Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Attalus
plasthúöun
• Fjölbreytt vandaö úrval af efnum
• Fullkomnar plasthúöunarvélar
• Vönduö vara - betra verö
í sambandi við neytendur
frá morgni til kvöids!
- kjarni málsins!
_____________AÐSENPAR GREINAR
Deila sem verður að leysa
Torfi _ Tryggvi
Magnússon Ásmundsson
DEILA ungra
lækna við ríkið hefur
nú staðið í rúmar 2
vikur. Enn sem komið
er gætir áhrifa henn-
ar mest meðal sér-
fræðinga og yfir-
lækna, sem hafa orð-
ið að manna vaktir
spítalanna yfir hátíð-
irnar. Hefur það verið
lítið tilhlökkunarefni
manna, sem sumir
eru komnir á sjötugs-
aldur, að standa í
eldlínunni í rúman
sólarhring og fást við
verk sem þeir eru
orðnir óvanir, þótt
þeir hafí eitt sinn verið fullfærir
um að vinna þau. Hefur það helst
verið til bjargar að um hátíðimar
er venjulega lítið umleikis á sjúkra-
húsunum og þangað leita aðeins
sjúklingar með mjög bráða sjúk-
dóma. Nú eftir áramótin munu
aðrir en læknar fara að fínna í
vaxandi mæli fyrir þessari deilu.
Það liggur í augum uppi að eldri
læknar munu ekki geta gengið að
sínum venjulegu störfum eins og
ekkert hafí í skorist eftir að hafa
staðið rúmlega sólarhring á vakt.
Spítalarnir munu þó vonandi áfram
geta sinnt bráðveiku fólki, en allar
lækningar sem hugsanlega geta
beðið verða að bíða. Biðlistar munu
þá lengjast og eru þó sumir þeirra
ærið langir fyrir. Eldri læknar
munu ekki halda út núverandi
vaktabyrði án þess hreinlega að
örmagnast og brotthvarf þeirra af
vöktum mun leiða til upplausnar á
sjúkrahúsunum.
Deila þessi er því miður óvenju-
erfið. Það er ekki torvelt að skilja
að því sé ekki tekið með fögnuði
í fjármálaráðuneytinu að nýgerðir
og samþykktir kjarasamningar
dugi ekki til að fá lækna til vinnu.
En ungir læknar eiga annarra
kosta völ en að starfa á spítulum.
Skortur er á læknum til starfa á
landsbyggðinni og flestir yngri
læknar hyggja á sérmenntun er-
lendis og geta flýtt þangað för
sinni. íslenskir læknar hafa átt
auðvelt með að komast í slíkar
námsstöður og nú bjóða sumar
nágrannaþjóðir gull og græna
skóga þeim læknum sem vilja koma
til starfa hjá þeim. Ef þessi deila
leysist ekki strax með góðri sátt
má gera ráð fyrir að fáir ungir
læknar heQi störf á ný á spítulun-
um. Ekki bætir úr skák að
óvenjufáir læknastúdentar munu
ljúka embættisprófi í læknisfræði
Nú eftir áramótin, segja
Torfi Magnússon og
Tryggfvi Ásmundsson,
munu aðrir en læknar
fara að finna í vaxandi
mæli fiirir þessari deilu.
í vor. Það er því afar brýnt að
deiluaðilar finni strax lausn á þess-
ari erfiðu deilu.
Það er ekki í verkahring lækna-
ráða spítalanna að hafa afskipti
af kjaradeilum. Hins vegar eiga
læknaráðin að fylgjast með því að
gæði læknisþjónustunnar séu við-
unandi og helst meira en það. Það
virðist því miður stefna í það á
allra næstu dögum að þjónusta við
sjúklinga skerðist og það litla sem
nú ber á milli deiluaðila réttlætir á
engan máta þá dauðans alvöru sem
við blasir.
Torfi Míignússon er læknir og
formnihir læknaráðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
Tryggvi Ásmundsson er læknir og
formaður læknaráðs
Landspítalans.
RAOAUGLÝSIINIGAR
BHS
•ÓKMCNN7
MANDMCNNT
SIDMKNNT
Vorönn í Borgarholtsskóla
Dagskóli:
Stundatöflur verða afhentar dagskólanemum
á skrifstofu skólans við Mosaveg í Grafarvogi
þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00—16.00. Bóka-
listi fylgir stundatöflum.
Nemendur eru minntir á að gera skil á þeim
gjöldum þsem þeir kunna að eiga ógreidd í
síðasta lagi þegar stundatöflur eru sóttar.
Nýnemar eru boðaðirtil fundar í skólanum
kl. 8.30 miðvikudaginn 7. janúar. Kennsla í dag-
skóla hefst samkvæmt stundaskrá þann sama
dag kl. 9.00.
Kvöldskóli:
-^prgarholtsskóli býður upp á kvöldnám, bæði
fýrir þá sem hafa áhuga á að Ijúka einstökum
áföngum framhaldsskóla og einnig fyrir þá
sem hyggjast stunda nám í málmiðngreinum.
Innritun í kvöldskólann verður 5. og 6. janúar
kl. 16.00—19.00. Mikilvægt er að nemendur
komi til innritunar á þeim tíma og taki með sér
gögn um fyrra nám. í kvöldskóla er kennt eftir
kl. 18 mánudaga—fimmtudaga.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu-
daginn 12. janúar.
í boði eru (með fyrirvara um næga þátttöku):
Almennar bóklegar greinar: BÓK 102, DAN
102, ENS 102 og 202, ÍSL 202, STÆ 122, TÖL
103.
I^agbóklegar greinar málmidna.
Verklegar greinar málmiðna.
Suður, rennismíði, smíðar, aflvélar, vélbúnað-
ur.
Við innritun er greitt grunngjald, kr. 10.000 og
auk þess kr. 1.000 fyrir hverja námseiningu
sem valin er.
Skólameistari.
Starfsnám fyrir stuðnings-
og meðferðarfulltrúa
8 vikna grunnnámskeið fyrir stuðnings- og með-
ferðarfulltrúa og fólk í líkum störfum verður
haldið á Grettisgötu 89 og byrjar 2. febrúar nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannafélagi
ríkisstofnana, Grettisgötu 89.
Umsóknarfrestur til 9. janúar.
Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins.
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Útskrift
verður í Fella- og Hólakirkju laugardaginn
10. janúar 1998, kl. 14.00
Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er
lokið hafa eftirtöldum prófum, eiga að koma
þá og taka á móti prófskírteinum.
Um er að ræða nemendur, er lokið hafa:
burtfararprófi tæknisviðs af húsasmiðabraut
burtfararprófi tæknisviðs af rafvirkjabraut,
burtfararprófi tæknisviðs af vélsmiðabraut
námi af handíðabraut
matartæknanámi
sjúkraliðanmi
snyrtifræðinganámi
námi af uppeldisbraut
verslunarprófi
stúdentsprófi.
Eldri útskriftarárgangar, foreldrar, aðrir ætt-
ingjar svo og velunnarar skólans eru velkomnir
á útskriftina.
Skólameistari.
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Upphaf vorannar 1998
6. janúar — þriðjudagur:
Kennarafundur kl. 9.00.
Töfluafhending nýnema og námskynning
kl. 13.00.
Töfluafhending eldri nema kl. 12.00—15.00
8. janúar — fimmtudagur:
Deildarstjórafundur kl. 10.00.
9. janúar — föstudagur
Deildafundir.
12. janúar — mánudagur:
Kennsla hefst skv. stundaskrám.
Innritun í kvöldskóla FB:
5. janúar kl. 16.30—19.30.
7. janúar kl. 16.30—19.30
8. janúar kl. 16.30—19.30.
Skólameistari.
fj Olbrautasxóunn
BREifiHOtn
Innritun
Innritað verður í Kvöldskóla Fjölbrautaskólans
í Breiðholti fyrirvorönn 1998:
Mánudaginn 5 jan k) 16.30-19.30.
Miðvikudaginn 7 jan k) 16.30-19.30.
Fimmtudaginn 8. jan. kl. 16.30-19.30.
Skólameistari.
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
Sundnámskeið Sundskólans
Svamla.
1. námskeið hefst 5. janúar 1998.
Ungbarnasund 1 og 2. Aðlögun
og leikir 1 og 2/framhald 1 og 2.
Innritun og upplýsingar í síma
587 5277.
Sundskóli S.D. KR.
Sundnámskeið fyrir 3ja til 6 ára
börn hefjast 6. janúar 1998.
Aðlögun og leikir 1 og 2/fram-
hald 1 og 2.
Innritun og upplýsingar í síma
587 5277.
FÉLAGSLÍF
Landsst. 5998010316 I Rh. kl.
16.00
FERDAFÉIAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnud. 4. janúar kl. 13.00
Nýársganga: Ásfjall-
Hvaleyrarvatn
Fögnum nýja árinu í léttri og
hressandi göngu með Ferðafé-
laginu. Verð 700 kr., frítt f. börn
m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ,
austanmegin og Mörkinni 6.
Einnig stansað v. kirkjug. Hafn-
arfj. Munid þrettándagöngu
og blysför um álfabyggðir í
Öskjuhlíð á þrettándanum 6.
janúar kl. 20.00 frá Perlunni.
Blys seld á staðnum kr. 300.
Sunnudaginn 4. janúar:
Nýárs- og kirkjuferð Útivistar.
Brottför frá BSl kl. 09.00. Farið í
kirkjusókn Goðalands og kirkjan
að Holti heimsótt.
Heimasiða: centrum.is/utivist
Eitt blað fvrir alla!
- kjarni málsins!