Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 33

Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 33 LEIKIR Goldeneye, leikur fyrir Nin- tendo 64 leikjatölvur. leikurinn styður Rumble Pack. 007 er nafn sem við könn- umst líklega flest við, enda er það nafn á frægasta njósnara allra tíma sem heitir í raun Bond, James Bond. Þrátt fyr- ir miklar vinsældir Bond- myndanna hefur aldrei verið gerður leikur eftir myndun- um fyrir leikjatölvur. Nú hafa leikjafyrirtækin Rareware og Nintendo loks brotið ísinn. Útkoman er einn sá allra besti skotleikur sem komið hefur út, en hann er eingöngu til fyrir Nintendo 64. Goldeneye leikurinn er eins og nafnið gefur til kynna að öllu leyti byggður á mynd- inni Goldeneye sem var frumsýnd fyrir rúmum tveim árum. Menn velta því kannski fyrir sér hví leikur- inn er að koma út fyrst núna en biðin var þess virði. Gold- eneye er sannkallaður braut- ryðjandi og gervigreind ill- menna hans ein sú allra besta sem hefur sést í leikj- um, illmennin fínna alltaf bestu leiðina til að sitja fyrir þér eða koma sér undan Mið- heima- diskur MIÐHEIMAR gáfu fyr- ir skemmstu út geisla- disk með safni af helsta hugbúnaði sem nýtist netvinum, en á disknum er að auki að finna kynn- ingarútgáfur nokkurra leikja og veffræðslu. Guðmundur Hannes- son hjá Skímu segir að diskurinn sé helst ætlað- ur viðskiptavinum Mið- heima, enda sé uppsetn- ing miðuð við tengingu við Miðheima og diskur- inn fylgii' nýjum netá- skriftum hjá Miðheim- um. „Það geta þó að sjálfsögðu allir sem vilja keypt sér diskinn, en við seljum hann nú á jólatil- boðsverði og fylgir þriggja mánaða áskrift að netþjónustu Mið- heima.“ Á disknum eru upp- setningarfonit fyrir Netið, Macintosh og Windows 3.11, NT og 95. Guðmundur segir að hann sé settur saman að 'frumkvæði, undir verk- stjórn og á ábyrgð Skímu hf. „Við efnisval var haft að leiðarljósi að nýir notendur fengju að- gang að skemmtilegu, fjölbreyttu og fræðandi efni sem gerði þeim kleift að kynnast Vefnum og Netinu á auðveldan hátt. Sem dæmi má nefna að sem notendaskil er notaður vefrápari. Þannig getur nýr not- andi lært á og vanist því viðmóti sem hann fer að vinna með á Netinu,“ segir Guðmundur en einnig er á disknum safn HTML-skjala sem Mið- heimar kjósa að kalla Vefskólann, en í þeim er kennsla á öll helstu hug- tök og heiti netnotkunar. James Bond Bond, árásum þínum. Vopnabúr leiksins er einnig mjög gott og spannar allt frá litlu hljóðdeyfðu PP7 byssunni hans Bonds til árásariffla og handsprengna, en of langt væri að telja þau öll upp. Goldeneye nýtir innbyggt minni tölvunnar svo ekki þarf að kaupa sérstakt minniskort til að hægt sé að vista og sækja gamla leiki. Erfitt væri að bera hann saman við aðra álíka leiki vegna þess að þetta er fyrsti skotleikurinn sem hannaður er einungis fyrir leikjatölvur og hyggjast leikjahönnuðir ekki gefa hann út fyrir PC- tölvur, eða að minnsta kosti alls ekki í bráð. Hægt er að festa svokall- aðan Rumble Pack við stýripinnann svo hann hrist- ist allur og nötrar þegar skotið er úr byssunum eða sprenging verður. Þær era frekar margar sprengingar í þessum leik svo það borgar sig að kaupa þetta litla sniðuga tæki, þó það væri aðeins fyrir Goldeneye. Ekki er þó nóg að ganga um og skjóta, einnig er þörf á njósnaleiðöngram þar sem þú þarft að taka myndir af tölvuskjáum eða gervihnött- um, stela teikningum eða myndbandsspólum eða myrða á laun einhvem óvin konungdæmis Breta, í slík- um borðum er oftar en ekki þörf á mikilli varkárni þar sem minnsta hreyfing getur sett af stað þjófavarnakerfi sem sendir hálfan rússneska herinn á staðinn með þann eitt á heilanum, að ná þér dauðum eða lifandi. Grafík leiksins er næstum gallalaus, öll horn og veggir passa saman og ekki er hægt að sjá hinn minnsta galla á öllu umhverfinu sem er það skemmtileg tilbreyting frá þvf sem gengur og gerist í flestum slíkum skotleikjum fyrir leikjatölvur. Meirihlut- ann af vopnabúrinu færðu frá hinum fjölmörgu her- mönnum sem þú neyðist til að taka úr umferð á leiðinni, mundu að þú hefur leyfi til að drepa, en hluti er þó frá Q sem sér þér fyrir sérgerðum eða breyttum vopnum til sérstakra borða þar sem þeirra er þörf. Gaman er að því hversu mikil áhrif þú get- ur haft á umhverfi þitt en næstum allt er hægt að eyði- leggja og/eða taka upp og nota gegn óvinum þínum. Tónhstin svíkur ekki sanna Bond aðdáendur, en hún er öll tekinn úr fyrri Bond-myndum. I byrjun hvers verkefnis, en þau eru um 20 talsins, færðu skýrslu um hvað þú átt að gera; M segir þér hvað og hvemig þú átt að gera það, Q segir þér hvað þú átt að nota til verksins og að lokum kem- ur Moneypenny og segir þér hversu varlega þú átt að fara, líkt og hefur oftast verið í myndunum. Ekki má þó halda að allt sé nákvæmlega eins og í myndinni, en gott að vita um hvað myndin fjallar svo þú vit- ir hvað þú átt að gera á erfið- um stöðum og líka gott að vita þegar fyrirmælin era óljós, það kemur nefnilega fyrir að þú hafir ekki hugmynd hvað þú átt að gera á borðinu. Aldrei borgar sig að drepa fleiri en þú nauðsynlega þarft og ekki eltast við óvini sem hlaupa í burtu. Ef þeir komast til samherja og þú ert á eftir þeim er vanalega kveikt á við- vöranarkerfmu sem best er að forðast af öllum mætti. Einnig borgar sig að taka sér svolít- inn tíma í að kynnast stjórn- uninni á leiknum því mjög erfitt er að miða í byrjun leiksins. Ingvi M. Árnason Civilization verður Civ ► EINN helsti leikur tölvusögunnar er Civi- lization eftir Sid Meier sem flestir kannast við. Sá seldist gríðarlega vel og gat af sér óteljandi afbrigði ýmissa fram- leiðenda. Upphaflegur útgef- andi Civilization og síð- ar Civilization II var MicroProse, sem GT gleypti fyrir skemmstu, en áður en það gerðist hafði Sid Meier stofnað annað fyrirtæki og tek- ið til við nýja gerð leikja. Activision keypti síðan réttinn að nafni leiksins, Civilization, og þegar MicroProse hugð- ist setja á markað við- bót við Civilization II var úr vöndu að ráða, því hvorki mátti nota nafnið né nafn höfund- arins, sem þó var alltaf tengt við leikinn. Niður- staðan varð því að kalla leikinn einfaldlega Civ II, Fantastic Worlds og þar við situr. Glæsilegur gallagripur Shadow of the Empire krefst Pentium ör- gjörva, 16 MB innra minnis, fiögurra hraða geisladrifs, sextán bita hljóðkorts og þrívíddarskjákorts. Hann styður allar helstu gerðir skjákorta, 3Dfx Voodoo, Rendition Vérité og 3Dlabs Permedia 2, en einnig þarf til DirectX 5, sem fylgir. Ef notað er 3Dfx-kort, til að mynda Mon- ster 3D, er nóg að hafa 90 MHz Pentium, en 120 MHz er lágmark fyrir önnur kort. LucasArts gefur út. GEORG LUCAS hefur komið ár sinni vel fyrir borð; ekki er bara að hann sé vinsæO kvikmyndaframleið- andi og leikstjóri heldur hefur hann byggt upp öflugt tölvuleikjafyrirtæki sem kallast LucasArts. LucasÁrts hef- ur sent frá sér grúa góðra leikja og oft- ar en ekki verið í fararbroddi í leikja- heiminum fyrir snjallar lausnir, lipur- lega grafík eða skemmtilega geggjaða kímni. Mjög hefur borið á leikjum sem byggja á sögupersónum eða atburðum í Star Wars myndaröðinni, enda mikil markaðssetning í gangi á þeim bæ, gömlu myndimar endurútgefnar og nýjar í vændum. Shadows of the Empire kom á sínum tíma út fyrir Nintendo 64, með fyrstu leikjum sem gefnir voru út fyrir þá vél, en þó menn hafi staðið á öndinni af hrifningu yfir grafíkinni í honum þótti leikmánn sjálfur heldur klénn. Sögu- persónan er málaliðinn og ævintýra- maðurinn Dash Rendar sem reyndir að spilla samsæri prinsins Xizor og lags- manna hans um að ráða Loga Geim- gengil af dögum. Meðal helstu kosta leiksins er hversu fjölbreyttur hann er, þ.e. ýmist er verið að fljúga flaug í gegnum loftsteinaský og skjóta á ill- menni um leið, fljúga lítilli þotu í glímu við vélfákana ógurlegu, þeysa um á loftfáki eða berjast í líku umhverfi og í Dark Forces. Hængurinn á er að hlut- fóllin eru ekki góð; þ.e. of mikill tími fer í síðastnefnda hlutverkið, en of litlum er varið í hin fjölbreyttu störf í barátt- unni gegn hinu illa. Skotleikminn er nefnilega ekkert sérstakur, hættur all- ar fyrirsjáanlegar, gangarnir sem þvælst er um ekki spennandi, of lítið um þrautir í leiknum og illþýðið sem fella á er líkara sláturfénaði en út- smognum morðhundum. Sem dæmi um leiðinlegt borð er eitt sem felst helst í því að standa lengi á færibandi og hafa ekkert annað fyrir stafni en beygja sig eða stökkva eftir því sem hindranir gefa tilefni til. Þetta er nokkuð sem ætti ekki að sjást nema kannski í leikj- um fyrir yngstu kynslóðina. Síðan eru lokaóþokkamir í borðunum, sem eiga vitanlega að vera erfiðastir, full auð- veldir viðureignar því hægt er að standa álengdar, til að mynda rétt utan seilingar, og salla þá niður í rólegheit- unum. Nefni sem dæmi höfuðóþokkann í flóttanum frá Echo-stöðinni, því þá er nóg að koma sér fyrir rétt utan við gættina svo hann sjái leikandann ekki eða illa og síðan skjóta á hann í hvert sinn sem hann kemur í færi. Annars er nóg við að vera í Shadows of the Empire, því borðin era tíu og mikið um undirborð. Grafíkin er og framúrskarandi, líkt og var í Nintendo 64 útgáfunni, en hann gerir líka kröfu um þrívíddarhraðal; ekki er hægt að keyra leikinn á tölvu með venjulegu skjakorti. Ástæða er til að geta um hljóðrásina, sem er sérdeilis vel heppnuð og undir- strikar rækilega tengslin við kvik- myndirnar. Að mörgu leyti er Shadows of the Empire því vel heppnaður leik- ur, en gallarnir era þó fullmargir frá leikjaframleiðanda á við LucasArts. Getið er galla í leiknum sjálfum og endurtekninga, en einnig má nefna þess að leiðinlegt er að geyma í leikn- um og galið að ekki er hægt að geyma nema verkefni sé lokið. Kemur ekki að sök í styttri verkefnunum, en í þeim lengstu getur verið ansi pirrandi að þurfa að byrja upp á nýtt vegna smáó- heppni undir lok borðsins. Árni Matthíasson Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 13. janúar. Heildarjóga (grunnnámskeið) Námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jóga og læra leiðir til slökunar. Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Leiðbeinendur: Daníel, Arnbjörg og Lárus. Mán. og mið. kl. 20.00. Hefst 7. janúar. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 8. janúar. Þri. og fim. kl. 17.15. Hefst 13. janúar. Mán. og mið. kl. 20.00. Hefst 14. janúar. Morgunjóga í 10 vikur Mán., mið. og fös. kl. 8.00. Hefst 12. janúar Jógatímar alla virka daga Mánaðarkort, þriggja mánaða kort, hálfsárskort og árskort. Öll kortin gilda einnig í tækjasal. Mán.-fös. kl. 12.10, 17.15 og 18.25. Laugardaga kl. 10.30. Pólunarmeðferð fyrir líkama og sál Heildræn meðferð sem hentar fólki á öllum aldri. Ójafnvægi á orkusviði manneskjunnar brýst fram í líkamlegum og andlegum einkennum. Með léttri snertingu örvar þólun orkusviðið og stuðlar að bættu jafnvægi og betri heilsu. Unnið er með heilbrigðan kjarna sem er að finna í hverri manneskju. Pólun er byggð á jóga, ayurveda og oesteopathy. Llsa Björg Hjaltested er meðlimur í APTA, ameríska pólunarfélaginu. Viö bjóðum upp á jógatíma, jóganámskeið, tækjasal og pólunarmeðferð allt árið í kring í notalegu og afslöppuðu umhverfi. ATH. afsláttinn á www.afsláttur.is Afgreiðslutími kl. 10.30-13.15 og 14.30-18.30. Arnbjörg Lísa YOGA^ STU D IO Hátúni 6a, sími 511 3100 verslun fyrir líkama og sál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.