Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Hart sótt að útgerð bandarískra frystiskipa á Kyrrahafí og við austurströndina
Ólíkir hagsmunir
innan útvegsins
SKIPVERJAR á bandaríska verksmiðjutogaranum Ocean Rover með risahal af alaskaufsa á dekkinu. fs-
lenski skipstjórinn Pétur Már Pétursson er fyrir miðju.
MIKILL styr stendur um rekstur
verksmiðjutogara í Bandaríkjunum
um þessar mundir en það var fyrir
nærri hálfu öðru ári, að samtök
grænfriðunga skáru upp herör gegn
þeim. Síðan hafa blandast inn í
þetta stríð aðrir hagsmunir, til
dæmis landvinnslunnar í Alaska, en
helsti talsmaður hennar er Ted
Stevens, öldungadeildarþingmaður
repúblikana fyrir Alaska. Hefúr
hann lagt fram frumvarp á þingi um
að útgerð verksmiðjuskipa innan
bandaríski-ar lögsögu verði alveg
hætt í áfongum. Eigendur verk-
smiðjuskipanna hafa hins vegar
ekki í huga að gefast upp baráttu-
laust. Frá þessu er skýrt í banda-
ríska sjávarútvegsblaðinu National
Fisherman, sem gefíð er út í
Seattle.
Aróðurinn gegn verksmiðjuskip-
unum er ekki aðeins rekinn á vest-
urströndinni og í Alaska, heldur
einnig á austurströndinni, til dæmis
gegn frystitogaranum Atlantic Star,
sem er að búa sig til veiða á síld og
makríl. Frumvarp um, að frystiskip
verði útilokuð frá þeim veiðum hef-
ur verið samþykkt í fulltrúadeild-
inni og er nú til umræðu í öldunga-
deild. I Norðvestur-Bandaríkjunum
og í Alaska hefur aðallega verið tek-
ist á um skiptingu Alaskaufsans
milli frystiskipa annars vegar og
landvinnslunnar hins vegar en með
tillögu Ted Stevens um að frystiskip
verði gerð útlæg úr lögsögunni eru
átökin komin á nýtt stig.
Frystiskipaeigendur
blása í herlúðra
Eigendum frystiskipanna fmnst
nú nóg komið og eru að skipuleggja
gagnsókn. Þeir benda meðal annars
á, að það hafi verið frystiskipin, sem
í raun hafi gert bandarísku efna-
hagslögsöguna bandaríska og rutt
út stórum flota erlendra skipa. Þeir
benda á þann ávinning, sem hinn al-
menni neytandi hafí haft af fram-
leiðslu frystiskipanna, og á yfirlýs-
ingar vísindamanna, sem hafa hrak-
ið fullyrðingar grænfriðunga um of-
veiði.
Þegar Ted Stevens kynntí frum-
varp sitt sagði hann, að gífurlega
miklum físki væri kastað frá frysti-
togurunum og með því væri verið að
eyðileggja stofnana til frambúðar.
Þessu hefur að vísu verið mótmælt
en verði frumvarpið samþykkt mun
það strax binda enda á útgerð þriðj-
ungsins af 55 frystiskipum við
Alaska og ýta hinum út smám sam-
an þar sem bannað verður að end-
urnýja skipin eða smíða ný.
Kemur illa við American
Seafoods
Frumvarp Stevens myndi í fyrstu
hafa mest áhrif á American
Seafoods í Seattle en það er dóttur-
fyrirtæki Aker-RGI og norska stór-
útgerðarmannsins Kjell Inge Rpkk-
es. Er það með stærsta frystiskipa-
flotann við Bandaríkin eða 16 skip
alls. í frumvarpinu er kveðið á um,
að bandarísk eignaraðild að skipun-
um verði að vera 75% en ekki 51%
eins og nú og með því verður einnig
lokað fyrir þá smugu, að hægt sé að
kalla þau skip bandarísk, sem hafa
verið endursmíðuð erlendis, stund-
um yfir kjölinn einan. Þessi ákvæði
myndu einnig hafa sín áhrif á
American Seafoods.
Talsmenn frystitogaranna segja,
að framvarp Stevens sé óréttlát
árás á aðeins eitt afmarkað svið er-
lendrar fjárfestingar í Bandaríkiun-
um og benda á, að mörg frystihús í
Alaska séu i eigu Japana og þeir og
aðrir útlendingar hafí fjárfest í
vinnslunni víða um Bandaríkin. Það
sé aðeins liður í alþjóðavæðingunni
hvort sem mönnum líki það betur
eða verr. Þeir segja líka, að frum-
varp Stevens muni koma sér verst
fyrir Alaskabúa sjálfa.
I áhöfn frystiskipanna eru margir
Alaskabúar og hafa þar góð laun,
um 2,2 millj. ísl. kr. fyrir fímm mán-
aða vinnu. Mikil vinna er líka við
viðhald og aðra þjónustu við skipin í
Alaska og auk þess hafa ýmis sveit-
arfélög þar fjárfest í frystiskipaút-
gerðinni. Trevor McCabe, ráðgjafí
Stevens, viðurkennir raunar, að
verði frumnvarpið samþykkt, geti
það valdið ýmsum vanda en telur
samt að kostirnir við það séu
þyngra á metunum.
Andstaðan í Nýja
Englandi
Það er ekki aðeins í Alaska, sem
deilt er um frystitogara, heldur
einnig í Nýja Engiandi. Um árabil
hafa engin verksmiðjuskip stundað
veiðar við austurströndina en þegar
það spurðist út sl. vor, að þau væru
að snúa aftur, reis allur fískiðnaður-
inn í Nýja Englandsríkjunum upp á
afturfæturna. Þar er mönnum enn í
fersku minni rányrkjan, sem stórir
flotar erlendra verksmiðjuskipa
stunduðu þar fyrir aldarfjórðungi.
Deilan snýst um Atlantic Star,
sem borgaryfirvöld í Gloucester í
Massachusetts og fyrirtækið Amer-
ican Pelagic Fishing ætluðu að gera
út á síld og makríl og vinna síðan
aflann betur í landi. Margt bendir
nú til, að ekkert verði af útgerðinni
enda hefur frumvarp þar að lútandi
verið samþykkt í fulltrúadeild og er
til umræðu í öldungadeild. Er þar
kveðið á um bann við veiðum ft-ysti-
skipa eða þar til fiskveiðaráðið í
Nýja Englandi hefur fjallað um
málið.
Tilfínningarnar vega
þyngra en rök
Eins og jafnan einkennast deilur
af þessu tagi af miklum tilfínninga-
hita og oft er lítið hlustað á skoðanir
fískifræðinga og annarra vísinda-
manna. Þeir hafa þó oft lýst því yfír,
að frystiskipin séu í sjálfu sér ekk-
ert verri en önnur skip, það sé fyrst
og fremst fískveiðistjórnunin, sem
sköpum skipti. Ofveiði erlendra
verksmiðjuskipa við austurströnd-
ina á sínum tíma hafí ekki stafað af
því hvaða skip voru notuð, heldur af
því, að veiðarnar voru algerlega
stjórnlausar. Vísindamennirnir tala
þó oftast fyrir daufum eyrum og
talsmenn frystiskipaútgerðanna
benda á, að í raun snúist deilan alls
ekki um fiskvernd, heldur eins og
svo oft áður um ólíka hagsmuni inn-
an sjávarútvegsins sjálfs. Áróður og
yfírlýsingar grænfriðunga hafí að-
eins verið kærkomið vopn í þeirri
baráttu.
Asamt skipaskrá með mynduml
íslenskt Sjómannaalmanák Fiskifélags íslands
er að koma út í 73. sinn.
Þetta er Sjómannaalmanakíð sem íslenskir skipstjórnarmenn nota.
í Sjómannaalmanaklnu er skipaskrá með myndum
af íslenskum skipum og allar upplýsingar
sem nauðsynlegar eru sjófarendum
og öðrum sem starfa í sjávaraútvegi.
Tryggið ykkur áskrift
i síma 55 10 500 - og borgið minna!
Fiskifélagsútgáfan ehf.
FISKIFÉLAG ÍSLANDS
Banna allar veiðar
milli lands og Eyja
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerð um bann við
veiðum milli lands og Vestmanna-
eyja og tók bannið gildi á áramótum.
Samkvæmt reglugerðinni eru veiðar
með öllum veiðarfærum bannaðar á
tilgreindu svæði til þess að koma í
veg fyrir skemmdir á vatnsleiðslum
og rafstrengjum sem þar liggja.
Samskonar ákvæði, sem voru í
lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi
Islands, falla úr gildi. I nýju lögun-
um er hins vegar gert ráð fyrir að
kveðið sé á um slík veiðibönn til að
koma í veg fyrir skemmdir á neðan-
sjávarstrengjum í sérstökum reglu-
gerðum. Mörkun svæðisins er
óbreytt frá því sem verið hefur og
var um það haft samráð við bæjaryf-
irvöld í Vestmannaeyjum.
UA jók framleiðslu
á þorski á síðasta ári
FRYSTIHÚS ÚA á Akureyri og
Grenivík unnu úr tæplega 13.000
tonnum af fiski á síðasta ári. Það
er nokkru minna en á árinu áður,
en vinnsla lá niðri í um mánaðar-
skeið í fyrra.
Mest var unnið af karfa og þorski
í fyrra, en um 5.600 tonnum af
karfa og tæpum 5.000 tonnum af
þorski.
Vinnsla á ýsu dróst hins vegar
verulega saman Framleiðslutölur
fyrir þetta ár með samanburði við
síðastliðið ár, fara hér á eftir.
Tegund 1997 1996
Þorskur 4.927 t 4.727 t
Ýsa 1.166 t 2.234 t
Ufsi 711 t 1.119 t
Karfí 5.558 t 5.784 t
Annað 374 t 578 t
Samtals: 12.736 t 14.442 t.
Magnið sem var unnið 1997 er
nokkuð sambærilegt því magni sem
var unnið 1996 að teknu tilliti til 5
vikna vinnslustöðvunar á Akureyri
síðastliðið sumar og 4 vikna
vinnslustöðvunar á Grenvík. Af
heildarmagninu fara um 1.500 tonn
í vinnslu á Grenvík.
\
\
\
\
\
\
\
\
\
!
\
\
\
\
\
\
\
i
\
\
l
\
\