Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 25
LISTIR
Nýárstónleikar
Selkórsins
Klarínetta, selló
og píanó á Kjar-
valsstöðum
TÓNLIST
Scltjarnarncskirkja
NÝÁRSTÓNLEIKAR
Selkórinn ásamt Þuríði G. Signrðar-
dóttur sópran, undir stjóm Jóns
Karls Einarssonar. Undirleikari
Amdis Inga Sverrisdóttir. Þver-
flautuleikarar: Berglind Sveinsdóttir
og Karen B. Jóhannsdóttir.
Sunnudagurinn 4. janúar 1998.
SELKÓRINN er blandaður kór
af Seltjamamesi, stofnaður árið
1968. Kórinn var í upphafi aðeins
skipaður kvenröddum en að tíu árum
liðnum gengu karlaraddir til liðs við
kórinn. Jón Karl Einarsson tók við
stjórn kórsins vorið 1991 auk þess
að vera skólastjóri Tónlistarskólans
á Seltjamamesi. Tónleikamir í Sel-
tjamarneskirkju sl. sunnudag mörk-
uðu upphaf þrítugasta starfsárs
kórsins.
Enda þótt tónleikar Selkórsins
hafi borið heitið Nýárstónleikar var
fyrri hluti tónleikanna einkum helg-
aður jólum. Efnisskráin hófst á
þremur fomum lögum: Borinn er
sveinn og Jesú, mín jólastjama í
útsetningu Jóns Þórarinssonar og
Kom þú vor Immanúel í útsetningu
Róberts A. Ottóssonar. Kórinn fang-
aði strax athygli áheyrenda í þessum
lögum með öruggum söng.
Næsti hluti efnisskrárinnar var
helgaður íslenskum tónskáldum.
Fyrst var sungið Jesú barn eftir
Eyþór Stefánsson, þá Englar hæstir
eftir Þorkel Sigurbjömsson. Lög
þessi em mjög ólík að gerð. Hugsan-
lega hefði mátt syngja lag Eyþórs
hægar og blíðlegar og sálm Þorkels
að sama skapi sterkar og ákveðnar
til þess að draga fram andstæðurnar
í lögunum, en það er vissulega
smekksatriði hvers og eins. Lögin
Jól eftir Bám Grímsdóttur og Að-
fangadagskvöld jóla eftir Sigvalda
Kaldalóns voru bæði mjög vel flutt
- einkum var ánægjulegt að heyra
lag Sigvalda flutt í fullri lengd.
Fjögur næstu lög voru flest eftir
þekkt erlend tónskáld. Það aldin út
er spmngið eftir meistara Praetorius
kom fyrst, þá Kom líknin heims eft-
ir Lahusen, þá Heilagur, messuþátt-
ur eftir Schubert, og loks Vögguljóð
eftir Berlioz. Þessi lög voru ágætlega
flutt, sérstaklega hið síðastnefnda.
Þá fylgdu tvö jólalög sem oft heyr-
ast sungin á tónleikum: Jólaklukkur
kalla og Stráið salinn greinum græn-
um, hið fyrra franskt en hið seinna
frá Englandi. Bæði lögin voru flutt
af miklum þrótti og sönggleði.
Jóhann Sebastian Bach var í aðal-
hlutverki í næsta hluta efnisskrár-
innar. Flutt var sálmalagið Halelúja
dýrð sé drottni erftir Nicolai í radd-
setningu Bachs, þá fimm radda þátt-
ur úr Magnificat: Sicut locutus est,
síðan Hjörð í sumarsælum dölum
eftir Bach í útsetningu Jóns Þórar-
inssonar fyrir kór, píanó og tvær
þverflautur og loks Slá þú hjartans
hörpustrengi úr samnefndri kantötu.
Þessi verk em töluvert snúin en
kórinn söng þau af miklu öryggi.
Hugsanlega hefði þátturinn úr
Magnificat mátt hljóma hraðar, því
það hefði bæði auðveldað sönginn
og gert eltingarleikinn, fimmradda
fúguna, fjöragri.
Tónleikunum lauk með þremur
verkum eftir erlenda höfunda. Þar
kom raddþjálfi kórsins, Þuríður G.
Sigurðardóttir sópransöngkona,
kórnum til aðstoðar. Hún söng
ásamt kórnum Fögur er foldin, þá
Allsheijar Drottinn eftir Franck og
loks Heyr mína bæn (Hear my pray-
er) eftir Mendelssohn. Tvö síðustu
verkin vom hápunktur tónleikanna.
Þuríður hefur fallega, náttúmlega
sópranrödd sem naut sín sérlega vel
í verkinu eftir Mendelssohn. Kórinn
studdi hana ágætlega og í samein-
ingu ásamt undirleikaranum Arndísi
Ingu Sverrisdóttur gerðu þau þessa
áhrifaríku bæn að glæsilegum loka-
punkti tónleikanna.
Kórstjórinn Jón Karl Einarsson
hafði mjög góð tök á kórnum og
leiddi sönginn af öryggi. Það að
stjóma kór er fýrst og fremst að
leiða öndun og Jón Karl hefur sér-
lega gott vald á því. Undirleikarinn
Amdís Inga Sverrisdóttir fylgdi
einnig stjórnanda og kór vel eftir
og naut dyggrar aðstoðar kornungr-
ar dóttur sinnar við flettingar. Þær
Berglind Sveinsdóttir og Karen B.
Jóhannsdóttir, nemendur í Tónlistar-
skólanum á Seltjarnarnesi, settu
einnig skemmtilegan svip á tónleik-
ana með flautuleik sínum.
Selkórinn er stór kór og skipaður
prýðilega þjálfuðu söngfólki. Það
sem háir kórnum lítillega er mis-
vægi í röddum; sópranraddirnar em
fjölmennastar og eiga það til að
skyggja á hinar raddimar. Með sam-
eiginlegu átaki ætti að vera hægt
að sporna við þessu. Selkórinn sýndi
á tónleikunum að hann er til alls
líklegur og kæmi ekki á óvart þótt
hann réðist næst á eitthvert af stærri
verkum tónbókmenntanna. Honum
er ámað heilla á afmælisári.
Gunnsteinn Ólafsson
SIGURÐUR Ingvi Snorrason
klarínettuleikari, Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanó-
leikari halda tónleika á Kjarvals-
stöðum á morgun, miðvikudag,
kl. 20.30.
Á efnisskránni eru þrjú tríó
fyrir kiarinettu, selló og píanó.
Hið fyrsta er eftir norska tón-
skáldið Jon Öivind Ness sem
fæddur er árið 1968, en við flutn-
ing verksins njóta flytjendur
styrks úr Norræna tónleikasjóðn-
um (Fonden för nordiska kon-
serter). Þá kemur tríó Beetho-
vens op. 11 frá árinu 1798. Loka-
verk tónleikanna er „Plutöt
blanche qu’azurée" eða „Fremur
hvítt en heiðblátt" eftir Atla
Heimi Sveinsson. Atli samdi
verkið í Danmörku sumarið 1976
og Iýsir það löngum, björtum og
hlýjum sumardegi í fjarlægri
eyju - frá sólarupprás til sólar-
lags.
Aðgöngumiðar fást við inn-
ganginn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ANNA Guðný, Bryndís Halla og Sigurður Ingvi leika
á Kjarvalsstöðum á morgun.
Heim til einskis-
mannslands
MIKIÐ hefur verið skrifað um (jóð Henriks Nordbrandts.
HENRIK Nordbrandt hefur verið
eitt virtasta ljóðskáld Dana, síðan
hann kom fram fyrir um þrjátíu
ámm. Á þeim tíma hefur hann sent
frá sér tvo tugi ljóðabóka auk nokk-
urra safna ljóðaúrvals, reyfara, mat-
reiðslubókar o.fl. Hann hefur lengst-
um búið við Miðjarðarhaf, einkum í
Tyrklandi, og setur það mikinn svip
á ljóð hans. Hvað eftir annað hefur
hann verið tilnefndur til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs, en á
jafnáberandi hátt verið gengið fram
hjá honum.
Mikið hefur verið skrifað um ljóð
hans, og nú síðast kom heil bók eft-
ir Tomas Bredsdorff bókmenntapró-
fessor. Þetta er óvenju aðgengileg
bók, ætti að vera auðskilin öllum
almenningi sem áhuga hefur á Ijóð-
um. Reyndar flallar hún ekki síður
um líkingar almennt, kenningar um
þær allt frá Aristotelesi, en þó eink-
um á síðustu árum, og um hvernig
dönsk ljóðskáld hafi beitt þeim und-
anfarna áratugi.
Bredsdorff færir sannfærandi rök
fyrir því, að enginn gmndvallarmun-
ur sé á líkingum („Gunnar er ljón“)
og samlíkingum („Gunnar er einsog
ljón“), en mestu skipti spennan á
milli þess sem um er talað og hins
sem því er líkt við, og hvaða hug-
myndatengsl fara frá því síðar-
nefnda til hins fyrrnefnda. Hann
fjallar þó mest um líkingar Nord-
brandts, og telur þær einkennast af
tilfærslu; einu fyrirbæri er líkt við
annað, en því síðan líkt við það
þriðja. Bredsdorff tekur dæmið: „Á
allt of björtum dögum milli dægur-
rigningardaga, rignir sólin með
hljóði eins og rottur gegnum gras.“,
og segir (b!s. 43) að heildaráhrifin
verði samskynjun; sýnilegt verði
heyranlegt, sólgeislar verði að regni
sem verði að þruski rottna.
En Nordbrandt gengur lengra, oft
verður það sem við er líkt að aðalat-
riði ljóðsins, þar gerist sú hreyfing
sem getur jafnvel gripið liði úr fyrsta
atriðinu, því sem líkt var við annað.
Bredsdorff tilfærir dæmi, sem einnig
sýnir hvernig ein lína afneitar og
umskapar undanfarandi, 2. lína
bessa lióðs snvr alvee við bví sem
Henrík Nordbrandt er
eitt virtasta skáld Dana
og hefur sent frá sér tvo
tugi ljóðabóka áþijátíu
•• +
ára ferli. Orn Olafsson
ffallar um þetta sér-
stæða skáld sem hefur
búið lengst við Miðjarð-
arhaf, einkum í Tyrk-
landi og á Spáni.
ætla mátti eftir fyrstu, ljóðmælandi
hafnar því að nota líkinguna „rós“
um stúlkuna, enda er það ein marg-
þvældasta líking bókmenntasögunn-
ar. En síðan notar hann samt líkingu
um hana, líkir henni við fljót, og í
lok kvæðisins eru ljóðmælandi og
viðmælandi komin inn á sviðið, þar
sem hún þó var fljótið! Af þessari
tilfærsluaðferð leiðir það, segir
Bredsdorff (bls. 33), að ljóðið firrist
röklegt samhengi lausamáls, það er
ekki hægt að endursegja. Og þetta
leiðir til þeirra mótsagna, sem ein-
kenna ljóð Nordbrandts.
Nú get ég ekki notað þig lengur
sem rós í ástarljóðum mínum:
Þú ert allt of mikil, allt of fógur
og allt, allt of mikið þú sjálf.
Nú get ég í rauninni aðeins litið á þig
eins oe litið er á fliót
sem fundið hefur sinn eigin farveg
og nýtur hans í sérhverri hreyfingu sinni
sérhverri bugðu sinni, sérhveijum fiski sín-
um
og sérhveiju sólarlagi sínu
milli blárra, snæviþakinna fjalla
sem eru mín, einungis mín.
því þú hefur rutt þér braut gegnum þau
Nú get ég aðeins speglað mig
í vötnum þínum sem streyma rólega hjá
ásamt fallandi blómablöðum
prömmunum og yfirgefnum námabæjum
þar sem elskhugar þínir drekka sig fulla
og drekkja sér í tunglskini þínu
og skolast upp á bakkana
i fjarlægum löndum, þar sem við hittumst
í draumum okkar.
Síðasta lióðabók Nordbrandts.
Slöngurnar við himins hlið, birtist
upphaflega í hitteðfyrra, en var nú
að koma út í þriðja upplagi. Þar rík-
ir ástarsöknuður, eins og svo oft
áður, Nordbrandt hefur verið kallað-
ur einkar rómantískur. í eftirfarandi
ljóði er sérkennilegt hvernig fyrir-
bæri úr heimi auglýsinga, staðlað
munaðartákn, ummyndað í drasl,
verður tákn ástarsaknaðar:
Bílar
Kvöld. Þau síðustu eru farin frá markaðinum.
Bak við glampandi möl torgsins standa
dauðu
bílamir, sem þú nefndir: Tegundir
sem þig dreymdi um að eiga...
Ford, Opel og rauður Alfa Romeo
sem ég hefði viljað fóma öllu fyrir að sjá þig
aka burt í: Yfir ryðsár ris
eamalt lakk í bólum.
Fjaðrimar hafa stungist út gegnum bólstrin
einnig þær em ryðgaðar, tækjaborðið horf-
ið...
Spider! Þú bragðaðir á orðinu, eins og það
heimili sem okkur dreymdi um að eignast
lægi á stað sem aðeins Alfa Romeo
Spider gæti ekið til
eyðilagður nú, vélhlífin opin
hlutamir komnir í aðra bíla:
Vömmerki sem þú hefur nefnt, ummerki
tannfór þín í ryði...
Eins og fleiri skáld sér Nord-
brandt nærtækt tákn mannslífs í
minnisbók, og öðru dóti, sem er
mikilvægt fyrst, en úreldist fljótt.
Hæst nær þetta í erfðagripnum í
lokaerindi, sem sýnir hvernig ljóð-
mælandi er kominn úr takt við tím-
ann - ,og umhverfi sitt. Það snýst
hinsvegar við í draumum hans (í
2.-3. erindi). í þessum meginand-
stæðum Ijóðsins fáum við skarpa
mynd af firringu.
Heimilisfangabókin
Ég veit ekki hvert ég á að snúa mér:
Helmingur nafnanna í heimilisfangabókinni
minni
er lokaður með ósýnilegum krossi
og lyklamir í vösum mínum ganga að lásum
sem fyrir löngu er búið að skipta um.
Sóttheitum nóttum mínum verð ég að skipta
milli allra húsanna sem ég hefi búið í.
Á morgnana bera ókunnir mig
heim til einskismannslands.
Ég hleð sjálfan mig eins og segul
sem rennur stjórnlaust þegar rökkvar:
Allt og allir vilja halda sér í mig
til þess eins að deyja, þegar strauminum
lýkur.
Tími minn er eins og sá sem lesa má
á úri sem kom í arf
og ég þori ekki að kaupa mér nýtt.
Heimildir: líenrik Nordbrandt: Ormene
ved himlens port. Gyldendal 3. opl. 1997.
Thomas Bredsdorff: Med andre ord. Om
Henrik Nordbrandts poetiske sprog.
Gvldcndal 1996.