Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 43 ( í < ( < ( < < i 4 I 4 4 4 i 4 i 4 4 4 4 4 4 4 FRÉTTIR Námskeið í notkun áttavita og GPS tækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag íslands stendur fyrir námskeiði í notkun áttavita og GPS gervihnattastaðsetningar- tækja fyrir almenning á Selfossi dagana 14., 15. og 20. janúar nk. Námskeiðið verður haldið i húsi Björgunarsveitar SVFÍ á Selfossi að Austurvegi 54. Námskeiðið samanstendur af grunnfræðslu í notkun áttavita og GPS-tækja sem hafa notið aukinna vinsælda við ferðalög um óbyggðir og er því tilvalið fyrir alla sem ferð- ast utan alfaraleiða að sumri og vetri til. Námskeiðsgjald er 3.000 kr. og eru námskeiðsgögn innifalin. Vænt- anlegir þátttakendur tilkynni þátt- töku í síma 587-4044 sem allra fyrst og eigi síðar en fyrir hádegi þriðjudaginn 13. janúar. -----♦ ♦ ♦---- LEIÐRÉTT Skíðaganga á Grænlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg VALSMENN fögnuðu nýju ári með nýársbrennu að Hlíðarenda í Reykjavík á sunnudag. Eftir blysför frá Perlunni í Oskjuhlíð var kveikt í Valsbrennunni og ungir og aldnir sungu og skemmtu sér með stjörnuljós á lofti. Þrettándabrennur víða í dag í FRÉTT í ferðablaði á sunnudag um skíðagöngukeppni á Grænlandi vantaði aftan á netslóð hjá aðstand- endum keppninnar. Rétt slóð er http://www.greenland-guide. dk. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jólakötturinn í Gerðubergi í FRÉTT af síðustu jólasýningu Sögusvuntunnar á hótel Esju gætti misskilnings þar sem sagt var að sýningin kæmi hingað til lands frá Slóveníu. Hið rétta er að leikbrúðu- sýningin Jólakötturinn er 3 ára gamalt íslenskt leikverk eftir Hall- veigu Thorlacius sem brúðuleikhús- ið í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, keypti sýningarrétt á og setti upp á síðasta ári. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Síðasta jóla- sýningin verður í Gerðubergi í dag kl. 17. Erlendir ferðamenn í FRÉTT í Morgunblaðinu 31. des- ember var rangt farið með fjölda erlendra gesta um áramót á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju. Hið rétta er að á Hótel Loftleiðum voru 270 eriendir gestir og á Hótel Esju 215. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Sýningin „Verð ég þá gleymd - og búin saga“ SÝNINGIN „Verð ég þá gleymd - og búin saga“, sem Kvennasögu- safn íslands heldur í Þjóðarbókhlöð- unni, stendur til 31. janúar 1998, en dagsetningin misritaðist nýlega í blaðinu. Sýningin byggist á mun- um og handritum úr fórum látinna skáldkvenna. JÓLIN verða kvödd með tilheyr- andi hátíð víða um land í dag á þrettándanum. Farnar verða blysfarir og haldnar brennur. Þrettándaskemmtun Fjölnis í Grafarvogi Þrettándaskemmtun Ung- mennafélagsins Fjölnis verður í dag ef veður leyfir. Klukkan 19 hefst blysför frá íþróttahúsi Fjölnis við Dalhús 2 að brennunni við Gylfaflöt. Með í för verða Grýla, Leppalúði, jóla- sveinar og aðrar furðuverur. Skemmtuninni lýkur með flug- eldasýningu i boði Olís. Blys, kyndlar og stjörnuijós verða seld við íþróttahús Fjöinis. Álfabrenna í Garði Nú er 90. afmælisár Gerða- hrepps framundan og hefstþað á þrettándagleði í dag, þriðjudag. Frá kl. 18 verður boðið upp á málun barna og búningar lánaðir í Sæborgu, meðan birgðir endast. Blysför leggur af stað frá Sæ- borgu kl. 20 að Víðisvelli þar sem skemmtidagskrá fer fram. I til- efni afmælisins verður vegleg flugeldasýning. Þrettándagleði HK í Fossvogsdal Handknattleiksfélag Kópavogs stendur fyrir blysför frá Fagra- lundi ki. 19 um Fossvogsdalinn að þrettándabrennu HK sem staðsett er á sparkvelli Snælandsskóla. Kór Kársnesskóla, harmoniku- ieikari frá Harmonikufélagi Reykjavíkur og álfar og púkar verða á staðnum. Ganga og blysför í Öskjuhlíð Ferðafélag íslands mun að venju fagna nýja árinu með þrett- ándagöngu um álfabyggðir í Öskjuhlið. Brottför er kl. 20 frá Perlunni að kvöldi þrettándans 6. janúar og verður farin fjöl- skylduganga um skógarstíga Öskjuhlíðar sem siðan lýkur um kl. 21 við Perluna. Að gögnu lok- inni mun Perlan bjóða upp á veit- ingar á góðum kjörum. Þrettándabrenna í Seljahverfi Skátafélagið Segull í Selja- hverfi heldur sína árlegu þrett- ándabrennu miðvikudaginn 6. janúar á auðu svæði niður af Öld- uselsskóla við Öldusel. Athöfnin hefst með blysför kl. 19.45 frá Skátaheimilinu, Tinda- seli 3. Kveikt verður á bálkestin- um kl. 20. í tilkynningu segir að íbúar hverfisins, skátar og aðrir séu hvattir til þátttöku í undirbún- ingi/söfnun og að mæta í viðeig- andi búningum við athöfnina. Ur dagbók lögregiunnar 27 teknir vegna hraðaksturs 2. til 4. janúar TALSVERT annríki hefur verið hjá lögreglu um þessa helgi og síðan um áramót. Sumir borgarbúar hafa tekið sér góðan tíma til að fagna nýju ári og hefur nokkuð verið um átök milli einstaklinga bæði á veit- ingastöðum og eins í heimahúsum. Unglingar hafa unnið skemmdar- verk með sprengingum meðal annars á póstkössum og rúðum. Umferðin Tuttugu og sjö ökumenn voru stöðvaðir um helgina vegna hrað- aksturs og sex aðrir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Á síðasta ári voru rúmlega þijú þúsund ökumenn kærðir vegna hraðaksturs eða um tíu daglega. Bifreið var ekið á karlmann á reiðhjóli á Hverfisgötu um miðjan síðasta laugardag. Hjólreiðamaður- inn sem hafði öryggishjálm datt af hjólinu og skall með höfuðið í göt- una. Hann var fluttur á slysadeild með vægan heilahristing og mar á líkama. Arekstur varð milli tveggja ökutækja á Hringbraut við Njarðar- götu kl. 21 á laugardag. Öðru öku- tækinu var ekið austur Hringbraut og beygt áleiðis norður Njarðargötu í veg fyrir bifreið sem ekið var vest- ur Hringbraut. Báðir ökumenn slös- uðust og annar hlaut alvarleg höf- uðmeiðsli. Fjarlægja varð bæði öku- tækin af vettvangi með kranabifreið. Árekstur varð milli tveggja öku- tækja um hádegisbil á sunnudag í Borgartúni við Kringlumýrarbraut. Ökutæki sem ekið var suður Kringiumýrarbraut yfir gatnamótin við Borgartún var ekið móti rauðu ljósi og lenti á ökutæki sem ekið var austur Borgartún. Fjarlægja varð bæði ökutækin af vettvangi með kranabifreið og kvartaði annar öku- maðurinn undan eymslum í hálsi og ætiaði sjálfur á slysadeild. Líkamsmeiðingar Ráðist var að tvítugum karlmanni í Austurstræti og honum veittir nokkrir áverkar meðal annars í and- liti. Unglingahópur er talinn hafa staðið að baki árásinni. Yfirlýsing um rafmagnsöryggi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing vegna um- ræðu um rafmagnsöryggismál: „Félag raftækjaheildsala vill koma á framfæri eftirfarandi yfirlýs- ingu vegna fullyrðinga þingmanna og frétta um að ástand rafmagnsör- yggismála sem tengjast rafbúnaði hafí versnað eftir að nýtt fyrirkomu- lag gekk í gildi á síðasta ári. Við gildistöku nýrra laga í upp- hafí síðasta árs varð mikil breyting til batnaðar í rafmagnsöryggismál- um á íslandi. Rafmagnseftirlit ríkis- ins var lagt niður og yfirstjórn þess- ara mála færð til Löggildingarstofu. Félag raftækjaheildsala átti fulltrúa í þeim vinnuhópi sem vann að samn- ingu nýrra laga og reglugerða vegna breytinganna. Staðhæfingar um að kastað hafi verið til höndun- um við þá vinnu lýsa einungis ábyrgðarleysi þeirra sem því halda fram. Meðal þess sem Félag raftækja- heildsala fór fram á að ynnist með nýju fyrirkomulagi rafmagnsörygg- ismála var betra og skilvirkara markaðseftirlit með rafföngum. Fyrir breytingar var innflytjendum skylt að fá öll raföng samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins áður en þau voru sett á markað hérlendis. Raffangaprófun Rafmagnseftirlits- ins annaði hins vegar engan veginn beiðnum um prófun og viðurkenn- ingu raffanga. Til að bæta úr því var stefnt að stofnun afkastamikill- ar en fjárfrekrar ríkisrekinnar við- urkenningarstofu. Sú stefna náði að mati Félags raftækjaheildsala engri átt þar sem þau rafföng sem flutt eru hingað til lands hafa ávallt verið prófuð af viðurkenningarstof- um í öðrum löndum. Með nýjum lögum um rafmagns- öryggi verða innflytjendur raffanga að geta framvísað vottorðum um uppruna og eiginleika þeirrar vöru sem þeir flytja inn. Löggildingar- stofa lætur síðan óháðar og faggilt- ar skoðunarstofur framkvæma úr- taksskoðanir á þeim rafföngum sem eru á markaði hveiju sinni. Oftar en ekki eru vörur einnig skoðaðar vegna ábendinga frá almenningi eða samkeppnisaðilum. Ábyrgð inn- flytjenda hefur því aukist til muna. Þeir verða að geta sýnt fram á að sú vara sem þeir flytja inn standist evrópska staðla og settar reglur um rafmagnsöryggi. Að mati Félags raftækjaheildsala hefur markaðseftirlit með rafföng- um aldrei verið virkara og betra en nú. Breyttar markaðsaðstæður köll- uðu á breytt fyrirkomulag. Fram- leiðendur og innflytjendur bera nú ábyrgð á sinni vöru og sæta refs- ingu gerist þeir brotlegir við settar reglur um öryggi raffanga. Slík ábyrgð er mun árangursríkari og hagkvæmari leið til að stuðla að auknu rafmagnsöryggi en opinbert eftirlit og prófun á hveiju því raf- fangi sem flutt er til landsins.“ Kaupmaðurinn á horninu kveður sendiherrahjónin EFTIR nokkra daga halda Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibals- son af landi brott þegar Jón Bald- vin tekur við stöðu sendiherra ís- lands í Washington. Af því tilefni verður efnt til kveðjuveislu fyrir þau hjónin hjá kaupmanninum á horn- inu, Pétursbúð, á horni Ránargötu og Ægisgötu í dag, þriðjudaginn 6. janúar, milli kl. 17 og 19. „Pétursbúð er meira en bara verslun því hún hefur því hlutverki að gegna í gamla Vesturbænum að vera nokkurs konar samkomustað- ur hverfisbúa sem þar hittast og ræða um lífið og tilveruna. I þess- ' ; ari verslun hafa myndast náin og góð kynni meðal íbúa hverfisins og því þykir eigendum verslunarinnar, Sigrúnu Eddu og Pétri Emilssyni, tilvalið að gefa viðskiptavinum sín- um færi á að kveðja þau Bryndísi og Jón Baldvin, segir í fréttatil- kynningu frá Pétursbúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.