Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 66

Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 66
MORGUNBLAÐIÐ k 66 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 áfp ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra suiðið kl. 20.00: YNDISFRÍÐ OG ÓFRSKJAN - Laurence Boswell Frumsýning 11/1 ki. 14.00 - sun. 18/1 kl. 14.00 - sun. 25/1 kl. 14.00. HAMLET — William Shakespeare 4. sýn. sun. 4/1 uppselt — 5. sýn. fim. 8/1 nokkur sæti laus — 6. sýn. fös. 9/1 örfá sæti laus — 7. sýn. fim. 15/1 — 8. sýn. sun. 18/1. GRANDAVEGUR 7 — Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. I kvöld 3/1 örfá sæti laus — sun. 11/1 — lau. 17/1. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Lau. 10/1 — fös. 16/1. Sýnt i Loftkastalanum kl. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza í kvöld 3/1 - lau. 10/1. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Mánudagur 5. janúar kl. 20.30 Dansleikhús með ekka. Hin rammgervi kastali: hjartað. Dans- og leiksýning. ---GJAFAKORT ER GJÖF SEM GLEÐUR—- Miðasalart eropin mán.—þri. 13—18, mið.—sun. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Ht/er mifrti Karó(inu) lau. 10. jan. kl. 20 og fös. 16. jan. kl. 22 Gleiitegt <rr og þöftkum spœjurum hjútpina d tiinu óri „Hugmyndin um gagnvirkt samband leikara og áhorf- enda eins og hún er útfærð í þessari sýningu er \skemmtileg og hefur ekki verið notuð áður í íslensku l léikhúsi." (SAB.Mbl.) ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS fc SK r 1 1 MAT EÐA DRYKK LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD KRINGLUKRÁIN - á góðri stund I % LEIKFELAG REYKJAVÍKUR 1897 1997 BORGARLEIKHUSIÐ Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Stóra svið kl. 14.00 eftir Frank Baum/John Kane Sun. 4/1, örfá sæti laus, lau. 10/1, sun. 11/1, lau. 17/1, sun 18/1. Munið ósóttar miðapantanir. Stóra svið kl. 20.00 FEÐUR OG SYNIR F0ÐIÍR BG SVIIir eftir Ivan Túrgenjev Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikendur: Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir og Þorsteinn Gunn- arsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd og búningar: Stanislav Benediktov. Leikstjórn og leikgerð: Alexei Borodin. Frumsýntfös. 9. janúar, 2. sýn. fim. 15. jan. grá kort. Stóra svið kl. 20.30 Tónlist og textar Jónasar og Jóns Múla. Ljósaijós og ijúffengir drykkir í anddyrinu frá kl. 20.00. Sun. 4/1, sun. 11/1, fös. 16/1. Kortagestir ath. valmiðar gilda. Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði: Htol Lau. 10/1 kl. 2^00, fös. 16/1 kl. 22.00 Nótt & dagur sýnir á Litla sviði kl. 20.30: GALLERf --*■ NTALA eftir Hlín Agnarsdóttur Fös. 9/1, lau. 10/1. Miðasalan er opin daglega frá kl. RALPH Fiennes og mótleikkona hans Cate Clanchett í kvikmynd- inni „Oscar and Lucinda". Frábiður sér fleiri tilboð ► RALPH Fiennes var nýlega inntur eftir því í viðtali hvort líf hans hefði tekið miklum stakka- skiptum eftir að hann var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir Lista Schindlers og „The English Patient". „Eg verð ekki var miklar breyt- ingar,“ svaraði hann, - þótt hann viðurkenndi að hann fengi mun fleiri tilboð um að leika í kvik- myndum. „Vandamálið er að ég er bókaður svo langt fram í tím- ann að ég frábið mér fleiri til- boð.“ Nýjasta kvikmynd Fiennes „Oscar and Lucinda" var frum- sýnd á fóstudag í Bandaríkjunum. Þar leikur Fiennes predikara sem er forfallinn fjárhættuspilari. Bráðlega liefjast svo tökur á kvik- myndinni „The Avengers" sem er byggð á samnefndum sjónvarps- þáttum frá sjöunda áratugnum. Þar verður mótleikkona hans Uma Thurman. FÓLK í FRÉTTUM Alvörumyndir Kvikmyndaskóli ís- lands hefur nú útskrif- að þriðja árganginn sinn. Afrakstur náms- ins voru tvær stutt- myndir sem nýlega voru sýndar í Tjarnar- bíói. Hildur Loftsdóttir svindlaði sér inn og skemmti sér vel. ÞAÐ er greinilegt að margir hafa áhuga á því sem unga fólkið er að fást við í kvik- myndum í dag, því Tjamarbíó var stútfullt og inn á milli aðstandenda og vina nemendanna mátti sjá marga af helstu „kvikmyndagúrú- um“ Islands. Stuttmyndirnar sem sýndar voru heita „Spennuííkillinn“ og „Dælt er heima hvað“, og sáu nem- endumir algjörlega um framleiðslu og gerð myndanna eins og um at- vinnumennsku væri að ræða. Þeir skiptu með sér verkum og stóðu leikstjórar mynd- anna fyrir svömm. Börkur Gunnarsson leikstýrði Dælt er heima hvað „I Kvikmyndaskólanum skrifuðu allir eitt handrit og síðan var eitt þerra valið úr til að gera eftir því mynd. Pétur M. Gunnarsson skrifaði okkar handrit sem fjall- ar um 320 kílóa mann sem kemst ekki út út húsi. Hann á sér vin sem vill bjarga hon- um með því að saga hann út en þeim feita líður vel heima hjá sér. Þegar ég skráði mig, gerði ég það með það fyrir aug- um að leikstýra, því ég hef þegar skrifað verk sem hafa verið kvik- mynduð og sett upp í leikhúsi, og var því að sækjast eftir nýrri reynslu. Þetta er mjög skemmtileg- ur skóli, og ég mæli með að fólk komi þangað LEIKsTJÓPa með það að son v0r..,.. ^AT/Í markmiði 1 oitt að læra og leggja sitt af mörkum; að þeir viti hvað þeir vilja fá út úr skólanum. Eg fékk það sem ég vildi og fannst alveg frá- bært. Það var gaman að vinna úr þessu handriti, en eins og alltaf var tím- inn of naumur. Við fengum hand- ritið á sunnudegi og áttum að vera búin að fínna leikara og hefja tökur á miðvikudegi. Það er enginn heil- brigður kvikmyndagerðarmaður sem mundi vinna á þennan hátt. - Eru einhverjir heilbrigðir kvikmyndagerðarmenn á íslandi? „Nei, reyndar ekki!“ Björn Ingi Hilmarsson er vinur fítubollunnar „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég leik í stuttmynd fyrir nemendur Kvikmyndaskólans og það er alltaf jafn skemmtilegt. Flestir nemend- urnir eru að gera mynd í fyrsta skipti og þá er áhuginn og ákafínn svo mikill að þótt þeir viti ekki hvernig eigi að framkvæma hlutina þá gera þeir það samt.“ MEÐAL áhorfenda voru Böðvar Bjarki Pétursson skólastjóri og Þor- finnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. - Færðu borgað fyrir? „Það kemur fyrir. Bæði í ánægju og kannski í veraldlegum hlutum eins og peningum." Stefán Vilbergsson er leikstjóri Spennufíkilsins „Eg fór í skólann því mig langaði til að læra og gera allt, en vonaðist eftir að fá að leikstýra. Það væri gaman að halda áfram að gera stuttmyndir og jafnvel fá að starfa við ein- hverja bíómynd til að safna reynslu. „Spennufíkillinn" er um ungan mann sem á við geðræn vandamál að stríða. Hann áttar sig á því og lætur alltaf undan þeirri fíkn sinni að brjótast inn í hús hjá fólki og fara í bað hjá því.“ - Nú leikur Þröstur Leó aðal- hlutverkið. Hvernig tilfínning var aðleikstýra honum? „Það var undarlegt til að byrja með, en Þröstur Leó er það frábær náungi að hann var mjög þægileg- ur á allan hátt og var strax eins og einn af hópnum.“ - Heldurðu að það sé raunsæ nasasjón sem þú fékkst af kvik- myndaheiminum við gerð þessarar myndar? „Eftir því sem ég hef heyrt er kvikmyndagerð á Islandi redding- ar, stress og svefnleysi og þannig var það hjá okkur.“ Þorfínnur Ómarsson er framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Islands - Hvað ert þú að gera hér? „Eg er hér til að sjá það sem er að gerast í stuttmyndagerð. Þar að auki skipaði ég helming handrita- dómnefndar á móti Böðvari Bjarka Péturssyni, skólastjóra Kvik- myndaskólans. Við lásum um 40 handrit og völdum þessi tvö sem við sáum hér í kvöld. Mér líst vel á myndimar og þótt á þeim megi finna hnökra, þá stóðu þær undir þeim væntingum sem ég gerði til þeirra eftir lestur handrit- anna. I þessum byrjendamynd- um eru atvinnu- leikarar sem lyfta þeim upp á hærra plan. Þeir vilja greinilega leggja þessu lið, og það skiptir miklu máli því þetta verða „alvörumyndir“ fyr- ir vikið. - Býstu við að þetta séu framtíðar- styrkþegar hjá þér? „Eg veit það ekki en það eru svo margir sem koma að þessum myndum að það eru sjálfsagt einhverjir sem munu halda áfram á þessari braut. Ég vona að svo verði, því handrits- höfundarnir og sjálfsagt ýmsir aðrir eiga framtíð- ina fyrir sér.“ Óskar Jónasson er leið- beinandi í leikstjórn „Það er margt sem kom á óvart í þessum myndum. Það er þokkaleg bygging í hand- ritunum og ágætis fílingur köflum. A myndum sem eru unnar svona hratt dettur stundum tempóið niður í klippingunum, skotin eru misgóð og það er greini- legt að það er verið skiptast að halda á myndavélunum, og kannski verið að rífast um það á tökustað um hvað myndirnar séu.“ - Heldurðu að þessi skóli sé góður undirbúningur fyrir frekara kvikmyndagerðarnám ? „Já, þetta er örugglega ágætis skref á þeirri leið. Þetta eru kannski ekki nákvæmlega þær myndir sem nemendumir vilja standa fyrir, enda eru þær afrakst- ur af samvinnu sem snýst aðallega um að læra að reyna af henni. Eg mæli með þessu fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð því það er mjög hvetjandi að koma inn í hóp þar sem allir hafa sama áhugamál. Þetta er fínn vettvangur fyrir það að læra að rífast án þess að verða óvinir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.