Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 29 , STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIRKJANIR Á HÁLENDINU VIRKJUN vatnsfalla á hálendinu norðan Vatnajökuls vekur margar spurningar. Það kemur m.a. fram í skýrslu Önnu Dóru Sigþórsdóttur, landfræðings, um áhrif slíkra virkjana á ferðamennsku, sem gerð var grein fyrir hér í blaðinu í fyrradag. í skýrslunni kemur fram að með virkjunarframkvæmdum yrði hróflað við svæði, sem til þessa hefur verið nánast ósnert af manna höndum. Þar yrðu reist hús, lagðar há- spennulínur, vegir lagðir, uppistöðulón yrðu til og jarðgöng og skurðir grafnir. Hin ósnortnu víðerni myndu minnka, en á hinn bóginn yrðu þau aðgengilegri fyrir ferðamenn, m.a. vegna lagningar vega. Niðurstaðan er sú að yrði virkj- að norðan Vatnajökuls myndi sérstaða íslands sem ferða- mannalands minnka og samkeppni við önnur ferðamanna- lönd á norðurslóðum myndi harðna. Er rætt er um hvort virkja beri jökulárnar norðan Vatna- jökuls togast margs konar sjónarmið á og þörf er á að huga vandlega að þeim öllum. Krafturinn í fallvötnunum er ein af helztu auðlindum þjóðarinnar og nýting hans hefur stuðlað_ að uppbyggingu öflugra og fjölbreyttara atvinnulífs á íslandi. Ósnortin víðátta hálendisins er einn- ig auðlind, sem hægt er að verðleggja, eins og Anna Dóra bendir á í skýrslu sinni. Ferðamenn sækjast eftir því að heimsækja slík svæði, enda eru þau fá í okkar heimshluta. Tilfinningar manna til íslenzkrar náttúru skipta auðvitað máli í þessu samhengi, en það eru ekki eingöngu hagnaðar- sjónarmið og tilfinningasjónarmið, sem togast á, heldur líka tvenns konar hagnaðarsjónarmið. Spurningin er, hvort virkjun vatnsfalla komi í veg fyrir að hægt sé að hafa þann hagnað af nýtingu náttúru landsins í þágu ferðaþjón- ustu, sem menn þykjast sjá fram á. Það er heldur ekki sama hvers konar ferðaþjónusta er rekin á hálendi íslands. Verði ferðamenn of margir og verði ekki haft fullnægjandi eftirlit með umgengni þeirra um viðkvæma náttúru getur það leitt til eyðileggingar hálendisins. í áðurnefndri skýrslu kemur fram að vilji ferða- málayfirvöld höfða áfram til sama hóps, þ.e. fólks sem vill vera í beinni snertingu við ósnortna náttúru og kærir sig hvorki um söluskála né malbikaða vegi, verði að tak- marka fjölda ferðamanna á hálendinu. Slík takmörkun kann að setja vexti tekna þjóðarbúsins af ferðamönnum skorður. Afstaða manna til virkjana á hálendinu ræðst líka af mismunandi skilgreiningu á lífskjörum þjóðarinnar. Óspillt umhverfi er hægt að meta til lífsgæða, ekki síður en þær upphæðir, taldar í krónum, sem virkjanir og stóriðja skila landsmönnum. Tilfinningatengsl þjóðarinnar við náttúru landsins eru sterk og framhjá því verður ekki gengið. Ákvörðun um virkjunarframkvæmdir á hálendinu norðan Vatnajökuls snýst ekki sízt um mat á því, hvernig bezt er hægt að tryggja efnahagslegar framfarir í góðri sátt við bæði þjóðina og landið, sem er í okkar umsjá. VÁ Á VEGUM MEÐFRAM erlendum þjóðvegum og hraðbrautum er víða að finna skilti er vara ökumenn við þeirri hættu er stafar af elgum, hjörtum og öðrum dýrum er kunna að taka upp á því að hlaupa í veg fyrir bifreiðar fyrirvara- laust. Slíkar merkingar eru ekki algengar á íslenskum vegum þrátt fyrir að rúmlega hundrað ökumenn aki árlega á búfé, Iíkt og fram kemur í grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Ferðum elga og hjarta verður seint stjórnað. Hins vegar ætti að vera hægt að hafa hemil á búfé. Lausaganga bú- fjár er verulegt vandamál á íslenskum vegum og löngu orðið tímabært að gripið verði í taumana til að draga úr þeirri hættu sem hún veldur. Sú hætta verður sífellt meiri eftir því sem vegir verða greiðari og hraði eykst. Hámarkshraði á hringveginum er á flestum stöðum níu- tíu kílómetrar á klukkustund. Hlaupi hestur eða kind í veg fyrir bifreið á þeim hraða gefst lítið svigrúm til að forða slysi. Öryggi ökumanna hlýtur að vera í fyrirrúmi og því er óviðunandi að lausaganga búfjár skuli víða vera heimil í kringum víðförnustu þjóðvegi. Vissulega þarf að taka á mörgum þáttum í því sambandi, til dæmis hvað varðar réttindi og skyldur þeirra bænda sem eiga bú í grennd við vegi. Lausn verður hins vegar að finnast. LANGTÍMAÁÆTLUN í VEGAGERÐ TÖLUVERÐ breyting verður á úthlutun vegafjár, verði langtímaáætlun 1999- 2010 samþykkt á Alþingi í þeirri mynd sem hún hefur verið lögð fram. Fallið er frá fornri aðferð við að skipta fénu milli kjördæma út frá kostnaði, ástandi og arðsemi vega í framtíðarkerfí og láta síðan þingmenn viðkomandi kjördæma ákveða for- gangsröðun verkefna innan kjördæm- isins. Upp er tekin sú aðferð að skil- greina fyrst framkvæmdamarkmið og raða síðan þeim verkefnum sem falla að þeim inn í langtímáætlunina. Stefn- an miðast því meira við þarfír vega- kerfísins í heild en einstakra lands- hluta. Þingmenn kjördæmanna hafa þó áfram ákveðna fjármuni til ráðstöf- unar. Millifærslum í ríkissjóð hætt Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að meira fé verði varið til vega- gerðar en undanfarin ár. Miðað er við að markaðir tekjustofnar vegasjóðs standi undir útgjöldum við áætlunina en millifærslum í ríkissjóð verði hætt, fyrir utan hálft prósent umsýslugjald. Gert er ráð fyrir að tekjustofnam- ir, það er að segja bensíngjald og þungaskattur, vaxi að raungildi um 1,6% á ári að meðaltaii vegna vax- andi umferðar. Þá er miðað við að tekjustofnamir hækki um 3,5% hinn 1. júní næstkomandi og í samræmi við verðlag eftir það, auk 2% hækk- unar til viðbótar 1. júní á næsta ári. Bensíngjald og þungaskattur nema í ár og á síðasta ári um 7,7 milljörðum kr. Gert er ráð fyrir að skattar þessir verði liðlega 8,8 milljarðar kr. að meðaltali á árunum 1999 til 2002, fyrsta tímabili langtímaáætlunar. Á öðm tímabilinu, 2003-2006, verða þeir um 9,3 milljarðar kr. á ári og á því þriðja, 2007-2010, verða þeir 9,7 milljarðar að meðaltali ef áætlanir ganga eftir. „Við vonum einlæglega að menn haldi trúnað við þetta plagg. Það er gmndvöllur þess að fólk trúi áætlana- gerð sem þessari," segir Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri þegar hann er spurður að því hvort tekjuáætlunin sé raunhæf í ljósi þess að oft hefur ríkið tekið til sín hluta af mörkuðum tekjustofnun vegasjóðs. Þessu til við- bótar má benda á að samgönguráð- herra leggur þingsályktunartillöguna fram á Alþingi eftir umfjöllun í ríkis- stjóm og með samþykki þingflokka beggja stjómarflokkanna. Komnir í öngstræti Þær breytingar á vinnubrögðum sem lagðar em til með þingsályktun- artillögunni og vegaáætlun fyrir næstu ár em mjög tímabærar að sögn Helga Hallgrímssonar vegamála- stjóra. Þær varða einkum val verkefna á stofnvegum, röðun þeirra og úthlut- un §ármagpis til einstakra verkefna. Uthlutun ijármagns til stofnvega á landsbyggðinni byggist á fomri skipti- reglu sem miðast við að koma öllu vegakerfínu í gott horf. Hlutföll milli kjördæma hafa verið reiknuð út frá kostnaði hvers einasta vegarkafla, ástandi og arðsemi í framtíðarkerfí. „Það er svo umfangsmikið viðfangs- efni að koma öllu vegakerfínu í æski- legt ástand að það tæki að jafnaði upp undir 30 ár að ljúka því. 30 ár er langur tími og gerir allt mat erf- itt, til dæmis um það hvað skuli taka með og hvað ekki. Þetta gerði kannski ekki svo mikið til á meðan vegakerfíð í heild var lélegt en eftir að eitthvað fór að vinnast urðu kjördæmin misvel stödd að þessu leyti,“ segir Helgi. Hann bendir á að út úr þessu hafí menn brotist með því að taka upp skilgreiningu svokallaðra stórverk- efna, utan almennrar skiptingar vega- flár milli kjördæma, og síðan sérstök framkvæmdaátök sem byggjast á íbúafjölda. „Þetta er togstreita sem aldrei getur endað,“ segir Einar Krist- inn Guðfínnsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis. Telur hann nýju aðferðimar góða leið til að brjót- ast út úr því öngstræti sem gerð vegaáætlunar var komin í. Markmiðin skilgreind fyrst í þeim tillögum sem nú hafa verið lagðar fyrir Alþingi er reynt að nálg- ast vandann úr annarri átt. Hætt að líta á verkefnið út frá því langa sjónar- horni sem gert hefur verið. í staðinn eru skilgi'eind nokkur einföld mark- mið og síðan gerður listi yfír þær framkvæmdir, svokölluð stórverkefr.i, sem uppfylla skilyrði þeirra og þeim ioks skipt á þijú áætlanatímabil fram til 2010. Fyrsta markmiðið sem upp er talið í langtímaáætluninni og það sem skiptir mestu máli er að ljúka hring- veginum með bundnu slitlagi og veg- um af honum til þéttbýlisstaða með 200 íbúa eða fleiri. Þetta þýðir til dæmis að ráðist verður í miklar fram- kvæmdir á Snæfellsnesi, Vestflörðum, Norðausturhorninu og Austljörðum til að tengja bæi sem undir þetta falla við hringveginn með góðum vegi og ljúka hringtengingu landsins með þundnu slitlagi. Annað markmið er að tengja saman með uppbyggðum vegi nálæga byggðakjarna með fleiri en 1.000 íbúa á hvcrum stað. Miðað er við ákveðna flarlægð og möguleika á styttingu leiðarinnar. Einu staðimir sem undir þetta falla em Ólafsfíörður og Siglu- flörður og virðist þetta markmið vera klæðskerasaumað fyrir þá. I samræmi við þetta og aðra forsendu áætlunar- innar, að ekki skuli gert ráð fyrir jarð- göngum á tímabilinu, er úthlutað íjár- magni til að leggja nýjan veg um Lágheiði. Þriðja markmiðið er að Ieggja bund- ið slitlag á mikilvægar ferðamanna- leiðir með mikla umferð. Miðað er við 200 bíla umferð á dag yfír sumarið. Af einstökum framkvæmdum sem undir þetta falla má nefna Þingvalla- veg, Lyngdalsheiði og vegi að Gull- fossi og Geysi. Markmiðin em fleiri og snúa meðal annars að umferðaröryggi. Endur- byggja á brýr á helstu flutningsleiðum sem ekki þola fullan þunga samkvæmt Evrópustöðlum, breikka vegi þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál, endurbyggja kafla með mikiili umferð þar sem bundið slitlag var lagt á gamla vegi án endurbóta og reynst hafa hættulegir svo og breikka ein- breiðar brýr á hringveginum þar sem umferð er mikil. Stærsta verkefnið í lagfæringum vega til að auka um- ferðaröryggi er tvöföldun Reykjanes- brautar. Kjördæmin hafa svigrúm Þau verkefni á landsbyggðinni sem hér um ræðir eru talin kosta tæpa 20 milljarða kr. Tekið er fram í áætl- uninni að meginforsenda hennar sé að ljúka við þennan verkefnalista. „Ljóst er að mörg brýn verkefni falla utan við áætlunina og vitað er að upp munu að koma mikilvæg verkefni á áætlunartímabilinu og því þarf að vera svigrúm utan verkefnalistans," segir vegamálastjóri. Þetta hefur ver- ið leyst með því að veita áfram nokkru fé til kjördæmanna sem þingmanna- hópamir ráðstafa. Eru þetta rúmir 5 milljarðar kr. sem skiptast jafnt á milli kjördæmanna utan Reykjavíkur, þannig að hvert kjördæmi fær um það bil 65 milljónir á ári. Samtals verður því 25 milljörðum kr. varið til stofn- vega á landsbyggðinni á þessu tólf ára tímabili. Gerð er tillaga um að fjárveitingar til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu hækki í sömu hlutföllum og fé til stofnvega á landsbyggðinni. Ganga því 12,6 milljarðar kr. til verkefna á höfuðborgarsvæðinu á -------------- þessu tímabili eða rúmur milljarður kr. á ári. Verk- efnum hefur enn ekki verið forgangsraðað, að sögn vegamálastjóra, vegna þess að ekki hefur unnist til þess tími. Ætlunin er að leggja tillögu um röðun verkefna fyrir samgöngunefnd Al- þingis, eftir að hún fær þingsályktun- artillöguna til meðferðar þegar þing byijar nú eftir áramótin. Engin jarðgöng í áætluninni er ekki fjallað um framkvæmdir við jarðgöng. I athuga- semdum við tillöguna kemur fram að ef til slíkra framkvæmda komi á áætlunartímabilinu verði það sam- kvæmt sérstakri ákvörðun stjórnvalda þar sem jafnframt verði tekin afstaða til fjármögnunar. „Jarðgöng eru afar dýr og leysa yfirleitt staðbundin vandamál en ekki vandamál lands- AÆTLUN I VEGAGERÐ 1999-2010 Gemlufalls- heiði 1.40 m.kr. Hringvegur - Vopnafjörður 1.100 m.kr. 2.100 m.kr. 3.290 m.kr. 7 V j On'- Bundið slitlag Aðrir vegir AÆTLUÐ FJAROFLUN: 1.1999-2002: 34.297 milljónir kr. 2.2003-2006:37.217 milljónir kr. 3. 2007-2010: 38.839 milljónir kr. Tímabær breyting á vinnubrögðum Millifærslum í ríkissjóð verður hætt kerfísins," segir vegamálastjóri. Kröfur hafa verið um stórfelldar jarðgangaframkvæmdir á Austur- landi, á milli Sigluijarðar og Ólafs- fjarðar og milli norður- og suðurhluta Vestfjarða. Öllum þessum fram- kvæmdum er skotið á frest. Hins veg- ar er undirbúningi haldið áfram með því að 120 milljónum kr. er varið til rannsókna á göngum á þessum þrem- ur svæðum. Jón Kristjánsson, alþingismaður Austurlands, telur ekki að með sam- þykkt langtímaáætlunar sé verið að afskrifa jarðgöng. Áfram verði unnið að rannsóknum og ákvarðanir um ný jarðgöng verði síðan að taka með sérstökum lögum. „Við höfum verið að vinna í þeim anda að halda áfram rannsóknum og ákveða hvar við vilj- um byija á Austurlandi. Miklar hrær- ingar eru í atvinnumálum á svæðinu, hugsanlegur stóriðnaður á miðhlut- anum. Línur í þeim málum skýrast á -------- árinu og munu hafa áhrif á ákvarðanir í samgöngu- málum,“ segir Jón. Hér á eftir fer umijöllun um einstakar framkvæmd- ir áætlunarinnar. Átak á Snæfellsnesi Tengingar Hvailjarðarganga koma inn á langtímaáætlun þótt fram- kvæmdum ljúki að mestu áður en hún tekur gildi. Er það vegna endur- greiðslna á lánsfé. Ráðist er í dýrar vegaframkvæmdir á Snæfellsnesi á fyrstu tveimur tímabilum áætlunar- innar. Fyrst verður lagðui' nýr vegur um Búlandshöfða milli Ólafsvíkur og Grundarijarðar, síðan nýr vegur um Vatnaheiði, rétt vestan við núverandi Stykkishólmsveg um Kerlingarskarð, og loks vegur um Kolgrafarfjörð milli Stykkishólms og Grundarijarðar. Á þessu stigi málsins er miðað við að farið verði fyrir Kolgrafarfjörð, hann Miklar breytingar verða á vinnubrögðum við gerð vegaáætlunar ef þingsályktunartillaga um langtímaáætlun í vegagerð nær fram að ganga. Vegaáætlun verður meiri landsáætlun en kjördæmaáætlun og heildarhagsmunir eiga að ráða. Helgi Bjarnason kynnti sér stefnu- breytinguna og einstakar framkvæmdir. verði ekki brúaður. Á öðru og þriðja tímabilinu verður lagður nýr vegur um Bröttubrekku sem liggur milli Borgarfjarðar og Búðardals og um Svínadal milli Búðardals og Gilsijarð- arbrúar. Á öðru og þriðja tímabilinu er ætl- unin að lagfæra hringveginn frá Haugavegamótum í Stafholtstungum að Dalsmynni í Norðurárdal. Áður á að ljúka varanlegum vegi í Húsafell samkvæmt markmiðum um lagfær- ingu ferðamannaleiða. Athygli vekur að miðað er við tengingu Húsafells og Reykholts við hringveginn í gegn- um Stafholtstungur, ekki um Bæjar- sveit og Andakíl niður að Borgarijarð- arbrú, en á síðamefndu leiðinni er nú slitlag aðeins að Hvanneyri. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri segir að Stafholtstungnaleiðin sé það langt komin að rétt hafí þótt að miða við hana. Hins vegar yrði eitthvað gert á hinni leiðinni, þegar lausn væri fundin á deilum um vegarstæðið milli Klepp- járnsreykja og Varmalækjar en það yrði að gera með almennu vegafé kjör- dæmisins. Hvorki er gert ráð fyrir lagfæringu vegarins_ úr Staðarsveit um Fróðár- heiði í Ólafsvík né fyrir Jökul. Ekki er heldur gert ráð fyrir lagfæringum á veginum um Skógarströnd, frá Stykkishólmi í Búðardal. Djúp og Barðaströnd Á Vestfjörðum verða mörg stór- verkefni unnin. Á fyrstu tveimur tíma- bilunum fer rúmur milljarður í ísa- fjarðardjúp og á fyrsta tímabilinu verður einnig unnið við að ljúka iagn- ingu bundins slitlags á Steingríms- flarðarheiði, á Barðastrandarvegi frá Bijánslæk að Patreksfírði og um Gemlufallsheiði til Þingeyrar. Á öðru og þriðja tímabili verður síðan unnið að lagningu vegarins um Barða- strönd, frá Flókalundi í Bjarkarlund, en það er talið kosta um 1.250 millj- ónir kr. Kostnaðartalan miðast við að farið verði fyrir Gufuijörð, ekki yfir hann. Á síðasta tímabili langtímaáætlunar, 2007-2010, er gert ráð fyrir tengingu Hólmavíkur við hringveginn. Ekki er þó kveðið upp úr um það hvort vegur- inn eigi að liggja frá Hólmavík og suður Strandir í Hrútaijörð, eins og nú, eða hvort taka eigi tengingu frá Hólmavík yfír Tröllatunguheiði og suð- ur um Gilsijarðarbrú. Einar Kristinn Guðfinnsson, þing- maður Vestfjarða og formaður sam- göngunefndar Alþingis, er spenntur fyrir Tröllatunguleiðinni, það er að segja veg um Arnkötludal og Gauts- dal. Hann segir að ef sú yrði niður- staðan yrði samt sem áður að halda áfram uppbyggingu suður Strandir. í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að lokið verið við lagningu bundins slitlags frá Vestijarðavegi og út á Reykhóla eða frá Djúpvegi út á Drangsnes. Þessir staðir ná ekki 200 manna markinu og yrðu framkvæmd- imar því að takast af almennu stofn- vegafé kjördæmisins. Ekki er heldur gert ráð fyrir heilsárstengingu norð- ur- og suðurhluta Vestijarða, þ.e. frá Bíldudal til Þingeyrar, enda yrðu dýr jarðgöng að vera hluti af þeirri leið. Þá er ekki gert ráð fyrir endurbótum á vinsælum ferðamannaleiðum, t.d. út á Látrabjarg eða norður Strandir. Þverárfjallsvegur kemur Á Norðurlandi vestra verður lokið við Sigluijarðarveg og unnið að breikkun brúa. Á öðru tíma- -------- bili á að endurbæta hring- veginn í Norðurárdal í Skagafirði og á öðm og að nokkru leyti þriðja tímabili er ætlunin að leggja 700 milljónir í veginn um Lágheiði, milli Fljóta og Ólafsíjarðar. Ekki er gert ráð fyrir Þverárfjallsvegi, milli Sauð- árkróks og Skagastrandar, sem verið hefur baráttumál heimamanna. Hjálmar Jónsson, þingmaður Norð- urlands vestra, mótmælti því i þing- flokki sjálfstæðismanna að langtímaá- ætlun sem hvorki gerði ráð fyrir göngum til Sigluijarðar né vegi á Þverárijalli yrði lögð fram. „Það er forgangsverkefni að sameina byggð- irnar með vegi yfír Þvcrárfjall," segir Hjálmar. Hann segir að inn í tillöguna hafí verið sett heimild til að færa 200 milljónir kr. tímabundið milli verk- efna. Þá heimild væru stjómarþing- menn í Norðurlandskjördæmi vestra sammála um að nýta með því að fresta endurbótum á hringveginum í Norður- árdal en leggja þess í stað Þverárijalls- veg og til þess almennt framkvæmda- fé kjördæmisins. Varðandi tengingu Sigluflarðar og Ólafsfjarðar sem í tillögunni er gert ráð fyrir að verði um Lágheiði segir Hjálmar nauðsynlegt að gera þokka- legan veg í byggðinni beggja vegna Lágheiðar en heilsársvegur yrði aldrei lagður yfír sjálfa heiðina. Hann segist hafa talið heppilegra að hafa hlut- laust hejti á tengingu milli Sigluijarð- ar og Ólafsijarðar og vera ekki að binda það við Lágheiðina því óskyn- samlegt væri að leggja 600-700 millj- ónir í Lágheiði þegar jarðgöng væm miklu betri kostur og sífellt ódýrari. Kristján L. Möller, forseti bæjar- stjómar Sigluíjarðar, fagnar tillögum í langtímaáætlun um íjárveitingar til rannsókna á möguleikum jarðganga frá Siglufirði um Héðinsfjörð til Olafs- Qarðar. Segist hann binda miklar von- ir við að ráðist verði í lagningu gang- anna og lýsir andstöðu við það að átt verði við vegagerð á Lágheiði. „Eg er jafn bjartsýnn og áður á að jarð- göngin verði opnuð 19. október 2003, klukkan 4,“ segir Kristján. Ljóst er að jarðgöng rúmast ekki innan þeirra tillagna að vegaáætlun sem nú liggja fyrir og ekki yrði hægt að færa það fjármagn sem ætlað er til vegagerðar á Lágheiði í jarðganga- sjóð, nema með sérstakri samþykkt Álþingis, enda kosta jarðgöngin fimm- falt meira. Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri segir að fyrir árið 2003, þegar áformað er að heijast handa við Lágheiði, yrði að fara yfír málið og ákveða hvemig ætti að standa að þessari tengingu í framtíðinni, hvort það yrði með vegi yfír heiðina eða jarðgöngum. Vegur á norðurhjarann Haldið verður áfram með tengingu Norðurlands og Austurlands og lagður rúmur milljarður í það verkefni, aðal- lega á fyrsta tímabili. Jafnframt verð- ur ráðist í það stórvirki að leggja nýjan veg frá Húsavík, um Tjömes, Öxarfjörð og yfir Öxarijarðarheiði til Raufarhafnar og Þórshafnar. Fellur kostnaðurinn, liðlega 2,5 milijarðar kr., með vaxandi þunga á öll tímabil áætlunarinnar. I kostnaði er reiknað með T-tengingu á Öxarfjarðarheiði, það er að segja vegi milli Kópaskers og Þórshafnar með legg til Raufar- hafnar, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um leiðarval. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, segir að það sé áfangi að vera kominn með vegabætumar á áætlun en minnir jafnframt á að ekki sé komið að framkvæmdum og stund- um hafi góðum áformum í vegafram- kvæmdum á þessu svæði verið frestað eða alveg hætt við þau. Hann segir að það hefði orðið reiðarslag fyrir íbú- ana ef þessi framkvæmd hefði ekki verið á langtímaáætlun enda væri það mikilvægt fyrir búsetuþróun þarna, eins og víða annars staðar, að sjá eitt- hvað handfast í samgöngumálum. Gert er ráð fyrir lagningu bundins slitlags til Grenivíkur á fyrsta tima- bili áætlunarinnar, einnig lagfæringar á hringveginum á Mývatnsheiði en Kísilvegurinn frá Húsavík til Mývatns er ekki á dagskrá langtímaáætlunar. Ekki er gert ráð fyrir nýrri brú á Skjálfandafljót í Köldukinn, núverandi ----------------- brú er talin geta dugað Engin jarð- l'ram yfh' áætlunartímann göng byggð á næstu árum með miklu eftirliti. Breiðdalsheiði sleppt Á Austurlandi er mikið átak gert í lagningu bundins slitlags enda hefur vegakerfíð þar orðið á eftir að því leyti. Fara um 1,3 milljarð- ar kr. í hringveginn í kjördæminu, aðallega á fyrstu tveimur tímabilum áætlunarinnar. Gert er ráð fyrir teng- ingu frá hringvegi á Möðrudalsöræf- um niður í Vopnafjörð en að því verki ljúki ekki fyrr en á síðasta tímabilinu. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir teng- ingu með ströndinni frá Þórshöfn um Bakkafjörð og í Vopnafjörð. Byggðar verða nýjar brýr, fyrst á Eyvindará við Egilsstaði og Hólmsá á Mýrum, síðar á Jökulsá í Lóni og loks á síðasta tímabilinu yfir Lagar- fljót og ár í Öræfum. Jón Kristjánsson, þingmaður Aust- urlands, telur tillögur í vegaáætlun- inni til stórra bóta fyrir kjördæmið enda sé einna mest eftir í þeim lands- hluta. „Það stendur þó út af að hring- veginum um Breiðdalsheiði skuli ekki hafa verið lokað. Ég tel óviðunandi að ekki skuli vera lokið við hringveg- inn fyrir 2010 en vona að hægt verði að leysa það öðruvísi,“ segir Jón. Hann vísar hér til þess að í langtímaá- ætluninni er miðað við að ljúka lagn- ingu vegarins frá Héraði og um fírð- ina til Hornaijarðar, en láta Breiðdals- heiði bíða þótt hún sé enn formlega hluti af hringveginum. Ný brú á Hvítá I Suðurlandskjördæmi verður gert átak í lagfæringum á fjölförnum ferðamannaleiðum. Lokið verður við Þingvallaveg úr Grímsnesi að Gjá- bakka á fyrsta tímabili og síðan verð- ur á öðru og þriðja tímabili lagðui' nýr vegur þaðan og að Laugarvatni, svokallaður Gjábakkavegur á leið sem í daglegu tali er nefnd Lyngdalsheiði. Að þessu loknu verður kominn góður vegur frá Reykjavík um Mosfellsheiði til Þingvalla og síðan suður Grímsnes eða austur á Laugarvatn, Gullfoss og Geysi. Á fyrsta tímabilinu verða lagðir kaflar á veginum austan við Laugar- vatn og Biskupstungnabraut. Einnig er gert ráð fyrir nýrri brú á Hvítá og vegum útfrá henni milli Flúða í Hrunamannahreppi og Reykholts í“ Biskupstungum. Það verður gert á öðru framkvæmdatímabili langtímaá- ætlunarinnar. Loftur Þorsteinsson, oddviti Hruna- mannahrepps, fagnar tillögum um nýja vegtengingu yfir Hvíta,_ sem tengir betur saman uppsveitir Ámes- sýslu og er að hans mati forsenda fyrir aukinni samvinnu og sameiningu sveitarfélaganna sem nú er verið að ræða um. Hann er hins vegar afar ósáttur við að það skuli hafa verið gert á kostnað endurbóta á veginum . frá Flúðum, upp Hrunamannahrepp og yfír Hvítá hjá Brúarhlöðum, sem stóð til að byggja upp. Þá verður einnig gert átak í breikk- un brúa á Suðurlandi á öllum tímabil- um áætlunarinnar og á fyrsta tímabil- inu verður auk þess byggð ný brú á Þjórsá. Reykjanesbraut breikkuð í Reykjaneskjördæmi er öll áhersl- an lögð á eitt yerk, breikkun Reykja- nesbrautar. Áætlað er að fram- kvæmdin kosti 2,4 milljarða kr. Á fyrsta tímabili áætlunarinnar er geit ráð fyrir undirbúningi og að fram- kvæmdir verði á öðra tímabili en þó aðallega á því síðasta, eftir árið 2007. „Það þarf margt að gera um allt land og með lagfæringum á Reykjanes- brautinni eigum við að geta búið við hana í nokkur ár til viðbótar," segir vegamálastjóri aðspurður um tíma- setningu framkvæmdarinnar; af hveiju hún sé ekki höfð framar í röð- inni. Hann bendir þó á að þama komi óvissuþáttur, það er hvað umferðin á Reykjanesbraut aukist mikið á næstu áram. Ekki er gert ráð fyrir Suðurstrand- arvegi, frá Grindavík til Þorlákshafnar. Brýn verkefni Þeim 12,6 milljörðum sem veita á til vegagerðar á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu næstu tólf árin. hefur ekki verið skipt niður á verk- efni, en tillögur um það verða bráð- lega lagðar fram. Heigi Hallgrímsson vegamálastjóri segir að verkefnin séu bæði stór og brýn. Á þessu ári verður líklega byijað á mislægum gatnamót- um á Skeiðarvogi og Miklubraut og því verki lokið á fyrsta tímabili lang- tímaáætlunar. Hann segir mjög brýnt að breikka Vesturlandsveg um Keldnaholt og hugsanlega þui-fí að byggja þar ný gatnamót. Tvöfalda þurfí Guilinbrú. Þá segir hann nauðsynlegt að tvö- falda Reykjanesbrautina frá Breið- holti til Hafnaríjarðar með tilheyrandi gatnamótum á fímm stöðum. Það er framkvæmd upp á 2,5 milljarða kr. Sundabraut í Álfsnes og upp í Kolla- fjörð kemur væntanlega á dagskrá síðar á áætlunartímabilinu og segir vegamálastjóri að sú framkvæmd héldist vafalaust í hendur við skipu- lagningu byggðar í Álfsnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.