Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 12

Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 12
12 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dregið verður úr ferðum starfsmanna NÝ FARGJÖLD FLUGFÉLAGS ÍSLANDS^ ^Haust- fargj. 1997 Frá Reykjavík og aftur til baka Forgangs- Vildar- Ferða- Spari- Bónus- sæti sæti sæti sæti sæti Egilsstaðir 13.000 10.800 9.600 8.600 7.700 8.300 Höfn, Hornaf. 12.600 10.400 9.400 8.500 7.600 8.200 Húsavík 11.800 10.200 9.200 8.500 7.600 8.000 Akureyri 11.600 9.800 9.200 8.200 7.500 7.600 ísafjörður 11.200 9.800 8.800 7.800 7.300 7.200 Vestmannaeyjar 7.600 6.800 6.600 6.000 5.700 5.800 Forgangssæti: Forgangur ífremstu sæti, flýtiinnritun, forgangur á biðlista, ársmíði, breyting á bðkun að vild, miði aðra leið eða báðar, 1.200 vildarpunktar. Vildarsæti: Flýtiinnritun, forgangur á biðlistum, þriggja mánaða miði, breyting á bokun að vild, miði aðra leið eða báðar, 700 vildarpunktar. Ferðasæti: Mánaðarmiði, hægt að breyta bókun og kaupa aðra leiðina eða báðar. Sparisæti: Tveggja nátta dvöl að lágmarki, mánaðarmiði, báðar leiðir keyptar samt. Bónussæti: Tveggja nátta dvöl að lágmarki, mánaðarmiði, samtímis kaup á farseðli báðar leiðir og greiðsla við bókun. Nelly’s café Vínveitinga- leyfi í þrjá mánuði BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Nelly’s café vínveit- ingaleyfí í þijá mánuði, en af- greiðslu leyfisins var frestað á fundi borgarráðs í lok október sl. _ I umsögn skrifstofustjóra Félagsmálastofnunar segir að afgreiðsla umsóknarinnar hafi verið frestað vegna athuga- semda, sem bárust um rekstur staðarins og bréfs ásamt und- irskriftarlista nær allra ná- granna vegna hávaða og slæmrar umgengni við staðinn. Fram kemur að í viðræðum við rekstraraðila hafi komið fram að athugasemdir vegna hávaða hafi verið réttmætar og að lækkað yrði í tónlistinni. Hann taldi hins vegar að at- hugasemdir um slæma um- gengni væru stórlega ýktar og að erfitt væri að greina á milli hvaðan sá almenningur væri að koma sem leið ætti um ná- grennið. Nokkrir veitingastaðir væru þarna á litlu svæði auk þess sem gestir gengju oft eft- ir lokun upp Bankastræti og Laugaveg. V erzlunarmanna- félag Reykjavíkur Þjónustu- deildir flytja ÞJÓNUSTUDEILDIR Verzlun- armannafélags Reykjavíkur hafa verið fluttar á jarðhæð af níundu hæð í Húsi verslunarinnar við Kringluna 7. Að sögn Magnúsar L. Sveins- sonar, formanns VR, eru það kjaramáladeild, sjúkrasjóður, af- greiðsla atvinnuleysisbóta ásamt þjónustu vegna oríofshúsa sem verða á jarðhæðinni en stjórnun- ar-, fjármála- og tölvudeild verða áfram á áttundu hæð. „Það munar mikiu að fólk getur nú gengið beint inn af bílastæðunum í stað þess að taka lyftu,“ sagði Magn- ús. „Hér koma fleiri þúsund manns á dag.“ Sagði hann að til þessa hafi greiðsla atvinnuleysis- bóta farið fram hjá hverju séttar- STURLAUGUR Þorsteinsson, bæj- arstjóri á Höfn í Hornafirði, segir að dregið verði úr ferðum starfs- manna bæjarins sem nemur hækkun á flugfargjöldum. Hann segir að bæjarbúar hafi almennt verið mjög ánægðir með lækkun fargjalda en á sama hátt óánægð með hækkun far- gjalda. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að það geti orðið erfitt að átta sig á öllum þeim flokk- um sem nú er boðið upp á. „Ég veit ekki hvort hækkunin hefur áhrif á ferðatíðni almennings," segir Sturlaugur. En það er ljóst að hækkunin getur komið beint við bæjarsjóð. Við höfum notið góðs af þeim lágu fargjöldum sem hafa ver- ið. Við breytum ekki fjárhagsáætl- unum okkar í samræmi við breytt flugfargjöld þannig að hækkunin kemur niður á ferðatíðni starfs- manna bæjarins. Þessi flokkun er reyndar nýtilkomin og við höfum ekki alveg áttað okkur ennþá á henni," sagði bæjarstjórinn á Höfn. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að hækkunin sé nei- félagi fyrir sig en eftirleiðis verða bæturnar eingöngu afgreiddar á tveimur stöðum hjá VR og Dags- brún. „Við höfum verið með um 800 manns á atvinnuleysisbótum lyá okkur og borgað út á tveggja vikna fresti en nú verða þetta sennilega um 1.500 manns sem við verðum að þjóna með atvinnu- leysisbætur," sagði hann. Töluverðir flutningar hafa ver- kvæð fyrir þá sem nota þennan sam- göngumáta. „Það þarf þó að horfa til þess að það þarf að vera hægt að halda uppi þjónustu. Félögin hafa ið í Húsi verslunarinnar á síðasta ári. Samvinnulífeyrissjóðurinn sem áður var á þriðju hæð er kominn á aðra hæð. Vinnumála- sambandið flutti inn á aðra hæð og SR-mjöl hefur keypt þriðju hæðina. Félag ísl. stórkaupmanna keypti níundu hæðina og Lífeyris- sjóður verslunarmanna keypti fimmtu hæðina af Félagi ísl. stór- kaupmanna. bæði gefið það upp að fargjöldin hafi verið heldur of lág. Það þýðir ekkert að beija hausnum í steininn í sambandi við það, flugið verður að bera sig. Ég vona þó að menn fari eins vægilega í breytingar og hægt er. Varðandi alla þessa flokka og hve flókið það virðist vera orðið að átta sig á þeim þá sýnist mér það ekki vera af hinu góða. Þekki ég þetta rétt var aðeins eitt fargjald hjá íslandsflugi,“ sagði Jakob. Hann sagði að starfsmenn Akur- eyrarbæjar væru á sérstökum kjör- um með svokölluð þjónustubréf. Bærinn keypti fyrirfram farseðla fyrir ákveðna upphæð. Þau fargjöld voru töluvert lægri en fullt verð frá Flugfélagi íslands og Flugleiðum þar á undan sem flestir starfsmenn bæj- arins hefðu þurft að nota vegna þess að yfirleitt er um skemmri ferð- ir að ræða. „Það er hins vegar slæmt ef verið er að gera mönnum erfiðara fyrir að nýta sér lægstu fargjöldin og hækkunin sé e.t.v. meiri í raun en í fyrstu virðist. Mér finnst það altént blasa við að það verði ansi flókið fyrir menn að átta sig á því hvernig þeir komast best út úr þessum far- gjöldum," sagði Jakob. Morgunblaðið/Þorkell GYLFI Aðalsteinsson, starfsmaður Verslunarmannafélags Reykja- víkur, í nýju skrifstofunni á jarðhæð í Húsi verslunarinnar. Friður 2000 vill í Reykholt ÁSTÞÓR Magnússon, forsvarsmað- ur Friðar 2000, telur allt benda til að ganga eigi framhjá umsókn Frið- ar 2000 um að setja á stofn alþjóð- legt friðarsetur og skóla í Reykholti í Borgarfirði. Hann segist vera mjög undrandi á afstöðu séra Geirs Wa- age, sóknarprests í Reykholti, sem hafi lýst andstöðu við hugmyndina. Ástþór segist hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa umsókn Friðar 2000 um að samtökin fái aðstöðu í Reykholti. Forsvarsmenn alþjóð- legra friðar- og mannúðarsamtaka hafi lýst stuðningi við hugmyndina og lýst sig tilbúna til að taka sæti í stjórn friðarseturs í Reykholti. Hann segist hafa leitað eftir stuðn- ingi séra Geirs við hugmyndina í þeirri von að stuðningur hans myndi auka líkur á að umsókninni yrði vel tekið af hálfu Hagsýslu ríkisins og menntamálaráðuneytisins, sem fara með forræði skólamannvirkjanna í Reykholti. Geir hafi hins vegar lýst yfir andstöðu við hugmyndir Friðar 2000 og einnig að samtökin fengju aðstöðu í Reykholti. Ástþór segir að viðbrögð séra Geirs hafi komið sér mjög á óvart. Hann hafi talið að kirkjan og Friður 2000 stefndu að sameigjnlegu markmiði um frið á jörðu. Ástþór segist ekki geta sætt sig við þessa afstöðu séra Geirs og segist g;era kröfu til þess að honum verði vikið úr embætti. Komi í ljós að kirkjan sem heild hafi sömu afstöðu til frið- arboðskapar Friðar 2000 og séra Geir ætli hann að segja sig úr kirkj- unni. Ástþór hefur sent biskupi íslands bréf þar sem spurt er um afstöðu kirkjunnar til boðskapar Friðar 2000 og ummæla sem hann hefur eftir séra Geir. Hlutu rithöfunda- styrk Ríkisútvarpsins Morgunblaðið/Árni Sæberg. KRISTÍN Ómarsdóttir og Kristján Árnason ásamt Inga Boga Bogasyni formanni Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. ÁRLEG styrkveiting úr Rithöfundasjóði Rík- isútvarpsins fór fram á gamlársdag við athöfn í Bláfjallasal útvarpshússins að viðstöddum forseta Islands, menntamálaráðherra, útvarps- stjóra og fleiri gestum. Sjóðinn mynda m.a. höfundalaun sem höfundar finnast ekki að og var heildarfjárhæðin nú ein milljón króna, sem skiptist til helminga milli tveggja höjfunda. Þeir sem hlutu verðlaunin eru Kristín Ómars- dóttir og Kristján Árnason. Kristín hefur vak- ið eftirtekt á undanförnum árum fyrir frum- lega og sérstaka bókmenntasköpun og Kristján er löngu kunnur fyrir vandaðar þýðingar nýrra og eldri meistara í bundnu og lausu máli, eins og formaður sjóðsstjórnar, Ingi Bogi Bogason, orðaði það við afhendinguna. Konur að sækja í sig veðrið Þar kom fram að á 41 árs ferli Rithöfunda- sjóðsins hafa verið veittar úr honum 16.320.000 krónur til 77 rithöfunda, 62 karla og 15 kvenna. í þakkarávarpi sínu vakti Krist- ín athygli á því að á árinu sem er að kveðja komu út margar nýjar frumsamdar bækur eftir konur og að á síðustu árum hafa konur á þessari eyju verið að sækja í sig veðrið, skrifa og koma efni sínu áleiðis til lesenda með hjálp útgefenda. Kvaðst hún nefna þetta svona af ótta við að það hefði farið framhjá fólki vegna þess að það þarf að segja hlutina og það þarf að segja þá oft. Alveg eins og þarf að segja þá á einfaldan hátt - með fáum eða_ mörgum stjörnum. Á þessu hausti gaf Kristín út skáldsöguna „Elskan mín ég dey“, fjölskyldusögu sem ger- ist í íslensku sjávarþorpi og fjallar um látna sem lifendur. I stuttu spjalli kvaðst Kristín ánægð með góðar viðtökur. Það sé gott að fá slík viðbrögð, sem gefi höfundi gott skap til að takast á við nýtt verkefni, nýja skáldsögu sem hún vildi ekki segja meira um, en kvaðst vera á förum í sumarbústað til að loka sig af og hefjast handa. Sígildar þýðingar Kristján Árnason hefur á undanförnum árum sent frá sér rómaðar þýðingar á verkum eldri sígildra meistara. í fyrra komu út Rilke- þýðingar hans og hann hefur verið og er enn að fást við að flytja á íslensku hinn viðkvæma og undurfagra skáldskap latneska skáldsins Ovids, höfund Metamorphoses. Síðast kvaðst hann hafa verið að reka endahnútinn á þýð- ingu á Cyrano de Bergerac eftir franska skáld- ið Edmond Rostand, sem er í bundnu máli. Leikritið liggur hjá Þjóðleikhúsinu og hefur dregist að það kæmist á fjalimar, en á meðan bíður verkið útgáfu líka, en Kristján kvaðst nú vera farinn að ókyrrast eftir að koma því á prent. Kristján kvaðst í þakkarávarpi sínu vera vanari því að eiga sæti í nefndum sem veita verðlaun fremur en vera í sporum þess sem við tekur. Þótt það kæmi honum í opna skjöldu þá segði hann alls ekki að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Þó svo sagt sé að sælla sé að gefa en þiggja, þá geti hið síðar- nefnda einnig verið Ijúft, að minnsta kosti þótti forföður okkar Agli ekki leitt að þiggja sitt eigið ljóta höfuð að skáldalaunum forðum og trúlega ekki heldur ástmegi okkar, Jónasi, að þiggja hörpudiskinn af systur sinni, en það séu einu skáldalaunin sem hann kvaðst muna til að Jónas hefði fengið. Hér skipti einnig máli hver sá aðili er sem viðurkenningu veit- ir. Áður fyrr þótti nú ekki spilla fyrir að hann væri konungborinn. Kristján kvað það mikið ánægjuefni að hér og nú sé það Ríkisútvarpið sem hlut á að máli. „Ríkisútvarpið er í mínum augum okkar sanna akademía eða háskóli allr- ar þjóðarinnar og höfuðvígi þeirrar sjálfstæðu menningar okkar sem nú er sótt að úr öllum áttum, jafnt utanfrá sem innan,“ sagði hann og lét í ljós von um að okkur megi auðnast að standa vörð um þessa ágætu stofnun þann- ig að hún verði áfram sá menntabrunnur og vettvangur vitsmunalegrar umræðu sem hún hefur verið til þessa. Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins er skipuð fimm mönnum. Formaður er Ingi Bogi Bogason, skipaður af menntamálaráðherra, Margrét Oddsdóttir og Sigurður Valgeirsson skipuð af Ríkisútvarpinu og Anton Helgi Jóns- son og Gerður Kristný, skipuð af Rithöfunda- sambandinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.