Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 38
38 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 39 *
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞÖRF ER ÞJÓÐAR-
YAKNINGAR
MITT í efnahagslegri hagsæld þjóðarinnar blasir við
vandi, sem ógnar friðsemd og öryggi samfélagsins.
Forseti landsins, herra Ólafur Ragnar Grímsson, vék að
þessari ógn, vaxandi fíkniefnaneyzlu, einkum ungs fólks,
í nýársávarpi til þjóðarinnar: „A fáeinum árum hefur hún
vaxið svo að við blasir alvarlegt þjóðfélagsmein, viðfangs-
efni sem kallar á samstöðu til bjargar, samstöðu fjöl-
skyldna, skóla, fjölmiðla, sérfræðinga, samtaka, stjórn-
valda, ríkis og sveitarfélaga... Hver veit hvenær hin nýja
ógn knýr dyra á eigin heimili, leggur í rúst líf og heilsu
ástvinar, barns eða ættmenna?“
Bitur reynslan og vísindalegar niðurstöður staðfesta
og, sagði forsetinn, „að reykingar eru einhver mesti vá-
gestur í heilsufari samtímans, helzti orsakavaldur hjarta-
áfalla, krabbameins og annarra sjúkdóma sem í okkar litla
samfélagi leiða þúsundir til dauða og milljónir manna um
heim allan.“ Víða um heim hefur verið skorin upp herör
gegn tóbaksreykingum. Nýleg lög, bæði í Evrópusamband-
inu og Bandaríkjunum, hamla í ríkari mæli en áður gegn
sölu á tóbaki, einkum til æskufólks. Forsetinn hvatti til
þjóðarvakningar gegn hvers konar ávanabindandi fíkniefn-
um.
Það kom fram í nýársávarpi forsetans að forsetaembætt-
ið á Bessastöðum hefur nú verið reyklaust í rúmt ár.
Megi það verða fordæmi fyrir önnur heimili í landinu, sem
og vinnu- og samkomustaði, á nýju ári og í framtíðinni.
ÁBYRGÐ OG SKYLDUR
FORSÆTISRÁÐHERRA gat þess í áramótaávarpi sínu
til íslendinga, að þrátt fyrir góðar horfur í flestu
væri einn skuggi, sem hvíldi yfir kjaramálunum. Flest
benti til, að illindi og verkföll kæmu í kjölfar kjaradeilu
sjómanna og útgerðarmanna, sem enn væri óleyst. Millj-
arðaverðmæti myndu þá sigla framhjá íslensku þjóðinni.
„Þetta er ómöguleg staða,“ sagði Davíð Oddsson og
bætti við: „Við hljótum öll að gera kröfu til þeirra, sem
ábyrgð bera, að þeir leysi þennan hnút áður en út í fenið
er komið. Þeir hafa af eðlilegum ástæðum afnot af auðlind-
um sjávar í kringum landið. Þeim eru ekki önnur skilyrði
sett en að þær séu nýttar vel og skynsamlega í þjóðar
þágu. Það er mikil ögrun við þjóðina ef mál skipast svo,
að hagsmunaaðilum í sjávarútvegi tekst ekki að standa
við þau sanngjörnu skilyrði."
Þetta eru orð í tíma töluð. Með þeim áréttar forsætis-
ráðherra, að kjaradeila sjómanna og útvegsmanna sé
ekkert einkamál þessara stétta. Þær hafa fengið umboð
þjóðarinnar til að sækja björg í greipar hafsins. Þær
hafa þessi forréttindi, en þeim fylgja líka skyldur, sem
þær mega ekki bregðast. Þeim hafa verið sett sanngjörn
skilyrði. Þær mega ekki ögra þjóðinni. Ábyrgð þeirra er
mikil.
SIÐGÆÐIÐIONDVEGIÐ
"^TÝÁRSPREDIKUN í Dómkirkjunni sagði nýr biskup
Þjóðkirkjunnar, herra Karl Sigurbjörnsson, m.a.:
„Við höfum lyft grettistaki á íslandi og höfum svo ótal
margt að gleðjast yfir í efnalegu tilliti. En við höfum
gleymt því að það sem varðar mestu er ekki fjármagnið
og hagvöxturinn heldur siðgæðisþroski fólksins. Það eru
ekki hin risavöxnu tækniundur sem gilda, heldur það sem
býr í hjarta manns. Guðleysið álítur heiminn og manneskj-
una aðeins sem sálarlausa maskínu, rétt og rangt sem
afstætt og því á valdi hins sterka, og lífið lýtur í lægra
haldi, hið varnarlausa og minni háttar bíður ósigur.“ Bisk-
upinn sagði ennfremur: „Hvar er grunnur lagður að sið-
gæðinu? Úr hvaða jarðvegi sprettur tillitssemi og nær-
gætni, sjálfsagi og þolgæði, virðing fyrir sjálfum sér og
öðrum? Úr trú, trú á það sem er manninum æðra. Þar
fæðist og nærist lotningin og virðingin, þar er leiðsögnin
á villugjarnri leið... í þúsund ár hefur kristin trú og siður
veitt þjóðinni leiðsögn.“
Megi kristinn dómur leiða þjóðina inn í nýtt ár og nýja
öld, sem er á næsta leiti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skálað í kampavíni fyrir suðurskautsförum
Islahd í sama
mælikvarða
..L...' Súöurpóll
, 2.835 mý.s.
Patriot Hills
McKelvey-fjöll
Amundsen-Scott,
Rannsóknastöð
Bandaríkjamanná
Islensku Suðurskautsfararnir luku
göngu sinni kl. 21.05 á nýársdagskvöld
FJÖLDI vina og ættingja safnaðist saman á
heimili Sigrúnar Richter, eiginkonu Ólafs
Arnar Haraldssonar, í fyrrakvöld og beið
eftir skilaboðum um að leiðangursmennirnir
hefðu náð áfangastað. Þegar fréttirnar bár-
ust var skálað fyrir ferðalokum þeirra þre-
menninga eins og sést á myndinni.
„Það var mjög góð stemmning og spenna
meðan beðið var eftir staðfestingu á því að
þeir væru komnir á áfangastað," segir Sig-
rún. „Þegar skilaboðin bárust voru mikil
fagnaðarlæti og fjör og við skáluðum í
kampavíni. Ég efaðist reyndar aldrei um að
þeir kæmust á áfangastað."
Tæpir tveir mánuðir erusíðan Sigrún
heyrði í eiginmanni sínum Ólafi og syninum
Haraidi og hún segist hafa saknað þeirra
sérstaklega um jólin. Sama segir Ragna
Finnsdóttir um eiginmann sinn Ingþór
Björnsson. Börn og barnabörn þeirra hjóna
komu saman á heimilinu á Akureyri á fimmtu-
dagskvöldið og fögnuðu og skáluðu fyrir
árangrinum.
Ragna segist hlakka til að fá eiginmanninn
heim, en segist þó alveg eins búast við því
að hann fari aftur innan tíðar í einhverja
aðra ævintýraferð.
Lokatakmarkinu náð
Veður tefur heimferðina
ISLENSKU suðurskautsfararnir
Ólafur Örn Haraldsson, Harald-
ur Örn Ólafsson og Ingþór
Bjarnason náðu lokatakmarki
sínu kiukkan 21:05 að kvöldi nýárs-
dags. Ættingjar þeirra og vinir komu
saman á heimili Ólafs og fögnuðu
ákaflega þegar fréttir bárust af því
að suðurpólshnitin hefðu borist frá
Argos-sendi leiðangursmanna. íslend-
ingarnir þrír eru tíundi hópurinn sem
kemst á suðurskautið án utanaðkom-
andi aðstoðar á leiðinni.
Þremenningarnir eru nú staddir við
Amundsen-Scott-rannsóknarstöðina
skammt frá suðurskautinu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Patriot Hills,
bækistöð fyrirtækisins Adventure
Network International á Suðurskauts-
landinu, sem sér um að flytja suður-
skautsfara flugleiðis, er ekki flugveð-
ur sem stendur. Heimför leiðangurs-
manna tefst því um óákveðinn tíma.
Erfitt er að ná sambandi við Amunds-
en-Scott-stöðina í síma, því hún lend-
ir ekki inni á sviði gervihnatta nema
öðru hveiju.
Margmenni
á suðurskautinu
Samkvæmt fréttabréfi rannsókn-
arstöðvarinnar, sem birt er á alnetinu,
eru þar nú rúmlega 150 manns búsett-
ir, enda er nú sumar á suðurskautinu
og háannatími rannsóknarmanna. 51
dags einveru íslensku leiðangurs-
mannanna er því lokið.
Við stöðina bíður einnig ástralskur
leiðangur, sem er sá fyrsti frá því
landi sem kemst á suðurskautið án
utanaðkomandi stuðnings.
Ganga íslendinganna tók alls 51
dag, en samkvæmt upphaflegri áætl-
un hafði verið gert ráð fyrir sextíu
dögum í ferðina. Vegalengdin er 1.086
kílómetrar og því var meðalganga
hvers dags rúmur 21 kílómetri.
Átján kílómetrar gengnir
á síðasta degi
Að morgni gamlársdags áttu leið-
angursmenn 40 kílómetra eftir að póln-
um. Göngufærið er erfítt síðasta hluta
leiðarinnar og líkist því mest að ganga
í sandi. Þeim tókst þó að leggja 22
kílómetra að baki á síðasta degi árs-
ins. Síðustu átján kílómetrar leiðarinn-
ar voru síðan gengnir á nýársdag.
Suðurskautslandið fannst á fyrri
hluta 19. aldar en könnun þess hófst
fyrir alvöru skömmu fyrir síðustu
aldamót. Norðmaðurinn Carsten
Borchgrevink stýrði breskum leið-
angri á árunum 1898-1900. Sá hópur
var sá fyrsti sem hafði viljandi vetur-
setu á Suðurskautslandinu og gerði
umfangsmiklar vísindaathuganir.
Náttúrufræðingur í hópnum, Hanson
að nafni, lést í ferðinni og varð fyrsti
maðurinn sem þar var grafinn.
I byijun tuttugustu aldar hófst
kapphlaupið um að komast að suð-
urskautinu. Frægustu leiðangurs-
menn þess tíma urðu Bretinn Robert
Falcon Scott og Norðmaðurinn Roald
Amundsen.
Scott leiddi fyrst leiðangur til Suð-
urskautslandsins á árunum 1901-
1904. Meðal annars fóru hann og
þrír aðrir rúmlega þijú hundruð kíló-
metra inn eftir ísbreiðunni í átt til
suðurskautsins, en urðu þá að snúa
við, meðal annars vegna þess að einn
leiðangursmanna, Shackleton að
nafni, þjáðist af skyrbjúg.
Shackleton þessi stóð fyrir næstu
umfangsmiklu rannsóknarferð til
Suðurskautslandsins sem hófst 1907.
í október 1908 fóru fjórir menn úr
hópnum af stað í átt til suðurskauts-
ins. 1 þetta sinn komust þeir rúma
160 kílómetra frá áfangastaðnum en
urðu þá að snúa við vegna skorts á
vistum og komust aftur við illan leik.
Lokaþátturinn í þessari sögu hófst
árið 1911. Tveir hópar manna fóru
þá af stað um svipað leyti, annar
breskur og búinn dráttarvélum og
smáhestum en hinn norskur og studd-
ist við hundasleða. Foringjar hópanna
voru þeir Scott, sem áður er nefndur,
og Norðmaðurinn Roald Amundsen.
Amundsen og fjórir samferðamenn
hans gengu á skíðum en höfðu hunda-
sleðana sér til hjáipar. Þeir voru 99
daga að fara alla leiðina, frá skipi til
suðurskautsins og aftur til baka, og
gekk ferðin greiðlega.
Scott lenti aftur á móti í miklum
erfiðleikum. Dráttarvélarnar biluðu
fljótlega og smáhestarnir dóu hver
af öðrum. Hundasleðar, sem einnig
voru með í för, voru það eina sem
dugði, en af einhveijum orsökum hafði
Scott ekki trú á þeim. Eftir að aðstoð-
arhópar höfðu snúið heim og með
þeim hundasleðarnir voru aðeins eftir
fimm leiðangursmenn. Þeim sóttist
ferðin hægt og um miðjan janúar,
þegar þeir voru komnir í nánd við
áfangastaðinn, sáu þeir að Norðmenn-
irnir höfðu orðið á undan. Bretarnir
komust einnig á leiðarenda, en létust
allir á heimleiðinni.
Tímarnir eru breyttir á suðurheim-
skautinu. Nú á dögum eru yfirleitt
notaðar C-130-flutningavélar í stað
hundasleða eða mannafls og eru þær
um þijá tíma að fara frá bækistöðvun-
um við ísjaðarinn.
I Amundsen-Scott-rannsóknarstöð-
inni er nokkur gestagangur vísinda-
manna og þ_ar er hátæknibúnaður til
rannsókna. í fréttablaði stöðvarinnar
á alnetinu kemur fram að stöðvarbúar
nota frístundir sínar meðal annars til
að horfa á myndbönd.
Mismunandi áherzlur forseta, forsætisráðherra og biskups íslands
Ólíkar ára-
mótaræður
Við ólíkan tón kvað í áramótaræðum
forseta, forsætisráðherra og biskups. Olafur
Þ. Stephensen fjallar um mismunandi
áherzlur leiðtoganna þriggja.
Karl Ólafur Ragnar Davíð
Sigurbjörnsson Grímsson Oddsson
FORSETI, biskup og forsætisráðherra fjölluðu með ólikum hætti
um loftslagsbreytingar og hugsanlegar afleiðingar þeirra.
LEIÐTOGAR ríkisstjórnar,
þjóðar og kirkju voru sam-
mála um sumt í áramóta-
ræðum sínum, en í öðrum
málum voru þeir á öndverðum meiði
eða að minnsta kosti með ólíkar
áherzlur. Sá, sem bráðlega þarf að
leggja verk sín í dóm kjósenda, Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra, var
bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar og
lagði áherzlu á það, sem áunnizt
hefði, einkum í efnahagsmálum. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti íslands,
og nýr biskup, Karl Sigurbjörnsson,
stöldruðu hins vegar við það, sem
betur mætti fara og ekki fór hjá því
að við pólitískan tón kvæði í ræðum
þeirra beggja, þótt ekki sé hægt að
segja að þeir hafi gerzt flokkspólitísk-
ir.
Sennilega endurspegla áramóta-
ræður leiðtoganna þriggja að þessu
sinni ágætlega umræður og skoðanir
á meðal þjóðarinnar sjálfrar. Jafn-
vægið á milli sóknar eftir efnislegum
gæðum annars vegar og varðveizlu
annars konar lífsgæða á borð við
samfélagsleg tengsl og óspillta nátt-
úru hins vegar hefur verið æ meir
til umræðu undanfarin ár og líklegt
er að togstreitan á milli þessara
markmiða muni setja mark sitt á
nýja aldamótakynslóð, sem forsetinn,
forsætisráðherrann og biskupinn
beindu allir orðum sínum til beint eða
óbeint.
Efnahagslegar framfarir og
skuggahliðar þeirra
Forsætisráðherrann lagði áherzlu
á góð lífskjör íslendinga og afrek
þjóðarinnar á öldinni, sem senn er á
enda, vegferðina frá fátækt til bjarg-
álna. Hann ræddi um að ástæða
væri til að „gleðjast yfir blómlegu
menningarlífi þjóðarinnar, myndar-
legu samhjálparkerfi hennar og ekki
sízt öflugu atvinnulífi, sem getur bor-
ið þetta allt uppi. Lífsbaráttan er
ekki jafnmiskunnarlaus og áður. Þó
er ekki hægt að halda því fram að
þjóðin hafi látið deigan síga, né misst
viljann til að sækja fram og gera
betur.“
Nýkjörinn biskup benti hins vegar
á skuggahliðar hinna efnahagslegu
framfara í sinni fyrstu nýárspredikun
í Dómkirkjunni og setti spurning-
armerki við hina stöðugu sókn eftir
efnislegum gæðum: „Við höfum anað
áfram í algjöru skeytingarleysi gagn-
vart lífinu, jörðinni og lögum lífsins.
Guði var vikið til hliðar og maðurinn
settur í hans stað sem mælikvarði
alls. En um leið var öllu því vikið til
hliðar sem vill virða mörk og setja
skorður. Okkur var talin trú um að
um ekkert slíkt sé að ræða nema
þegar best hentar manni sjálfum -
við séum guðir. Ölvuð af undrum
tækninnar og valdi okkar yfir öflum
náttúrunnar, höfum við vænst þess
að friður og hamingja falli okkur í
skaut. Það er eitthvað allt annað sem
blasir við. Við höfum gengið freklega
á rétt annarra, umfram allt framtíð-
arinnar, óborinna kynslóða og auðg-
ast ótæpilega. Neyslugræðgin of-
boðsleg og ofgnóttin, sorphaugarnir
og mengunin ógna öllu lífi.“
Börn og unglingar standa
höllum fæti
Biskupinn talaði um „herkostnað
neyzlustríðsins“ og sagði börnin eink-
um gjalda hann; enginn hefði tíma
fyrir þau. „Allt of mörg heimili á ís-
iandi eiga í vök að veijast. Oft vegna
þess að gildismatið er rangt, for-
gangsröðunin er röng. Ekki aðeins
innan veggja heimilisins,
heldur í samfélaginu al-
mennt. Lífsmynstrið er lífs-
fjandsamlegt, streitan og
stressið yfir og allt um
kring. Græðgin og vímu-
fíknin mótar æ fleiri svið lífsins. Það
er skelfilegt að horfa upp á sífellt
yngri börn verða fíkniefnum að bráð.
I ljósi þessa er framtíðarsýnin myrk.
Einhver líkti okkar samtíð við fólk
sem hefur lagt allt undir til að geta
keypt farmiða á lúxussiglingu með
hinum ríku og frægu um heimsins
höf, og uppgötvar síðan að nafn
skipsins er TITANIC!
Við höfum lyft grettistaki á íslandi
og höfum svo ótal margt að gleðjast
yfir í efnalegu tilliti. En við höfum
gleymt því að það sem varðar mestu
er ekki fjármagnið og hagvöxturinn
heldur siðgæðisþroski fólksins," sagði
Karl Sigurbjörnsson.
Ólafur Ragnar tók í sama streng
varðandi velferð æskunnar, sagði að
íslendingar hefðu getað verið stoltir
af friðsæld og öryggi í samfélaginu
og böm og unglingar getað farið ótta-
laus allra sinna ferða. Nú væru
tímamir breyttir; neyzla áfengis, tób-
aks og ólöglegra fíkniefna væri orðin
þjóðarmein, sem þyrfti þjóðarvakn-
ingu til að taka á. „Til lítils verða
framfarir í hagstjóm og atvinnulífí ef
sjálf samfélagsgerðin liðast í sundur.
Til lítils era gæði markaðarins glati
æskufólkið sálu sinni, lífi eða heilsu,“
sagði forseti íslands og
bætti við síðar í ávarpi sínu:
„Það má ekki skapa til
lengdar þann skilning að
með umræðu um veiðigjald,
virkjanir eða verksmiðjur
sé dagskrá framfaranna tæmd. Hin
samfélagslega ábyrgð á ekki að vera
síðri skyldustörfum í þágu efnahags-
legra umbóta og hagsældar."
Loftslagsbreytingar - leiðin
til glötunar?
Allir nefndu leiðtogarnir alþjóðlega
samninga um loftslagsbreytingar af
manna völdum og hugsanleg áhrif
þeirra á veðurfar og lífsskilyrði á jörð-
inni - umræðuefni, sem litla athygli
fékk hér á landi þar til á síðustu
mánuðum gamla ársins. Hins vegar
var afar athyglisvert að heyra hversu
ólíkum tökum þeir tóku málið. Karl
biskup gat þess að sú dapra framtíð-
arsýn, sem dregin hefði verið upp í
Kyoto, minnti á að glötunin væri
möguleiki.
Olafur Ragnar fjallaði um lofts-
lagsmálin í víðara samhengi umhverf-
ismála og sagði:
„Löngum var við lýði sú kenning
að við íslendingar værum fremstir
allra í landvernd og varðveislu nátt-
úrugæða. Ferðalangar sæktu okkur
heim til að dást að fegurðinni.
Nú iítur hins vegar út fyrir að flest-
ir séu að fara fram úr okkur og Is-
lendingar að lenda aftast í sveit þeirra
sem bjarga vilja lífsskilyrð-
um mannkyns. í umræðum
hér heima um hætturnar á
breyttu loftslagi og samn-
ingana í hinni fjarlægu
borg Kyoto hefur gleymst
um of að geta þess sem í húfi er
fyrir okkur Islendinga - ekki í formi
undantekninga frá nýjum sáttmála
þjóðanna, heldur í þeirri ógn sem
steðjar að lífsskilyrðum í landi okkar,
beri mannkyn ekki gæfu til að grípa
til gagnaðgerða sem duga.
Sveit fremstu vísindamanna heims,
formlega valdir sem fulltrúar þjóð-
ríkja, hefur skilað niðurstöðum um
breytingar á hitastigi, hækkun á yfir-
borði sjávar, umtumun hafstrauma,
gróðurfars og lífsskilyrða jarðarbúa.
Ef svo heldur fram sem horfir gæti
hitaaukning víða um heim gert gróð-
ursvæði að eyðimörk en annars stað-
ar yrði kólnun í ætt við ísaldartíma.
Breytingar á saltstigi sjávar myndu
stöðva aflvélina sem knúið hefur hrin-
grás hafstraumanna og ylurinn sem
við höfum hlotið úr suðurhöfum hætta
að berast hingað.
Lega íslands og lykilhlutverk Goif-
straumsins á okkar slóðum eru á
þann veg að áhrif loftslagsbreyting-
anna myndu koma hvað harðast niður
á okkur íslendingum og gera landið
nánast óbyggilegt fyrir barnabörn
okkar og afkomendur þeirra.
Jökulhella mun þá leggjast yfír
landið allt, fiskistofnamir sem haldið
hafa lífi í þjóðinni um aldir hverfa
úr hafinu umhverfis, hluti núverandi 4
byggða sökkva við hækkun sjávar-
borðs.
Þessi lýsing er ekki heimsendaspá
eða efnisþráður í skáldlega hryllings-
sögu heldur kjarninn í vísindalegum
niðurstöðum fræðimanna sem skipa
hina formlegu ráðgjafasveit ríkja
heims, niðurstöðum sem lýsa því sem
gæti hafist á æviskeiði þeirra íslend-
inga sem nú eru börn í skóla. ísland
hefur einmitt í þessari vísindaumræðu
verið tekið sérstaklega sem dæmi um
hrikalegar afleiðingar loftslagsbreyt-
inganna. Virtur vísindamaður, sér-
fræðingur við Columbia-háskólann í
Bandaríkjunum, sagði nýlega í við-
tali við eitt helsta dagblað heims:
„ísland yrði þakið jöklum allt til .1
stranda. íbúamir yrðu að yfirgefa
það.“ - Landið okkar góða yrði þá í
raun og sann ísa fold.
Við Islendingar ættum því að vera
í fararbroddi þeirra sem á alþjóðavett-
vangi krefjast þess að tafarlaust verði
gripið til róttækustu gagnaðgerða til
að forða heiminum frá slíkri loftslags-
breytingu. Við ættum að fagna þeim
vilja sem þjóðir heims sýna nú til
samstarfs, hefja með öðram breyting-
ar á eldsneytisnotkun skipa og bif-
reiða og beita nýrri tækni sem auð-
veldar loftslagsvæna framleiðslu-
hætti. Við eigum að gleðjast yfir þeim
tækifæram sem öld umhverfisverndar
getur fært okkur íslendingum ef við
sjálf höfum vit og vilja til að nýta
kosti íslands. Það er annars sérkenni-
legt hve illa okkur hefur gengið að
sýna í verki hollustu við vernd um-
hverfis, lífríkis og landgæða.“
Svartsýnisspár
á veikum grunni
Við allt annan tón kvað í áramóta-
ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra. Það hefði mátt ímynda sér að
kafli í ræðu Davíðs hefði verið saminn
sem svar við áður tilvitnuðum orðum
forsetans, hefði ávarp forsætisráð-
herrans ekki verið flutt daginn áður *"’
en Ólafur Ragnar ávarpaði þjóðina.
Davíð sagði að vissulega mætti
ekki ganga „hugsana- og fyrirhyggju-
laust áfram mengunargönguna á
enda“ og breyta þyrfti um háttalag í
þessum efnum. Hann sagði hins vegar
að umræður um leyndardóma loft-
hjúpsins, vistkerfí og veðurfar, þyrftu
að byggjast á hógværð en ekki á
hleypidómum. „Við þurfum að viður-
kenna að þekking okkar er brota-
kennd. Við höfum ekkert leyfi til að
mála skrattann í sífellu á vegginn.
Skollinn er æði leiðigjamt vegg-
skraut. Enn er ekki uppi sá maður,
sem getur sagt fyrir um, hvemig veð-
ur mun skipast í lofti eftir mánuð eða^
svo. Glöggur veðurfræðingur veit, rétt
eins og við öll hin, að sennilega verð-
ur ekki sólbaðsveður síðasta dag jan-
úar. En hann getur ekki sagt til um,
með neinu öiyggi, hvort
veður muni gefa til flugs
eða fískveiða eða hvort þá
megi brúka skíði og skauta.
Það mundi enginn leyfa sér
að gefa út fyrirvaralausa
spá svo langt fram í tímann, vegna
þess að sá hinn sami þyrfti að standa
frammi fyrir veruleikanum, innan
skamms. Þeir, sem til að mynda þykj-
ast sjá fyrir að Golfstraumurinn góðit
muni kveðja ísland og koma sér annað
á seinni hluta næstu aldar, ellegar að
það flata Holland verði þá ekki þar,
sem það er nú, geta treyst því að
þurfa ekki að veija spár sínar. Menn
verða að fara afar sparlega með stór-
slysaspámar og forðast að skapa ótta
hjá fólki með vísun til fræða, sem
byggja á veikum grunni.“ ¥
Að virða mörk
og setja
skorður
Skollinn er
leiðigjarnt
veggskraut