Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Skósmiður
með stðrt
hjarta
LEO Tolstoy ritaði jólasögu sem
fjallar um fátæka skósmiðinn Pa-
von afa. Hann óskaði þess að frels-
arinn vitjaði hans í einsemdinni á
aðfangadagskvöld. Hann ætlaði að
gefa honum litlu bamaskóna sem
hann hafði smíðað íyrir löngu og
voru þeir bestu sem hann hafði
nokkru sinni gert. Frelsarinn kom
ekki en þess í stað hýsti Pavon afí
vegalausa, einstæða móður sem
ráfaði úti í kuldanum með litla
bamið sitt. Hann gaf baminu
skóna. Það var Kristur í náungan-
um.
Þessi saga kom í hug mér þegar
ég hlustaði á Steinar Waage skó-
kaupmann segja sögu sína. Hann
var aðeins sex ára að aldri er hann
hélt í fyrsta sinn upp á jólin fjarri
fjölskyldunni.
„Eg man vel eftir fyrstu jólunum
á spítala,“ segir hann. „Þá var mér
gefið lítið jólatré sem var ekki
nema kannski hálfur metri á hæð.
Þetta var gervijólatré, eina jóla-
tréð sem fjölskylda mín átti á
stríðsárunum."
Flestir landsmenn kannast við
skóbúðir Steinars Waage, sem
halda upp á 40 ára afmæli um þess-
ar mundir, en fæstir þekkja mann-
inn sjálfan.
Steinar er rúmlega meðalmaður
á hæð og þéttur á velli, hljóðlátur
og hógvær. Veraldleg velgengni
hefur ekki stigið honum til höfuðs
og hann man vel eftir uppeldi sínu
við kröpp kjör, enda hefur hann
ávallt verið reiðubúinn að bretta
upp ermarnar og óhreinka hend-
umar. Hann hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum í samfélaginu, var
lengi formaður Skókaupmannafé-
lagsins, sem síðar var sameinað
Félagi vefnaðarvörukaupmanna,
og sat í stjórn Kaupmannasam-
bandsins um árabil. Steinar hefur
verið virkur í kristilegu starfi frá
bamæsku og stutt starf Gídeonfé-
lagsins, KFUM&K og Kristniboðs-
sambandsins á ýmsan hátt. Varla
er gefið út blað eða pési á vegum
þessara hreyfínga að útgáfan sé
ekki styrkt með auglýsingu frá
Steinari Waage. Margir era honum
því afar þakklátir íyrir örlæti hans
sem minnir á hjartalag Pavons afa
í sögu Tolstoys.
Eg spjallaði við hann á dögunum
á fallegu heimili hans og Clöra,
konu hans, í Garðabænum. Ljúf
tónlist flæddi um húsið, er mig bar
að garði, og gaf til kynna að þar
byggju unnendur góðrar tónlistar.
Sjálfur sat hann í stólnum sínum
góða sem hefur þann kost að skem-
ill kemur fram þegar hann hallar
sér aftur á bak. Steinar notar
skemilinn aðallega íyrir annan fót-
inn sem er visinn. Segja má að fót-
urinn hafi á vissan hátt orðið ör-
lagavaldur í lífi hans.
Bernska
„Endurminningar mínar tengj-
ast að mestu þeim tímamótum er
ég fékk lömunarveiki fimm ára
gamall upp úr inflúensu sem þá
gekk. Ég hafði verið í sveit um
sumarið vestur á Fjörðum hjá Jóni
föðurbróður mínum sem var bóndi
á Tjaldanesi og síðar Hrafnseyri
við Arnarfjörð. Það er mér mjög
minnisstætt að það ágæta fólk
sendi mér myndarlegt magn af
krækiberjum og bláberjum sem
það hafði tínt. Mér var stungið inn
á Farsóttarheimilið en þá réð Mar-
ía Maack þar ríkjum. Hún var dug-
leg að fá mig til að borða og hafði
mikla trú á því að góð matarlyst
skipti máli íyrir heilbrigðið.
Ég var settur í einangran á stofu
uppi á efri hæð og var svo máttlaus
að ég gat bara hreyft hendur og
höfuð. Rúmið mitt var fært út að
glugga, en ég sá lítið annað en dúf-
ur. Eg gat séð út um gluggann með
þvi að rétta spegil upp í áttina að
Um þessar mundir eru
40 ár frá stofnun skó-
verslunar Steinars
Waage. IQjartan Jóns-
son ræðir við kaup-
manninn um starf hans
og áhugamál, en Stein-
ar hefur verið virkur
þátttakandi í kristi-
legu starfí, allt frá
barnæsku.
honum. Ætli þetta hafi ekki verið
fyrstu not mín af spegli."
Ég man ekki mikið frá þessum
tíma en minnist þess að veikur
maður var í herberginu hjá mér og
ég gerði mér grein fyrir því einn
morguninn að hann hafði dáið um
nóttina. Fólk mátti ekki koma
nærri mér af ótta við smit en þeir
sem hjúkraðu mér vora sennilega
taldir ónæmir! Foreldrar mínir
urðu að láta sér nægja að koma í
dymar og tala við mig þaðan. Þá
lærði ég að senda fingurkoss.
Móðir mín var dugleg að heim-
sækja mig og kom yfirleitt dag-
lega. Til að auðvelda það fluttu for-
eldrar mínir úr Laugarnesinu á Ei-
ríksgötuna.
Minningamar frá þessum tíma
era góðar og tengjast flestar Maríu
Maack, sem ég held að hefði viljað
standa á höfði fyrir mig ef á hefði
þurft að halda. Ég man ekki eftir
að hafa verið einmana.
Þama var ég í nokkra mánuði en
var síðan fluttur yfir á lyfjadeild
Landspítalans þar sem Jón Hjalta-
lín prófessor réð ríkjum. Hann tók
mig föstum tökum og nýtti kunn-
áttu nuddkonu sem starfaði þar.
Hún var ákaflega dugleg að nudda
mig og reyna að fá mig til að nota
fæturna. Rafmagn var þá mikið
notað til að reyna að fá líf í vöðva.
Mér fannst það ekki þægilegt. Hún
nuddaði fætur mína með púðum,
sem hún hélt á með handfongum.
Því meira rafmagn sem var í púð-
unum því óþægilegra var nuddið.
Þetta var gert í marga mánuði og
mátturinn jókst og ég hreyfði mig
sífellt meir, var meira að segja far-
inn að ganga. Þegar annar fóturinn
fór að snúast var bragðið á það ráð
að setja mig í rúmið á meðan ég
beið eftir spelkum. Það tók sinn
tíma, en á meðan var reynt að
halda mættinum við, sem farið var
að kræla á í fótunum, með því að
láta mig gera æfingar. Ég átti að
gera þær sjálfur, en gerði það víst
eitthvað slælega, enda ekki nema
sjö ára patti. Ég held að það hafí
verið mistök að setja mig í rúmið.
Frekar hefði ég átt að halda áfram
að ganga. Með seinni tíma þekk-
ingu hefði mátt rétta fótinn við.
V* * ' ‘í
. ' ' •.
'
'
STEINAR með sveinsstykkið gðða árið 1957. Það þótti svo vel unnið
að hann fékk silfurmedalfu fyrir það.
SAMHERJAR. Feðgarnir Steinar og Snorri. Snorri hefur tekið að
mestu við daglegum rekstri skóbúðanna.
Mátturinn hvarf alveg úr öðrum
fætinum.
Þegar á leið varð ég efalaust
ekki allt of þægilegt kjörbam
þama og skreið út um alla Land-
spítalalóðina og sleit stundum ein-
um buxum á dag. Mér leið mjög vel
þama og fann til væntumþykju til
starfsfólksins og öryggiskenndar.
Ég var svo lengi á spítalanum að á
einu til tveimur árum var ég búinn
að vera á flestöllum stofunum á
lyfjadeildinni, bæði á karla- og
kvennagangi. Ég var lengst af á
herbergi númer sjö og kynntist
mörgum ágætis mönnum.
Síðar fékk ég spelkurnar sem ég
hafði beðið eftir og gat þá stigið í
máttlausa fótinn og gengið. Þá var
ég átta ára en fór í sjö ára bekk í
Austurbæjarskólanum. Það var
reynt að kenna sjúklingum svolítið
í almennum fögum en lærdómurinn
hefði mátt ganga betur. Af spítal-
anum flutti ég yfir á Eiríksgötuna
þar sem foreldrar mínir bjuggu og
tveir bræður, en við urðum fjórir.
Þai'na bjó ég á stríðsáranum og
man vel eftir þeim tíma. Húsin era
þriggja hæða blokkir. íbúðin okkar
var í kjallaranum, en þangað átti
fólk að fara ef loftvamaflautur
yrðu þeyttar. Nokkuð háar tröppur
vora fyrir framan útidyrnar og þar
sátum við löngum og horfðum á
ýmsar gerðir stríðsflugvéla sem
komu og fóra.
Ég man vel eftir því, þegar ég lá
á Landspítalanum, að ég sá flug-
vélar út um gluggann sem nýttu
sér aðstöðuna í Vatnsmýrinni, en
það var eini flugvöllurinn sem þá
var notaður. Reyndar var hann
bara grasflatir. Síðan var Reykja-
víkurflugvöllur lagður og þá kynnt-
ist maður þeim umsvifum sem
fylgdu slíkum herflugvelli. Þegar
ég átti heima á Eiríksgötunni fór-
um við bræðumir á hverjum
sunnudagsmorgni út á götuna til
að horfa á Skotana marsera við
undirleik sekkjapípuflauta. Það var
mjög sérstakt. A leið í skólann
gekk ég alltaf fram hjá heilmiklum
braggakampi sem var á Skóla-
vörðuholtinu. Þá hafði ég gaman af
að fylgjast með hermönnum sem
gengu á vakt meðfram girðingunni.
Við bræðurnir reyndum oft að
sníkja okkur ís eða eitthvað slíkt af
hermönnunum."
Foreldrar
„Ég er fæddur í Reykjavík árið
1932. Faðir minn var Skarphéðinn
Waage, ættaður vestan af Fjörð-
um, fæddur og uppalinn í Amar-
firði. Hann var sjómaður en vann á
Klöpp hjá Lýsissamlagi íslenskra
botnvörpunga á þessum árum. Þá
var efnahagur almennings annar
en nú er. Það munaði um það ef
mjólkurflaska brotnaði eins og
gerðist einu sinni hjá mér. Móðir
mín var Málfríður Tómasdóttir,
dóttir Tómasar Snorrasonar skó-
smiðs sem rak skóverkstæði vestur
í bæ. Þaðan kemur eitthvað af
skilningnum á skóm. Hann var
mikill Ijúflingsmaður, ákaflega
vandvirkur og góður skósmiður
Hann hafði ekki mikið umleikis a:
því starfi. Síðar vann hann sen
vélamaður hjá svo kölluði
Milljónafélagi úti í Viðey. Þegæ
Reykjavíkurhöfn var gerð var lögc
járnbraut frá Skólavörðuholti nið-
ur að höín. Grjótmulningsvél sen
notuð var við hafnargerðina kon
ósamsett til landsins og engar leið-
beiningar um samsetninguní
fylgdu henni. En afa tókst að setj;
hana saman.“
Kristilegt starf
„Þegar ég átti heima á Eiríksgöt
unni kynntist ég mörgum góðun
mönnum. Það þótti enginn ver;
maður með mönnum nema hanr
væri í KFUM og því fylgdi ég fé
lögunum þangað. Það var upphafic
að kynnum mínum af því félagi sen
hafa staðið síðan. Ég gekk á hverj-
um sunnudegi niður á Amtmanns-
stíg á drengjafundi. Mörg hundrac
drengir komu þar að staðaldri. Ég
byijaði að sækja svo kallaða vina-
deild sem var fyrir drengi að m'i
ára aldri. Þar var ég hjá Bjarn;
Ólafssyni, síðar lektor við Kennara-
háskólann. Hann gaf okkur verð
laun fyrir góða fundarsókn. Ég
fékk Nýja testamenti. Síðar þegai
ég fór í sumarbúðir KFUM
Vatnaskógi lærði ég að lesa í Nýj;
testamentinu mínu og gerði það ac
fastri reglu sem ég hef haldið síðan
Ég sótti allar deildir KFUM og
endaði í aðaldeildinni þar sem ég
er enn. Ég varð sveitarstjóri
KFUM og hafði mína deild sen
náði yfír allt Kleppsholtið. Húr
kom saman í húsi KFUM í Laugar
nesi sem var svo lítið að stundun
urðum við að taka alla bekkina Ú1
úr húsinu til að fleiri drengii
kæmust fyrir inni. Þeir sen
komust ekki inn stóðu úti vic
gluggana. Síðar stofnaði ég m.a
KFUM í Garðabæ ásamt öðram.
Mörg undanfarin ár hef ég tekic
mikinn þátt í starfí Gídeonfélagsin;
og það hefur verið hluti af tilver-
unni að fara í skóla og gefa 11 ár;
bömum Nýja testamentið. Méi
finnst mikill heiður að fá að tak;
þátt í því starfi og það hefur gefic
mér mikið.“
Áhrifavaldar
Hvaða menn hafa haft mest áhri:
áþig?
„Magnús Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri KFUM, var mér sér-
staklega góður vinur og ég á hon
um miklar þakkir að gjalda, sér-
staklega í Biblíulestai-hópnum sen
ég sótti í nokkur ár. Ég á honun
trú mína fyrst og fremst að þakka.
Ég skulda Bjama Eyjólfssyni
fyrrverandi formanni KFUM
einnig miklar þakkir. Hann gæ
mér örlátlega af tíma sínum þrátt
fyrir miklar annir.
Þegar ég varð eldri varð sr
Jónas Gíslason, síðar vígslubiskup
mikilsverður í lífi mínu. Hann s;
um Biblíulestra og trúarlega upp
fræðslu fyrir okkur, hóp ungmenn;
sem var kallaður Akraneshópur
inn, en við fóram reglulega upp i
Akranes og héldum samkomur
Hann var þá stúdent í Reykjavík.
Söngvar sr. Friðriks Friðriks-
sonar höfðu mikil áhrif á mig 0£
hafa verið mér gott veganesti.“
Þú hefur lagt mikið á þig í starf
fyrir KFUM og ekki fengið ki-óni
fyrir?
„Ég fékk annað betra: Samfélaj
og blessun sem ég er í ævarand
skuld út af og þykir vænt um ac
hafa getað aðeins endurgoldið."
Skór
„Ýmis atvik urðu til þess að éf
fór að vinna með skó.
Eitt sumar vann ég sem sjálf-
boðaliði við smíðar við að reis;
skála sumarbúða KFUK í Vindás-
hlíð. Tókst mér vel að vinna þótt éj;
haltraði um á öðram fætinum. Ein-
hver óvarkárni varð til þess að ég
datt af kassa einn daginn og braul
á mér verri fótinn og var fluttur
sjúkrabíl til Reykjavíkui'. Þar tól
Snorri Hallgrímsson á móti mér í
slysavakt Landspítalans."
SJÁ SÍÐU 58