Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNB L AÐIÐ AKUREYRI Nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju Píanókonsert eftir Beethoven og sinfónía eftir Dvorák SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands fagnar nýju ári með tónleik- um í Glerárkirkju á morgun^ sunnu- daginn 4. janúar kl. 17. A efnis- skránni eru tvö verk, 8. sinfónía tékkneska tónskáldsins Antoníns Dvoráks og Píanókonsert nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari á tónleikunum er Daníel Þorsteinsson píanóleikari. „Ég hef oft spilað með smærri hljómsveitum, en aldrei áður einleik með sinfóníuhljómsveit. Þannig að þetta er svolítið nýtt fyrir mér,“ sagði Daníel en hann ásamt Sigurði Halldórssyni sellóleikara lék á liðnu ári öll verk Beethovens sem skrifuð voru fyrir píanó og selló. „Maður sökkti sér ofan í Beethoven og það var ágætis undirbúningur fyrir þessa tónleika þó svo að þeir hafi reyndar ekki verið til komnir þá,“ sagði Daníel. Beet- hoven frumflutti Pí- anókonsert nr. 3 árið 1803, en með því verki var brotið blað í tón- listarsögunni þar sem tónskáldið fór ótroðn- ar slóðir í tónsetningu og stfl, en þetta hríf- andi og magnþrungna verk hefur æ síðar snortið áheyrendur djúpt. Dvorák samdi 8. sin- fóníuna þegar hann var á hátindi frægðar sinn- ar, en um hana hefur verið sagt að hugmynd- ir tónskáldsins hafí flætt svo hratt fram að það hafí vart getað hamið þær, enda kemur verkið áheyrendum sífellt á óvart í endalausum margbreytileika sínum. „Þetta er ein af stærstu rómantísku sinfóníunum, sú sem kemur á undan nýja- heimssinfóníunni, þeirri númer 9. Hún er líkt og Dvorák er, stór- ar, miklar línur og oft dálítið þjóðlagakennd," sagði Daníel. Hann sagði bæði verkin magnþrungin og hann hlakkaði til að takast á við að leika þau á tónleikunum á morgun. „Ég hef kannski ekki verið sér- lega skemmtilegur yfir jólin, með þetta alveg á heilanum, en maður verður að slíta sig frá æfing- unum, þótt það sé erfitt. Nú er ég orðinn óþreyjufullur. í rauninni er þetta stórkostlegt tækifæri fyrir mig. Oftast er maður sjálfur í því að skapa sér sín tækifæri, þess vegna er svo yndislegt þegar manni er boð- ið að taka þátt í tónleikum af þessu tagi,“ sagði Daníel. Hljómsveitarstjóri _ á tónleikunum verður Guðmundur Oli Gunnarsson, en hann hefur verið aðalhljómsveit- arstjóri sveitarinnar frá upphafi. Hann er auk þess fastur stjórnandi Caput hópsins og hefur stjómað hljómsveitum heima og í útlöndum, m.a. Sinfóníuhljómsveit Islands. Þetta er fimmta starfsár Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands sem held- ur að jafnaði ferna til fimm tónleika á hverju starfsári. A nýárstónleikun- um skipa um fimmtíu manns hljóm- sveitina. Daníel Þorsteinsson pfanóleikari. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á morg- un, sunnudag. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 17.15 næst- komandi fimmtudag, bænar- efnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14 á morgun, Barnakór Glerár- kirkju syngur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 17, Majórarnir Turid og Knut Gamst stjórna og tala. Jólafagnaður fyrir unglinga- klúbbinn kl. 20.30 á þriðju- dag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, bæn og lofgjörð kl. 17.30 á fimmtudag, fyrsti fatamarkaður ársins frá kl. 10 til 17 næsta föstudag og kl. 19.30 þann dag er fundur hjá 11 plús mínus. KFUM og K, Sunnuhlíð. Bænastund kl. 20 á sunnu- dagskvöld, 4. janúar. Morgunblaðið/Kristján Mikill fjöldi fólks á ferð um áramót Náttúrulækningafélag íslands og Akureyrarbær V ílj ay nrlýsing um leigu á Kjarnalundi FYRIR liggur viljayfirlýsing frá stjóm Náttúrulækningafélags Is- lands sem á Kjarnalund í Kjama- skógi og bæjaryfirvalda á Akureyri um að leita samninga um flutning á starfsemi dvalarheimilisins í Skjald- arvík í Kjarnalund. Vilhjálmur Ingi Arnason í stjórn NFLÍ sagði að Hótel Harpa hefði Kjarnalund á leigu næstu árin og eftir ætti að ræða við forsvarsmenn þess um málið. Kjarnalundur er 2.400 fermetra stór bygging og um 200 milljóna króna virði að sögn Vil- hjálms Inga. Ailt að 70 manns geta gist hótelið en verði því breytt í dvalarheimili má gera ráð fyrir að rými verði fyrir um 50 manns. Leita Ieiða til að halda lífí „Við eigum þessa stóru eign og hún kostar okkur mikla peninga, við erum að leita allra leiða til að tryggja að hún verði okkur ekki myllusteinn um háls og drekld okk- ur. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst því yfir að þau muni ekki nota húsið á næstunni, þannig að við erum bara að leita leiða til að halda lífi,“ sagði Vilhjálmur Ingi. I haust fól bæjarráð Akureyrar Jakobi Bjömssyni bæjarstjóra, Sig- urði J. Sigurðssyni bæjarfulltrúa og Valgerði Magnúsdóttur félagsmála- stjóra að eiga viðræður yið fulltrúa Náttúrulækningafélags íslands um hugsanlega leigu á Kjamalundi með það fyrir augum að flytja starfsemi dvalarheimilisins Skjaldarvíkur þangað. Gera þarf miklar og kostn- aðarsamar endurbætur á húsnæði Skjaldai-víkur, þannig að bæjaryfir- völd hafa á síðustu mánuðum leitað annan-a lausna, m.a. hvort hugsan- legt sé að leigja Kjamalund og flytja starfsemi dvalarheimilsins þangað. Það á að gefa börnum bók SIGRÚN Klara Hannesdóttir flytur fyrirlestur við Háskólann á Akureyri næstkomandi þriðjudag 6. janúar kl. 16 í húsnæði háskólans á Sólborg, gengið inn um aðaldyr frá bílastæði. Fyrirlesturinn nefnist Það á að gefa börnum bók - jólabækur, lestr- arvenjur, Netnotkun barna og ung- linga á íslandi. Ekki hefui- þótt síður mikilvægt að gefa bömum bók að líta í en „brauð að bíta í“ á jólunum, en tímar hafa breyst og læðist sá ótti að mörgum að börn og unglingar hafi meiri áhuga á tónlist, tölvuleikj- um og því að kafa í undirheima Nets- ins, en að sitja yfir bókum. Sigrún Klara mun velta upp ýms- um spurningum í fyrirlestri sínum, til dæmis hvort gjafavenjur, bóklest- ur og Netnotkun eru breytilegar eft- ir aldri, kyni og búsetu. Dr. Sigrún Klara er prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla ís- lands. / 0PÍnn A^SllÍbeywÍ fyrirlestur Tími: Þriðjudagur 6. janúar Staður: Háskólinn á Akureyri, Sólborg, aðalbygging (gengið inn frá bílastæði) Flytjandi: Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir Efni: Það á að gefa börnum bók... Jólabækur, leslrarvenjur og Internetnotkun barna og unglinga á íslandi 410 fæðingar á FSA á nýliðnu ári Fyrsta Norðlend- ingsins beðið FJÖLDI fólks var á ferðinni á Akureyri um áramótin. Margir fóru að áramótabrennum og urðu nokkrar tafír á umferð einkum í kringum brennu við Réttar- hvamm. Eftir að dansleikjum lauk klukkan fjögur um nóttina safn- aðist mikill mannfjöldi saman á Ráðhústorgi en ölvun var ekki áberandi mikil, að sögn varð- stjóra lögreglunnar. Flestir hefðu verið til fyrir- myndar, en sumir hefðu ekki get- að stillt sig um smáslagsmál þannig að einhverjir hefðu fagnað nýju ári með glóðarauga eða blóð- nösum. FÆÐINGAR á fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri urðu alls 410 á árinu 1997, eða 18 færri en árið áður. Alls fæddust 419 börn á nýliðnu ári, 216 stúlkur og 203 dreng- ir og voru tvíburafæðingarnar 9. Nýársbarn hafði ekki komið í heiminn á Norðurlandi um miðjan dag í gær, hvorki á Akureyri, Húsa- vík, Siglufirði né Sauðárkróki. Fæðingar á Sjúkrahúsinu á Húsa- vík urðu alls 43 á síðasta ári, 44 á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og 13 á Sjúkrahúsinu á Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.