Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 37 AÐSENDAR GREINAR Góður árangur í bar- áttu gegn spilliefnum Á SÍÐASTA ári voru samþykkt á Alþingi lög um spilliefni, sem höfðu að geyma nokk- ur nýmæli í íslenskri umhverfislöggj öf. Þessum lögum var síð- an breytt á Alþingi nú í þessum mánuði til þess að taka á nýjum viðfangsefnum, sem upp hafa komið við framkvæmd laganna. Með álagningu sérs- taks spilliefnagjalds var mengunarbóta- reglan fest í sessi, en hún felst í því að sá sem mengar beri kostnað af því að bæta fyrir og draga úr menguninni. Þá var gert ráð fyrir að einstakar vörur gætu verið undanþegnar spilliefnagjaldi, ef atvinnugreinar eða fyrirtæki kæmu upp viðunandi kerfi fyrir söfnun og förgun efnanna. Með þessu er opnað fyrir möguleika á fijálsum samningum ríkisvaldsins og atvinnulífisins á sviði umhverfis- mála og er útlit fyrir að gengið verði frá slíkum samningum í ná- inni framtíð. Framkvæmd laganna hefur gengið vonum framar. Verk spilli- efnanefndar, sem sér um fram- kvæmdina, er á undan áætlun. Skil á spilliefnum hafa batnað. Losun spilliefna í umhverfið er af mörgum talin alvarlegasta mengunai-vanda- mál Islendinga og það er ekki of- mælt að segja að við séum að ná góðum tök- um á því vandamáli á stuttum tíma. Efnamengun á norðurslóðum Spilliefni eru úr- gangsefni, sem spilla umhverfinu og flest þeirra teljast einnig eitruð eða hættuleg heilsu manna eða líf- vera. Stærsti flokkur vara sem verða að spilliefnum eru olíuvör- ur ýmiskonar (einkum smurolía), en af öðrum vöruflokkum má nefna málningu, leysiefni, rafhlöður og rafgeyma, meindýraeitur, framköll- unarvökva og fleiri efni í ljósmynd- un og prentiðnaði. Sum þessarra efna geta verið bráðeitruð, önnur eru einkum áhyggjuefni vegna hugsanlegra langtímaáhrifa á heilsu manna og lífvera. Sem dæmi um virkni sumra efnanna má nefna að nákuðungar í Faxaflóa og jafnvel víðar við ís- land hafa greinst vanskapaðir vegna áhrifa eiturefnisins tbt, sem áður fyrr var notað í botnmálningu skipa. Talið er að ekki þurfi nema eitt milligramm af efninu í milljón rúmmetrum af sjó til að valda van- sköpuninni. Á síðustu árum hefur komið í ljós að mikið magn eiturefna á borð við PCB og margs konar skordýra- Spilliefni eru líklega al- varlegasti mengunar- valdurinn við ísland, segir Guðmundur Bjarnason, en það gengur framar vonum að draga úr losun þeirra í umhverfið. eitur finnst í iífverum á norðurslóð- um, m.a. á Svalbarða og í inúíta- byggðum Kanada. Þessi efni safn- ast fyrir í lífkeðjunni og finnast í mestu magni í efstu hlekkjum henn- ar, s.s. í ísbjörnum og selum og mönnum. Ekki hefur orðið vart við- líka mengunar á íslandi eða miðun- um við landið, magn PCB og skyldra efna er t.d. miklu minna í íslenskum fiski en í fiski úr Norð- ursjó en eigi að síður er það áhyggjuefni fyrir okkur að alvarleg efnamengun skuli finnast í lífverum á norðurslóðum, langt frá upp- sprettum mengunarinnar. 8.000 tonn af spilliefnum á ári Stærstur hluti spilliefna í um- hverfinu við Ísland kemur langt að, en engu að síður ber okkur íslend- ingum skylda til að sjá til þess að draga sem mest úr mengun af völd- um spilliefna hér á landi. Talið er Guðmundur Bjarnason að um 7.500-8.000 tonn af spilli- efnum falli til á ári hverju hér á landi og að hluti þeirra berist út í umhverfið, m.a. með fráveitum. Nú er unnið að stórfelldum umbótum á fráveitum á höfuðborgarsvæðinu og víða um land, en sú mikla fjár- festing sem þar liggur að baki skil- ar sér ekki að fullu nema þess verði jafnframt gætt að hættulegustu efnin fari ekki út í fráveituvatn. Nær 900 tonnum af spilliefnum er skilað árlega til Sorpu bs., sem fargar efnunum innanlands eða sendir þau utan til eyðingar. Olíufé- lögin senda um 5.500 tonn af olíu- vörum til brennslu í Sementsverk- smiðjuna á Akranesi, þar sem hættulegustu efnin eyðast. Þetta teljast góðar heimtur ef miðað er við önnur lönd, en þó er hægt að bæta skilin, sem er eitt helsta mark- mið spilliefnalaganna. Annað lykil- atriði laganna er að koma á sann- gjörnu kerfí í söfnun og förgun. Aður fyrr var mönnum gert að greiða fyrir förgun efnanna við móttöku, sem þýddi að hinir lög- hlýðnu borguðu en skussarnir sluppu. Nú er spilliefnagjald tekið af efn- unum strax við framleiðslu innan- lands (sem er reyndar sáralítil, nema á málningu) eða í tolli þegar um innflutt efni er að ræða. Af- rakstur þess er síðan látinn standa undir kostnaði við eyðingu efnanna. Með þessu er enginn fjárhagslegur ávinningur af því að losa sig við spilliefni í niðurfallið, eins og var, þar sem kostnaður við förgun hefur verið greiddur fyrirfram. Nú er lagt spilliefnagjald á hættu- legar rafhlöður og rafgeyma, ljós- myndavörur ýmiss konar, málningu, varnarefni og ísósýanöt. Líklegt er að frjálsir samningar verði gerðir við atvinnulífíð um ábyrga förgun á úrgangsolíu og fleiri spilliefnum inn- an skamms. Spilliefnanefnd áætlar að endanlegum ramma utan um söfnun og förgun allra spilliefna verði komið á á fyrri hluta næsta árs, sem er á undan áætlun. Þátttaka atvinnulífsins - lykill að árangri Fyrir sjö árum var varla farið að huga að söfnun og förgun spilliefna á Islandi. Sjálft hugtakið spilliefni var ekki til í íslenskri tungu, en það er notað sem samheiti yfír hvers kyns eitruð og hættuleg úrgangs- efni. Það hefur hins vegar mikið áunnist á stuttum tíma. Spilliefna- nefnd hefur varið gífurlegum tíma og lagt mikinn metnað í störf sín, sem hafa gengið mjög vel. Eiga nefndarmenn sérstakar þakkir skild- ar fyrir alla þá vinnu. Innan nokk- urra ára höfum við vonandi náð því marki að mengun af völdum hættu- legustu efnanna sé hverfandi hér á landi, þó að við þurfum áfram að berjast fyrir því á alþjóðavettvangi að draga úr þeirri mengun sem hing- að berst með loft- og hafstraumum. Einn helsti lykillinn að góðum árangri á þessu sviði er áhugi at- vinnulífsins og virk þátttaka við að leysa vandann. Matvælaframleiðsla er mikilvægasta útflutningsgrein okkar íslendinga og þar er hrein ímynd íslensks físks og landbúnað- arafurða eitt helsta tromp okkar. Umræða víða erlendis um mikið magn PCB og annarra þrávirkra lífrænna efna í fiski er umhugsun- arefni fyrir okkur. Erlendir kaup- endur íslenskra afurða og umhverf- isverndarsamtök munu fylgjast með því hvernig meðferð spilliefna er hagað á íslandi. Þar getum við ver- ið ánægð með þann árangur sem náðst hefur, en við megum aldrei sofna á verðinum hvað varðar efna- mengun umhverfisins og þá hreinu ímynd sem íslenskar afurðir hafa. Höfundur er umhverfisráðherra. 200 námsmenn í vinnu við nýsköpun Baldur Þórhallsson NYSKOPUNAR- VERÐLAUN forseta Islands verða afhent nk. fimmtudag. Rann- sóknarverkefnin sem keppa um verðlaunin eru unnin á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Átta nemendur standa að verkefnunum sem eru sex en alls unnu 200 nemendur á háskóia- stigi að verkefnum á vegum Nýsköpun- arsjóðs námsmanna sl. sumar. Fjöldi þeirra nemenda sem sjóður- inn veitti atvinnu hefur aldrei verið meiri og er það einkum að þakka auknum fjárframlögum fyrirtækja. Flestar umsóknir til sjóðsins koma frá nemendum en það hefur færst verulega í vöxt að fyrirtæki sæki beint um styrki til sjóðsins til að ráða námsmenn í vinnu. Það hefur einnig færst í vöxt að fyrir- tækin greiði hluta af launum náms- manna sem hljóta styrk úr sjóðn- um. Það má því gera ráð fyrir að rúmlega 40 milljónum sé varið til launagreiðslna námsmanna sem vinna við nýsköpun í tengslum við Nýsköpunarsjóð námsmanna. Við þetta bætist síðan óbeinn kostnaður fyrirtækja og stofnana sem ráða námsmenn í vinnu en erfítt er að áætla hversu mikill sá kostnaður er. Aukið samstarf fyrirtækja og háskóla Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með auknum áhuga fyrir- tækja á Nýsköpunarsjóði náms- manna. Eitt af markmiðum sjóðsins er einmitt að koma á auknum tengslum at- vinnulífs og háskóla. Það er ánægjulegt að sjá að þetta markmið er að nást. Forsvars- menn fyrirtækja og háskólakennarar vinna í auknum mæli saman og sækja sameiginlega um styrki til að ráða námsmenn í vinnu yfír sumarmánuðina. Állir aðilar hagnast á slíku samstarfi. Nemendur njóta þó einkum ávaxt- anna í formi betri tengsla við atvinnulíf- ið. Þeir fá hugmyndir að lokaverkefnum og geta oft tengt fræðileg viðfangsefni við daglegan vanda sem fyrirtæki glíma við. Námsmenn sem unnið hafa ný- sköpunarverkefni hjá fyrirtækjum eða stofnunum hafa einnig oft á tíðum fengið áframhaldandi vinnu að námi loknu. Verkefnin sem keppa um forsetaverðlaunin Rannsóknarverkefnin sem keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta íslands sýna þá fjölbreytni sem ein- kennir þær rannsóknir sem unnar eru á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Dómnefnd skipuð val- inkunnum fræðimönnum og ein- staklingum úr atvinnulífinu valdi verkefnin, eftir að hafa farið í gegnum þann fjölda vandaðra verk- efna sem sjóðurinn styrkir. Verk- efnin sex eru: Samþætting heim- speki og eðlisfræði í elstu bekkjum grunnskóla, Hvernig eru biðlistar í heilbrigðisþjónustunni uppbyggð- ir?, Menningararfurinn í nútíman- Nýsköpun í atvinnulíf- inu og í vísindum, segir Baldur Þórhallsson, fer saman eins og aukin ásókn fyrirtækja í sjóð- inn sýnir. um, Fáfnir - hugbúnaður fyrir flokkun hráefnis í fískvinnslu, Próf- un á efnum úr íslenskum fléttum með tilliti til verkunar á krabba- meinsfrumur og bólguviðbrögð og Rannsóknir á líffræðilega virkum efnum í sjávargróðri og öðru sjáv- arfangi. Dómnefndin mun útnefna það verkefni sem hlýtur fyrstu verðlaun og verður spennandi að sjá hvert þeirra verður fyrir valinu. Hvað er nýsköpun? Við sem komum að rekstri Ný- sköpunarsjóðs námsmanna erum oft spurð að því hvað nýsköpun sé. Það má eflaust endalaust deila um rétta skilgreiningu á nýsköpunar- hugtakinu og ég efa stórlega að einhver ein rétt skilgreining sé til. Spurningin er samt góð en henni er erfitt að svara einkum í ljósi þess að sjóðurinn á að stuðla bæði að nýsköpun á fræðasviðum og í atvinnulífinu. Surnir vildu eflaust skilgreina nýsköpun sem framleiðslu á tæki, helst þá umfangsmiklu tæki, sem hreyfist og hægt er að stinga í sam- band. Við í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna höfum hins vegar skil- greint nýsköpunarhugtakið mjög vítt. Við lítum á nýsköpun sem framleiðslu á nýjurn hugmyndum. í okkar skilgreiningu er það til dæmis nýsköpun að koma með nýjar hugmyndir að því hvernig kynna megi betur þann menningar- arf sem Arnastofnun geymir. For- sendur verkefnisins Menningararf- urinn í nútímanum er að menning- ararfur þjóðarinnar sé að mörgu leyti vannýtt auðlind og að bætt framsetning og markviss kynning á honum geti bætt þar verulega úr. Benda má t.d. á þá staðreynd að einungis 1 prósent erlendra ferðamanna heimsækir Árnastofn- un. Nýsköpun getur líka verið ný aðferð, eins og aðferðin til að bæta eðlisfræðikennslu í grunn- skólum landsins með því að sýna fram á tengsl heimspeki og eðlis- fræði. Verkefnið Samþætting heimspeki og eðlisfræði í elstu bekkjum grunnskóla gerir það með því að sýna fram á hvernig hægt er að nota heimspekilegar vinnu- aðferðir til að bæta náttúrufræði- kennslu og með því að leggja drög að heimspekilegu námsefni í nátt- úrufræðum fyrir 7.-9. bekk grunn- skóla. Það er einnig nýsköpun að afla nýrra upplýsinga eins og til dæmis að kanna hvernig biðlistar í heil- brigðisþjónustunni eru uppbyggðir. Þetta var gert með því að spyrja spurninga eins og hvort allir fái sömu þjónustu þegar raðað er á biðlista, hvort misjafnar starfsað- ferðir sérfræðinga leiði til mismun- andi samsetningar á biðlistum o.s.frv. Engar skriflegar vinnuregl- ur eru til um röðun á biðlista eða sameiginlegt vinnulag stofnana og einstakra deilda. Rannsókn á bið- listum sjúkrastofnana er því ein af forsendum þess að hægt sé að bregðast við þeim vanda sem bið- listarnir skapa. Nýsköpun má einnig skilgreina sem nýtt ferli eða nýja aðferð til að útskýra ákveðið mynstur eins og til dæmis rannsóknir á líffræði- lega virkum efnum í sjávargróðri og prófun á efnum úr íslenskum fléttum með tilliti til verkunar á krabbabeinsfrumur og bólguvið- brögð. Hönnun nýrrar vöru og nýs hlut- ar er að sjálfsögðu einnig nýsköpun og er e.t.v. hin hefðbundna skil- greining á nýsköpun. Þeir náms- menn sem standa að verkefninu Fáfnir, hugbúnaður fyrir flokkun hráefnis í fiskvinnslu, hafa hannað hugbúnað sem aðstoðar fram- leiðslustjóra við afurðaval á loðnu og síld. Þetta er gert með því að nota upplýsingar um stærðar- og kynjadreifmgu loðnu og síldar frá sýnatökuvog til að fínna hagkvæ- mustu flokkamörk. Eins og af þessu má ráða getur nýsköpunarhugtakið tekið á sig hinar ýmsu myndir. Við leggjum áherslu á að nýsköpun innan allra fræðigreina fái að njóta sín. Ný- sköpun í atvinnulífinu og í vísindum fer saman eins og aukin ásókn fyrirtækja í sjóðinn sýnir. Kjörið tækifæri fyrirtækja og námsmanna Mikil samkeppni er um styrki úr sjóðnum en alls bárust sjóðnum 280 umsóknir sl. sumar og af þeim hlutu 165 styrki. Að hverri umsókn standa oft tveir eða fleiri náms- rnenn og er fjöldi námsmanna sem sækja um styrki úr sjóðnum því mun meiri en umsóknarfjöldinn segir til um þar. Námsmenn fá greidd laun í 1 til 3 mánuði yfir sumarmánuðina en í flestum tilfell- um greiða fyrirtæki eða stofnanir sem námsmenn vinna hjá hluta af launakostnaði á móti sjóðnum. All- ir námsmenn sem stunda nám á háskólastigi geta sótt um styrki til að vinna að rannsóknum. Náms- mönnurn, sem vilja vinna við rann- sóknir yfir sumarmánuðina, gefst kjörið tækifæri til þess með því að sækja um styrk hjá Nýsköpunar- sjóði námsmanna. Fyrirtæki sem og stofnanir geta einnig sótt beint um styrki til þess að ráða náms- menn í vinnu við rannsóknarverk- efni. Umsóknarfrestur til að sækja um sumarvinnu við nýsköpun renn- ur út 10. mars nk. Höfundur er stjórnmálafræðingur og fornmður stjórnnr Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.