Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
VIGGÓ GUÐMUNDSSON,
Tjarnargötu 10,
Reykjavík,
lést aðfaranótt föstudagsins 2. janúar.
Þorsteinn V. Viggósson, Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir,
Jóhannes Viggósson,
Lárus K. Viggósson, Ása Ólafsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona mín,
BRYNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR,
Birkihlíð
í Reykholtsdal,
lóst föstudaginn 2. janúar síðastliðinn.
Útförin ferfram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00.
Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar,
Magnús Bjarnason.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Vitastíg 12,
Reykjavík,
er lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
30. desember sl., verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.30.
Sigurbjörn Sigurpálsson,
Grétar Garðarsson, Kristín Hulda Eyfeld,
Hafsteinn Garðarsson, Hildur Pálsdóttir,
Hafdís Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir mín,
SIGRÍÐUR INGÞÓRSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41
(áður Miklubraut 60),
lést á Landspítalanum í Reykjavík föstudaginn
26. desember sl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar
Landspítalans fyrir frábæra umönnun, svo og
til þeirra, er litu til með Sigríði hin síðari ár.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Hjörtur Benediktsson, Elín B. Brynjólfsdóttir,
Ingþór Th. Björnsson.
*
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
GUÐMUNDUR BJARNASON,
Háholti 26,
Akranesi,
lést laugardaginn 3. janúar síðastliðinn.
Útförin ferfram frá Akraneskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 14.00.
Guðlaug Birgisdóttir,
Þorsteinn G. Guðmundsson,
Guðfinna B. Guðmundsdóttir,
Halldóra Traustadóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, afi
og langafi,
SKARPHÉÐINN VETURLIÐASON,
Bólstaðarhlíð 40,
sem andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
30. desember sl., verður jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju föstudaginn 9. janúar 13.30.
Elísa Jónsdóttir og dætur,
Gunnar H. Bílddal Skarphéðinsson,
Skarphéðinn Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Guðrún Helga
Helgadóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 14. apríl 1924.
Hún lést á Hrafnistu í
Hafnarfírði 29. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau Þórfinna
Finnsdóttir ættuð frá
Stóruborg undir
Eyjafjöllum og Helgi
Ágúst Helgason.
Fósturforeldrar Guð-
rúnar voru Ásta Hen-
ríetta Helgadóttir og
Þórður Þorsteinsson
netagerðarmaður að Heiðabýli í
Vestmannaeyjum. Guðrún var
ein fjögurra systkina. Ólafur og
Ástvaldur eru báðir látnir, en eft-
irlifandi er Jóhanna.
Guðrún giftist Ragnari Stef-
ánssyni rafvirkjameistara 31.
desember 1944 en hann lést 27.
ágúst 1996. Börnin þeirra fjögur
eru Ásta Þórey, Rósalind Kristín,
Ragnhildur Guðrún og Róbert
Þór. Barnabörnin eru orðin sjö
og langömmubörnin tvö. Ragnar
og Guðrún stofnuðu heimili í
Elsku mamma, við erum sann-
færð um að þú sért núna komin aft-
ur í faðm pabba og sért hvíldinni
fegin. Þú varst búin að bíða lengi
eftir þessu síðasta ferðalagi. Við
trúum því að þetta ferðalag þitt hafi
verið baðað ljósi lífs og kærleika.
En nú var það ekki tjaldútilega,
ferð upp í sumarbústað eða í hjól-
hýsið Júmbó, en áfangastaður samt
yndislegur. Þegar við hugsum til
baka eru ferðalögin á sumrin ótelj-
andi sem við fórum með ykkur
pabba og skemmtilegar minningar
tengdar þeim hrannast upp.
Hvemig er hægt í fáum orðum að
þakka mömmu sinni fyrir allt sem
hún hefur kennt manni og gert fyrir
mann? Þú varst alltaf heima, til taks
fyrir okkur. Þú varst svo mikil drif-
fjöður í öllu athafnalífi heimilisins.
Studdir okkur og hvattir í öllu því
sem við vildum taka okkur fyrir
hendur og tókst svo mikinn þátt í
lífi okkar. Það var mikið listrænt
eðli í þér og erum við öll svo stolt af
öllu því handverki og málverkum
sem við eigum eftir þig. Þú dreifst
okkur systurnar allar í að læra að
mála og að meta handverk og ekki
gafst þú upp þó að fjórða bamið
væri strákur, hann ásamt Elmari
fyrsta barnabaminu skyldi í það
minnsta læra að hekla. Þú varst
ótrúlega mikil jafnréttiskona miðað
við þína kynslóð. Þú kenndir okkur
svo óteljandi margt, sem við verð-
um alla ævi þakklát fyrir og metum
meir og meir eftir því sem við eld-
umst.
Það hefur verið okkur erfitt hin
síðustu ár að horfa upp á þig, þessa
kjarnorkukonu, þurfa að takast á
við Alzheimers-sjúkdóminn. Það
hefur án efa ekki síður verið átak
hjá þér að þurfa að vera hinum
megin við borðið og þiggja umönn-
un annarra, eins sjálfstæð og þú
varst. Nú ertu laus úr þessum fjötr-
um og gleðjumst við með þér, sjáum
þig í raun fyrir okkur vera fama að
hleypa lífi í tuskurnar þar sem þú
ert nú.
Við ætlum ekki með þessum orð-
um að kveðja þig, heldur þakka þér
fyrir að hafa fengið að vera börnin
þín, við vitum að við eigum eftir að
hittast á ný. Guð geymi þig, elsku
mamma.
Róbert, Ragnhildur, Rósalind
og Ásta.
Ég kynntist Guðrúnu fyrst eftir að
hún giftist uppáhaldsfrænda mínum,
Ragnari Stefánssyni, síðar rafvirkja-
meistara og starfsmanni Áburðar-
verksmiðju ríkisins í Gufunesi, þar
sem hann starfaði lengst af sinni
starfsævi í ábyrgðarmikilli stöðu hjá
stóm fyrirtæki, sem vinsæll starfsfé-
lagi. En nú er Ragnar látinn.
Brúðkaupsmynd þessara hjóna
Reykjavík og bjuggu
þar lengst af, en
fluttu síðar til Garða-
bæjar.
Guðrún vann alla
tíð með heimilis-
rekstrinum, en hag-
aði málum þannig að
hún gæti verið með
starfsemi sína heima
samhliða því að
sinna börnunum.
Hún lærði klæð-
skerasaum ung að
árum og vann alla
tíð mikið við sauma-
vélina. Hún kom á
fót einni af fyrstu grímubún-
ingaleigum landsins sem hún
starfrækti til fjölda ára. Hún var
einnig með framleiðslu á gervi-
blómum og var eftir það oft
nefnd Blóma-Gunna. Um árið
1979 keypti hún Blómabúðina
Fjólu í Garðabæ sem hún rak í
mörg ár. Guðrún endaði sinn
starfsferil sem leiðbeinandi í
handavinnu hjá Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Utför Guðrúnar fór fram frá
Fossvogskapellu 2. janúar.
hef ég síðan haft daglega fyrir aug-
unum, þar sem þetta stórglæsilega
par stendur á hátindi hamingjunn-
ar. Hamingja sem íylgdi þeim á
leiðarenda, meðan líf og heilsa ent-
ist. Hjónin báru mikla virðingu og
umhyggju hvort fyrir öðru og fyrir
velferð barna og barnabarna sem
lífíð gaf þeim af sinni náðargjöf, en
þau áttu ríkulegu barnaláni að
fagna, þrjár dætur og einn son. Öll
yndislegar manneskjur með sól-
skinsbros foreldranna að erfðum.
Það var gaman að vera gestur á
heimili þeirra hjóna, bæði með
þennan skemmtilega húmor, áskap-
aðri lífsgleði, sem þeim var svo eðli-
leg að allir gátu hrifist með, en samt
einlæg og fölskvalaus. Án fyrirhafn-
ar gáfu þau svo mikið af sjálfum sér
til annarra og gerðu andrúmsloftið
svo hlýtt og bjart. Þannig var lífs-
ferill þeirra hjóna, allur svo sam-
stæður og tryggur, að margir nutu
góðs af þeirra einlægu lífsgleði sem
gerir lífið bjart.
Guðrún var há vexti og höfðingleg
í allri framkomu, með aðlaðandi per-
sónutöfra. Alltaf smekklega klædd,
með frísklegt yfirbragð. Sönn
heimskona innan um fjöldann, svip-
mikil og hlý. Hún var gædd fjöl-
þættum listrænum hæfileikum, sem
hún vann vel úr á mörgum sviðum,
en fyrst og fremst mikil húsmóðir,
sem sinnti vel sínu heimili. Það vafð-
ist ekki fyrir henni að útbúa góðan
mat úr landsins gæðum, að þjóðleg-
um hætti. Kunni góð skil á fæðuvali.
Ekki alltaf hlaupið út í búð til að
kaupa gervirétti. Við þennan mynd-
arskap ólust bömin upp, enda voru
dætur hennar engir viðvaningar i
húshaldi þegar að því kom að þær
fóru sjálfar að búa. Þá var hinu and-
lega uppeldi barnanna ekki síður
sinnt og það hefur heldur aldrei ver-
ið neitt vandamál fyrir þau böm að
bera virðingu íyrir náunganum. Auk
þess hvað allir æskuleikirnir gerðu
þau sjálfstæðari og stilltu saman
strengi fjölskyldunnar til meiri sam-
heldni, sem þau búa að enn í dag og
hefur verið þeim dýrmætur fjársjóð-
ur á lífsleiðinni.
Þau Guðrún og Ragnar tóku
snemma upp þann sið, að ferðast út
um landið í sumarfríunum á jeppan-
um sínum. Var það á þeim áram,
sem vegir voru víða vondir og ár al-
mennt óbrúaðar. Vissi hinn hand-
lagni bílstjóri hvernig best var að
tryggja öryggið, áður en lagt var af
stað, en algengast var þó að tveir
bílar væra í samfloti, líka vegna fé-
lagsskapar í áfangastað. Sjálfur var
Ragnar bifvélavirki að mennt.
Tjaldað var í Atlavík, bakaðar
pönnukökur á prímus og boðið upp
á kvöldkaffi úr næstu tjöldum. Far-
ið í útileiki í þessari skógarparadís,
uns lagst var til hvíldar und
draumahimni ágústnæturinnar. Svo
reis dagur á ný, þá var stefnt á
Hornafjörð. Þar var Ragnar á
heimavelli frá sumrinu góða, er
hann var sumardrengur á Höfn og
átti þar ættingja og vini. En konan
hans Ragnars átti eftir að kynnast
þar nýju fólki. Hún var mjög félags-
lynd og hafði gaman af að ræða við
fólk. Hafði þá oft margt gott til mál-
anna að leggja og ætíð tilbúin að
rétta hjálparhönd, þar sem hún sá
þörf fyrir. í þessari ferð kynntist
hún öldraðum systkinum á af-
skekktum og einöngraðum sveita-
bæ. Hún sá að lífsmáti þessa fólks
var svolítið utan við tengsl við sam-
félagið. Við þetta fólk tók hún
trausta tryggð og hafði afskipti af
því í mörg ár með margskonar fyr-
irgreiðslu, svo sem við sjúkrahús-
vistir í Reykjavík og innleiddi mikla
hlýju á þeirra heimili.
Lífshlaup Guðrúnar var afar inni-
haldsríkt. Hæfileikarnir lágu á öll-
um sviðum. Listmálari, eins og verk
hennar bera með sér. Hönnuður,
sem stílfærði allt sjálf á sínu heimili
og einnig í byggingarlist á fyrsta
húsi þeirra hjóna, sem hún byggði
sjálf með sínum manni. En sauma-
konan náði þó yfirhöndinni í lífs-
starfmu, þar náði hún mjög langt,
allt frá fínustu kjólum niður í
grímubúninga og allt þar á milli.
Hugur og hönd vora sífellt að
skapa, ný listaverk í föndurgerð af
ólíkasta toga og fræg voru silki-
blómin hennar á sínum tíma.
Á tímabili áttu þau hjón sumar-
bústað í fögru umhverfi, við fagurt
fjallavatn. Var þetta mikill fjöl-
skyldureitur á sínum tíma og oft
skroppið þangað um helgar, enda
ekki ýkja langt frá höfuðborginni og
munu börnin eiga þaðan góðar
minningar með pabba og mömmu í
skemmtilegum fjölskylduleikjum.
Nú er þetta liðin tíð og margt
hefur breyst. Það var sorglegt að
þessi hressa kona skyldi falla fyrir
Alzheimerveikinni, sem rænir fólk
minni og tilveru sinni. I hennar
löngu baráttu við sjúkdóminn stóð
hún ekki ein, heldur öll fjölskyldan
sem einn maður. Mest reyndi þó á
eiginmanninn. Þótt sárlasinn væri
sjálfur gerði hann allt sem í mann-
legu valdi er til að létta henni lífið
meðan haldið var í vonina. En vonin
var veik og hver dagur dapurlegri,
sem lengra leið. Örlögin verða ekki
umflúin.
Nú var komið að rólegu áranum í
lífi þeirra og þau sest í helgan stein
í yndislegu íbúðinni sinni við Garða-
torg í Garðabæ. Þar átti að eyða
ævikvöldinu, þar ætluðu þau að eld-
ast saman og njóta farsælla minn-
inga fjölskyldulífsins, taka á móti
barnabörnunum og öðram ástvinum
sínum. Þar beið faðmur þeirra op-
inn og hlýr og fallega heimilið með
listræna húsprýði húsmóðurinnar í
málverkum og öðrum smekklegum
skrautmunum, gerðum af hönd og
hugviti hennar sjálfrar. En sólar-
lagið tók stefnu í aðra átt, þó að
stutt væri á milli staða. Heilsan
brást og þá voru gerðar ráðstafanir
að komast í verndað skjól. Eftir
nokkurn biðtíma féll hurð að stöfum
á heimili þeirra að Garðatorgi.
Hrafnista í Hafnarfirði varð þeirra
aðsetur síðustu æviárin og hjúkran-
ar var veitt af alúð. Ragnar andaðist
27. ágúst 1996, þá búinn að vera
sárþjáður allt sumarið og asmasjúk-
lingur í mörg ár, þó staðið væri á
meðan stætt var í vinnunni. En
alltaf var brosað og spaugað og
aldrei gefist upp, því lundin var svo
létt.
Það var dýrmætt að eignast vin-
áttu þessara yndislegu hjóna og
margt að þakka. Það er orðið fátítt
nú til dags að eiginmenn kveðji kon-
ur sínar með kossi, er þeir fara út
og í vinnu, en það gerði Ragnar
frændi minn við sína konu. Við trú-
um því líka, að vel verði tekið á móti
henni handan landamæranna, er
þau hittast á ný.
Með innilegu þakklæti kveð ég að
leiðarlokum þessi yndislegu hjón,
sem veittu svo mörgum gleði og
hlýju á sinni lífsgöngu. Börnum
þeiiTa og öðrum ástvinum votta ég
innilega samúð. Hvílið í guðsfriði.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Helgadóttur.
Jónfna Brunnan.
GUÐRÚN HELGA
HELGADÓTTIR