Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 58

Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 58
58 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Steinar hafði ekki miklar tekjur á þessum árum en stundaði ýmis tilfallandi störf sem hjálpuðu upp á fjárhaginn. En spumingin um hvað ætti að verða lífsstarf hans sótti stöðugt á hann. Hann lauk tveimur bekkjum í Iðnskólanum og reyndi fyrir sér í úrsmíði og gullsmíði en líkaði hvorugt. Með hjálp prófessors Snorra fór hann til náms í Danmörku. Trygg- ingastofnun ríkisins gerði það kleift með því að tvöfalda örorku- bætur Steinars. Það átti að duga honum ásamt smávasapening sem hann fékk í laun fyrir smíðarnar í náminu. Hann bjó lengst af í litlu kvistherbergi á fímmtu hæð í næsta nágrenni við spítalann, sem ekki var mjög heppilegt fyrir fatl- aðan mann. Hann átti aðeins töskuna sína þegar hann kom út. Siðan tókst honum að spara fyrir skrif- borðslampa og notuðum her- mannabedda. Síðar bættust við skrifborð, gólfteppi og leigt orgel en hann reyndi að læra svolítið á það, aðallega fyrir ánægjuna. „Elsa dóttir mín hefur bætt úr því sem aldrei varð hjá mér.“ Steinar lærði skósmíðar fyrir fatlaða og fékk silfurmedalíu fyr- ir vel unnið sveinsstykki. Síðan fór hann í framhaldsnám í gervi- limaskósmíði (að búa til skó á gervilimi) í Þýskalandi í tæpt ár. Það var aðeins fyrir meistara og varð hann því að Ijúka meistara- gráðu áður en hann gat hafið námskeiðið. Þetta nám var undir- staða þess sem síðar beið á ís- landi og gaf víðari sýn í starfi. An þess hefði hann ekki treyst sér til að opna sérhæft skósmíðaverk- stæði. Skósmíðar „Ég byrjaði skósmíðar 1957 eftir að ég kom heim frá námi. Þá var ég eini maðurinn á landinu sem hafði fengið þessa menntun. Verk- stæðið var í mjög litlum bílskúr við hliðina á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á Sjafnargötu 14 sem ég leigði. Svavar Pálsson, einn af for- ystumönnum Styrktarfélagsins, sýndi mér mikla lipurð. Hann leigði mér þetta pláss og lánaði mér fyrir útgjöldum í upphafi sem ég er sem betur fer búinn að greiða til baka. En þetta var það sem ég þurfti til þá. Prófessor Snorri hafði hugsað sér að Land- spítalinn sæi mér fyrir húsnæði. Eg beið eftir því í nokkur ár en það gekk ekki.“ Þegar í upphafi hóf Steinar að flytja inn tréskó og bamaskó og sameinaði skósmíðar og skósölu. Hann smíðaði mikið af innleggjum á fyrstu árunum. Síðan jókst rekst- urinn og starfsemin var flutt í Domus Medica þegar það var byggt. Reksturinn þar gekk það vel að fyrirtækið færði út kvíarnar og verslunin Toppskórinn við Ing- ólfstorg var opnuð. Síðan bættist verslunin í Kringlunni við, en það var mikið gæfuspor þótt það kost- aði fórn fyrir fjölskylduna. Hún varð að selja húsið sitt í Garðabæ og bjó í leiguhúsnæði í sex ár á meðan búðin var að koma undir sig fótunum. Bryddað hefur verið upp á ýms- um nýjungum í verslunum Steinar Waage, eins og t.d. 5% stað- greiðsluafslætti, sem margir aðrir kaupmenn hafa tekið til efth-- breytni. Upphaf viðskipta Það var erfitt að reka fyrirtæki í kringum 1960 því að kerfið var erfitt viðureignar. Öll mál þurfu að fara fyrir svo kallaða skömmtunar- nefnd og innflutningsnefnd og það reyndi mjög á þolrifin. Gera þurfti grein fyrir hverri vöru sem flutt var inn og afla heimildar til að fá að taka hana inn í landið. Ef gerð voru mistök gátu menn átt á hættu að missa innflutingsheimildina. Þá voru tollamálin líka erfið. Það þurfti margar hringingar og ferðir áður en hægt var að leysa vöru út úr tolli. Harður heimur Eru viðskiptin ekki óvægin og grimm? „Jú, þau geta verið það. Það er engin miskunn þegar út í sam- keppnina er komið. Það er tals- verður vandi að starfa við þær að- stæður og fylgja siðareglum kaup- mannastéttarinnar en samkvæmt þeim eiga menn að reyna að virða sambönd og hefðir starfsbræðra, en í harðri samkeppni þar sem fyr- irtæki verða færri og stærri er til- litslausari aðferðum beitt.“ Hvað er erfiðast við að vera kaupmaður? „Það er sú neikvæða afstaða fólks almennt til okkar kaupmanna og það álit að við séum sífellt að hafa fé af því. Mér finnst þessi af- staða neikvæðari en hún var.“ Stuðningur við kristilegt starf og góð málefni Hvað er mest virði eftir 40 ára starfsævi? „Mér finnst Guð hafa leitt mig inn í störf min og að blessun hans hafi hvílt yfir þeim. Mér finnst að hann hafi gert mig að ráðsmanni til að geta styrkt kristilegt starf. Orð úr söng sr. Friðriks Friðrikssonar hafa jafnan verið í huga mér: „Ef- laust mætti finna, verk að vinna til heiðurs þér.“„ Eins og áður segir hefur Steinar stutt kristilegt starf og önnur góð málefni af mikilli rausn. Hann hef- ur sent notaða skó til Grænhöfða- eyja í samvinnu við Þróunarsam- vinnustofnun Islands og einnig til Þýskalands, þaðan hafa þeir verið sendir til Afríku og Suður-Amer- íku. Hann hefur einnig staðið straum af kostnaði við gerð árlegs alman- aks Kristniboðssambandsins, og jólakorta KFUM&K sem eru mik- ilvægar fjáröflunarleiðir fyrir þessi samtök. BRIDS Umsjún Arnúr G. Ragnarsson Svæðamót Norðurlands vestra - parakeppni í brids Svæðamót Norðurlands vestra - parakeppni í brids - verður haldið laugardaginn 10. janúar 1998 á Kaffi Króki Sauðárkróki. Spilaður verður Barómeter með forgefnum spilum og hefst spila- mennskan kl. 10. Mótið er öllum opið og er spilað um silfurstig. Skráningu þarf að vera lokið fyrir fimmtudaginn 8. janúar nk. Keppnisgjald er kr. 3.000 fyrir parið. Mótið er í umsjón Brídsfé- lags Sauðárkróks. Allar nánari upplýsingar veita Asgrímur Sigurbjömsson. s. 453- 5030 og 453-5353 og Jón Öm Bemdsen, s. 453-5319 og 453-5050. Bridsfélag Akureyrar Islandsbankamótið í tvimenn- ingi fór fram laugardaginn 27.12. með þátttöku 29 para. Spilaðar vora 2 lotur með Mitchell útreikn- ingi. Karl Steingrímsson og Svein- björn Sigurðsson náðu forystu snemma og héldu henni til loka þótt nokkuð væri saumað að þeim ISLENSKT MAL VETURLIÐI Óskarsson mál- fræðingur sýnir þættinum enn ræktarsemi sem umsjónarmanni þykir vænt um: „Kæri Gísli. Nú er ég sestur að í Uppsölum og farinn að kenna sænskum ís- lensku. Ég fæ Morgunblaðið reglulega og les það nokkurra daga gamalt, þá gjaman 3 blöð í einu. Ég hef hingað til verið seinn til umkvartana en kannski er það þessi stóri blaðaskammtur sem veldur því að nú fæ ég ekki leng- ur orða bundist um málbreytingu sem á sér einkar frjóan jarðveg á þeim síðum Morgunblaðsins sem kenndar eru við Fólk ífréttunum, og á blaðsíðum þar um kring. Eitt dæmi nægir til að sýna hvað þarna er á ferðinni, þau era venjulega nokkur í hverri viku og er helst eða eingöngu að finna í fyrirsögnum og myndartextum. Éimmtudaginn 2.10. á bls. 54 stóð undir mynd af leikstjóranum Roman Polanski: „Hamingjusam- ur Polanski". Áður hef ég m.a. séð „Rauðhærð Samantha", „Bros- andi Baltasar" ef ég man rétt, og margt fleira sem ekki þarf að tína til. Nú vitum við að lýsingarorðs- einkunn er gjaman höfð á undan samnafni eða tegundarheiti: „hamingjusamur maður“, „rauð- hærð kona“, „brosandi leikari", en til skamms tíma sást hún ekki á undan mannanöfnum, enda væri þá gefið í skyn að um tegund væri að ræða (er það ekld?). Eðlilegt er hins vegar að hafa sagnfyllingu á eftir mannanöfnum: Polanski er hamingjusamur" og í fyrirsögn- um og jafnvel myndartextum í dagblöðum hefur lengi tíðkast að sleppa þarna sögninni vera: „Pol- anski hamingjusamur" og fer það ekki illa. Auðvitað þarf ekki að leita lengi til að finna fyrirmynd- ina að hinni nýju orðaröð; þetta er úr ensku, auðvitað. Ég hef sáralít- ið orðið var við þessa orðaröð annars staðar í Morgunblaðinu eða í öðrum blöðum en ég er hundóánægður með að hún skuli þrífast svona vel einmitt í þeim hluta blaðsins sem höfðar mikið til unglinga og stálpaðra barna; margir unglingar lesa nánast ekk- ert annað í Morgunblaðinu en þessar síður og bíóauglýsingam- ar. Ég giska á að óreynt fólk vinni að gerð þessara síðna og þýði trú- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 934. þáttur lega beint upp úr erlendum blöð- um fréttir af þekktu fólki og þannig slæðist hin enska orðaröð inn. - Ég veit að þú getur ekkert við þessu gert, Gísli, en sendi þér þessar línur í von um að þú getir sagt eitthvað af skynsamlegu viti um fyrirbærið í pistlunum þín- um.“ Um „skynsamlegt vit“ (orða- lagið úr Fyrstu málfræðiritgerð- inni) skal hér ekkert sagt, en til þess að valda Veturliða ekki al- gerum vonbrigðum sé ég ekki annað ráð vænna en taka þrjú dæmi héðan úr þættinum (806, 871 og 879): 1) „Sagnarviðurlag er einhver sérkennilegasti og fallegasti setn- ingarliður í máli okkar. Það fer á eftir sögn og kemur í staðinn fyrir heila setningu. Dæmi: Hann lá sofandi í rúminu. Hún stóð keik í baráttunni. Jafnan er hægt að skjóta og + vera inn á undan sagnarviðurlagi: Hún stóð í bar- áttunni [og var] keik. En þá erum við búin að gera eina setningu að tveimur, til verulegra lýta. Hér í blaðinu 28. júní sl. stóð undir mynd: „Sitjandi til hægri er brosmildur Norman Lamont...“ Þetta er ensk orðaröð, ekki ís- lensk. Hér hefði farið vel á að nota sagnarviðurlag: Lengst tii hægri sat Norman Lamont [og var] brosmildur á bekknum. Sagnarviðurlag er í mikilli hættu, en brotthvarf þess væru syrgileg málspjöll." 2) „Hér í blaðinu mátti lesa þessa fyrirsögn fyrir nokkru: „Ní- ræð Cookson hefur söngferil." Þessi orðaröð dugir ekki á ís- lensku þótt hún geti dugað í ensku. Á máli setningafræðinnar er þarna notuð einkunn í viður- lags stað. Fyrirsögnin hefði átt að vera: Cookson hefur söngferil ní- ræð. Þá er viðurlagið á sínum stað.“ 3) „Við skulum hugsa okkur eitt augabragð að við værum að endursegja Njálu og komið væri út í brennufrásögnina. „Ég var ung gefin Njáli,“ sagði Bergþóra og þá ekki útgöngu. Þetta gætum við endursagt: Bergþóra sagðist ung liafa verið gefin Njáli, eða: Bergþóra sagð- ist hafa verið gefin Njáli ung. En við „gætum“ ekki sagt: ?Ung Bergþóra sagðist hafa verið gefin Njáli, enda merkir það annað. Við værum búin að setja einkunn í stað viðurlags, svo að talað sé mál setningafræðinnar. Ég hef með löngum hléum reynt að halda uppi vöm fyrir viðurlag sem er ekki aðeins fag- urt oft og tíðum, heldur einnig svo merkingarríkt, að það getur komið í stað heillar setningar. Og það er nú ekki ónýtt. Því miður finnst mér viðurlagið vera á und- anhaldi, og ég kenni enskum áhrifum um. Lítum á feitletruðu dæmin fremst í pistlinum. Bergþóra seg- ist hafa verið gefin Njáli, þegar hún var ung. Viðurlagið kemur í stað heillar tíðarsetningar. Við megum ekki missa þetta. Lítum svo hér í blaðið 7. nóv- ember sl. Þar eru tvær litlar fyr- irsagnir: 1) „Sáttfús Gingrich", 2) „Plástraður Clooney". Þama sjá- um við hættumerkin, og skaðinn er reyndar skeður. Enskan hefur sigrað. Enskt orðalag er komið með einkunn í stað viðurlags. Þetta á að vera með íslenksum hætti: Gingrich sáttfús (= Gingrich [Newt(on)] er sáttfús). Þetta merkir ekki að einhver eða einhver Gingrich sé sáttfús. Og í síðara dæminu á að vera: Clooney plástraður. Það er þessi tiltekni Clooney sem er plástraður, ekki bara einhver. Fyrirmynd ensk- unnar Ieynir sér ekki í dæmum eins og þessum. En reynum að stemma á að ósi. Látum ekki ein- kunn að enskum hætti rýma burt einhverjum sérkennilegasta, fal- legasta og merkingarauðgasta setningarhluta máls okkar." Dæmin hér á undan gefa lík- lega til kynna að við Veturliði les- um Morgunblaðið meira en önnur blöð. Bitamunur er það, og ekki fjár, hvort við tölum um sagnar- viðurlag, tímaviðurlag eða sagn- fyllingu í dæmunum. En við biðj- um þess, að menn hafi íslenska, en ekki enska, orðaröð í dæmum eins og þeim sem að framan greinir. ★ Áslákur austan sendir: Eg sá sköpulag skrýtið á Hnyðju, þó er skandall að kall’ana bryðju og mörg þomhringju-Bil skökk að því leyti til, að þar er ekkert mitti í miðju. Fjölskyklan Eiginkonan, Clara er færeysk. Sjálfur segist Steinai- hafa kynnst henni með brögðum í Danmörku! „Hún hefur alltaf staðið við bak- ið á mér, sérstaklega þegar ég var að byggja fyrirtækið upp og vann frá morgni til miðnættis.“ Þau hjón eiga þrjú börn, Óla, lyfja- fræðinema sem býr í Danmörku, Elsu, söngkonu sem býr á Ítalíu, og Snorra, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. Trúin „Trúin er þýðingarmesti þáttur- inn í lífi mínu og hefur haft áhrif á afstöðu mína til margra mála. Þeg- ar vanda ber að höndum hefur hún verið sterkasta haldreipið og veitt mér kjark, þegar hann hefur verið að bila.“ Áttu þér draum? „Já, mig langar til að leikritið Sérhver (Jedermann) eftir Hoff- mann verði sett á svið á kristni- tökuafmælinu árið 2000 í Hall- grímskirkju. Það fjallar um ríka manninn og Lasarus. Ég reyni að sjá það þegar ég er á ferð í Þýska- landi á sumrin. Það er sýnt á tröppum dómkirkjunnar í Salzburg á hverju sumri. Listin er þýðingarmikil og hefur ekki verið nýtt sem skyldi í kirkju- legu starfi á Islandi. Við höfum ekki átt neina meiriháttar rithöf- unda lengi sem túlka kristna trú á jákvæðan hátt. Þjóðin gæti tekið kristindóminum betur ef listin væri notuð til að tjá hann og út- skýra.“ Ég kveð Steinar. Það hefur verið gott að vera í návist hans. Frá hon- um streymir mildi og það verður ljósara en áður að það era hin „mjúku“ gildi sem mestu máli skipta í lífinu. Höfundur er trúboði. í lokin af þeim bræðrum Grétari og Örlygi Örlygssonum. íslands- banki gaf flugeldaverðlaun í 5. efstu sætin, bikara fyrir sigurveg- arana auk aukaverðlauna. Röð efstu para var þessi: Karl Steingrímsson - Sveinbjöm Sigurðsson 702 Grétar Örlygsson - Örlygur Már Örlygsson 700 Hörður Steinbergsson - Óm Einarsson 684 ÆvarArmannsson-Hilmar Jakobsson 681 Stefán Stefánsson - Hróðmar Sigurbjömsson 670 Björgvin Leifsson - Hilmar Björgvinsson 665 Þriðjudaginn 30.12. var leikinn eins kvölds gamlárstvímenningur þar sem sprengiefni var í verðlaun. Pörin sem mættu til leiks voru 17 og spilaður var Mirchell. Röð efstu para var þessi: Stefán Stefánsson - Þorsteinn Guðbjömsson 211 Grétar Örlygsson - Örlygur Már Örlygsson 206 Soffla Guðmundsdóttir - Olína Sigurjónsdóttir 194 Kristján Guðjónsson - Haukur Harðarson 192 Vegna þrettándafagnaðar Þórs verður spilað næst á miðvikudegi 7. janúar í stað þriðjudags. Spilaður verður eins kvölds Mitchell tví- menningur. Sveitakeppni BA hefst 13. janú- ar og er þegar byrjað að skrá sveit- ir. Menn era hvattir til að skrá sig hið fyrsta. Þeir sem era á lausu og vilja vera með ættu að láta vita af sér hjá stjómarmönnum eða keppnisstjóra (461-3497). LífstyífjgoBúðin, Laujjavegi 4, s. 551 4473

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.