Morgunblaðið - 30.12.1997, Page 63

Morgunblaðið - 30.12.1997, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 63 HREKKJALOMAFELAGIÐ í Vestmannaeyjum hélt hið ár- lega Skötukvöld sitt fyrir skömmu. Vinsældir Skötu- kvöldsins hafa farið vaxandi með hverju árinu og fer gest- um sífellt fjölgandi. Að þessu sinni var það haldið á veitinga- luisinu Hertoganum og var matseldin í höndum Tómasar Sveinssonar. Boðið var upp á hlaðborð með tveimur gerðum af skötu, saltaðri og kæstri, plokkfisk og saltfísk ásamt til- heyrandi meðlæti. Asmundur Friðriksson stjómaði veislunni og boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar sem krýndur var kóngur kvöldsins að venju. Að þessu sinni varð Jóhann Pétursson lögmaður fyrir valinu og var hann að vonum glaður yfir nafnbót- inni. Skötukvöldin eru karla- kvöld og kvenfólk hefur aldrei fengið að stíga fæti inn í veisluna fyrr en nú er einokun karlaveldisins féll. Ung Eyjakona, Heiða Mar- inósdóttir, mætti og sagði nokkra lauflétta brandara og fékk karlpeningin til að veina úr hlátri. Kvöldið var svo endað með söng við undirleik Árna John- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FRIÐRIK Már Sigurðsson og Guðmundur Alfreðsson hlógu dátt að bröndurum fyrstu konunnar sem fékk að koma á Skötukvöldið, Heiðu Marinósdóttur. gifif .onf.';';;,"*;"1 an>endir I’rtrarni e- ___ -« aö °S tekur Skötukvöld í Eyjum HALLGRÍMUR Tryggva- son brást ekki í leikþættinum frekar en áður og vakti mikla lukku með tilþrifum sínum. MYNPBÖNP________ Grín eða alvara? Fangaflug (Con Air)_______________________ S |i <* n n ii iny n <1 ★★★ Framleiðandi: Jerry Brucklieimer. Leikstjóri: Simon West. Handritshöf- undur: Scott Rosenberg. Kvikmynda- taka: David Tattersall. Tónlist: Mark Mancina og Trevor Rabin. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, John Cusack, John Malkovich, Steve Buseemi, Colm Meany, Ving Rhames. 111 mín. Bandaríkin. Touchstone Pictures/SAM myndbönd. Útgáfud: 15. des. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. ALLIR verstu glæpamenn Amer- íku eru saman komnir í einni flug- vél af ýmsum ástæðum. Þ.ám er hinn alræmdi en stórgáfaði Cyrus vírus (hann hefur drepið fleiri menn en krabbameinið!) sem leik- inn er af John Malkovich ásamt ýmiss konar pervertum af verstu sort. Hermaðurinn Cameron Poe (Cage) sem drap mann af slysni sníkir sér far með þessari vél því hann vill ólmur heim að hitta konu sína og dóttur. Og það reynist ekki vera í fyrsta sinn sem Poe er rang- ur maður á röngum stað ... Þessi ameríska hetjumynd er al- veg fínasta skemmtun þó ég sé ekki alveg viss um hvort hér sé um gam- an eða alvöru að ræða. Spennu- myndaklisjurnar eru ýktar og á það bæði við um samtölin og leikflétt- una. Myndin verður þannig gegnsæ og þá er ekki lengur spuming um hvernig hún endar, heldur felst spennan í því hvernig viss atriði og punktar eru útsettir, og hér tekst stundum bara ansi vel til. Persónusköpunin fer ekki var- hluta af þessari klisjugleði. 111- mennin eru svo yfirþyrmandi dramatísk að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir líta grimmilega í myndavélina. Svo em tveir þeirra fyndnir, (og þ.a.l. hálfgerð fífl) en það verður alltaf að vera til að létta upp á stemmninguna. Steve Buscemi leikur af mikilli smekkvísi geð- sjúkan fjöldamorðingja. Hann er alls ekki ýktur (engin Hannibal Canni- bal hér) heldur er þetta laglega skrifað hlutverk. John Malkovich er bara þolanleg- ur í þetta skiptið, og virðist vera búinn að gleyma því að hann lék í Dangerous Liaisons. Hann er í raun aðaltöffari myndarinnar og fær allar bestu línurnar. Miðað við hvernig hann skipuleggur og stjómar uppreisninni í flugvélinni er hann svo klár að hann ætti fyrir löngu að vera búinn að koma sér út úr fangelsi. Þótt þetta séu allt hryllilegir menn og ýmislegt ljótt sé við það að gerast, þá verður ekk- ert úr því nema slatti af mönnum er drepinn, en við erum öll orðin ónæm fyrir því. Þarna eru líka góða löggan (Cusack) og vonda löggan (Mean- ey). Þeim eru góð skil gerð og það vantar herslumun að írski Star Trek leikarinn fari á kostum. Besta týpan er svo náttúrlega leikin af hinum frábæra og yndislega leikara Nicolas Cage. Cameron Poe er húmorslaus Alabamalúði sem gerir ekkert annað en að væla um dóttur sína svo út tekur yfir allan þjófa- bálk. Cage er þekktur fyrir það að gera ýktar og sérstakar persónur úr sínum hlutverkum sem gerir hann að þeim góða leikara sem hann er. Hér fer hann svo sannar- lega yfir velsæmismörkin en yfír í væmnina og drengskapinn, sem er nýtt frá honum og ég held að ég muni alltaf muna eftir honum í þessu hlutverki. Hvort hér er ginn eða alvara á ferð liggur milli hluta, en ég ráð- legg væntanlegum áhorfendum að púkka upp á skopskynið þegar ætl- unin er að leigja Fangaflug. Hildur Loftsdóttir Vann mál- sóknina ►LEIKKONUNNI Hunter Tylo voru á dögunum dæmdar um 350 milljónir króna í skaðabætur vegna tilfínningalegs og fjárhags- legs skaða sem hún hlaut vegna brottreksturs frá sjónvarpsþætt- inum Melrose Place. Tylo náði ekki að leika í einum einasta þætti áður en samningi henn- ar var rift eftir að hún tilkynnti framleiðendum þáttanna að hún væri þunguð. Ástæða brott- rekstursins er sú að Tylo var ekki talin geta leikið sannfær- andi tálkvendi vegna líkamlegs ástands síns. „Það eina sem ég vildi heyra frá kviðdómendum var að þungun sé ekki gild ástæða fyrir brottrekstri. Eg vildi heyra það sagt; að ég gæti þrátt fyrir allt innt starfið af hendi,“ sagði Hunter Tylo sem hefur um árabil leikið í þáttunum „The Bold and the Beautiful“ sem sýndir eru á Stöð 2. Einn af lögfræðingum Tylo hafði orð á því eftir að dóm- urinn var kveðinn upp að sigurinn yrði mikilvægur í baráttu kvenna gegn mismunun í atvinnulífinu vegna þungunar. Spelling fyrirtækið neitar að gefast upp og hyggst áfrýja dómnum. Gamlárskvöld með Greifunum og frábæru diskótekl Áramótadansleikur 31. desember. Húsið opnar kl. 24:00. Dansað til Id. 04:00.18 ára aldurstakmark. Verð kr. 2.000. VILT ÞÚ HÆTTA AÐ REYKJA? Stattu við áramótaheitið! Námskeiðiö reyklaus að eilífu byggir á endurforritun hugans í stað hræðsluáróðurs eða efnastaðgengla. Því fylgir vlnnubók, pakki af jákvæðum staðfestingaspjöldum og stuðningsaðili eftir að nám- skeiðinu lýkur. Fyrra kvöldið lærir fólk að reykja upp á nýtt, Við „drepum í“ til frambúðar seinna kvöldið. Tugtr íslendinga hafa „drepið í “ sígarettunnf með hjálp þessa námskelðs á árlnu og álit þeirra er samdóma: „Jákvætt“„el<l<ert mál að hætta", „uppbyggileg", „námskeiðið vel upp sett“, „það fær meðmæli frá mér“, „það sem þurfti til“, „mun hafa áhrif á fleira f mínu lífi“ o.fl. Næstu námskeið verða haldin: 5. og 7. janúar í Reykjavík 6. og 8. janúar í Reykjavik 12. og 14. janúar í Garði (sérstakt átak) 13. og 15. janúar í Reykjavik 19. og 21. janúar í Reykjavík 20. og 22. janúar í Reykjavík 26. og 28. janúar f Reykjavík 27. og 29. janúar í Reykjavík að eilífu Skráðu þig núna! Takmarkaður fjöidi á hvert námskeið. Sími 561 3240, fax 561 3241, tölvupóstur: leidar@centrum.is JÁKVÆÐA LEIÐIN TIL AÐ HÆTTA! /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.