Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
_____________LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 63 '
KIRKJUSTARF
BRÉF TIL BLAÐSINS
Æg'ifegurð
menningararfsins
Frá Guðrúnu Kristínu
Magnúsdóttur:
Jólin eru heiðin hátíð,
eins og menn vita
Freyr, sem er ástin og kærleik-
urinn í guðs mynd, sendir Skírni,
sem er hin hækkandi sól um vetrar-
sólhvörf ár hvert, til að biðja Gerð-
íi", sem er gróðurinn og vorið sem
mun koma, og von okkar um mat
handa börnum og skepnum: lífsvon-
in okkar. Jól eru hjól, hringur, ferill
hvers árs, vegna veltu móður Jarð-
ar. _ Nú er hún í nýrri sveiflu með
okkur norðurhjara-
menn í átt til gyðj-
unnar Sólar. Það er
ekkert feimnismál
að jólin eru þegar
vetrarsólhvörf eru,
til þess að fagna
því að nú er lífíð að
sigra dauðann, Ijós-
ið að sigra myrkrið.
Lífsvonin okkar er
að „fæðast“. Jól eru
árleg náttúruhátíð
sem lifir enn í Evrópu og víðar í
hinum vestræna heimi þrátt fyrir
guðinn sem barst frá gyðingum til
Rómar (suður Evrópu). Sennilega
er þessi hátíð okkar æva-ævaforn.
Mörg mörg þúsund ára gamalt
fagnaðarerindi. Við hér norðurfrá
(Evrópubúar) elskum mjög þessa
hátíð. Hún lifir meðal okkar sem
mikil gleði. Loforð um áframhald-
andi líf. Nöfn breyttust að vísu fyrir
nokkrum öldum, en inntakið er
þarna enn. Freyr er árguð og frið-
ar-. Við óskum árs og friðar á jólun-
um (Freysdýrkun).
Dýpt guða er mjög svo töpuð
nú á tímum, a.m.k. víða
meðal vestrænna manna
Skírnismál hafa einnig dýpri boð-
skap: Gerður heldur að hún geti vel
án guðsins verið. Hún vill ekki
Frey. En við þurfum að skilja að líf-
ið hér er ekki eingöngu matur.
Skírnismál benda okkur á að virða
mannlífið og auk þess guðlegt
innsta eðli okkar. Dýptin - sem fáir
virðist finna nú á tímum - er ekki
auðskýranleg. Hún er skýrð í
hindúisma og í búddisma en ekki í
„mónóþeisma" (mono (einn), þeos
(guð); og aðrir guðir bannaðir), og
dýptin er glötuð flestum í heiðni
þótt hún hafi verið þar. „Myst-
icismi" eða „eitthvað yfirnáttúru-
legt“ hefur verið kvatt til sögu ann-
að kastið, og verið sett í sum trúar-
brögð. Dýpt guða innan okkar
sjálfra virðist ekki skiljanleg nú-
tímamönnum, en grunnir yfirborðs-
guðir eru til umræðu - og þá sem
hugsanaleikfimi eða efni í rifrildi.
Við hrærumst um of í hugsunum, en
dýptin er innan mannlegrar hugs-
unar: Ginnungagap, laust við alla
hugsun. Grunn yrði Gerður án hins
guðlega (Freys). Grunn erum við ef
við lifum aðeins í hugsunum og pæl-
ingum. Dýptin er miklu innar.
Tilgangurinn með
lífi okkar á Jörðu
Freyr getur ekki án Gerðar ver-
ið, - eða er a.m.k. mjög vansæll án
hennar í heiðna kvæðinu okkar
Skírnismálum. Hið guðlega innsta
eðli okkar er mikils virði, en án lífs-
ins (hér Gerðar) vantar tækifærin
til að þroskast og þróast
(mannsævi). Hvert líf hvers ein-
staklings er honum ákaflega mikils
virði fyrir hans eigin framþróun.
Innsta eðli okkar er guðlegt, en við
þroskumst og þróumst sem ein-
staklingar þegar við lifum sem ein-
staklingar. Skírnismál benda okkur
á að virða guðlegt innsta eðli okkar
(hér Frey) og auk þess lífið á móð-
ur Jörðu.
Hinn guðlegi hluti okkar
Þar sem Gerður er norræn, vill
hún ráða sínum ráðum sjálf. Hún
tekur ekki við gjöfunum sem Skírn-
ir kemur með handa henni frá
Frey. Hún vill bara ekki Frey. Guð
stjórnar ekki konu. Mjög norrænt.
Gerður lætur ekki hóta sér með
sverði. Karlar geta staðið í svona
bardagaleikjum ef þeir vilja, en
ekki nennir Gerður því. Það er ekki
fyrr en Skírnir (hin hækkandi sól í
svartasta skammdeginu) tekur til
við að gala henni galdur um þá
staðreynd að án ástar guðsins
(Freys, hins umvefjandi al-
heimskærleika) mun hún veslast
upp, að hún lætur undan síga og
drattast til að lofa að sinna þeim
hluta lífsins: hinu guðlega. Sam-
þykki Gerðar og vilji eru nauðsyn,
því þetta er norrænt helgirit en
ekki gert undir „patríarkíi" (feðra-
veldinu) sem kvenprestar fræða
okkur um að sé öðru vísi.
Hvað eru guðir?
Nú er það svo að gömlu heiðnu
guðirnir eru innra með hverjum
manni sem hluti hans. Hver heiðinn
maður getur valið sér guð sjálfur,
einn eða fleiri, þann þátt (þá þætti)
sem hann vill láta vera þungamiðju
í sínu lífi. T.d. er Þór alheimskraft-
urinn, og hvert og eitt af nöfnum
hans hefur djúpa merkingu, og það
að trúa á mátt sinn og megin er að
finna guð innra með sér sem sinn
guðlega kraft. Týr er réttlætis-
kenndin, alls ekki hernaður, en
ábyrgð hvers manns sem hefur val-
ið sér réttlætið í þágu annarra að
lífslöngun sinni. Eir er eirð og
kyrrð og ró hið innra sem er læknir
bestur eins og við vitum - heil-
brigðið sjálft.
Ekki neitt
feimnismál
Það er ekkert feimnismál að
Móses valdi einn guð (úr hópi
guða) og tókst að banna alla aðra
guði (önnur goð sem menn höfðu
þar og þá) og höggva þá sem ekki
þýddust hann. Móses var alinn upp
sem egypskur prins, segir sagan,
en gyðingar voru þjóðin sem hann
síðar gerði lög fyrir og valdi guð
fyrir. Hann var ekki með alheims-
guð í huga, aðeins guð fyrir sína
menn, til að sameina þá undir boð-
orðin og þennan útvalda guð sem
útvalda þjóð. Það er heldur ekkert
leyndarmál að Jesús fæddist ekki
á jólunum og hann fæddist alls
ekki árið núll, AD, og menn geta
alls ekki sannað neitt um hann. En
guðinn sem Móses valdi Hebreum
barst til Evrópu og varð - í nýrri
mynd - sameiningartákn fyrir út-
þenslustefnu sem er gyðingum
óviðkomandi en Jesús er bendlað-
ur við („allt vald er mér gefið ...
gerið alla menn ...“). Allah var
annar svona suðrænn guð sem Mú-
hameð tókst að sameina araba
undir. Það er heldur ekkert laun-
ungarmál.
Ekkert feimnismál er heldur að
jólin eru norræn hátíð sem þýðir
ekki að flytja á silfurfati suður íyrir
miðbaug (nema hafa þau á sumar-
sólstöðum í lok júní). Jól er ferli
sem móðir Jörð stendur fyrir. Hún
er þunguð (vetur) og eingetinn mun
gróðurinn fæðast (vor) eftir níu
nætur (í fyllingu tímans). Við
kveikjum ljós til að hjálpa Skírni,
gefum gjafir eins og Freyr, jóla-
eplin, þrífum húsið og fáum ný föt.
Allt er það heiðið og gamalt og gott.
Við megum ekki gleyma Frey (í
innsta kjarna tilveru okkar) í
kátínu okkar yfir Gerði (veraldar-
gæðum) og afreki Skírnis (að
tryggja áframhaldandi líf). Gleym-
um ekki inntaki Skírnismála í öllum
jóladugnaðinum og í vissunni um
gull (mat) og græna skóga (vel-
gengni) í ár.
Osk um ár og innri frið.
GUÐRÚN KRISTÍN
MAGNÚSDÓTTIR,
rithöfundur.
Safnaðarstarf
Kyrrðar-
stundir í
Grensás-
kirkju
KYRRÐARSTUNDIR í hádegi
hefjast í Grensáskirkju þriðjudag-
inn 6. janúar næstkomandi og
verða framvegis á þriðjudögum.
Stundin hefst um kl. 12.10. Hún
byggist upp á ritningarlestri, altar-
isgöngu og fyrirbænastund. Að
stundinni lokinni er unnt að kaupa
einfalda máltíð á sanngjömu verði.
Kyrrðarstund með þessu sniði
mætir þörfum fólks sem vill eiga
helga stund í hádegi hversdagsins,
hverfa um hríð út úr dagsins önn
til andlegrar endumýjunar og upp-
byggingar.
Slíkar kyrrðarstundir era nú
þegar haldnar í nokki-um kirkjum
og þegar Grensáskirkja bætist við
á þriðjudögum, er boðið til kyrrð-
arstunda í einhverri af kirkjum
borgarinnar alla virka daga vik-
unnar.
Jólin kvödd
í Langholts-
kirkju
FJÖLSKYLDUMESSA verður í
Langholtskirkju sunnudaginn 4.
janúar kl. 14 og þá verða jólin
kvödd. Sóknarprestur Laugames-
kirkju, sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son, prófastur, predikar og annast
altarisþjónustu ásamt sóknarpresti
Langholtskirkju. Drengjakór
Laugarneskirkju syngur undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar og
Gradualekór Langholtskirkju
syngur undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar. Eins og nafnið segh- til um
þá er þessi messa fyrir alla fjöl-
skylduna.
S
Aramótaguðs-
þjónusta
eldri borgara
MÁNUDAGINN 5. janúar verður
ái’amótaguðsþjónusta eldri borg-
ara í Digraneskirkju kl. 14. Guðs-
þjónustan er samstarfsverkefni
Ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts-
dæma og öldranarþjónustu FR.
Prestar era sr. Gunnar Sigurjóns-
son sóknarprestur og sr. Guðlaug
Helga Asgeirsdóttir, prestur aldr-
aðra, og sr. Miyako Þórðarson,
sem túlkar á táknmáh. Söngvinir í
Kópavogi leiða söng. Organisti er
Kjartan Sigurjónsson. Orgelleikur
frá kl. 13.45. Veitingar verða í boði
Digranessóknar eftir guðsþjónust-
una.
Fyrsta barna-
guðsþjónustan
á nýju ári
SUNNUDAGINN 4. janúar kl. 11
verður fyrsta barnaguðsþjónustan
á nýju ári í Grafarvogskirkju. Með-
al annars verða sagðar sögur, mik-
ill söngur og brúður koma í heim-
sókn. Barnaguðsþjónusturnar í
Engjaskóla hefjast svo aftur
sunnudaginn 11. janúar kl. 11.
Nýársfagnaður
Aðvent-
safnaðarins
SUNNUDAGINN 4. janúar mun
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði
halda nýársfagnað kristinna
manna á Hótel íslandi kl. 20. Ágóð-
inn rennur til boðunar fagnaðarer-
indisins. Allir velkomnir.
Messur á morgun
Dómkirkjan. Guðsþjónusta Kl. 11.
Organisti Marteinn H. Friðriks-
son. Dómkórinn syngur. Sr. Hjalti
Guðmundsson. Guðsþjónusta kl.
14. Frá Ebba Sigurðardóttir pré-
dikar. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson. Prestur sr. Hjalti
Guðmundsson.
Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta kl.
11 ái-degis. Organleikari Pavel
Smid. Prestarnir.
Breiðholtskirkja. Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Gísli
Jónasson.
Grafarvogskirkja. Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 í Grafar-
vogskirkju. Umsjón Hjörtur ög
Rúna. Prestamir.
Hjallakirkja. Almenn guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson
þjónar. Kór kirkjunnar syngur
ásamt félögum úr karlakór Fóst-
bræðra. Einsöngur Kristinn Halls-
son. Organisti Oddný J. Þorsteins-
dóttir. Prestamir.
Seljakirkja. Guðsþjónusta með
þátttöku AA-fólks. Árni Bjöm
Bjömsson og Heiðar Már Heiðars-
son prédika. Gradualekór Lang-
holtskirkju syngur í guðsþjónust-
unni undir stjóm Jóns Stefánsson-
ar. Organisti Jón Ólafur Sigurðs-
son. Sóknarprestur.
Digraneskirkja. Jólaguðsþjónusta
eldri borgara í Reykjavíkurpró-
fastsdæmum kl. 14, mánudaginn 5.
janúar, á vegum Ellimálaráðs.
Langholtskirkja. Kirkja Guð-
brands biskups. Fjölskyldumessa
sunnudaginn 4. janúar kl. 14. At-
hugið tímann. Jólin kvödd. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson, prestur í
Laugarneskirkju, prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sóknar-
presti, sr. Jóni Helga Þórarinssyni.
Drengjakór Laugarneskirkju -»<
syngur undir stjórn Friðriks S.
Kristinssonar og Gradualekór
Langholtskirkju syngur undir
stjóm Jóns Stefánssonar.
HafnarQarðarkirkja. Sunnudag-
inn 4. janúar, guðsþjónusta kl. 11.
Prestur Gunnþór Ingason.
Vídalínskirkja. Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Kór kirkjunnar syngur
undir stjóm Guðmundar Sigurðs-
sonar organista. Rútuferð frá
Hleinunum kl. 10.40. Ath. sunnu-
dagaskólinn hefst 11. janúar nk.
Sr. Hans Markús Hafsteinsson.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Sunnudag, birting Drottins, stór-
hátíð: Messa kl. 8 og 14, messa kl. ; '
18 á ensku. Virka daga messur kl.
8 og 18. Laugard.: Messur kl. 8, 14
(bamamessa) og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Sunnudag, birting Drottins, stór-
hátíð. Messa kl. 11 (bamamessa).
Messa laugardag og virka daga kl.
18.30.
GARÐABÆR, Holtsbúð 87:
Sunnudag, birting Drottins, stór-
hátíð. Messa kl. 10 á þýsku.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Sunnudag, birting Drottins, stór-/
hátíð: Messa kl. 10.30. Messa virka
daga og laugardaga kl. 18.
K ARMELKL AU STUR, Hafnar-
firði: Sunnudag, birting Drottins,
stórhátíð: Messa kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Kefiavík:
Sunnudag, birting Drottins, stór-
hátíð: Messa kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu
7: Sunnudag, birting Drottins,
stórhátíð: Messa kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
Fríkirkjan Vegurinn. Morgunsam-
koma kl. 11. Brotning brauðsins.
Barnastarf í fjórum deildum og
kennsla fyrir fullorðna. Hlaðborð á
eftir þar sem allir koma með mat
að heiman og borða saman. Kvöld-
samkoma kl. 20. Gleði og fyrirbæn-
ir.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3. Sam-
koma kl. 11 f.h. í dag. Steinþór
Þórðarson prédikar.
tfjí
Innritun í síma 551 5103