Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 21 ERLENT Nyrup Rasmussen heimsækir Færeyjar Oumbeðin heimsókn vekur deilur Deilur bæði í Dan- mörku og Færeyjum vegna heimsóknar Pouls Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dana, vekja ýmsar spurningar um sam- band landanna, eins og Sigrún Davíðsdóttir reifar hér á eftir. HEIMSÓKN Pouls Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dana, í dag til Færeyja hefur gefið tilefni til st.jórnmálaværinga bæði í Dan- mörku og Færeyjum. Margir spyrja hvers vegna forsætisráðherra hafi valið að heimsækja eyjarnar einmitt nú, níu dögum áður en 2.500 blað- síðna skýrsla um bankamálið marg- umtalaða verður birt. Ráðherrann hefur ekki heimsótt eyjarnar síðan 1994, því hann hefur ekki verið vel- kominn þar meðan eyjaskeggjar álíta að danska stjórnin og þá einnig Nyrup hafi hlunnfarið þá í banka- málinu. En bæði í Danmörku og í Færeyjum snerta tengsl landanna önnur pólitísk deilumál og þá einnig þingkosningar í Danmörku, sem ýmsir spá að verði þegar í vetur. Með danska forsætisráðherranum er Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, því ástæða heimsóknar Nyrups er fund- ur leiðtoga þeiiTa þriggja þjóða, sem myndá dönsku ríkisheildina. Þeir Nyrup og Motzfeldt koma því til að funda með Edmund Joensen, lögmanni Færeyja, og um leið hugð- ist Nyrup funda með færeyskum frammámönnum. Þessir þrír funda árlega, en nýmælið nú er fundar- staðurinn. Ef fundurinn hefði ekki verið haldinn á Færeyjum við nú- verandi aðstæður hefði það vísast vakið hrifningu að nú væru leiðtogar smáþjóðanna ekki lengur kallaðir í konungsgarð, heldur væru þrír jafn- réttháir fundarstaðir. Heima fyiTi' hefur Færeyjaferðin gefið andstæð- ingum Nyrups tilefni til að deila hart á hann og í Færeyjum hefur hún kynt undir óvild í garð Dana. Nyrup og Ellemann-Jensen, lykilpersónur í dönskum Færeyjadeilum Ferð Nyrups hefur verið umdeild í Danmörku. Hann hefur margoft lýst því yfir að hann hafi mikið dá- læti á norðurslóðum og þeir sem þekkja hann vita að lönd eins og Færeyjar, Grænland og Island eiga í honum sterk ítök, svo persónulega sárnar honum ugglaust að vera nú óvinsælasti maðurinn í augum Færeyinga. Stjómmálalega séð hef- ur moldviðrið komið honum illa, því það hefur gefið erkiandstæðing hans, Uffe Ellemann-Jensen, for- manni Venstre og leiðtoga stjómar- andstöðunnar og fyrrverandi utan- ríkisráðherra, byr undir báða vængi. NYRUP Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, í þungum þönkum á danska þinginu. Líkt og Nyrup hefur Ellemann- Jensen löngum gert sér mikinn mat úr tengslum norður á bóginn. Sem utanríkisráðherra hafði hann mikið samband við Færeyjar, þar sem Poul Schlúter, þáverandi forsætis- ráðherr,a sinnti utanríkismálum lítið miðað við Nyrap. Og sem leiðtogi stjómarandstöðunnar hefur Ellem- ann-Jensen gi'ipið hvert tækifæri til að brýna stjórnina í málefnum Færeyinga og nú síðast hvatti hann Nyrap til að hætta við heimsóknina. Nyrap hefur svarað af þunga, sagt Ellemann-Jensen skaða samband Dana og Færeyinga, veikja ríkis- heildina, ekki af velvild í garð Færeyinga heldur til að seilast eftir forsætisráðherrastólnum. Orðaskipti stjómmálaleiðtoganna eru vísbend- ing um að áköf stjómmálaátök muni fylgja í kjölfar bankaskýrslunnar. Afstaða Dana til Færeyinga: kærleikur eða þreyta? Af orðaskiptum stjórnmálaleið- toganna má ætla að Færeyjamálið muni óhjákvæmilega setja svip sinn á aðdraganda dönsku þingkosning- anna, sem verða í síðasta lagi í haust. Það hefur legið í loftinu að Nyrup hafi áhuga á að blása til kosninga þegar í febrúar og að hann muni þá tilkynna það á næstu dög- um. Það gæti þó reynst vogað, um það bil sem bankaskýrslan verður birt. Hann hljóti því að vera mjög viss um að niðurstöður hennar verði sér ekki óþægilegar og eins að danskir kjósendur kippi sér ekki upp við niðurstöður hennar. Það er erfitt að segja um hver áhrif það muni hafa á danska kjós- endur ,ef í ljós kemur að danska stjómin hirði fremur um hag danskra banka en Færeyinga í bankamálinu. Málið snertir grand- vallarspumingar eins og upplýs- ingaskyldu ráðherra gagnvart þing- inu og trúverðugleika ráðhema, sem Dönum er ákaft umræðuefni, svo það hefur víðtækari skírskotun en þá færeysku. Hins vegar er ekki ósennilegt að Nyrap og hans menn meti það svo að hinn almenni kjós- andi sé löngu orðinn leiður á Færeyjum og fjáraustri Dana þang- að. Nyrup muni því ekki hafa þung- ar áhyggjur af víðtækari afleiðing- um skýrslunnar heima fyrir, þrátt fyrir málþóf stjómarandstæðinga. Atta þingflokkar eiga sæti á fær- eyska lögþinginu og af þeim hafa tveir fullt sjálfstæði eyjanna á stefnuskrá sinni. Nyrup hafði boðað fulltrúa flokkanna átta á sinn fund, en fulltrúar fimm þeirra hafa lýst því yfir að þeir hafi ekkert við for- sætisráðherra að tala fyrr en skýrsl- an liggi fyrir. Bæði frá danska Ihaldsflokknum og Venstre hafa heyrst gagnrýnisraddir um að þessi afstaða færeyski-a stjórnmálamanna sýni skort á lýðræðislegum vinnu- brögðum og kjarki. Sjálfstæðiskröfur Færeyinga séðar með dönskum augum I Danmörku hafa fáii' það á tilfinn- ingunni að færeyskum sjálfstæðis- kröfum fylgi sérstök alvara. Það seg- ir þó kannski meira um lítinn áhuga Dana á Færeyjum en um kröfurnar, því flestir Danir vora einnig alveg andvaralausir um áð Islendingar meintu fullveldiskröfur sínar af neinni alvöra, fyrr en þeir gerðu al- vöra úr fullveldinu 1944. Samband Færeyja og Danmerkur er ekki ósvipað og samband Islands og Dan- merkur var eftir sambandslaga- samninginn 1918, mótað af sjálf- stjóm eyjaskeggja, en Danir fai-a með utanríkismál þeirra og Dana- drottning er þjóðhöfðinginn. Það vekur ekki tiltrú Dana á sjálf- stæðistilburðum Færeyinga hve stíft eyjaskeggjar hafa sótt í danska rík- iskassann. Þar á móti kemur þó að fram á þennan áratug hefur Dönum verið féð mjög útbært, kannski með- al annars vegna þess að dönsku minnihlutastjómimar hafa iðulega verið háðar atkvæðum færeyskra þingmanna í danska þinginu. Allir sem hafa heimsótt eyjamar kannast við gífurlega vega- og jarðgangagerð þai', gi'eidda af dönsku fé. Það er vart fyrr en á þessum áratug að Færey- ingar hafa fundið fyrir fjárþrenging- um, en þá munaði líka rækilega um. Til þess er einnig tekið að dönsk út- gerð hafí ekki endumýjað sig og lag- að sig að nýjum háttum líkt og sú ís- lenska hafi frekar gert. Að ýmsu leyti má hugsanlega til sanns vegar færa að Færeyingar hafi ekki haft gott af dönsku fé, því það hafi haldið þeim frá að taka fast á eigin málum. Enginn vafi er á að olíuvonin hefur eflt kjark og sjálfstæðishugmyndir eyjaskeggja. Almennt er reiknað með að gjöfular olíulindir séu á næsta leiti við eyjarnar og að þær muni skila milljörðum á næstu ára- tugum. Danir hafa þegar samið við Grænlendinga um auðlindaskipt- ingu, sem tryggir Grænlendingum drjúgan hlut, og enginn vafi á að þeir samningar munu leggja línurn- ar í sömu hlutum milli Færeyinga og Dana. En þetta er framtíðartón- list. Það kemur hins vegar á næst- unni í ljós hvort Færeyjamálin verða Nyrap pólitísk gildra, eða hvort Færeyjar breyta engu í dönskum stjómmálum. Reuters Deilt um kúrdíska flóttamenn MANFRED Kanther, innanrík- isráðherra Þýskalands, gagn- rýndi í gær ítölsk og grísk stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert nóg til að hindra að hund- ruð Kúrda kæmust til landa Evrópusambandsins með ólög- legum hætti. Um 1.200 flóttamenn, margir þeirra Kúrdar frá Tjrklandi, fóru með bátum til Italíu í vik- unni sem leið og fregnir herma að allt að 1.300 flóttamenn til viðbótar séu á leiðinni þangað. Rúm hálf milljón Kúrda býr nú í Þýskalandi og Þjóðverjar óttast að flóttamennirnir fari þangað frá Italiu. Klaus Kink- el, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagði á sunnudag að stjórnvöld í Tyrklandi yrðu að binda enda á þrettán ára upp- reisn Kúrda í landinu með við- ræðum án þess að beita her- valdi. Itölsk stjórnvöld sögðu að Kúrdarnir væru að flýja pólitíska kúgun í Tyrklandi en tyrkneska utanríkisráðuneytið neitaði því í gær og sagði að fólkið væri að flýja fátækt og sæktist eftir betri lífskjörum í ESB-löndunum. Tvær kúrdískar konur hengja hér upp þvott í flótta- mannabúðum í suðurhluta Ital- íu. Söngskólinn í Reykjavík SÖNGNÁMSKEHD 12 vikna kuöldnámskeið hefst 13. janúar. Innritun stendur yfir. Fyrir fólk á öllum aldri fyrir unga að árum og/eða unga í anda Kennt er utan venjulegs vinnutíma á kvöldin og/eða um helgar Tónmennt / kennari Violeta Smid Undirstöðuatriði í tónfræði, tónheyrn og nótnalestri Einsöngur / kennari Ragnheiöur Guömundsdóttir Klassískur söngur, raddbeiting og túlkun A léttu nótunum / kennari Magnús Ingimarsson Söngleikja- og dægurtónlist Fyrir kórfólk, sturtusöngvara og félagslynt fólk. Allir finna eitthvaö skemmtilegt og fræðandi viö sitt hæfi. Upplýsingar og innritun á skrifstofu skólans f sfma 552-7366, frá kl. 13.30-17.30, mánudag til föstudags. Raddprófun og stundarskrárgerð fer fram mánudaginn 12.01. Námskeiðinu lýkur með umsögn og tónleikum. Skólastjóri \_________________________________________________________________/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.