Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens þ/íE>£T?. 5A6T AÐ &/166/Ð ' i tfóHU/U SÉ l/£Z£A FH ( I BITIÐ/ / - EkMJ LANGAk/WS TiL £==r AÐ HPfóA GAQ5/D /' - GRETTIR, ERTU BÚINN AÐMATA SKDTWÚFOHA SBM AAAMMA JRJÓhlAPl 'A p>i&? ' (nSR. FlNNSTAÐór/MRálRBAÍUC HNVKIARHAFI FÖRNAO UFI 5ÍNU Fy/Z/R pess/ ÓSKÖPy Ljóska ÁJ Cr yfir /rfiq ha'ftnn afþcSS- ur>v ■folulauTc/ náttfotumy—' þou tru reglulega /><xgijeq! pa/úzi þer igr/r frátx/a. gjof, e/skan-! Efckeri'OS þakkq ■ ■cnþyrft-] ir6u Qo vejcja m/g tji ®5 Stgja /n'erþttia.! Smáfólk THANK56IVIN6 15 OVEKÍ Þakkargjörðarhátíðin er liðin! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Erfíngjar Passíu- sálmahandritsins Frá Kristni Jens Sigurþórssyni: í MORGUNBLAÐINU á aðfanga- dag jóla var að fínna ágæta og fróð- lega lesningu um sr. Hallgrím Pét- ursson og Passíusálmana. Ég fékk hins vegar ekki betur séð en að í umfjöllun um sögu handritsins, þ.e. eiginhandritsins sem sr. Hallgrímur gaf Ragnheiði Brynjólfsdóttur árið 1661 og er hið eina sem varðveist hefur með hans hendi, hafí á einum stað gæti örlítillar ónákvæmni. I greininni segir að það hafí verið mágkona Brynjólfs Sveinssonar biskups, Sigríður Halldórsdóttir, sem hafi eignast handritið eftir hans dag og síðan sonur hans, sr. Jón á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og er það rétt svo langt sem það nær. I greininni er hins vegar fullyrt að Sigríður hafí verið erfíngi Brynjólfs, en það er rangt. Sigríður var enginn lögerfíngi að eigum hans. Erfíngi Brynjólfs biskups var í rauninni sr. Torfi Jónsson í Gaul- verjabæ, en Sigríður Halldórsdóttir var hins vegar eiginkona hans. Sr. Torfi var sonur Jóns Gizurai-- sonar lögréttumanns á Núpi í Dýra- firði, en sá var hálfbróðir Brynjólfs biskups. Voru þeir Jón og Brynjólf- ur sammæðra, en móðir þeirra var Ragnheiður dóttir Páls á Staðar- hóli. Sr. Torfí vígðist til kirkjuprests í Skálholti árið 1647 og þó hann hafi fengið veitingu fyrir Hrafnseyri við Amarfjörð einu eða tveimur árum síðar mun hann aldrei hafa komið þangað til dvalar og mun hann hafa látið kallið af hendi svo til strax aft- ur. Er ástæðan m.a. talin hafa verið sú að Brynjólfur frændi hans í Skál- holti vildi hafa hann nærri sér. Sr. Torfí fékk svo Gaulverjabæ í Flóa árið 1650 og var þar prestur í tæp 40 ár. Þegar Brynjólfur biskup féll svo frá árið 1675 var sr. Torfi nánasti ættingi hans og erfingi, því þó Brynjólfur og kona hans Margrét Halldórsdóttir (systir Sigríðar) hafí alls eignast sjö börn, þá komust ein- ungis tvö þeirra til fullorðinsára, og eins og kunnugt er eru ekki af þeim ættir. Þrátt fyrir að vera mágkona Brynjólfs biskups, eins og bent er á í umfjölluninni á aðfangadag, er Sigríður Halldórsdóttir því ekki erf- ingi að handriti sr. Hallgríms. Það verður hún ekki fyrr en við fráfall eiginmanns síns, sr. Torfa, en hann dór 20. júlí 1689, u.þ.b. 15 árum á undan henni. Það var svo elsti sonur þeirra Torfa og Sigríðar, sr. Jón á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sem erfði handritið og varðveitti þangað til það komst í hendur afkomenda hans vestur á Núpi í Dýrafirði. KRISTINN JENS SIGURÞÓRSSON, sóknarprestur í Saurbæ. Fréttamat Ríkissj ónvarpsins Frá Birni Bítldurssyni: TILDRÖG þessara skrifa minna eru þau, að ég get ekki orða bundist yfir því sem Ríkissjónvarp allra landsmanna dembdi yfir gervallan landslýð skömmu fyrir jólahátíðina, þann 22. desember að mig minnir. Það sem ég á við er að í aðalfrétta- tíma Ríkissjónvarpsins, sem yfír- leitt hefur verið talinn með vand- virkustu og metnaðarfyllstu frétta- miðlum landsins, var viðtal við Franklín nokkurn Steiner, sem væri svo sem gott og blessað ef sá maður væri til dæmis kafteinn í Hjálpræðishernum, eða formaður Mæðrastyrksnefndar. En það var nú ekki því að heilsa. Sá sem hér um ræðir er dæmdur og landsfræg- ur eiturlyfjasali og virtist viðtalið einvörðungu ganga út á það að sýna þjóðinni fram á hvílíkt óréttlæti þetta væri að fara að varpa mannin- um í steininn svona rétt fyrir jólin. Hann sem hefði aldrei gert neitt rangt nema að selja kíló hér og kíló þar, að vísu hefði hann nú brotið þetta af sér á þeim forsendum að verða dæmdur, en þetta væri samt hin mesta ósvinna að vera að setja hann í fangelsi á þessum tíma Eg leyfi mér að efast um að aðstand- endur þeirra sem ánetjast hafa fíkniefnum af hans völdum sem eru trúlega töluvert margir, því maður þessi hefur fengið að grassera í undirheimunum í áraraðir (af ókunnum orsökum?), hafi haft mikla samúð með honum. Hann bar fyrir sig fjölskyldu sína, sagði þetta óréttlátt gagnvart henni, en ef hann hefði virt hana að verðleikum hefði hann átt að breyta öðruvísi. Lengd viðtalsins var slík að for- sætisráðherrann hefði ekki fengið lengi-i tíma til að gera grein fyrir því, þótt hann hefði rekið alla ráð- herrana og ráðið Pólverja í staðinn. Þetta er kannski ný stefna hjá RÚV að gera viðtalsþætti við dæmda glæpamenn og sýna á sunnudögum og stórhátíðum. Þátt- urinn gæti t.d. heitið: „Gruflað í glæpunum" eða „Spjallað við spell- virkjann" eða bara „Uppáhalds glæpurinn minn“. Nei, ég sé ekki tilganginn með svona fréttum og held að fréttastofan sé farin að feta ansi hálar brautir með svona frétta- efni og tel að hún afli sér ekki þess trausts og trúverðugleika sem góð fréttastofa þarf á að halda meðal fólksins í landinu. BJÖRN BALDURSSON, Vigur, Isafjörður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.