á slysadeild til að- hlynningar. Að morgni laugar- dags var ökutæki ekið á ljósa- staur á Sæbraut við Laugarnes- veg. Ökumaðurinn ók brott af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar í Kópavogi. Hann er grunaður um að hafa ekið bif- reið sinni undir áhrifum áfengis. Skömmu síðar valt önnur bif- reið á sama stað vegna mikillar hálku. Ökumanni og þremur far- þegum var ekið á slysadeild, einn farþegi hafði fengið glerbrot í auga og annar kenndi til í höfði. Fjarlægja varð ökutæki með kranabifreið. Um klukkan 6 að morgni laugardags var síðan þriðju bifreiðinni ekið á ljósastaur og grindverk á svipuðum slóðum. Ökumaður var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en fjarlægja varð ökutækið af vettvangi með kranabifreið. Fíkniefnamál Ungt par var handtekið á Þor- láksmessu og fundust í fórum þeiira ætluð fíkniefni og þýfi. Þá var rúmlega fimmtug kona hand- tekin á heimili sínu í Þingholtum eftir að fíkniefni fundust þar. Innbrot Brotist var inn í verslun í Stór- holti að morgni aðfangadags. Það- an var stolið talsverðu magni vindlinga og skiptimynnt. Þá var einnig farið inn í verslun við Aust- urbrún og þaðan stolið skiptimynt í peningakassa. Brunar Nokkur hefur verið um minni- háttar bruna. Unglingahópar hafa unnið skemmdir á póstkössum og kveikt eld í blaðagámum svo dæmi séu tekin. A þessum tíma ber oft nokkuð á slíkum skemmd- arverkum og fylgir það oft einnig sprenging skotelda af ýmsum gerðum. Rétt er að ítreka við söluaðila skotelda að virða aldurs- takmörk sem eru í gildi vegna slíkrar sölu en öll sala flugelda er bönnuð yngri en 12 ára og tak- markanir settar á sölu til einstak- linga yngri en 16 ára. Líkamsmeiðingar Á sunnudag kom aðili á veit- ingastað í miðborginni og leitaði ásjár vegna áverka sem honum hafði verið veittir. Maðurinn var fluttur á slysadeild en ljóst er hver árásarmaðurinn er. Annað Tveir unglingar 16 og 17 ára voru handteknir eftir að þeir höfðu brotið rúðu í verslanamið- stöð í Hraunbæ á sunnudag. Þeir stálu síðan snyrtivöram sem vora í útstillingu. Piltamir hlupu á braut en lögreglumenn hlupu þá uppi. Lögreglumenn á eftirlits- ferð veittu athygli bifreið sem ek- ið var á Hringbraut við Snorra- braut og hugðust kanna ástand ökumanns. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu fyrr en seint og illa og er hann loksins stöðvaði ökutæki sitt gerði hann tilraun til að hlaupa af vettvangi. Auðveldlega gekk hjá lögreglu- mönnum að hlaupa hann uppi vegna ölvunar ökumannsins. LEIÐRÉTT Niðurlag tónlistardóms féll niður í UMFJÖLLUN Jóns Ásgeirs- sonar um Kammertónleika í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 28. desem- ber, féll niðurlag greinarinnar nið- ur í meðförum blaðsins. Um leið og við birtum niðurlagið aftur er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. „Lokaverkið var píanókvintett- inn K. 452, fyrir óbó, klarinett, horn og fagott. Miklos Dalmay lék í pí- anóið og homistinn var Emil Frið- finnson. Það er skemmst frá því að segja, að þetta meistaraverk var einstaklega vel flutt og aftur rétt að ítreka það, að Camerarctica hópur- inn er að ná fullt vald á sérlega fág- uðu samspili, enda allir frábærlega efnilegt tónlistarfólk og ekki ástæða til að nefna einhvern sér- stakan. Þetta vora góðir Mozart tónleikar og vert að gaumgæfa vel, þegar þessi hópur lætur heyra í sér næst.“ Röng beyging I minningargi'ein Rúnars Helga Vignissonar um Jón B. Jónsson í blaðinu sl. sunnudag aflagaðist ein málsgrein í meðfóram blaðsins. Hún átti að vera svona: „Því þó að afi hafi einmitt verið maður hvers- dagsfatanna setti hann svip á um- hverfí sitt, bæði með orðum og at- höfnum, og hafði á sinn hátt áhrif á daglegt líf hundraða manna og hef- ur enn.“ Morgunblaðið biðst vel- virðingar á mistökunum. Kvæði til skattstjóra LJÓÐIÐ „Til ríkisskattstjóra" var birt í Bréfum til blaðsins á aðfanga- dag. Höfundur ljóðsins, Stefán Jónsson frá Sjónarhóli, hafði sam- band við blaðið og bað um að því væri komið á framfæri að hann hefði ekki sent þetta ljóð til blaðs- ins, heldur var það gert án hans vit- neskju. ornsagnagetraun Fornsagnagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu 31. desember. Getraunin byggist á spurningum úr köflum og kvæðum íslenskra fornbókmennta. Veitt verða þrenn verðlaun: # * Brennunjálssaga Halldór Laxness annaðist útgáfuna. Utgefandi er Vaka-Helgafell. Rætur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útgefandi er íslenska bókaútgáfan. Konrad Maurer íslandsferö 1858 í þýðingu Baldurs Hafstað. Útgefandi er Ferðafélag íslands. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. janúar. Ptfi&p r<' pí wlft lc,Pui0^^ ! ‘ a SVttriér ’Vtm í Æ ^ <»>f t ,1», f Þti'J LX ** , ’ f 1» * ii1 f S /*m'tt Vtua fc mu t Vý tráte 'ð:7? ‘fy' - ■a‘;r «f- „cr wæ). *>>* a ■'MdH BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024 lU uiðskiptanuuina banka dq sparisjpða Lokun 2. janúar og eindagar víxia Afgreiðslur banka og sparisjóða * | verða lokaðar föstudaginn 2. janúar 1 998. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og óramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1997 Samvinnunefnd banka og sparisjóða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.