Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 42
, 42 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
AF TILEFNI um-
fjöllunar á dómi
Hæstaréttar máli nr.
200/1977: „Kristinn
Traustason gegn ís-
lenska ríkinu“, hér í
blaði 18. þ.m. vil ég
sem lögmaður Kristins
Traustasonar óska eft-
ir að fá að birta eftir-
farandi:
Málið snerist um
bótakröfu vegna rif-
beinsbrots, sem Krist-
inn Traustason hafði
hlotið í höndum lög-
reglu.
Hæstiréttur telur að
Kristinn hafi brotið í
sér rifin áður en lögregla handtók
hann. Viðurkennt var að Kristinn
hefði, áður en lögreglan kom á
vettvang, sparkað upp svefnher-
bergishurð og að læsingaijárn
hurðarinnar hefði látið sig. Um
annað húsbrot eða átök var ekki
að ræða í málinu.
Læknar hafa sagt mér, að ekki
4», komi til greina að menn brjóti í
sér rifbein við að sparka upp hurð-
um. Kristinn var algjörlega
óskaddaður, er hann var án átaka
leiddur út úr umræddri íbúð og
allt til þess, að hann var færður
fyrir varðstjóra í fangamóttöku
lögreglustöðvarinnar.
Konan, sem bað lögreglu um að
fjarlægja Kristinn úr íbúð sinni,
kvöldið 29. mars 1993, fyrir meira
en fjórum árum lét
leysa hann úr haldi
seinna sama kvöld, en
þá var svo komið fyrir
honum, að hann var
allur í hnipri og illa
kvalinn vegna brot-
inna rifbeina, beggja
vegna, að flytja varð
hann í sjúkrakröfu úr
fangaklefanum og í
slysamóttöku, þar sem
hann fékk verkjalyf
og aðhlynningu.
Eitt aðalvitnið, Sig-
urbjörn Jónsson, sem
lýst hafði atvikum
sannsögulega í apríl-
lok 1993 eða mánuði
eftir atvikið, tók aftur skýrslu sína
nærri 4 árum seinna, eins starfs-
bróður sinn, lögreglufulltrúa einn,
þeim sökum að hafa bókað rangt
eftir sér fjórum árum áður. Þá var
bókað eftir honum, að Kristinn
hefði verið „búinn að bijóta og
bramla“ og gerði lögreglumönnum
tveim, sem tóku þátt í handtöku
Kristins, upp þau orð, sem þeir
höfðu aldrei sagt og hvergi bókuð.
í stað þess, að finna að hinu
saknæma vætti mannsins, til-
greindi Hæstiréttur hann sérstak-
lega sem vitni í málinu.
Það grátbroslega er, að lög-
reglumenn tóku skýrslur hver af
öðrum í máli þessu og höfðu ber-
sýnilega að verulegu leyti sam-
ræmt orðalagið í þeim. Svo ómark-
Hæstiréttur taldi sig
ekki geta komist hjá því
að fínna að meðferð
málsins, segir Gunn-
laugur Þórðarson, en
leysti svo vandann með
því að taka á málinu
með silkihönskum.
tækar og aðfinnsluverðar og sem
þær voru, urðu þær samt að veru-
íegu leyti grundvöllur dómsins.
Læknirinn, sem gaf vottorðið,
var alls ekki sá sem tók við Kristni
á slysavaktinni; hann hafði alls
ekki skoðað Kristin, en var greini-
lega svokallað „óvinveitt vitni“.
Hins vegar náðist ekki til þess
læknis, sem hafði annast hann á
slysavarðstofunni, hann var löngu
farinn af landi brott, þegar málið
var fyrir rétti.
Kristinn Traustason leitaði per-
sónulega bóta í hálft annað þar til
hann réð Örn Clausen hrl. og þeir
reyndu saman í annað eitt og hálft
ár þar til undirritaður tók við mál-
inu í mars 1996. Embættismenn í
kerfinu virðast hafa dregið Kristin
á asnaeyrum allan tímann, nema
ríkissaksóknari Hallvarður Einars-
son, sem vildi greiða Kristni bætur.
í máli þessu eru fólgin mörg
furðuleg atvik, sem fæst verða til-
greind hér. Lögreglustjórinn neit-
aði með vafasamri skírskotun til
lagagreina, að mæta fyrir rétti.
Lögreglustjórinn sagðist ekki hafa
komið nærri málinu. Á hinn bóginn
kveður Kristinn sig hafa oftar en
einu sinni átt viðtal við lögreglu-
stjóra, sem hafi ætlað að leysa
málið með einhveijum bótum og
sem „innan húss mál lögreglunn-
ar“. Reyndar hafði Kristinn aldrei
heyrt það orðatiltæki áður og eng-
inn annar en lögreglustjóri gátu
hafa orðað slíkt við hann.
Staðreyndin er og, að lögreglu-
stjórinn gaf undirmanni sínum,
Friðriki Gunnarssyni, fýrirskipanir
um allar rannsóknir í málinu, en
hann skoraðist undan að mæta
fyrir rétti með sérstakri skýrslu,
sem óvart sannaði afskipti lög-
reglustjórans af máinu. Ekki þótti
Hæstarétti ástæða til að finna að
þessari stöðu lögreglustjórans í
málinu.
Hin alræmda samstaða lög-
reglumanna í svona málum er stað-
reynd, sem almenningur telur von-
laust að sporna við.
Vandséð er réttmæti þess, sem
greinir í forsendum Hæstaréttar
fyrir sýknun íslenska ríkisins, að
Kristinn Traustason, sem mjög
ölvaður, hafði þann 29. mars 1993
séð varðstjóra á hvítri skyrtu
bregða fyrir í eitt einasta skipti í
fangamóttökunni, skyldi ekki
treysta sér til að þekkja hann aft-
ur þann 29. janúar sl. fyrir héraðs-
dómi eða nærri fjórum árum eftir
rifbeinabrotin. Varðtjórar eru ein-
ir Iögreglumanna í hvítum skyrt-
um. Staðhæfing varðstjórans um
sakleysi í málinu var mjög svo
vafasöm og stóð ein gegn orðum
kristins. Um aðra var ekki að vill-
ast.
Forsendur Hæstaréttar stangast
á við dóm Hæstaréttar í máli nr.
19/1947, bls. 512 í XIX bindi hrd.
í því máli gat kærandi, sem orðið
hafði fyrir áverkum í höndum lög-
reglu, ekki bent á illvirkjana, en
Hæstiréttur sakfelldi alla lögreglu-
mennina, sem tóku þátt í handtöku
mannsins allt að einu.
Órökvísi Hæstaréttar er með
ólíkindum, því að það var gersam-
lega útilokað að Kristinn gæti
sjálfur hafa rifbrotið sig áður en
lögreglan kom á vettvang. Ekki
er dómurinn síður ískyggilegur,
því samkv. þessu nýjasta mati
Hæstaréttar, getur það tæpast
talist brot á hinni fornu og lög-
bundnu harðræðisreglu, að maður
rifbeinabrotni beggja megin í
höndum lögreglu, án þess að til
átaka hafi komið á milli hans og
lögreglu.
Athyglisvert er að Hæstiréttur
taldi sig ekki geta komist hjá því,
að finna að meðferð málsins, bæði
í höndum lögreglu og RLR, en
leysti vandann með því að taka á
málinu með silkihönskum. Segir
það miklu meira en fólk áttar sig á.
í sambandi við mál þetta rifjast
upp fyrir mér það dapurlega, að
hafa heyrt allnokkra hæstaréttar-
lögmenn, halda því fram, að það
sé líkast því að spila í happdrætti,
hverjir þrír hinna níu dómenda
Hæstaréttar dæmi mál hveiju
sinni.
Að því kemur fyrr eða síðar að
ég geri nánari grein fyrir þessu
alvarlega máli, en það bíður.
Reykjavík, 19. des. 1997.
Höfundur er
hæstaréttarJögmaður.
Upplýsingar varðandi
frétt um Hæstaréttardóm
Gunnlaugur
Þórðarson
Melankólía og viðreisnarvíma
ÁRÁTTA sorgar-
innar er að reyna að
bjarga hinu horfna.
Kynslóðir okkar tíma
standa frammi fyrir
kveðjustund tálvonar
skynsamrar veraldar
sem og þeirri reynslu
að út úr þessum heimi
er engin bein leið leng-
ur. Og einmitt þessi
veröld án útgöngu-
leiða ber ábyrgð á
þessu sérstaka melan-
kólíska andrúmslofti,
sem sjá má að stórum
hluta í samtímalist-
inni, menningunni og
samfélaginu og á ná-
kvæmlega sam máta á sviði stjórn-
mála. Það sem veldur þessari sér-
stöku melankólíu samtímans er að
módernisminn hefur verið sviptur
undirstöðunni. Það er búið að leysa
hann úr álögunum.
Hið neikvæða gerir
hið jákvæða
mögulegt
Melankólíkerinn
hefur fylgt módem-
ismanum frá upphafi.
Hann var endurupp-
gotvaður í byijun upp-
fræðslutímabilsins,
húmanismans, og
virðist samkvæmt öllu
hafa komist óskaddað-
ur yfir í póstmódemis-
mann. Theophrast tal-
ar um náttúrulegan
melankólíker, til skil-
greiningar frá hinum
sjúklega. Hann heldur
því meira að segja fram að allir
mennskir menn hafi eitthvað af
melankólísku eðli í sér, sem bendir
til þess að um sé að ræða mann:
fræðilegan frumkraft (element). í
þessu má líka sjá þá staðhæfingu
Við lifum að því er
virðist í nokkurs konar
tímaskarði, segir Jón
Thor Gíslason, á
tímalausum tímum,
losnum ekki við fortíð-
ina og náum ekki til
framtíðarinnar.
hans að hið neikvæða geri hið já-
kvæða mögulegt.
Dæmigert er að melankólíker
sveiflist, ákveðið milli geðbrigða,
milli öfga ástríðnanna og þunglynd-
isins. Hann hefur enga miðju og
skortir því málefnalega festu. Og í
raun hefur það enga þýðingu að
krefjast stöðu í miðjunni, þegar hin
melankólíska vitund skilar sínum
eiginlegu afrekum án allrar milli-
göngu. Þetta hljómar íjarstæðu-
kennt en málið er að hin melankól-
íska veraldarsýn er engin gáta sem
verður að leysa heldur er um að
ræða sjálfsagða veraldarsýn sem
verður að gera ráð fyrir. Hana er
allstaðar að fínna í sögulegu meian-
kólísku mati, þar sem hið þunglynda
lundemi var á mismunandi tímum
annaðhvort hafíð upp til skýja eða
niðurnítt. En ljóst er að á jafn við-
kvæman hátt og melankólíker
bregst við vondri þróun og skaða,
hneigist hann líka til að dramatís-
era aðstæður og fara út í öfgar.
Lok mannkynssögunnar
Hinn síðmóderni tíðarandi er
furðulega sterkt klofinn. í honum
sameinast „módern-tilgangskenn-
ing“ hins sögulega, stefnufasta,
og hinsvegar „ringulreið-leyst úr
fjötrum" skilningurinn. Hið sam-
kynja og hið ósamkynja mynda
tvær hliðar sömu myntar, án þess
þó að losna við hugmyndina um
mögulegt fullkomið samræmi. Það
er þessi mótsögn, sem líklega ber
ábyrgð á endurstyrk trúarinnar á
tímum trúleysis, meðvitaðri um-
hugsun um týnd gildi og dyggð,
svo ekki sé talað um samband
hægri og vinstri sinnaðra pólitískra
fylkinga.
Síðiðnaðarframleiðsla, síðborg-
arlegt samfélag, síðkapítalísk
efnahagsstefna, síðháspeki-heim-
speki, síðmódernismi í listum, síð-
sögulegir tímar. Öll þessi hugtök
benda til þess að einhveiju tíma-
bili í sögunni sé að ljúka og reynd-
ar óttast margir að ekki sé um
sögulegt tímabil í þetta sinn að
ræða, heldur endanlega kveðju-
stund mannkynssögunnar.
Víst er að nálægð aldamótanna
gefur hugmyndinni byr undir báða
vængi. Ragnarök er að finna í sög-
unni frá upphafi með heimsendi
og endurlausn, sem á tímum trú-
leysis hefur tekið á sig mynd trega-
fullrar og/eða ískaldrar gjöreyð-
ingarstefnu (Nihilismi). Og enn er
hinn ofbeldisfulli endir mannkyns
ekki úr sögunni, en hinsvegar hef-
ur hann verið færður yfir í von um
friðsaman endi, þ.e.a.s. í sögulaus-
an lokakafla: „Happy-Enda a la
Hollywood"? (Tilv. Fukuyama).
Rétt er að í draumalandi (Utopie)
mannkynssögulausra tíma felst
loforð um að úthýsa þjáningu sög-
unnar, en jafnframt bið í tómleika
viðburðarlausra endaloka:
„Augnablik dauðans er það, þegar
við erum eingöngu liðin tíð, og á
engan hátt framtíð" (tilv. Michael
Theunissen). Sögulaus tími er
nefnilega án framtíðar. Framtíðin
býr í tímabilinu.
Milli fortíðar og framtíðar
Við lifum að því er virðist í nokk-
urskonar tímaskarði, á tímalausum
tímum, losnum ekki við fortíðina
og náum ekki til framtíðarinnar.
Óttumst endalokin sem gera okkur
að fortíð og það að týnast í hýbýl-
um framtíðarinnar.
-»
RYK- & VATNSSUGUR
IBESTAI
Urvalið er hjá okkur
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
X£Z7
Wicanders
Kork-o^Plast
EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS
SÝNISHORN OG BÆKLING.
„Kprk-O'Plast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið
mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum.
JKprk-O'PIast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því..
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29, 108 Reykjavík, sími 553 8640
Jón Thor
Gíslason
Viðreisn með opinberum yfir-
lýsingum nýrra tíma er tilraun til
að sprengja sig út úr fortíðinni
sem þrátt fyrir allt vill ekki fara
pg getur ekki farið. Yfirlýsingar
Italans Tomaso Filipo Marinetti
frá 1909 þar sem hann sposkur
og kjarnyrtur miðlar áskorun
sinni, þ.e. hinni beinu leið inn í
framtíðina með því að gjöreyða
fortíðinni sem fólst í því að bijóta
allar listastofnanir, akademíur og
bókastöfn til grunna, þær endur-
speglast óhjákvæmilega sem
„áskorun framkvæmd og orðin að
veruleika" við skoðun mynda
rústum lagðra borga í tveimur
heimsstyijöldum sem áttu eftir að
ganga yfir heiminn. Marinetti
varð þannig séð að ósk sinni nema
það að ekki tókst að eyða fortíð-
inni. Meira að segja „skugga for-
tíðar“ bera einna hæst í heimi
þeirra sem hraðast fara og telja
sig vera búna að hlaupa fortíðina
af sér sem sjá má í peninga- og
valdagræðgi, hernaðar- og þjóð-
ernishyggju og fyrirlitningu á kon-
um svo eitthvað sé nefnt. Stað-
reyndin er þó sú að hin storma-
sama sprengingarviðreisnarsæla
er bundin leyndum hlekkjum við
uppgang melankólíunnar, sem
ræðst af því að hina eilífu götu inn
í framtíðina er ekki hægt að
tryggja til fulls, þar sem óvíst er
hvort að hún losni einhverntíma
við fortíðina og þ.a.l. nái einhvern-
tíma til framtíðarinnar. „Einmitt
þessi geðblær: hið hvarflandi milli
svallsamrar gleðisælu og botnlauss
vafa og dauðaþrár mun einkenna
öldina sem við stöndum frammi
fyrir“ (Tilv. Wofgang Kaempfer).
Fólk hugsar sig út úr umhverfi sem
bindur það við veruleikann, lifir í
veröld óraunveruleikans. En er
veröld óraunveruleikans óraun-
verulegri en hinn óhlutbundna,
samantekna, útreiknanlega veröld
glaða skrifborðsmannsins sem
leikstýrir og semur söguna eftir
eigin höfði? Hvað sem öllu þessu
líður týnist hið tvöfalda augnaráð,
í báðar áttir, sem sýnir okkur hvað-
an við komum og hvert við förum.
Höfundur er myndlistarmaður.